Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ2004
Sport DV
Óvissa um
leikmenn Stoke
Snurða hefur hlaupið á
þráðinn í samningamálum
Víkinga við þrjá unga leik-
menn Stoke City sem
væntanlegir voru til
félagsins fyrir 4. umferð
Landsbankadeildarinnar
sem hefst í kvöld. Að sögn
Aðalsteins Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Víkings,
er alls óvíst hvort leik-
mennirnir spili með félag-
inu yfir höfuð í sumar.
Heimildir DV Sports herma
að Víkingar séu þegar farnir
að líta í aðrar áttir og voru
forráðamenn félagsins að
skoða ónefndan sóknar-
mann frá Norðurlöndunum
um helgina. Sigurður
Jónsson, þjálfari Víkings,
vildi lítið tjá sig um málið
og sagði frekari fregna um
málið að vænta í dag.
FH-KEFLAVÍK 1-1
3. umf. - Kaplakríki -28. mal
Dómari: Garðar örn Hinriksson (3).
Áhorfendur: 700. Gaeði leiks: 5.
Gul spjöld: FH: Heimir Snær (10.),
Sigmundur (90.) - Keflavík: Stefán
(73.).
Rauð spjöld: FH: Heimir Snær (82.).
Mörk
0-1 Sjálfsmark 33.
Skot úr markteig Haraldur
1-1ÁsgeirÁsgeirsson 62.
Skot utan teigs Jónas Grani
Leikmenn FH:
Daði Lárusson 3
HeimirSnærGuðmundsson 2
Sverrir Garðarsson 4
Tommy Nielsen 4
Freyr Bjarnason 3
Ásgeir Ásgeirsson 4
Smin Karkov 1
Jónas Grani Garðarsson 1
(70., Guðmundur Sævarsson 2)
Atli Viðar Björnsson 5
Jón Þorgímur Stefánsson 3
(84., Sigmundur Ástþórsson -)
Ármann Smári Björnsson 2
(66., Víðir Leifsson 2)
Leikmenn Keflavikur:
Magnús Þormar 2
Guðjón Antoníusson 3
Sreten Djurovic 5
HaraldurGuðmundsson 4
Ólafur (var Jónsson 2
Stefán Gíslason 4
Jónas Guðni Sævarsson 4
Zoran Daníel Ljubicic 4
(79., Magnús Þorsteinsson -)
Hólmar Örn Rúnarsson 5
(89., Guðmundur Steinarsson -)
Scott Ramsey 4
Hörður Sveinsson 3
(71., Þórarinn Kristjánsson -)
Tölfræðin:
Skot(ámark): 17-12(3-7)
Varin skot: Daði 5 - Magnús 2.
Horn:6-5 Rangstöður: 1-0
Aukaspyrnur fengnar: 12-12.
BESTUR Á VELLINUM:
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík
Sjálfsmark
hjáTommy
Mark Keflvíkinga gegn
FH á föstudaginn hefur
verið ranglega skráð á
Sreten Djurovic í umfjöll-
unum um leikinn. Hið
rétta er að FH-ingurinn
Tommy Nielsen sendi þar
boltann í eigið net eftir
skalla Haraldar Guð-
mundssonar og Djurovic
kom þar hvergi nálægt.
Hann fagnaði hins vegar
markinu manna mest.
Fjórða umferð Landsbankadeildar karla
hefst í kvöld með Qórum leikjum. DV
Sport spáir í spilin og metur möguleika
liðanna.
Þriðja umferðin olli miklum vonbrigðum og voru gæði leikja í
algjöru lágmarki, að undanskildum leik FH og Keflavíkur. Má
segja að sá leikur hafi hreinlega komið í veg fyrir að umferðin
yrði einhver sú slakasta í manna minnum. Er það óskandi að
þessi ládeyða verði gleymd og grafin þegar flautað verður til
leiks í kvöld.
Skagamenn fá KA í heimsókn til
sín í kvöld og vonast Ólafur
Þórðarson líklegast eftir að sínir
menn fylgi eftir mikilvægum sigri á
Fram í síðustu viku. Leikmenn ÍA
léku samt sem áður langt undir getu
og þarf mikið að breytast í leik þeirra
til að hið góða gengi sem þeim var
spáð fyrir sumarið verði að
veruleika. Búast má við svo til
óbreyttu liði hjá ÍA en þó er
spurning hvort Grétar Rafn
Steinsson verði færður niður á miðj-
una á nýjan leik, en lítið fór fyrir
honum í nýrri stöðu við hlið Stefáns
Þórðarsonar í framlínu liðsins.
Leikur KA hefur ollið von-
brigðum í ár, liðið hefur ávallt verið
lakari aðilinn í leikjum sínum og var
stálheppið að fara með sigur af
hólmi gegn Víkingi í 2. umferð.
Einnig hlýtur það að valda Jóhanni
Þórhallssyni hugarangri að hafa ekki
enn náð að finna netmöskva
andstæðinganna. Reyndar er óvíst
um þátttöku Jóhanns sem fór
meiddur af leikveUi gegn ÍBV, en
búist er við að hann harki af sér fyrir
leikinn.
Ótrúlegur viðsnúningur
Framarar brotíentu í síðasta leik
eftir góða frammistöðu í fyrsta leik
sumarsins og vilja líklega gleyma
frammistöðunni gegn ÍA sem allra
fyrst - frammistöðu sem einkennd-
ist af metnaðar- og áhugaleysi og
misheppnuðum sendingum. For-
vitnilegt verður að sjá hvort, og þá
hvaða, breytingar Ion Geolgau mun
gera á liði sínu fyrir leikinn gegn
Grindavík í kvöld, en viðsnún-
ingurinn á leik liðsins frá því gegn
Víkingi í fyrsta leik og gegn ÍA á
fimmtudag var með ólíkindum.
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson
hefur þegar verið útilokaður ffá
leiknum, en búist er við að
Ríkharður Daðason verði búinn að
ná sér eftir smávægileg ökklameiðsli
sem hann hlaut gegn IA.
Það er helst sóknarleikurinn sem
Grindvíkingar þurfa að taka til
gagngerrar endurskoðunar. Sinisa
Kekic er algjör yfirburðamaður í
liðinu og ljóst er að þegar hann
spilar sem miðvörður þurfa aðrir
menn að taka af skarið í öðrum
stöðum vallarins. Liðið þarf
nauðsynlega á sínum fyrsta sigri í
sumar að halda, en til þess að hann
verði að veruleika þarf að sækja á
fleiri mönnum.
Víkinga hungrar í stig
Víkingar hafa verið einstaklega
óheppnir í síðustu tveimur leikjum
sínum og voru til að mynda síst
lakari aðilinn gegn KR í síðustu
umferð. Hinir ungu leikmenn liðsins
Klafs Kristinn Hafliöason
hjá KR og Sigursteinn
Gíslason hjá Víkingií
háöu hatramma baráttu
á miöjunni í leik liöanna
sl. fimmtudag. Þeir veröa
líklega báöir f byrjunar-
liöum sins liös I kvöld.
hungrar í fyrstu stig sumarsins og
mega leikmenn FH ekki falla í þá
gryíju að vanmeta andstæðinginn í
Víkinni í kvöld. Hætt er við að
leikstfll Víkinga gegn KR, sem gekk
út á að dæla háum boltum á Grétar
Sigfinnsson í framlínunni sem fleytti
honum áfram, virki síður gegn FH-
ingum, þar sem Sverrir Garðarsson
og Tommy Nielsen eru mjög sterkir í
loftinu. Líklegt er að lið Víkings verði
óbreytt frá því gegn KR og Viktor B.
Amarson verði að sætta sig við að
byrja á tréverkinu eftir að hafa lokið
tveggja leikja banni. Hjá FH kemur
Heimir Guðjónsson inn í liðið á
nýjan leik, líklega á kostnað Jónasar
Grana Garðarssonar.
íslandsmeistarar KR heimsækja
Eyjar og þurfa nauðsynlega á
þremur stigum að halda. Wfllum Þór
Þórsson þarf hins vegar að taka lið
sitt í ærlega naflaskoðun og þá
sérstaklega sóknina, sem hefur verið
ótrúlega bidaus það sem af er.
Lykilmenn hafa hreinlega ekki verið
í formi og ef ekki væri fyrir Kjartan
Henry Finnbogason væru KR-ingar
sennilegast stigalausir á botni
deildarinnar. Arnar Gunnlaugsson
mun lúdega koma inn í lið KR og
reyna að hressa eitthvað upp á
sóknarspilið. Eyjamenn hafa
hinsvegar komið á óvart, hafa enn
ekki tapað leik og virka nokkuð
heilsteyptir. vignir&dv.is
Keflvíkingar komust á toppinn
Jafntefli í Krikanum
Keflvíkingar komust á topp
Landsbankadeildarinnar í knatt-
spyrnu á föstudagskvöldið þegar
þeir gerðu jafntefli, 1-1, gegn FH í
Kaplakrika. Þessi leikur bauð upp á
flest það sem hefur vantað í deildina
í sumar og loksins þorðu leikmenn
að taka áhættu í sóknarleiknum.
Það var gaman að sjá leikmenn
liðanna ná meira en tveimur
sendingum sín á milli og ekki var
verra að sjá liðin sækja á fleiri
mönnum en tveimur til þremur líkt
og raunin hefur verið í undan-
förnum leikjum.
Leikurinn var kaflaskiptur að því
leyti að Keflvíkingar réðu ferðinni í
fyrri hálfleik. Þeir voru mun meira
með boltann, hreyfingin á leik-
mönnum liðsins var góð og þótt
þeirra eina mark væri sjálfsmark
FH-inga fór ekki á milli mála að þar
fer það lið sem spilar bestu knatt-
spyrnuna í defldinni nú um stundir.
FH-ingar komu hins vegar sterkir
inn í síðari hálfleik, færðu sig framar
á völlinn, uppskáru eitt mark fyrir
vikið og voru sterkari aðilinn allan
seinni hálfleikinn.
Þegar upp var staðið var jafntefli
sennilega sanngjörn úrslit en
leikmenn beggja liða geta borið
höfuðið hátt. Þrátt fyrir að leikurinn
fari ekki á spjöld sögunnar sem sá
best leikni þá var hann mikil framför
frá öðrum leikjum í umferðinni.
Leikmenn liðanna sýndu hugrekki
og þor, sem er sjaldséð á meðal
íslenskra knattspyrnumanna í dag.
Kannski er kröfurnar ekki miklar en
leikmenn liðanna eiga þakkir
skildar fyrir frammistöðuna -
loksins fengu áhorfendur eitthvað
fyrir peninginn.
kantana hjá Keflavik í ieiknum á föstudaginn og hér sést hann einu sinni sem oftar fara illa
með FH-inginn Heimi Snæ Guðmundsson. DV-mynd Pjetur