Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 11
DR. ÞORKELL HELGASON : UM REIKNIFRÆÐIKENNSLU VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Dr. Þorkell Helgason stundaði stcerðfrœðinám við háskólann í Miin- chen og lauk paðan háskólaprófi 1961 og doktorsprófi frá Massachusetts Institute of Technology 1971. Starf- aði sem sérfrceðingur við reiknistofn- un háskólans frá 1971 þar til hann var skipaður dósent í stœrðfrœði við verkfrœði- og raunvísindadeild Há- skóla Islands 1912. Var forstöðumað- ur reiknistofu Raunvísindastofnunar háskólans árinu 1912—llf. Grein þessari er ætlað að gefa yfir- lit yfir kennslu í reiknifræðum við Háskóla Islands en einkum þó innan stærðfræðiskorar verkfræði- og raunvísindadeildar. Með reiknifræð- um er hér átt við eftirtaldar greinar hagnýtrar stærðfræði: aðgerðagrein- ingu, rafreiknifræði hvers kyns, tölu- lega greiningu, tölfræði og líkinda- fræði. Sögulegt yfirlit Sumar af greinum reiknifræðinnar hafa verið kenndar lengi við háskól- ann. Þannig mun tölfræði hafa verið kennd við viðskiptadeild allt frá upp- hafi. Síðar var tekin upp kennsla í tölfræði víðar, og er nú svo komið, að auk nokkurra kennslugreina í tölfræði fyrir verkfræði- og stærð- fræðinema eru námskeið í tölfræði fyrir félagsfræði-. líffræði- og lækn- isfræðinema auk viðskiptafræðinem- anna. Kennsla i rafreikniforritun og tölulegri greiningu hófst skömmu eftir að Reiknistofnun háskólans tók til starfa í árslok 1964 og mun há- skólinn hafa verið með fyrri skólum í þessum heimshluta að gera forrit- un að hluta verkfræðináms. Haustið 1971 var hafin kennsla í rafreikni- fræði fyrir viðskiptafræðinema. Auk einnar skyldugreinar eiga viðskipta- fræðinemar nú kost á tveimur val- greinum við sitt hæfi. Kennsla í aðgerðagreiningu hófst lítillega við viðskiptadeild i kringum 1970. Innan verkfræði- og raunvís- indadeildar hófst kennsla í aðgerða- greiningu haustið 1972. Reiknifræði fyrir verkfræðinema Nú skal vikið nánar að kennslu í reiknifræðum í verkfræði- og raun- vísindadeild. Fyrst er þess að geta, að allir verkfræðinemar sækja kennslugrein, sem nefnd er töluleg greining og for- ritun, og er þetta námskeið að jafn- aði á 2. misseri námsins. Námsefni er FORTRAN-forritun og síðan helstu atriði tölulegrar greiningar. Áform- að er að auka þetta nám. Þá læra allir verkfræðinemar und- irstöðuatriði líkindareiknings og töl- fræði. Er þá upptalið það, sem verk- fræðinemar læra í reiknifræðum. Þess ber þó að geta, að á döfinni er að gefa kost á nokkru greinavali í verkfræðináminu og er þá m.a. ætl- unin, að verkfræðinemar geti sótt greinar innan þeirrar námsbrautar i reiknifræðinni, sem nú verður að vik- ið. Námsbraut í reiknifræðum við stærðfræðiskor Haustið 1972 var stofnað til sér- stakrar námsbrautar innan stærð- fræðiskorar í því skyni að veita þriggja ára menntun til B.S. prófs í reiknifraeðum. Um markmið slíkrar kennslu seg- ir í samþykktum verkfræði- og raunvísindadeildar, að B.S.-námið skuli veita undirbúning undir kennslu í viðkomandi greinum, undir fram- haldsnám og undir störf strax að námi loknu. Væntanlega er mest áhersla lögð á síðasta markmiðsþátt- inn á reiknifræðinámsbrautinni. Fyrstu nemendur með B.S.-próf í reiknifræðum útskrifuðust á þessu sumri. Það er von þeirra, sem að námi þessu standa, að nemendur námsbrautarinnar reynist liðtækir við fjölbreytileg störf, svo sem á raf- reiknimiðstöðvum, rannsóknarstofn- unum, hagfræðistofnunum og víðar. Námsbrautin í reiknifræðum er i stórum dráttum skipulögð þannig, að fyrsta námsárinu er varið til al- menns stærðfræðináms. Annað og þriðja námsárið er helgað sérnámi í hinum einstöku greinum reiknifræði. 1 stórum drátt- um eru fjórar kennslugreinar sam- tímis á námsáætluninni og er ein í aðgerðagreiningu, önnur i rafreikni- fræði og tölulegri greiningu, sú þriðja í tölfræði og líkindafræði, en sú fjórða er valgrein, sem tekin er utan þessarar námsbrautar. Ráðnir hafa verið þrír fastir kenn- arar, allir dósentar, til að annast þessa kennslu. Einn þeirra er grein- arhöfundur og er greinasvið hans einkum aðgerðagreiningin. Dr. Odd- ur Benediktsson er dósent á sviði rafreiknifræðinnar, en auk hans grípa sérfræðingar reiknistofu Raunvísindastofnunar háskólans inn í þá kennslu. Tölfræði kennir dr. TlMARIT V F I 1974 — 89

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.