Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 17
BV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNl2004 17 Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, þótti skara fram úr í 3. umferð Landsbankadeildarinnar að mati íþróttafréttamanna DV Sports. Bjarni Þórður átti mjög góðan leik í marki Fylkis gegn Grindavík á fimmtudaginn og sá til þess að liðið hélt hreinu annan leikinn í röð. Með frábæra vörn fyrir framan mig „Ég viðurkenni það alveg að ég var svolítið smeykur í haust þegar nýr maður var að taka við og Ijóst var að Kjartan myndi fara. En Þorlákur kom strax upp að mér og tjáði mér að hann bæri fullt traust til mín og að ég yrði markmaður númer eitt í sumar." Það könnuðust sennilega ekki margir við Bjarna Þórð HaUdórsson áður en flautað var til leiks í Landsbankadeildinni fyrir tæpum þremur vikum. Þessi tvítugi markvörður hefur slegið í gegn í fyrstu þremur umferðum mótsins, í tvígang fengið einkunnina fimm frá íþróttafréttamönnum DV óg í jafnmörg skipti verið valinn maður leiksins. f síðasta leik Fylkis gegn Grindavík hélt Bjarni hreinu annan leikinn í röð og varði eins og berserkur. Varð frammistaðan til þess að Bjarni var valinn leikmaður þriðju umferðar af DV Sporti. „Er þetta ekki Sævar Þór að gera grín að mér?,“ sagði Bjarni þegar DV Sport sló á þráðinn til hans og tilkynnti honum tíðindin. Átti hann þá við Sævar Þór Gíslason, fram- herja liðsins, sem er víst nokkuð gjarn á að taka létta hrekki á liðsfélaga sína, sérstaklega þá yngri. Loks þegar Bjarni hafði verið sannfærður um að ekki væri um spaug að ræða varð hann hógværðin uppmáluð og vildi gera sem minnst úr eigin þætti. „Jú, þetta hefur gengið mjög vel, því er ekki að neita, og það er auðvitað frábært. En ég er náttúru- lega með frábæra vörn fyrir framan mig sem gerir mér auðveldara fyrir og gefur mér aukið sjálfstraust," segir Bjarni. Spurður hvort frammistaðan hafi komið honum sjálfum á óvart, sagði Bjarni ekki svo vera. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Maður hefur æft vel í ár og það er að skila sér.“ Svekkjandi á Skaganum Bjami Þórður hefur spilað með Fylki alla sína tíð og fékk sitt fyrsta tækifæri í leikmannahóp Fylkis árið 2000, þá 17 ára garnall. Síðustu tvö árin, og megnið af árinu 2001, hefur Bjarni verið varamarkvörður Kjartans Sturlusonar, en með brotthvarfi hans til ítah'u í haust fékk Bjarni loksins tækifærið sem hann hafði beðið eftir. Það heyrðust efasemdaraddir um að þessi ungi piltur væri í stakk búinn til að höndla þá pressu sem fylgir því að leika í efstu deild, með aðeins einn leik að baki. En Bjarni hefur heldur betur sannað sig það sem af er og í sumar er það aðeins hinn kanadíski Alen Marcina sem hefur fundið leiðina framhjá Bjama í markinu, þegar hann jafnaði metin fyrir ÍA á síðustu mínutu leiksins í fyrstu umferðinni. „Það var ferlega svekkjandi að fá á sig það mark. Við erum vissulega taplausir það sem af er, en ef það hefði ekki verið fyrir það mark værum við með níu stig á toppn- um,“ segir Bjarni. Þakklátur Þorláki Eins og flestum ætti að vera ljóst er nýr maður í brúnni hjá Fylki í ár, Þorlákur Árnason tók við af Aðalsteini Víglundssyni, og hefur breytt leikskipulagi Fylkis töluvert. Bjarni segir þær breytingar vera til góðs. „Hann kemur inn með ferska strauma og hefur gert ákveðnar breytingar sem virðast vera að virka. En það er samt fullsnemmt að segja til um það núna, mótið er rétt að byrja og það er ekki fyrr en í lok sumars sem hægt er að sjá hvort Bjarni Þórður Halldórsson Hefur spilað fjóra leiki í efstu deild og aöeins fengiö á sig eitt mark. Ekki amaleg tölfræði það fyrir tvítugan strák. 96% MARKVARSLA verið að skora fullt af mörkum. En við stefnum á sigur, það er ekki spurning," segir Bjarni sem að sjálfsögðu vonast einnig til að fá ekki á sig mark í þriðja leiknum í röð. Hann segir framhaldið leggjast vel í sig. „Þetta hefur gengið vel það sem af er og það er vonandi að það haldi áfram. Markmiðið fyrir tímabilið var bara að gera betur en í fyrra og sjá svo til hvert það myndi fleyta okkur. Við erum í öðru sæti núna en það yrði óneitanlega gaman að vera sæti ofar. vignir&dv.is Bjarni Þórður Halldórsson hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum sem hann hefur spilað í efstu deild. Hann hefur fengið á sig 24 skot í þessum fjórum leikjum og varið 23 af þeim eða 95,8% skotanna: Leikir Bjarna og varin skot: 2003 Fylkir-KA (1-0) 3 varin: 0 mörk á sig 2004 (A-Fylkir (1-1) 11:1 Fyikir-FH (1-0) 3:0 Grindavík—Fylkir (0-2) 6:0 þessar breytingar hafi gengið upp.“ Bjarni segist þakklátur fyrir það traust sem Þorlákur hefur sýnt honum. „Ég viðurkenni það alveg að ég var svolítið smeykur í haust þegar nýr maður var að taka við og ljóst var að Kjartan (Sturluson) myndi fara. En Þorlákur kom strax upp að mér og tjáði mér að hann bæri fullt traust til mín og að ég yrði markmaður númer eitt í sumar," segir Bjarni. Erfitt gegn Keflavík Fylkismenn hafa byrjað tímabilið vel, eru í öðru sæti með jafnmörg stig og Keflavík sem er á toppnum með betri markatölu. Þessi lið munu mætast á morgun í Árbænum í sannkölluðum toppslag og segist Bjarni búast við hörkuleik. „Já, það verður erfiður leikur. Keflvíkingar eru með frábært lið, unga og sterka stráka sem spila boltanum vel á milli sín og hafa Lið 1. umferðar / Landsbankadeildinni Lið 3. umferðar í Landsbankadeildinni valið af DV Sport Keflvíkingar eiga fjóra leikmenn Keflvíkingar eiga fjóra leikmenn í liði 3. umferðar Landsbankadeildar karla, sem vaiið er af íþrótta- fréttamönnum DV Sports. FH-ingar eiga tvo leikmenn en síðan koma fjögur lið sem hvert eiga einn fulltrúa í þessu liði umferðarinnar. FH og Keflavík áttust einmitt við í Hafnarfirðinum í besta leik íslands- mótsins það sem af er sumri. Liðin stóðu langt umfram önnur hvað varðar almenn gæði knattspymunn- ar og mega önnur lið muna sinn fífil fegri. Hólmar Rúnarsson og Stefán Gíslason stóðu upp úr á miðju Keflavíkur en Ásgeir Ásgeirsson sýndi þeim þó enga virðingu. í vöminni vom Sreten Djurovic og Haraldur Guðmundsson eins og klettar og var Atli Viðar Björnsson sá eini sem gat veitt þeim einhverjar skráveifur. Pálmi Haraldsson átti fínan leik á miðju ÍA gegn Fram, rétt eins og Reynir Leóson, sem nú spilar eins og sá sem valdið hefur og hefur Gunnlaugur Jónsson, félagi Reynis í miðri vörn ÍA, algjörlega fallið í skuggann af kappanum í fyrstu umferðunum. Sölvi Davíðsson komst ekkert áleiðis gegn Steinþóri Gíslasyni, bakverði Víkinga, og eins og venjulega var það Kjartan Henry Finnbogason sem bar uppi sóknar- leik KR. Hann lagði upp bæði mörk íslandsmeistaranna á fimmrndag. Ekki má gleyma manninum á milli stanganna, Bjama Þórði Halldórssyni, en hann bjargaði oft á tíðum frábærlega fyrir Fylki gegn Grindavík, og var valinn leikmaður umferðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.