Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 4
Bókin er pappírskilja, um 800 bls. og er seld á kr. 3000,-. Þeir, sem hafa áhuga á að eignast bókina, geta snúið sér til Þorbjörns Karlssonar, Háskóla Islands, sími 25088. Einnig er tekið á móti skriflegum pöntunum hjá Háskóla Islands, Verkfræði- og raunvísindadeild. FRÁ TlMARITI VFl Eftirmenntun Áður hefur þess verið getið i fréttabréfinu, að skrifstofu VFl berast reglulega tilkynningar um eftirmenntunarnámskeið fyrir verkfræðinga á hinum Norðurlöndunum- Getið hefur verið upplýsinga um námskeið í Danmörku, en auk þeirra liggja frammi á skrifstofu VFl eftirfarandi bæklingar, sem berast reglulega: Ingeniörsutbildning frá Svenska Teknologföreningen, Efterutdanpelse frá Norske Civilingeniörers Forening og Norges Ingeniörorganisasjon. I bæklingum frá síðastnefndu félögunum er auk þess að finna yfirlit yfir Kursdagene ved NTH f Þrándheimi. — PL FRÁ 'ÖÐRUM STOFNUNUM OECD Press release Skrifstofu VFl berast reglulega fréttatilkynningar frá OECD. | þeim er að finna ýmislegt um starfsemi þessarar stofnunar, bæði tæknilegt og annars eðlis. I Fréttaþréfi, sem gefið var út í París 20. september 1974 er getið skýrslu, sem nýkqmin er út á vegurq OECD og nefnist ,,Energy Prospects to 1985: An Ássessment of Long-term Energy Development and Related Policies". §kýrs|an pr j tyejm bincjum og er hún samin af þópi sérfræðinga undir stjórn prófessors Hans K- Schneider við háskólann í Köln. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þessar, ef gert er ráð fyrir, að olíuverð haldist óbreytt frá þvj, sem var í lok ársins 1974. 1. Heijdqforkunotkun eykst árlega um 3,5 til 4 af hundraði til 1985. Fyrri spár bentu til 5 af hundraði aukningar árlepa 2. OECD löndin munu sjálf framleiða 80 af hundraði þeirrar orku, sem þau nota 1985. Árið 1972 var eigin orkuframleiðsla þessara landa 65 af hundraði og fyrri spár bentu til lækkunar í 55 af hundraði árið 1985. 3. Hlutur olíu í heildarorkunotkun mun falla úr 55 af hundraði í 45 af hundraði árið 1985. 4. Með hliðsjón af framansögðu er gert ráð fyrir, að olíuinnflutningur OECD landa minnki verulega eftir 1980. Söluumboð fyrir útgáfur OECD hér á landi hefur Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Reykjavík. — PL RÁÐSTEFNUR, FUNDIR, SÝNINGAR Meðferð úrgangs Dagana 2. til 6. júní 1975 verður haldin 4th Intemational Exhlbition on the processing of sewage and urban waste in Munchen. Samtlmis verður 3rd European Symposium on sewage and urban waste einnig haldin á sama stað. Upplýsingar veitir: Munchener Messe und Ausstellungsgesellschaft, Múnchen, Theresienhöhe 13. PL Kælitækni Fjórtápda alþjóðlega ráSstefnan í kaalitaskni verður haldin I Moskvu dagana 20. til 30. september 1975.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.