Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 16
Mynd 3. Flœði milli fjarrita, virks vinnusvœðis og safna.
koma þar fram ýmis áður nefndra
atriða:
APL forritunarmálið myndar eina
heild og er mjög rökrétt uppbyggt.
Eins og áður segir þá var það sett
fram af Dr. K. E. Iverson og var
þróun þess í mörg ár undir hans yfir-
umsjón. Segja má, að APL, sýni
glöggt kosti þess að það var ekki
búið til af nefnd, en hvort svo verð-
ur til frambúðar er aftur á móti
erfitt að dæma um.
APL-kerfið
APL forritunarmálið, sem lýst hef-
ur verið, má útfæra á tölvu á marga
vegu, allt frá runuvinnslu til tíma-
jöfnunarvinnslu. Sú útfærsla, sem
hér verður fjallað um, er APL/360,
sem er gagnvirkt tímajöfnunarkerfi,
byggt á notkun margra fjarrita
tengdum einni tölvu. Hver notandi
hefur til ráðstöfunar með fjarrita
sínum ákveðið svæði í minni tölvunn-
ar, nefnt virlct vinnusvæði (active
workspace). Svæðið er 36.000 minn-
iseiningar (bytes) að stærð, þar af
er hægt að nota 32.000 einingar til
geymslu á gögnum og forritum, en
4.000 einingar eru teknar frá fyrir
sjálft kerfið. Virka vinnusvæðið ein-
kennist af því, að allar upplýsingar
frá fjarritanum til tölvunnar fara í
það og allar upplýsingar frá tölvunni
til fjarritans koma þaðan.
Oft er æskilegt að geyma föll og
gögn um lengri tíma og er hægt að
gera það á seguldiskum tölvunnar.
Á fjarritann er þá gefin skipun, sem
sér til þess, að vinnusvæði er flutt
út á seguldisk, þar sem það svo
geymist eins lengi og óskað er.
Vinnusvæði á segnldiski gengnr und-
ir nefninu óvirkt vinnusvæði til að-
greiningar frá virka svæðinu I minni
tölvunnar. Á sama hátt er einnig
hægt að flytja vinnusvæði eða hluta
þess inn í virka vinnsvæðið. Einungis
er hægt að nota föll, sem eru I virka
vinnusvæðinu, þannig að föll, sem
geymd eru í svæði úti á seguldiski,
verður að flytja inn í virka svæðið,
áöur en þau eru notuð. Hver notandi
getur geymt mörg vinnusvæði á
seguldiski og auðkennir hann hvert
þeirra með nafni. öll vinnusvæði
hans mynda safn, sem auðkennt er
með vinnslunúmeri eigandans. Tvær
gerðir safna eru i APL kerfinu,
einkasöfn og almenningssafn. Einka-
safn hvers notanda er ekki hægt að
hafa aðgang að nema með vlnnslu-
númeri hans, og jafnvel það dugar
oft ekki til, því eigandinn getur var-
ið safnið með lykilorði. Almennings-
safnið er opið öllum og ætlað til
geymslu á föllum, sem margir nota,
og föllum, sem fylgja kerfinu.
Flutningi falla og gagna milli
virka vinnusvæðisins og óvirkra
svæða á seguldiski er stjórnað frá
fjarritanum með kerfisskipunum.
Kerfisskipanirnar eru mjög fjölþætt-
ar, en skipta má þeim í fimm
flokka:
1. Fjarritaskipanir. Aðalhlutverk
þeirra er að koma á og rjúfa
samband milli fjarritans og tölv-
unnar. Einnig eru þær notaðar til
þess að bæta lykilorði við vinnslu-
númer notandans, svo að aðrir
geti ekki notað það.
2. Vinnusvœðisskipanir. Með þeim
má ná I óvirkt vinnusvæði úti á
seguldiski og gera það virkt, eða
flytja ákveðin föll og gögn milli
óvirks og virks vinnusvæðis. Þær
eru einnig notaðar til þess að
hreinsa vinnusvæði, eyða óæski-
legum föllum eða gögnum o.fl.
3. Safjiskipanir. Þær eru notaðar til
þess að skýra vinnusvæði, loka
þeim með lykilorði og bæta við
eða eyða vinnusvæðum í safni.
4. Spurningaskipanir. Aðaltilgangur
þeirra er að veita upplýsingar um
vinnusvæði, svo sem nafn þess og
nafn breytistærða og falla.
5. Sambandsskipanir. Tilgangur
þeirra er að flytja skilaboð á milli
notenda innbyrðis og milli not-
enda og tölvara (stjórnanda tölv-
unnar). Fjarriti tölvarans hefur
ýmis forréttindi, sem gera honum-
um mögulegt að hafa umsjón með
kerfinu og stjórna þvi. Spurning-
um um kerfisbilanir, tímaáætlanir
og beiðnum um viðbótar vinnu-
svæði er beint til hans með sam-
bandsskipunum.
Auk kerfisskipana gefa kerfisföll,
svo nefnd I-bita föll, upplýsingar um
kerfið, meðal annars hvaða dagur er,
hvaða klukkan er, fjölda notenda
o.fl.
APL kerfið hefur ekki þýðanda
(compiler) eins og þeir þekkjast fyr-
ir önnur forritunarmál, heldur túlk
(interpreter), sem þýðir yfir á véla-
mál eina APL setningu í einu. Tölv-
an framkvæmir svo setninguna og
gleymir að þvi búnu þýðingunni, síð-
an er næsta setning þýdd og fram-
kvæmd o. s. frv. Forritið er því ekki
geymt á vélamáli og rýmisþörf í
minni er þannig haldið í lágmarki,
þar eð APL táknin þurfa ekki nema
eina minniseiningu hvert. Þessi þýð-
ingarháttur er mjög mikilvægur fyr-
ir gangnvirkt kerfi, þvi að auðvelt
er að prófa hverja setningu forrits,
áður en hún er skrifuð á endanlegu
formi. Einnig gerir þetta það kleift
að nota má kerfið líkt og borðreikni-
vél, eins og áður er lýst. Hins vegar
hefur þetta þann ókost í för með sér,
að við ítrekunarreikninga (itera-
tions) er hver setning þýdd jafn oft
og hún er notuð. Slík forrit taka því
meiri reiknitima i APL en í öðrum
forritunarmálum.
Með APL kerfinu fylgir töluverð-
ur fjöldi forrita, einkum á sviði
stærðfræði. Einnig fylgja forrit, sem
með hjálp APL táknanna gefa mynd
af niðurstöðum útreikninga. Línurit
þessi geta, þótt þau séu ekki ná-
kvæm, verið mjög gagnleg til skýr-
ingar og túlkunar á niðurstöðum.
Hægt er að fá forrit og sérstaka rit-
vélarkúlu, sem gefa mun nákvæmari
niðurstöður en áðumefnd fylgiforrit.
Á mynd 4 eru sýnd dæmi um ferla
gerða með báðum þessum aðferðum,
S4 — TÍMARIT V F I 1974