Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNl2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíö 24, Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreiflng:
dreifing@dv.is
Setnlng og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
1 Hvað heitir höfuðborg
landsins?
SHversu miMu stærri en
ísland er landið?
SHversu margir íbúar búa í
Sádi-Arabíu?
4Hvað heitir konungur
landsins?
SHvað kallast steinninn í
Mekka sem pflagrímar
hringsóla kringum?
Svör neðst á síðunni
Lýðræðið á undan-
haldi
Afsakið, afseikið
evon Largio hefur tölvukeyrt yfirlýs-
I ingar ríkisstjórnar George W. Bush
JLJ Bandaríkjaforseta og fundið 23 mis-
munandi forsendur stríðsins gegn Irak. Þær
snúast um allt milli himins og jarðar, ffá
meintum gereyðingarvopnum Saddam
Hussein yfir í meint getideysi Sameinuðu
þjóðanna við að breiða vestrænt lýðræðis-
kerfi út um allan heim.
f viðtali við Washington Post sagðist
Largio eftir tveggja ára vinnu ekki hafa kom-
izt að raunverulegri ástæðu stríðsins. Það
stafar auðvitað af, að fýrst var ákveðið að fara
í stríð og sfðan var leitað að afsökunum fyrir
þeirri ákvörðun. Þær afsakanir fylgdu því,
sem heppilegast og mest sannfærandi var
talið á hverjum tíma.
New York Times hefur fyrst bandarískra
dagblaða beðist afsökunar á þætti sínum við
að koma á framfæri hinum ýmsu forsendum
stríðsins gegn írak. Svo virðist sem blaðið
hafi ekki fylgt vinnureglum sínum og í þess
stað gleypt hráar hinar ýmsu yfirlýsingar CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar, sem var úti
að aka allan aðdraganda stríðsins.
Komið hefur í ljós, að Amad Tsalabi fóðr-
aði leyniþjónustuna á alls konar upplýsing-
um, sem hún þráði að heyra til að geta fóðrað
rfldsstjórn Bandaríkjanna á upplýsingum,
sem hún þráði að heyra. Nú segir leyniþjón-
ustan, að Tsalabi hafi í rauninxú verið njósn-
ari á vegum írans. Spurningin er svo, hvort
við eigum að trúa henni núna.
Það er hins vegar staðreynd, að vinslit hafa
orðið milli bandarísku landstjórnarinnar í
frak og Tsalabi, eins og raunar milli banda-
rísku landstjórnarinnar og innlendu ráðgjaf-
arnefndarinnar, sem bandaríska landstjóm-
in skipaði raunar sjálf á sínum tíma. Leppur
Bandaríkjanna í Irak hefur þannig reynzt
vera skapara sínum ótraustur ráðgjafi.
Enn er spurt, hver eigi að bera ábyrgð á
allri þessari vitleysu. Em það ritstjórar
bandarfsku stórblaðanna, sem létu fóðra sig
á þvættingi? Em það yfirmenn bandarísku
leyniþjónustunnar, sem fóm heljarstökk í til-
raunum við að þjónusta ríkisstjórnina? Er
það ríkisstjórnin sjálf, einkum forseti lands-
ins og varaforsetinn?
Sennilega var ísraelska leyniþjónustan
Mossad upphaflega að verki og hægri sinnað-
ir hugmyndapáfar á borð við Paul Wolfowitz,
sem vom undir áhrifum frá Mossad. ísraelska
leyniþjónustan vildi flækja Bandaríkin inn í
vandræði í heimi múslima og hefur svo sann-
arlega tekizt það. ísrael var þúfan, sem velti
bandaríska fjallinu.
New York Times hefur beðizt afsökunar á
aðild sinni að mglinu, sem hefúr skaðað
mannkyn, vestrænt samstarf og Bandaríkin,
sem nú hafa beðið þvílíkt skipbrot í hemaði,
að þau geta ekki farið í fleiri stríð næstu árin.
En bandarísk leyniþjónusta og ráðherrar
hafa ekki beðizt afsökunar og ekki heldur
leyniþjónusta og ráðamenn Israels.
Enn er haldið áfram að Ijúga að okkur. Enn
em Bush og Blair hástöfum að selja stríð, sem
var til þess fallið að magna hættu á hryðju-
verkum á Vesturlöndum og grafa undan ein-
ingu Vesturlanda.
Jónas Krístjánsson
í leiðara breska blaðsins
The Observer veltir leið-
arahöfundur því fyrir sér
jSS TheObserver
ræðisins þar í landi sé
orðin slæm. í Bretlandi
ganga menn til kosninga
þann 10. júní þar sem
kosið verður um borgar-
stjóra, í sveitastjómir og
tíl Evrópuþingsins. Sfðast
þegar kosningar í Evrópu-
þingið fóm fram mætti
ekki nema tæplega fjórð-
ungur kjósenda á kjör-
stað. Nú þegar hafa
stjómvöld gert kjósend-
um það auðveldara að
mæta á kjörstað í tilraun
til þess að fá fleiri til að
kjósa en ekkert hefur
gengið. Fólk hefúr kost á
að kjósa með pósti og þar
að auki er búið að sam-
eina nokkrar kosningar á
cinn og sama daginn til að
spara fólki tíma og fyrir-
höfn en ekkert hefur
gengið. Leiðarahöfundur
hefur af þessu miklar
áhyggjur en segir ábyrgð-
ina liggja hjá stjómvöld-
um. Verið sé að kjósa um
of mikið af ólflcum mál-
efnum á sama tíma og
þannig verða kosninga-
baráttumar mglingslegar.
Virt að vettugi
Orðtakiö„að vlrða að vettugi"
þýöir„að virða einskis". Orðið
„vettugi“ þykir mörgum
kannski illskiljanlegt en þar er
um að ræöa þágufallsmynd af
fornu orði sem núer ekki leng-
ur I notkun.„Vetki"
eða „vétki" þýddi á
slnum„ekkert“og
„vettugi" er sem sagt þágufall-
ið afþví. I eignarfalli var oröið
„vettergis“ ~„til einskis“ mátti
þvf segja„til vettergis". En nú
er orðið útdautt nema þágu-
fallsmyndin.
Málið
c
«o
o
3
TO
o
ai
£
3
C
o
«o
c
CD
E
oi
oi
1/1
*o
Svörvlöspumlngum: -*
1. Ríad — 2. Tuttugu sinnum - S. Rúmar 24 i-
milljónir - 4. Fahd - 5. Ka'bah.
VEFRITIÐ MÚRINN fjallar um
Iraksstríðið í nýjum pistli.
„Leiftursnöggt inngrip hinna
staðföstu þjóða í írak, með sínum
hátæknivæddu drápstólum sem
stilla áttu mannfalli og tjóni svo
mjög í hóf, hefur teygst lengur en
bjartsýnustu hergagnaframleið-
endur þorðu að vona og enginn
virðist muna lengur hvers vegna
haldið var af stað í stríð til að byrja
með. Hin aumu rök um að Saddam
Hussein sæti klofvega á gereyðing-
arbombu og gæti og hygðist senda
gervalla heimsbyggðina aftur til
steinaldar á þremur korterum
heyrast orðið æ sjaldnar.
ÞAÐ ERU HELST utanríkisráðherr-
ar þeirra þjóða af þeim staðföstu
sem atað gátu hendur sínar blóði
úr þægilegri fjarlægð sem birtast
ennþá sveittir á effi vörinni af
spenningi og sigri hrósandi þegar
sundurryðgaðar járndollur merkt-
ar „Made in USA" finnast úti í eyði-
mörkinni. Þá telja þeir sig hafa
fundið syndaaflausn sína uns í ljós
kemur að ekki er um að ræða stein-
aldarbombuna hans Saddams
heldur löngu útrunnar og ónýtar
leifar úr öðru stríði sem Saddam
háði á níunda áratugnum á meðan
hann átti ennþá stuðning og vin-
áttu hinna staðföstu.
þA upphefst samt aftur sama
sönglið um að það liggi nú fyrir að
illmennið hann Saddam hafi átt
gereyðingarvopn og að heimurinn
sé betri og öruggari nú þegar hon-
um hefur verið komið frá. Enn ból-
ar þó ekkert á vopnunum frægu.
ÞÓTT ÝMSIR vilji draga vitsmuni
annarra staðfastra þjóðarleiðtoga
mjög í efa verður þeim þó að teljast
til tekna að ólíkt áðurnefndum ut-
anrfldsráðherrum virðast þeir hafa
haft vit á að láta af innantómu hjali
sínu um steinaldarbombuna og
reyndar hefði getað verið fyndið að
fylgjast með undanbrögðum þeirra
og hvernig þeir bera fyrir sig nýjar
lygar og afsakanir nánast daglega.
Það hefði getað verið fyndið ef
gráðug nýlendustefna þeirra hefði
ekki kostað þúsundir mannslffa og
sent írösku þjóðina inn í blóðugt
upplausnarástand.
SlFELLT BÆTIST VIÐ AFREKASKRÁ
hinna staðföstu í írak. Nú síðast
Fyrst og fremst
hafa okkur verið birtar ljósmyndir
af pyntingum staðfastra hermanna
á íröskum föngum í Abu Ghraib.
Ljósmyndir eru þeim eiginleikum
gæddar að þær ákvarða hvers við
minnumst og hvernig og frá því að
Ijósmyndatæknin kom fram hafa
þær gegnt mikilvægu hlutverki í
því hvernig sagan dæmir tiltekna
atburði eða einstaklinga. Þótt við-
brögð Bushstjómarinnar miði að
því að breiða yfir sannleikann og
beina athyglinni frá raunveruleik-
anum, t.d. með því að lýsa
hneykslun forsetans á ljósmynd-
unum frekar en pyntingunum
sjálfum og varnarmálaráðherrann,
Donald Rumsfeld, neiti að kalla
þær sínu rétta nafni og segi að um
sé að ræða „misnotkun" og „niður-
lægingu", sem sé allt önnur Ella,
verður þessa stríðs ávallt minnst
m.a. fyrir þær pyntingar sem við
höfum orðið vitni að og sagan mun
dæma þá sem hlut eiga að máli.
AFTUR BIRTAST staðfastir utanrflc-
isráðherrar í heimshornum fjarri
stríðsátökunum, sveittir á efri vör-
inni en ekki lengur eins sigri hrós-
andi. Þetta var nú ekki það sem
þeir vildu og þeir vom nú ekki
spurðir fyrst en því má auðvitað
ekki gleyma að Saddam Hussein
bjó yfir gereyðingarvopnum og
þurfti ekki nema einn knatt-
spyrnuhálfleik til þess að nota þau
gegn okkur öllum og eflaust hefði
hann gert það fyrr en síðar.
ÞAÐ KANN AÐ VERA að það komi
Halldóri Ásgrímssyni á óvart að í
stríði séu framin iÚvirki á borð við
pyntingarnar í Abu Ghraib en flest
hugsandi fólk gerir sér grein fyrir
því að stríð eru í eðh sínu eitt stórt
illvirki og fæst fólk kærir sig um að
vera viðriðið slflc illvirki eða sættir
sig við að þau yfirhöfuð eigi sér
stað. Mynd segir meira en þúsund
orð og þótt það hljóti að teljast
borin von að Halldór og félagar sjái
að sér og taki ábyrgð á gjörðum
sínum með viðeigandi hætti er
ekki úr vegi að leyfa sér a.m.k. að
vona að þeir læri af reynslunni og
verði ekki eins staðfastir næst þeg-
ar á að teyma þá, og okkur öll með,
á asnaeyrunum út í blóðugt stríð."
Pyntingar í Irak -
lýsingar ekki
fyrir viðkvæma
Myndirnar sem teknar voru afpyntingum
bandarískra hermanna á föngum I Abu
Ghraib-fangeisinu i Bagdadhafa vakiö
mikiö umtal um alla heimsbyggðina.
Myndirnar sýna ofbeldi og niöurlægingar
en þær eru þó smámunir I samanburöi
viö lýsingar fanganna sjáifra. Slikar lýs-
ingar hafa birst i blööum á borð viö The
Washington Post en þar á bæ segjast
menn jafnframt hafa undir höndum mun
ógeðfelldari myndir en þær sem þegar
hcfa veriö birtar. Þar hefur verið sagt frá
þvi aö fangar hafi veriö látnir borða
svinakjöt og drekka áfengi, en það striðir
gegn ísiam, og það jafnvel upp úr klósett-
um. Aörir fangar lýstu því hvernig þeir
voru iátnir hanga á höndum eöa fótum
naktir svo timunum skipti og aörirsögöu
frá kynferöisiegrí niöuríægingu þar sem
þeir voru látnir fróa sér saman fyrír fram-
an kvenhermenn. Einnig hafa ásakanir
komiö fram I bandarískum fjölmiölum
þar sem þvi hefur verið haidiö fram að
viö ftugvöiiinn í Bagdad séu leynilegar
fangabúðir þarsem skiputagðar pyn ting-
ar fara fram. Sumir fjölmiölar hafa jafnvel
fullyrt að þessar pyntingar fari fram meö
fullu samþykki varnarmáiaráðuneytisins.