Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Pálmi er húmoristi fram í
fingurgóma og þykir hafa til
að bera gottskyn á hið skop-
lega við þjóðfélagið auk þess
sem hann er ein afokkar betri
eftirhermum. Hann er góður
leikari og jafnvlgur á drama
og grín. Þykir vænsti drengur
og seinþreyttur til vandræða.
Skapbráður og
hégómagjarn auk þess sem
sumum finnst hann helst til
latur. Aldurinn færist hins
vegar yfir hann með reisn
þótt stundum viti hann of
vel af hæfileikum sínum og
er ófeiminn við að opinbera
þá vitneskju hverjum sem
vill heyra.
„Hann á það til að vera svolítið
þreyttur. Forkur til vinnu þegar
hann vitisvo en það
mætti vera oftar. Snýtti
sólpalli á heilu sumri og
ernúað snýtahúsinu
sínu, mála og dytta að,
sem taka mun sama ef
ekki lengri tíma. Allir hafa kosti
og galla en I okkar samstarfi hef-
ur það reynst okkur flnt að líta
framhjá göllum hvers annars og
einbllna þess I stað á kostina."
Örn Árnason, leikari og samstarfsmaöur.
„Við erum eitthvað skyldir við
Pálmi og báðir Bolvlkingar. Hann
er týpiskur Bolvíkingur, sjálfhverf-
urájákvæðan hátt.
Öðlingsdrengur og hans
helsti kostur er sá að hon-
um er ekki illa við neinn.
Góður leikari og veit afþví,
lætur menn jafnvel vita afþvl
sem er líka í góðu lagi. “
Baldur Trausti Hreinsson, leikari og
sveitungi Pálma.
„Pálmi er mikill öðlingur og hef-
ur haldið I þessa fallegu kosti
sveitamannsins. Hann á það til
að vera svolítið sérhlífinn en lat-
ur er hann ekki. Hann er
afskaplega félagslyndur
og hefur brennandi
áhuga á umhverfinu i
kringum sig. Vestfirðing-
ur I húð og hár."
Karl Agúst Úlfsson, samstarfsmaður
hans og Spaugstofumaður.
Pálmi Árni Gestsson er fæddur í Bolungar-
vlk 2. október 1957 sonur hjónanna Sigur-
borgar Sigurgeirsdóttur og Gests Pálma-
sonar, bróður Karvels fyrrverandi þing-
manns. Pálmi lærði húsasmíði á Bolungar-
vík áður en hann innritaðist I Leiklistarskól-
ann.Pálmi er giftur Sigurlaugu Halldórs-
dóttur og saman eiga þau soninn Mlmi
Bjarka, fæddan 2000. Pálmi á tvö börn af
fyrra hjónabandi með Soffíu Vagnsdóttur,
þau eru Gestur Kolbeinn, fæddur 1979, og
Birna Hjaltalin, fædd 1988.
Gæsluvarð-
hald fram að
dómi
Ranghermt var í helg-
arblaði DV að höfuð-
paurinn í stóra kókaín-
málinu, Sigurður Rúnar
Gunnarsson, væri laus
úr haldi. Þvert á móti
hefúr Hæstiréttur úr-
skurðað að Sigurður
skuli sitja í gæslu þar til
dómur fellur í máli hans
en þó ekki lengur en til
4. ágúst nk. Það var hins
vegar sakborningurinn í
innflutningi á einu kflói
af amfetamíni sem laus
er úr gæslu en málin tvö
komu upp um svipað
leyti.
Magnús Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson segja framhaldsskólana hafa
fengið kappnógan pening. Synjanir skóla með húspláss óþarfar. Þorgerður Katrín
eigi ekki að lofa aukafj árveitingum.
Ráðherra fær ekki
kronu aukalega
Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, framsókn-
armaðurinn Magnús Stefánsson og sjálfstæðismaðurinn Einar
Oddur Kristjánsson, eru komnir í stríð við Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, flokkssystur Einars Odds
og skólastjómendur um aukaíjárveitingar til handa framhalds-
skólunum.
Magnús og Einar Oddur segjast
engin erindi hafa fengið um frekari
fjárveitingar frá ráðherranum, sem
aftur á móti hefur lýst því yfir að
skólarnir muni fá nægilegar auka-
fjárveitingar til að tryggja öllum ný-
nemum skólavist á komandi skóla-
ári. DV hefur greint frá því að allt að
700 nýnemar hafi fengið synjun um
skólavist frá framhaldsskólunum og
að tii að tryggja þeim öllum skóla-
vist, lögum samkvæmt, þurfi allt að
400 miiljón króna frekari fjárheim-
ildir. Ráðherra hefur lýst því yfir að
tryggja eigi „sem flestum" skólavist
og talan 250 milljónir hefur verið
nefnd sem lfldeg aukafjárveiting.
Synjanir nýnema eru óþarfar
Magnús Stefánsson segir í sam-
tali við DV að öllum nýnemum beri
að tryggja skólavist lögum sam-
kvæmt og að nægilegar fjárveiting-
ar til þess séu fyrir hendi í sam-
þykktum fjárlögum. „Framhalds-
skólarnir fá hver fyrir sig fjárveit-
ingu samkvæmt reikniformúlu,
sem m.a. miðast við áætlaðan
nemendafjölda. Þess utan
voru lagðar 600 milljónir króna
í óskiptan fjárlagalið, sem
menntamálaráðuneytinu er
ædað að skipta á skólana og er
ekki síst og jafnvel fyrst og
fremst hugsaður til að mæta
nemendafjölda sem er umfram
áætlun. Það er okkar skilningur að
þetta eigi að duga og ég hef út af
fyrir sig engar upplýsingar
um að það vanti fjármagn
umfram þetta."
Magnús segir að
skólarnir séu nú að
ar.
fridrik@dv.is
mr
■f-kr
Skammaður ráðherra
Þorgerður Katrín ersögð
hafa fengið nóga peninga
og þurfi ekki meira.
smrnnt
—, m
Óánægður fjárgæslu- I ;j;
maftur Finnr Orltinr k •
Synjanir oþarfar Magnus
Stefánsson segir að skólar
með nægt húsnæði eigi
ekki að synja nýnemum.
maður Einar Oddur
Kristjánsson er ekki hress
með flokkssystur sína
Þorgerði Katrínu.
ganga fr á innritunum og nákvæmur
nemendafjöldi ekki enn fyrirliggj-
andi. „Þessi fjárveiting á samkvæmt
áætlunum að duga, en alltaf er
hægt að taka málið aftur upp að
hausti við afgreiðslu fjáraukalaga ef
önnur staða er uppi. f raun og veru
eiga skólarnir að geta samþykkt all-
ar umsóknir í samræmi við hús-
pláss og þess vegna finnst mér þessi
umræða allt að því vera stormur í
vatnsglasi."
Óánægður með ráðherra
sinn
Aðspurður hvort það hafi þá
ekki verið alger óþarfi af skólum,
sem hafa nægilegt húsrými, að
senda út synjanir um skóíavist og
þar með hvekkja hundruð nýnema
að óþörfu, segist Magnús vissulega
lítt skilja þá aðferðafræði. „Það er í
lögum að það eigi að tryggja öllum
nýnemum skólavist. Skól-
arnir eiga að geta
samþykkt umsókn-
ir upp að því
marki sem pláss-
ið leyfir," segir
Magnús.
_ ___i Einar
Oddur gengur svo langt í
Morgunblaðinu að segja
umræðuna um frekari
fjárveitingar til ffarn-
haldsskólanna til
komna vegna þrýst-
ings forsvarsmanna
skólanna um aukið
fjármagn. Hann seg-
ist berum orðum vera
„óánægður með að
menntamálaráðu-
neytið skyldi gefa í
skyn að mikill munur
væri á fjáiveitingum
til skólanna sam-
kvæmt núgildandi
fjárlögum og Ijár- ;;
þörf þeirra," og
beinir spjótum sín-
um þannig að Þor-
gerði Katríni.
Ekki náðist í Þor-
gerði Katrínu mennta-
málaráðherra við
vinnslu fréttarinn-
Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum, er í Ásatrúarsöfnuðinum
Alþingismaður vígður goði
Framsókn
vill ESB
Sigurjón Þórðarson, alþingis-
maður Fijálslynda flokksins, var
vígður með pompi og prakt sem
Hegranesgoði í Asatrúarsöfnuðin-
um í fyrradag. Athöfnin fór fram í Al-
mannagjá á Þingvöllum, þar sem Al-
þingi íslendinga var áður. Auk þess
að vera alþingismaður situr Sigurjón
í Lögréttu, í krafti embættis síns sem
Hegranesgoði. „Að vera heiðinn er
að vera heiðarlegur," segir Sigurjón.
Hann segist heillast af lífsspeki ása-
trúarinnar, hún standi okkur nær en
mörg önnur trúarbrögð. „Ég lít á það
sem svo að margt í okkar menningu
og hugsunarhætti tengist hinni góðu
lífsspeki ásatrúarinnar. Hávamálin
eru skiljanlegri en margt annað og
standa okkur nútímafólki nær held-
ur en sumt annað, en ég ætla nú ekki
að gagnrýna önnur trúarbrögð,"
Ásatrúin stendur okkur nær
Sigurjón Þórðarson þingmaður telur að
boðskapur Hávamála sé mun skiljanlegri
en margt annað I okkar menningu, þó svo
að Hávamál séu á fornri tungu.
segir hann. embætti sem Kjalarnesgoði í fyrra-
Jóhanna Harðardóttir, blaða- dag. Fom hefð er fyrir því að á Þórs-
maður og formaður félags um ís- degi í 10. viku sumars sé fólk sett í
lensku landnámshænuna, var sett í embætti goða.
Ungir framsóknarmenn ályktuðu
um Evrópusambandsmálin á Sam-
bandsþingi um
helgina. Fyrir þing-
ið var búist við
nokkrum átökum
um ályktunina sem
kveður á um að ís-
lendingar skilgreini
samningsmarkmið
og sæki um aðild að
Evrópusamband-
inu á grundvelli
þess. Ályktunin var samþykkt eftir
nokkrar umræður. Þykir ályktunin
vera til marks um aukinn þunga Evr-
ópusinna innan Framsóknar. Áður
vildu ungir framsóknarmenn aðeins
láta skoða samningsstöðu og samn-
ingsmarkmið íslendinga. Aðildarvið-
ræður hafa ekki áður verið formleg
stefiia þeirra.
Haukur Logi
Karlsson formað-
urSUF.