Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚNÍ2004
Fókus DV
0 Beyoncé ^ . Live at Wembley k k W' K : é
Columbia/Skífan ggs§
Þessi útgáfa inniheldur
tónleika og aukaefni á
DVD, en þrjú ný lög og 3
remix á CD. Beyoncé er
Plötudómar
mikil hæfileikakona og frá-
bær söngkona. Og ekki
skemmir útlitið fyrir henni.
Maður átti þess vegna von
á góðri stund fyrir framan
imbann. Það verður hins
vegar að segjast eins og er
að stelpan olli mér von-
brigðum. í fyrsta lagi eru
tónleikarnir greinilega
hraðsoðnir og h'tið í þá lagt.
Destiny’s Child-syrpan er
t.d. bara brot spiluð af plöt-
um og meira að segja með
stoppum á milli. Það vantar
metnað í tónlistarflutning-
inn. í öðru lagi eru lögin á
CD-inum algjört afgangs-
jukk. Skamm. Crazy in Love
er að vísu dúndur á tónleik-
unum og einhver fleiri lög
sleppa fyrir horn, en
Beyoncé á að geta gert
miklu betur en þetta.
Trausti Júlíusson
RJD2
Since Last We
Spoke
'k'kir
Definitive Jux/Smekkleysa
RJD2 er aukasjálf hins
28 ára gamla Ramble Jon
Krohn. Since We Last
Spoke er hans þriðja plata,
en hann vakti töluverða at-
hygii fyrir plötu númer tvö
Dead Ringer sem var hans
fyrsta plata fyrir pötuútgáfu
EL-P, Definitive Jux.
Meðlimir Radiohead eru
víst miklir aðdáendur hans.
Tónlist RJD2 er tilrauna-
kennt hip-hop. Hann fer
ótroðnar slóðir og notar
hljóðbúta úr óvæntum átt-
um. Á nýju plötunni sækir
hann sömplin sín að miklu
leiti í gamalt sýrurokk frá
sjöunda áratugnum, en líka
í soul og fönk og fleira. Það
er ekki sjálfgefið að tilraun-
ir eins og þær sem RJD2
stundar virki, en hér er út-
koman sérstök og skemmti-
leg plata sem vinnur á við
frekari hlustun.
Trausti Júlíusson
I f é k u s
1 m (1) The Beastie Boys -
Ch-Check It Out
2.(3) The Datsurts - Blacken My Thumb
3.(3) The Streets - Dry Your Eyes
4.(-) The Shins - Saint Simon
5J2) The Walkmen - The Rat
6.(7) Ghostface feat. Missy E - Tush
7.(5) Franz Ferdinand - Matinee
8.(4) !!! - Pardon My Freedom
9.(9) Wiley - Wot Do U Call It?
1 0. (6) The Streets - You're Fit But You...
Það hefur farið lítið fyrir fyrrum Smiths-söngvaranum
Morrissey siðustu ár. En einmitt þegar maður var farinn að
halda að hann væri hreinlega hættur að fást við tónlist mætir
hann með nýja plötu. You Are the Quarry er fyrsta platan
hans í sjö ár og telst vera viðburður. Trausti Júlíusson tékk-
aði á Morrissey.
Darkness notar
AC/DC pródúser
á næstu plötu
Bresku þungarokksviðundrin
í The Darkness halda áfram að
sækja sínar fýrirmyndir í
rokktónlist áttunda og
„ ’ níunda áratugarins.
, -« ÞeirhafanúráðiðRo-
« p ' bert John „Mutt" Lange
' til þess að pródúsera aðra
plötuna sína, en hann er m.a.
þekktur fýrir að hafa tekið upp
AC/DC-plötuna For Those
About to Rock og Hysteria með
Def Leppard.
Hitt enska
fótboltalagið
The Libertines, Supergrass og
Delays verða á meðal flytjenda á
lagi sem verður gefið út
til dýrðar enska
landsliðinu í knatt-
spyrnu í tilefni af
Evrópukeppninni í 'pqgj
Portúgal. Þetta er ekki
opinbera stuðningslagið heldur
sigurlagið úr samkeppni XFM-
„Fæstir geta útskýrt líf sitt þannig
að ég skil ekki af hverju það er búist
við því að tónlistarmenn geri það,“
sagði Morrissey þegar hann var
spurður að því hvað hann hafi verið
að gera síðan hann gaf út sína síð-
ustu plötu, Maladjusted, fýrir rúm-
um sjö árum. Morrissey er eitt af
stóru nöfnunum í breskri tónlist síð-
ustu tveggja áratuga. Hann vakti
fyrst athygli á níunda áratugnum
sem forsprakki hljómsveitarinnar
The Smiths, en eftir að hljómsveitin
lagði upp laupana árið 1987 sendi
hann frá sér sjö sólóplötur á tíu
árum. Svo kom pása, en áttunda
platan var að koma út. Hún heitir
You Are the Quarry og hefúr fengið
mjög góðar viðtökur.
Urðu strax hetjur
Stephen Patrick Morrissey er
fæddur 22. maí 1959 í Manchester.
Hann var feiminn og óöruggur í
æsku og fékk dellu fyrir kvikmyndum
og tónlist. Hann safnaði gömlum
Ijósmyndum af kvikmyndastjörnum.
Á pönktímanum reyndi hann að
komast að sem söngvari í hljóm-
sveitinni Slaughter & the Dogs, en
var hafnað. Hann söng í skamman
tíma með annarri pönksveit,
Nosebleeds. Hann hitti gítarleikaran
Johnny Marr árið 1982 og þeir byrj-
uðu að semja tónlist saman og stofn-
uðu síðan The Smiths, sem var
sennilega áhrifamesta breska hljóm-
sveitin á níunda áratugnum.
Fyrsta Smiths-smáskífan, Hand
In Glove sem kom út 1983, fjallaði
um samkynhneigð. Hún gerði
hljómsveitina strax að hetjum í
Morrissey Liggur enn margt á hjarta.
ákveðnum kreðsum. Áhrif og vin-
sældir sveitarinnar jukust stöðugt fr á
fýrstu plötunni The Smiths sem kom
út 1984 og þar til hún hætti nokkrum
vikum eftir útkomu fjórðu plötunnar
Strangeways, Here We Come árið
1987. Það voru samt ekki allir hrifnir
af sveitinni. Viðkvæmnin og dapur-
leikinn sem einkenndi bæði tjáning-
una hjá Morrissey og marga texta
hans snerti aðdáendur djúpt, en fór
jafn mikið í taugamar á öðrum. „Væl
frá aumingja í sjálfsvorkunn" eins og
einhver kallaði það...
í útlegð í LA
Þó að Morrissey sé umdeildur eru
flestir sammála um að hann sé al-
vöru textasmiður. Hann hefur alltaf
eitthvað til málanna að leggja. Sóló-
plöturnar hans þykja nokkuð mis-
jafriar. Viva Hate (1988), Your
Arsenal (1992) og Vauxhall & I (1994)
eru oftast nefndar sem bestu plöt-
urnar og nýja platan You Are the
Quarry þykir eiga heima í sama
gæðaflokki. Hún er að raða inn góð-
um dómum úti um allt þessa dag-
ana.
Morrissey hefur búið í Los Angel-
es undanfarin ár. Það má eiginlega
segja að hann hafi flúið þangað til að
sleppa við allt ónæðið og áreitið í
Bretlandi. í LA er allt fullt af heims-
þekktum stjömum og enginn að
kippa sér upp við það. Morrissey er
samt ekki alveg ánægður með borg-
ina. Hann saknar t.d. breska sjón-
varpsins og í fyrsta laginu á You Are
the Quarry, America Is Not the
World, gagnrýnir hann afskiptasemi
Bandaríkjanna í heiminum þó að
hann taki það fram að hann dái þau
líka. Margir aðrir textar á plötunni
em eftirtektarverðir, t.d. I Have For-
given Jesus, Come Back to Camden,
The World Is Full of Crashing Bores
og You Know I Couldn’t Last...
útvarpsstöðvarinnar, sem sér-
hæfir sig í rokki rétt eins og X-ið
hér á landi.
Loksins
Prodigy-plata?
Síðustu ár hefur okkur verið
sagt á hverju ári að ný Prodigy-
plata, Always Outnumbered,
Never Outgunned, sé á
leiðinni. Og nú á hún
að vera tilbúin til
úrgáfú. Keith Flint
og Maxim komu víst
^ ekkert nálægt gerð
hennar. Menn ættu nú
samt að fara varlega í að fagna.
Maður trúir þessu þegar maður
er kominn með eintak í hend-
umar...
REM og
Rammstein með
í haust
Nýjar plötur með R.E.M. og
Rammstein em væntanlegar í
haust. Rammstein-platan kemur
20. september og , _____
verður fylgt eftir
með heimsreisu.
R.E.M.-platan
kemur fyrir árslok
og mun innihalda
lög eins og On the
Fly, The
Outsiders, Leav-
ing New York,
Wanderlust, Electron Blue,
Aftermath, Magnetic North og
Make It All OK...
plötur
dag, plötumar, á tónleikum og það varð úr að hann pródúseraði nýju plöt-
þaö una. Þaö er kannski þess vegna sem hún minnir meira á Biui en fyrm
ídur plötumar. Hún er bæði á köflum poppaðri og fjölbreyttari, en Graham
ngin segist hafa verið undir áhrifúm frá Ennio Morricone, Scott Walker,
The Ruts, The Cars og Split Enz þegar hann var að gera plötuna.
leitir Fyrsta smáskífan af plötunni er ekta britpop-smellur, Bitter-
ong. sweet Bundle of Misery, en mörg önnur lög á plötunni em ekkert
llur- síöri.