Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Qupperneq 29
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚNÍ2004 29
The DayAfter
Tomorrow
Sýnd i Smárabíói,
Regnboganum,
Laugarásbiói og f?
Borgarbiói á
Akureyri.
Leikstjóri: Roland ÍJ
Emmerich.
Aðalhlutverk: Jake
Quaid, Emmy
og lan Holm.
★ ★
Ómar fór í bíó
Ég veit ekki af hverju ég fell fyrir
þessu í hvert einasta skipti. Roland
Emmerich danglar fyrir framan mig
frábærum treilerum, uppfullum af
æðislegum brelluatriðum sem láta
mann næstum fá sáðfall því þeir
eru svo flottir en svo ber hann á
borð fyrir mann miðlungsmyndir á
borð við „Godzilla" og „Independ-
ence Day“ og ætlast svo til að mað-
ur taki því þegjandi og hljóðalaust.
Þetta hefur hann gert síðan fyrsta
stórmynd hans „Stargate" kom út
og alltaf skelli ég aurum á borðið
eins og videysingur. Hvenær læri
ég?
The Day After Tomorrow er
náttúruvæn áróðursmynd sem á að
láta okkur öll líta í eigin barm og
hætta að vera sóðar og byrja að vera
góð við hvert annað og móður jörð.
Við fylgjumst með veð-
urfræðingnum
Jack Hall sem
varar þjóðir
heimsins við því
að hætta sé á að
ný ísöld gangi í
garð á hverri
stundu en að
sjálfsögðu hlustar
enginn á hann því
að allir hafa meiri
áhyggjur af því
hvað dæmið kostar
sem á að koma í
veg fyrir það.
Svo öllum að
óvörum fer allt til
fjandans, hvirfilbyl-
ir leggja Los Angeles
í rúst og risastór
flóðbylgja drekkir
New York-borg en
þar er einmitt sonur
Jacks, Sam, að taka
þátt í Gettu betur þeirra Amerík-
ana. Svo til að bæta gráu ofan á
svart frýs allt dæmið á nokkrum
dögum. Jack heldur því til New
York að freista þess að bjarga syni
sínum og lendir í furðu litlu veseni
á leiðinni.
Eftir þessar hörmungar dettur
sagan í tóm leiðindi þar sem ekkert
gerist og við fáum að fylgjast með
persónum sem okkur á víst að þykja
vænt um tala um ekki neitt. Þessi
leiðindi halda áfram það sem eftir
er af myndinni og við fáum ekki
einu sinni góðan spennuendi til
þess að vekja okkur aðeins, heldur
er okkur sagt hvað við höfum verið
vidaus öll þessi ár og mengað jörð-
ina og nú þurfum við að súpa seyð-
ið af því. Geisp segi ég bara.
Það er rauður þráður sem gengur
í gegnum allar myndirnar hans
Emmerichs, fyrir utan kannski „The
Patriot" sem ég hef ekki séð, en það
er hversdagshetjan sem gegnir ein-
hverju afskaplega óspennandi starfi
sem kemst á snoðir um eitthvað
rosalegt eða er ráðin af yfirvöldum
til að sjá um málin því að fólk í
þeirra röðum (með betri græjur og
aðstöðu) er af einhverjum ástæðum
gjörsamlega ófært að gegna sínu
starfi. Þetta er væntanlega gert til
þess að við, áhorfandinn, getum
tengt okkur betur við þessa hetju því
að flest okkar eru ekki í vel launuð-
um störfum hjá stórfyrirtækjum eða
hjá hinu opinbera. Þessi aðferð hef-
ur getið af sér ákveðinn undirflokk
kvikmynda sem mér finnst alltaf
fyndinn, Vinnugeirann. Vinnugeir-
inn tekur störf sem oklcur finnst ekki
mikið til koma og gerir hetjur úr
þeim sem vinna þau. „Twister"
(veðurfræðingar), „Armageddon"
(Stóriðjuverka-
menn), jafnvel
klassíkin „Road-
house" hefur upp
útkastara sem
starfsstétt og mér
fannst ansi mikið
til Patrick Swayze
koma sem goð-
sagnakennda
dyravarðarins
Dalton. En ég
leyfi mér að efast
Það sem hefur hrjáð
flestar Emmerich-
myndir er léleg hand-
rit og hér er ekki
horfið frá þeirri
reglu.
um það að dyraverðirnir á Cafe
Amsterdam tali um Frilcka 3000 sem
var svakalegur á Tunglinu hér um
árið. En hvað um það.
Það sem hefur hrjáð flestar
Emmerich-myndir er léleg handrit
og hér er ekki horfið frá þeirri reglu,
melódramað keyrt í botn, klisjurnar
í fyrirrúmi og væmnin höfð í háveg-
um svo elcld sé gleymt þjóðernis-
rembingnum sem stendur ávallt
fyrir sínu. Afskaplega mikið af per-
sónum er kynnt til sögunar en síð-
an hverfa þær algjörlega eða hafa
verið svo illa settar fram að þegar
þær geispa golunni er manni
drullusama. Manni fannst eins og
það vantaði stóran hluta inn í
myndina sem hefur verið klipptur
út til þess að halda lengdinni niðri
og væntanlega hafa persónur orðið
fyrir barðinu á því.
Brellur eru að sjálfsögðu mjög
góðar og eiginlega það eina góða
við þessa mynd og ná brellumeist-
ararnir að framkalla mjög raun-
vörulegt umhverfi sem er þakið ís
og sérstaklega eru Los Angeles-at-
riðin flott. Það er náttúrlega það
sem selur myndina og þeir eru ef-
laust margir sem láta þunnt handrit
og vonda leikstjórn ekld standa f
vegi fyrir því að skemmta sér yfir of
fáum hasaratriðum.
Leikarar hafa ekkert til að moða
úr og eru því afskaplega litlausir og
ómerkilegir og þess vegna er alveg
óskiljanlegt hvernig þeir fá svona
frábæra leikara eins og Gyllenhaal,
Holm og Quaid í lið með sér. Annað
hvort er Emmerich algjör sjarmör
eða það eru gífurlegir peningar í
spilinu. Ég veðja á það seinna.
Þetta er frekar máttlaus sumar-
mynd sem stólar meira á brellur en
gott handrit til þess að skemmta
fólki en mér leiddist bara mestallan
tímann.
Ómar öm Hauksson
Nú er M ú Frúni
Stjörnuspá
Einar Vilhjálmsson, fyrrum spjótkastari,
er 44 ára í dag. „Styrkur mannsins er
mikill og öflugur í mjög
viðum skilningi. Honum
er ráðlagt að stefna hátt,
því hærra, því betra.
Maðurinn er blessaður
svo sannarlega og allt er
honum mögulegt," seg-
ir í stjörnuspá hans.
EinarVilhjálmsson
VV Vatnsberinn (20./on.-is.fefrj
vv -----------------------------------
Það er oft nauðsynlegt að
mæta mótlæti með hugrekki en gleyma
aldrei hugsjónum sínum og draumum
þó að á móti blási. Þú ert sérstaklega
minnt(ur) á þetta um þessar mundir því
tækifæri birtist hérna.
H
Fiskamir (lO.fefr.-iO./mirsJ
Stærsta ástin í lífi þínu getur
birst þegar minnst varir og þú löngu
hætt(ur) að leita.
T
Hrúturinn (21.mars-19.c
Þú gætir átt það á hættu að
vera hrokafull(ur) ómeðvitað á þessum
árstíma en með auknum þroska verður
þú fær um að slaka á og upplifa og
njóta stundarinnar.
ö
Nautið (20. aprll-20. mal)
Þú ert minnt(ur) á þessa dag-
ana að rétt öndun getur breytt hugar-
fari þínu og Kðan á skömmum tíma.
Njóttu þess sem þú átt og leyfðu þér að
sannfæra sjálfið hvað það er sem þú
kýst að fá út úr hverju andartaki.
Tvíburarnirp/. maí-21.júnl)
Vikan fram undan verður ró-
leg og vissir atburðir sem eru um það
bil að ganga t garð munu geymast 1
hjarta þínu lengi vel þegar stjarna þín
birtist. Hér tengjast þér atburðir sem
færa þér góðar fréttir.
n
KrM'm (22.júnl-22.júll)_____________
Q**' (myndunarafl krabbans birtist
hér frjótt og þú byggir þér upp miklar
sviðsmyndir sem örva þig á jákvæðan
máta. Dragðu úr væntingum þínum.
LjÓníð (23.JÚIÍ-22.
ágúst)
Þú kannt að vera uppstökk(ur)
I þessum árstíma en ert á sama tíma án
sfa fær um að takast á við þessa ólgu
sem kann að ríkja innra með þér. Reiðin
•ennur fljótt af fólki eins og þér en þú
jettir að gera þér grein fyrir styrk þínum
aegar þú leitar jafnvægis.
Meyjan (21 ágúst-22. sept.)
Þú kannt að sækjast eftir hrósi
og ættir að hafa gát á svokölluðum
smjöðrurum. Heillastjarna meyju ýtir
jafnvel undir óþreyju þína en sólin er
vissulega fær um að hjálpa þér að anda
rólega og taka hverri stund með jafnað-
argeði.
n Voqm (23. sept.-23.okt.)
“““ Skapandi störf eiga vel við þig
en þú átt það jafnvel til að vera tor-
tryggin(n) í garð náungans og sú líðan
kann að tefja fyrir þér. Þig skortir ekki
innsæi um þessar mundir og glöggt
auga þitt fyrir nýjungum kemur sér vel
næstu vikur þegar þú tekst á við fleiri
sigra sem tengjast þér persónulega.
Rómantíkln
vandræðaleg
Hinum rauðhærða Rupert
Grint sem leikur Ron f Harry
Potter fannst
vandræðalegt að
leika rómantísk at-
riði í nýjustu Harry
Potter-myndinni.
Grint og Emma
Watson sem leikur
Hermione haldast
mikið í hendur í
myndinni.„Þetta
varoftvandræða-
legt. Við urðum að leiðast mikið
og stundum að faðmast. Sem
betur fer voru öll faðmlögin
klippt út," sagði leikarinn og við-
urkennir að hann hafi Iftinn
áhuga á að leika í ástarmyndum.
Þetta er f fyrsta skiptið sem gefið
er í skyn að rómantíkin blómstri
milli persónanna tveggja.
Kærasti brjóstgóða módelsins Jordan lenti í ökuþrjótum
Söngvarinn Peter Andre
lenti í átökum við nokkra brjál-
æðinga á götum London.
Söngvarinn var á leiðinni að
sækja hvolp kærustunnar sinn-
ar, liinnar brjóstgóðu Jordan,
þegar hann villtist á leiðinni á
dýraspítalann. Þegar hann
hafði hringlað fram og til baka á
veginum í örvæntingu sinni fór
hann að fara virkilega í taugarn-
ar á strákum sem voru á eftir
honum. Þeir eltu söngvarann
marga kílómetra og keyrðu loks
í hliðina á Porsche-inum hans.
Þegar hann loksins stöðvaði bíl-
inn þustu þeir út úr bílnum og virtust
ætla að ráðast á hann. Andre þorði
ekki annað en að hringja á lögregl-
Jordanog Peter Andre PeterAndre ætlar
að slást við Beckham fyrirJordan en sam-
kvæmt þessari sögu er hann ekki mikill slags-
mátahundur.
una, sem kom í hvelli og
handtók gaurana. „Ég var
mjög hræddur, ég veit ekki
hvað hefði gerst ef lögreglan
hefði ekki komið og skakkað
leikinn." Söngvarinn lætur
líklega Jordan næst um að
sækja gæludýrið sitt enda var
hann mjög hræddur um líf
sitt. Jordan og Andre hittust í
raunveruleikaþættinum I’m a
Celebrity og hafa verið par
síðan. Jordan og Victoria
Beckham hafa lengi verið
erkióvinkonur og hefur Andre
sagst munu berjast við David
fyrir elskuna sína ef til þess kæmi.
Miðað við þetta atvik vfrðist hann
þó ekki skelfa marga.
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.j
Þú ert fær um að öðlast sanna
þekkingu á sjálfinu ef þú ert ekki bund-
in(n) ytri aðstæðum eins og peningum,
starfinu eða jafnvel bílnum þínum.
Taktu hlutunum eins og þeir eru hverja
stundu en ekki eins og þú kysir helst að
þeir væru.
/
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.)
Atburðir vikunnar sem fram
undan eru koma til með að verða þér
til góða í framtíðinni. Þú ert eflaust
mjög áhugasamur/áhugasöm um eitt-
hvað sem þú ert nýlega byrjaður/byrj-
uð á.
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Ef þú finnur ekki fyrir þeirri
þörf að huga að þeim sem þú elskar, þá
ættir þú að finna hana í hjarta þínu
með því að hlusta á sál þína.
SPÁMAÐUR.IS