Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 25 Nú þegar Evrópukeppnin í knattspyrnu er í algleymingi er ekki laust viö að leikirnir sem flestir hafa verið stórskemmtilegir og æsispennandi kitli sparktaugarnar í mörgum fótboltaáhugamanninum. Og nú þegar sumarið er komið og grasið er byrjað að spretta sem aldrei fyrr eru sparkvellirnir á Stór-Reykja- víkursvæðinu í fínu standi sem og gervigrasvellirnir sem virka allan árs- ins hring. DV fór á stúfana eftir nokkrum góðum völlum þar sem snilld- artaktar Evrópumótsins verða án efa leiknir eftir í sumar. rsvæosns Fyrir aftan skótann I Garöabænum er topp- gervigrasvöllur. Eink. 4 af S Þessi gervigrasvöllur er I hjarta borgarinnar viö Austurbæjarskóla og körfuboltavöllurinn er skammt undan. Eink. 2,5 af 5 Góðan gervigrasvöll er aö finna I Austurbænum viö Réttarholtsskóla meö grindverki og skjólvegg fyrir aftan mörkin. Eink. 3 af 5 Fyrir aftan KR-heimilið er aö finna ffnan gervigras- völl. Mönnum er bent d aö mæta tlmanlega þvl setiö erum völlinn flest- um stundum. Eink. 3.5 af 5 Þennan fina gervigras- völl er aö finna viö Vlði- staöaskóla I Hafnarfirði. Eink. 3 af 5 Glæsilegt listaverk listamanns á Næsta bar Meistaraverk Vytautasar tilbúið til sýningar Meistaraverkið „fullbúið" Á föstu- dagvaropnuná Næsta bar en margir hafa fylgst afmikilli athygli með þróun verksins. Vytautas Narbutas hefur að undanförnu starfað að miklu verki á Næsta bar við Ing- ólfsstræti og hefur gestum barsins gefist kostur á að fylgjast með framvindu verks- ins. Hefur þessi vinna Vytautasar vakið mikla og verðskuldaða athygli. Á föstudag- inn var svo opnun en í viðtali við DV fyrir mánuði sagðist listamaðurinn ekki leggja minna upp úr sjálfu ferlinu en hinni end- anlegu útkomu. „Að skapa þá tilfinningu að einhverju sé ólokið, síbreytilegt og á hreyfmgu," segir Vytautas sem hóf gerð verksins 26. maí. Og um það er þetta verk kannski öðru fremur - að engu er nokkru sinni lokið. Vytautas er að vísu hættur að eiga við hið mikla verk sem felur í sér andstæður: Líf/dauða, gott- /illt, ljós/skugga, konu/karl, kristni/heiðni. Á myndinni, sem er ákaflega leikræn í eins konar barokkstíl, getur að líta tvo risavaxna líkama, karl og konu. Virðist sem leggöngin séu inngangur í mikla dómkirkju og limur karlsins í líki kirkjuturns. Hvað það á að fyrirstilla verður svo öðrum en DV látið eftir að hafa skoðun á. Verkið eins og það var fyrir um mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.