Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 9
ar og með þróun mállýzku og sér- notkunar hins vegar. Sé litið á þann skrið, sem kominn er á notkun for- ritunarmálanna Fortran, Algol o g PL/I, má telja fullvíst, að þau verði í víðtækri notkun enn um hríð. Þess ber líka að gæta, að að baki stórra forritunarkerfa liggja einatt tugir mannára vinnu og venjulega eru gagnlegri störf fyrirliggjandi en að umskrifa forrit úr einu forritunar- máli í annað. En lítum nú ögn nánar á forritun- armálin þrjú, Algol Fortran og PL/I og það er varðar notkun þeirra hér- lendis. Það, sem sagt verður, mið- ast einkum við tölvusamstæður Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar og Háskóla Islands, því að meginhluti af kennslu og reikning- um á tækni- og vísindasviðinu hefur verið framkvæmdur með þessum kerfum til þessa. Skýrsluvélar hafa nú IBM 370/135 samstæðu, sem keyrð er undir DOS stýrikerfinu. Háskólinn á IBM 1620 samstæðu en notar jafnframt vél Skýrsluvéla. Það, sem sagt verður hér, ber að taka með þeim vara, að upplýsing- arnar byggjast að hluta á reynslu og skoðun höfundar, en skráðar heimildir vantar um margt. 3. Algol Algol hefur verið notað lítillega við kennslu í reiknifræði í Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands. Hefur verið notast við Algol þýðanda á tölvu háskólans. En þýðandinn er lélegur og dugir vart til vinnslu nemendaforrita. Til er Algol þýð- andi (8), sem hægt væri að nota á tölvu Skýrsluvéla, en hann er notað- ur með OS stýrikerfinu. Við stækk- un þá, sem gerð hefur verið á samstæðu Skýrsluvéla, rúmast OS stýrikerfi í vélinni og þá opnast möguleiki á að nota Algol við for- ritunargerð þar. Eins mætti þá athuga hugsanlega notkun á Simula málinu. (”) Simula er hannað gagn- gert til þess að leysa verkefni í simuleringu. Það inniheldur jafn- framt Algol málið. Algol er mikið notað við byrjenda- kennslu í tölvunotkun á Norðurlönd- um. Má þar til dæmis nefna, að kennsla í „Datalogi" við Kaupmanna- hafnarháskóla miðast við Algol. Við Danmarks Tekniske Höjskole hefur byrjendakennsla einkum miðast við Algol. Heildarfjöldi þýddra forrita hjá Neucc reiknistofunni þar er þó sagður vera:(10) Algol ........ 25% Cobol ......... 5% Fortran .... 50% PL/I ......... 10% Önnur mál .. 10% Svipaða sögu er að segja um Tækniháskólann í Þrándheimi. (") Byrjendum er kennt Algol en í notk- un er Fortran tvöfalt tíðara. Skýr- ingin mun einkum vera fólgin í því, að velflest meiriháttar verkfræðileg og tölfræðileg útreikningskerfi hafa til þessa verið skrifuð í Fortran og notkun slíkra kerfa er víðtæk. Talið er að Algol málið hafi kom- ist næst því að vera viðurkennt sem almennt forritunarmál til framsetn- ingar á lausnaraðferðum í reikni- fræði, en lýsing lausnaraðferða er að sínu leyti óháð endalegri út- færslu aðferðarinnar í ákveðnu for- riti. Síðustu ár hefur APL verið not- að í þessum tilgangi. 4. Fortran Hérlendis hafa einkum verið notað- ar eftirtaldar útgáfur af Fortran mál- inu: — Fortran IID.(»,W) — IBM System/360 and System/370 Fortran IV Language. (15) Mál þessi verða hér nefnd Fortran II og Fortran IV. Fortran II er not- að við tölvu háskólans, en Fortran IV við tölvu Skýrsluvéla. Fortran IV inniheldur American National Standard ANS Fortran. Fortran II er að mestu undirmengi í Fortran IV. 1 Fortran IV eru veiga- miklar útvíkkanir miðað við ANS Fortran (og Fortran II). Talið er, að bandaríska stöðlunarnefndin muni leggja fram nýjan Fortran staðal nú á þessu ári.(13) 1 hart nær 10 ár hefur Fortran II verið notað við kennslu í Verkfræði- og raunvísindadeild háskólans. Fortran II er ágætt mál til útreikn- inga og þýðandinn og kerfið allt við tölvu háskólans virkar prýðilega. Er óhætt að fullyrða, að Fortran n hentar vel til byrjendakennslu í verk- fræði- og raunvísindagreinum. En að sjálfsögðu mun gagnvirkt fjar- vinnslukerfi vera hagkvæmara og bæta aðstöðuna til muna. Til skamms tíma var meirihluti tölvureikninga hérlendis á sviði tækni og vísinda gerður á tölvu há- skólans og í Fortran H. Síðastliðin þrjú ár hefur hluti reikninganna flutzt til Skýrsluvéla, enda er vélin þar margfalt afkastameiri og býður upp á góða möguleika til meðhöndl- unar gagna á segulböndum og segul- diskum. Að jafnaði hafa forritin þá verið umrituð í PL/I. Eins má ætla, að hinar nýtilkomnu borðreiknivélar með forritum svo og smátölvur sjái fyrir hluta af reikniþörfinni(:o). Þess ber og að geta að sumir mikilvægir verkfræðireikningar okkar eru unnir erlendis. Allt til þessa hefur stærð tölvusamstæðanna hérlendis tak- markað vinnslugetuna jafnvel við minniháttar og miðlungs reikniverk- efni. Aftur á móti má fullyrða, að með þeim stækkunum, sem hafa ver- ið gerðar á samstæðu Skýrsluvéla hættir vélastærðin að vera takmark- andi. 1 flestum þeim tilvikum, sem Fortran þýðendur hafa verið skrif- aðir fyrir stærri kerfi, hefur verið tekin inn talsverð útfærsla á For- tran miðað við ANS Fortran. Þess er nú vænst, að nýr staðall fyrir málið verði gefinn út á þessu ári.(13) Hafa komið fram ýmsar tillögur um inntak viðbótanna. Til dæmis hefur verið lagt til að strengjameðhöndlun, beinn fylkjareikningur og bætt gagnameðhöndlun verði tekin inn í málið.(3) Á hinn bóginn má færa málið nær endalaust út með viðbótar undirforritum og þá í Assembler málinu, ef með þarf. Sumir höfundar eru þeirrar skoðunar, að heppilegri leið til að útvíkka mál sé að græða á nýjar greinar með undirforritum fremur en að breyta stofnmálinu. (”) Ugglaust á hin víðtæka útbreiðsla Fortran þvi mikið að þakka, að mál- ið er einfalt að stofni, en hefur að auki þægilega undirforritsgerð. 5. PL/I PL/I forritunarmálið inniheldur velflesta þá möguleika, sem Fortran, Cobol og Algol bjóða upp á saman- lagt. Auk þess veitir PL/I möguleika umfram hin málin. Því hefur PL/I ótvíræða yfirburði sem allsherjar forritunarmál í runuvinnsluverkefn- um. Við einfaldari verkfræði- og vis- indaútreikninga má segja, að um- fang málsins sé talsvert umfram þarfir. Krefjist verkefnin hins vegar umtalsverðrar gangameðhöndlunar, koma möguleikar PL/I í góðar þarfir. Meiriháttar stjórnkerfi bjóða nú einatt upp á möguleika á því að und- irforrit úr hinum ýmsu forritunar- TlMARIT V F I 1974 87

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.