Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ2004
Sport DV
íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir
Japönum á sunnudaginn.
Það er ekki oft sem það er hægt að segja um íslenska landsliðið í
knattspyrnu að sóknarleikurinn hafi verið góður en varnar-
leikurinn hafi orðið liðinu að falli. Það var hins vegar raunin eftir
leik hðsins gegn Japönum á sunnudaginn. fslenska liðið skoraði
tvö mörk og hefði getað skorað fleiri en vörnin brást og liðið
getur þakkað Árna Gauti Arasyni fyrir að mörk Japana urðu ekki
fleiri.
fslenska liðið byrjaði leikinn á
sunnudaginn mjög vel og komst yfir
strax á 5. mínútu þegar Heiðar
Helguson skoraði af miklu harðfylgi.
Hann fékk síðan ljómandi gott
tækifæri til að auka muninn á 16.
mínútu en skaut þá yfir úr
sannkölluðu dauðafæri. Japanar
jöfnuðu síðan leikinn á 21. mínútu
þegar Kubo fékk að standa aleinn í
heiminum á teignum, sneri Pétri
Marteinssyni og ívari Ingimarssyni
eins og skopparakringlum og
skoraði auðveldlega. Hann var síðan
aftur á ferðinni fimmtán mínútum
síðar þegar hann lék á meinta
rangstæðugildru þeirra félaga,
Péturs og ívars, og vippaði
boltanum yfir Árna Gaut.
Þrátt fýrir þetta reiðarslag var
íslenska liðið þó ekki af baki dottið
og jafnaði metin á 50. mínútu.
Heiðar Helguson skoraði þá sitt
annað mark í leiknum með skalla
eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls
Guðjónssonar. Adam var þó
ekki lengi í paradís því sex
mínútum síðar var dæmd
vítaspyrna á íslenska liðið.
„íslandsvinurinn"
Mike Riley sá þá
ástæðu til að flauta víti
eftir viðskipti Péturs
Marteinssonar og
Takayuki Suzuki -
afskaplega strangur
dómur. Alex skoraði
sigurmarkið úr 1
vítinu og það sem
eftir lifði leiks voru
Japanir líklegri til
að skora.
Varnarleikur
íslenska liðsins
var vægast sagt
lélegur á
löngmn
köflum í
leiknum
gegn Japön-
um á sunnu-
daginn.
Varnarmenn-
irnir, sérstak-
lega ívar og
Pétur, gerðu
sig seka um
byrjendamistök
fyrstu tveimur
mörkunum.
Miðjan sást
ekki löngum
köflum, fyrir
utan Jóhann-
es Karl sem
var spræ
ur.
Það
sann-
aðist í
þessum leik að sóknarleikur íslenska
liðsins stendur og fellur með Eiði
Smára Guðjohnsen og Heiðari
Helgusyni. Það var allt annað
yfirbragð á framlínu liðsins en í
undanförnum leikjum, ógnunin var
miklu meiri og þeir tveir voru allan
tímann lfldegir til að skora. Eiður
Smári fór sér hægt í leiknum en það
er gulls ígildi að hafa leikmann sem
getur haldið boltanum jafn vel og
hann. Heiðar fór hins vegar
hamförum og réðu japönsku
vamarmennimir ekkert við hann.
Hann uppskar laun erfiðisins með
tveimur mörkum.
Þegra upp er staðið geta leik-
menn og þjálfarar íslenska liðsins
verið sáttir við sóknarleikinn en
varnarleikurinn er vandamál sem
þarf að leysa sem fyrst. Það er hætt
við því að útkoman gegn Eng-
lendingum verði ljót ef boðið verður
upp á sama varnarleik.
oskar@dv.is
Pétur Marteinsson
Pétur átti stórfurðulegan leik. Hann átti sök á öiium
þremur mörkum japanska liðsins en leit annars
nokkuð vel út. Var grimmur í návígjum og skilaði
boltanum vel frá sér. En mörkin þrjú telja.
Þórður Guðjónsson
Þórður var nánast ekki með í leiknum. Hann
náði aldrei sínum frægu rispum og leið fyrir
það hversu illa liðinu tókst að ná tökum á
miðjunni.
Einkunnirleikmanna
Stóðst
prófíð
FaU-
einkunn
Indriði Sigurðsson
Indriði átti afskaplega dapran dag gegn
Japönum. Mjög lélegur varnarlega í fyrri
hálfleik þar sem var oft farið á bakvið hann og
afspyrnusiakur sóknarlega.
Brynjar Gunnarsson
Brynjar Björn komst aldrei í takt við leikinn
og kórónaði slakan leik með því að láta reka
sig út affyrir Ijóta tæklingu. Vann óvenju fá
návígi og skilaði boltanum illa frá sér.
Arnar Grétarsson
Árni GauturArason
ívar Ingimarsson
fvar átti mjög slakan dag gegn Japönum. Hann
átti hluta afsökinni í tveimur fyrstu mörkum
Japana. Hann er veikasti hlekkur varnarinnar
virðist vanta hraða og styrk til að virka.
Arnar var ósýnilegur löngum köflum i leiknum og
náði aldrei að komast inn i leikinn. Hans sterkasta
hlið er að dreifa boltanum en hann komst sjaldan
í tæri við hann og gerði þar afleiðandi ekki mikið.
Jóhannes Karl Guðjónsson
Heiðar Helguson
Heiðar var besti leikmaður íslenska liðsins.
Vann alla skallabolta, hljóp eins og
brjáiæðingur og uppskar laun erfiðisins, tvö
mörk.
Árni Gautur átti frábæran leik gegn
Japönum. Hann verður ekki sakaður um
mörkin sem íslenska liðið fékk á sig en
varði oft á tíðum frábærlega vel.
Hermann Hreiðarsson f
Hermann færir íslenska liðinu sjálfstraust. Hann
var sterkasti leikmaðurinn i vörninni, vann sín
návígi og var öflugur fram á við, í raun mun
hættulegri en vængmaðurinn Indriði.
Jóhannes Karl var bestur miðjumanna
isienska tiðsins. Hann barðist eins og Ijón
og átti nokkrar finar sendingar -
langbesti leikur hans í langan tima.
y, *
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári hefur oft verið betri en á
sunnudaginn. Hann hélt hins vegar boltanum
vel, var skapandi og sóknarleikur íslenska
liðsins er allt annar þegar hann er með.
i vornmn
Vandræði