Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Qupperneq 6
6 MÁNUDAQUR 28. JÚNÍ2004
Fréttir 0V
Auðir nenntu
ekki í klefa
Talsverður fjöldi þeirra
sem skilaði auðu í forseta-
kosningunum á laugardag
mun ekki hafa haft fyrir því
að líta inn í kjörklefann
sjálfann. Þessi
hópur mun ein-
faldlega hafa tek-
ið við sínum
kjörseðli af
starfsmönnum
kjördeilda og
stungið seðlinum
rakleitt ofan í kjörkassann.
Slfkar aðferðir eru ekki
leyfilegar í leynilegri kosn-
ingu því hver kjósandi á að
ganga frá atkvæði sínu hul-
inn öðrum mönnum inni í
kjörklefa. Þeir sem beittu
aðferðinni sluppu þó að
sögn með tiltækið gegn illu
augnaráði kjördeildarstarfs-
mannanna.
Hrísey og Ak-
ureyri eitt
Kosið var um samein-
ingu Hríseyjarhrepps og
Akureyrarkaupstaðar um
helgina samhliða kosning-
um til forseta. Sameiningin
var samþykkt með yfir-
burðakosningu í Hríseyjar1
hreppi þar sem 124 greiddu
atkvæði. Alls samþykktu
116 sameiningu, en 8
voru á móti. A Akureyri
greiddu þrír fjórðu at-
kvæði með sameining-
unni sem þar með er
staðfest. En eins og
fram hefur komið hef-
ur slæm fjárhagsstaða
Hríseyjarhrepps auk bágs
ástands í atvinnumálum
reynst eyjaskeggjum erfið.
Nú ætla þeir sér stóra hluti
með nágrönnum sínum
Akureyringum. Sameining
öðlast formlega gildi þann
1. september.
Skemmtilegasta
liöiðáEM
Sverrir Bergmann Magnússon
tónlistarmaður
„Ég held að það séu ábyggi-
lega Tékkarnir. Þeir eru helvíti
góðir. Að mínu mati eru þeir
ekki að koma á óvart. Þeir
hafa verið meðal fimm bestu
liða i heimi nokkuð iengi. Þeir
pakka ekki í vörn og spila
sóknarbolta. Annars held ég
að Tékkarnir muni vinna mót-
ið. Þeireru góð liðsheild en Pa-
vel Nedved ber af. Hann er
hrikaiega góður."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst Portúgaiar ótrú-
iega skemmtilegir. Ronaido er
ótrúlega góður og Gomez
mjög sætur. Svo var leikurinn
við Englendinga náttúriega
geðveikur. Það skemmtileg-
asta við liðið erkannski hvað
leikmennirnir eru tækniiegir.
Ég vona að þeir fari alla leið.
Þetta er búið að vera gott mót.
Skemmtilegir leikir og mikil
barátta."
Embla Sigríður Grétarsdóttir
fótboltakona
Ungur íslendingur, Þórir Jónsson, situr nú í Vestre-fangelsinu eftir að hafa verið
dæmdur fyrir kókaínsmygl í Kaupmannahöfn. Er þekktur hérlendis fyrir þátt sinn
í Stóra e-töflumálinu árið 1999. Þórir Jökull Þorsteinsson sendiráðsprestur hefur
aðstoðað Þóri að ósk fjölskyldu hans.
íslenskur kókaínsmyglari
í árs fangelsi í Dnnmnrku
VmJr /riskomað
I ™allviðmi9eftirað
nann var handtekinn i
n°J°9AbaðmÍ9umað
aðstoða hann “
Ungur Islendingur, Þórir Jónsson, var nýlega dæmdur í 13 mán-
aða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi í Frederiksberg í
Kaupmannahöfn fyrir kókaínsmygl.
Þórir Jónsson, 22 ára íslending-
ur, var handtekinn af dönsku fíkni-
efnalögreglunni fyrr í vor á hóteli í
borginni með hátt í 200 grömm af
kókaíni í fórum sínum. Þórir var
dæmdur í gæsluvarðhald og með-
an á því stóð kom Þórir Jökull Þor-
steinsson, sendiráðsprestur í
Kaupmannahöfn, honum til að-
stoðar að ósk fjölskyldu Þóris. Þórir
Jónsson er þekktur hérlendis fyrir
þátt sinn í Stóra e-töflumálinu árið
1999.
Sendiráðsprestur til aðstoðar
„Fjölskylda Þóris kom að máli
við mig eftir að hann var handtek-
inn í vor og bað mig um að aðstoða
hann,“ segir Þórir Jökull Þorsteins-
son prestur í samtah við DV. „Það
var einkum um að ræða að koma til
hans fötum meðan hann sat í
gæsluvarðhaldi í Vestre-fangelsinu
og einnig láta hann vita að hann
væri ekki einn í heiminum."
Þórir Jökull segir enn fremur að
hann hafi síðan hitt nafna sinn
Jónsson einu sinni síðar en það var
þegar gæsluvarðhald yfir honum
„Fjölskylda Þórís kom
að máli við mig eftir
að hann var handtek-
inn í vor og bað mig
um að aðstoða
hann."
var framlengt fram að dómsupp-
kvaðningu sem var í upphafi mán-
aðarins. Það sem þeim fór á milli er
hinsvegar bundið trúnaði.
Samkvæmt heimildum DV var
talið að tveir aðrir íslendingar í
Kaupmannahöfit væru tengdir
þessu máli en lögreglunni tókst
ekki að sanna hlutdeild þeirra.
Stóra e-töflumálið
Sem fyrr segir er Þórir þekktur
hérlendis sem einn af sakboming-
unum í Stóra e-töflumálinu 1999.
Um var að ræða smygl á tæplega
4.000 e-töflum til landsins og
hlutu sex menn dóm vegna þess.
Þórir Jónsson var tekinn með 400 e-
töflur í fórum sínum og hlaut
hann tveggja ára fangelsi sem
hann afplánaði á Kvíabryggju.
Hæstiréttur kvað upp þyngsta
dóm sem um getur í fikni-
efnamáli yfir höfuðpaumum
í þessu máh þegar Guð-
mundur Þóroddsson var
dæmdur í sjö ára fangelsi.
Upp komst um málið í
desember 1999 er hrað-
sending frá Hohandi barst j
hingað th lands. Gmnur
vaknaði um að hún inni-
héldi fíkniefni og í fram-
haldi hófst umfangsmikh
rannsókn með símhlerunum,
handtökum, húsleitum og varð-
haldsúrskurðum. Sex menn vom
sem fyrr segir viðriðnir málið og
hlutu þeir ahir þunga dóma.
■ ' jí* 91
• ,..w ...
' r-
Héraðsdómur
ÞórirJónsson var
dæmduri
héraðsdómi i
1 Frederiksberg fyrir
skömmu.
I Þórir J<
I steinssi
I skyida Þ,
I máiivið,
I hann var
Ungur framsóknarmaður telur sig hafðan að fifli
Formannsefni sömdu um helmingaskipti
Ungir ffamsóknarmenn héldu
sambandsþing á Nesjavöhum um
helgina. Kjósa átti til formanns á
þinginu og hafði Sauðkrækingurinn
Jón Einarsson stigið upp gegn sitj-
andi formanni.
í kjölfar framboðs Jakobs Hrafns-
sonar afréð Jón að draga ffamboð
sitt tU baka enda segist hann þá hafa
trúað því að Jakobi tækist að feUa
Hauk Loga Karlsson, sem Jón hefur
gagnrýnt harðlega. í kjölfarið lýsti
Jón yfir eindregnum stuðningi við
Jakob.
„Ég studdi náttúrulega Jakob til
að fara í formanninn og var að von-
ast tU að losna við Hauk en ég setti
það þó ekki sem neitt sem skUyrði.
Það var þó minn skUningur," sagði
Jón Einarsson í samtali við DV, er
hann var á leið suður á sambands-
þingið.
Jóni brá því nokkuð í brún þegar
hann frétti af því degi fyrir þingið að
Jakob hefði samið við Hauk Loga um
helmingaskipti emb-
ættisins næstu tvö
árin þar sem Haukur
mun gegna emb-
ætti áfram næsta
árið en Jakob taka
við að ári.
Jón taldi sig hafa
verið fíflaðan af
Jakobi
enda
hafði
jón Einarsson Telur
Jakob Hrafnsson hata
fariðábakviðsig
með þvl að semja um
áframhatdandi setu
Hauks Loga á for-
mannsstólií SUF.
þráfaldlega lýst því yfir að hann vUdi
Hauk Loga úr embættinu vegna
óánægju með störf hans á for-
mannsstóli og gefið út harðorðar yf-
irlýsingar um nauðsyn þess að feUa
Hauk strax í ár.
„Mín óánægja er einfaldlega
tengd innra starfi ungliðahreyfing-
arinnar og þá ekki síst starfinu úti á
landi sem er því miður ein rjúkandi
rúst. Mér finnst líka talsvert
vanta upp á að samband-
:A láti meira í sér heyra
við þingflokkinn ef
ástæða er tíl en
það hefur núver-
andi formaður
ekki gert
þrátt fyrir að
umdeild
’ mál hafi
komið upp í
? formannstíð
hans,“ segir
Jón.
Jakob
Hrafnsson
er bróðir
Björns Inga
Hrafnsson-
ar, aðstoð-
armanns
Halldórs
Ásgríms-
sonar.
Með
þessari
ákvörð-
un telja
þeir sem tU þekkja næsta öruggt að
Birni Inga sé að takast að tryggja sig
í sessi sem framtíðarleiðtoga flokks-
ins enda sé stuðningur ungliðhreyf-
ingar vel þeginn þegar vahð er á lista
og ekki síst tíl að tryggja stöðu og
áhrif innan flokksins.