Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Page 14
14 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Arna Magnúsdóttir og Alfreð Gissurarson eru stödd í Palestínu. Þau taka þátt í friðsælum mótmæla-
stöðum sem enda engu að síður oftast á því að ísraelsher skýtur á þau gúmmíkúlum, táragasi og
hljóðsprengjum. Alfreð horfði á palestínskan ungling skotinn 1 hálsinn og er að vonum sleginn eft-
ir atburði helgarinnar því lætin voru mikil fyrir botni Miðjarðarhafsins í gær og fyrradag.
Um helgina voru í það minnsta sjö herskáir Palestínumenn
drepnir í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Aðgerð ísra-
elska hersins er aðeins byrjunin á því sem koma skal, segja
talsmenn fsraelsstjómar. Þeir ætla sér að leysa upp andstöðu
hemáms í borginni en hún hefur verið í herkví í um þrjú ár.
íslensku ungmennin Ama
Magnúsdóttir og Alfreð Gissurar-
son reyndu að komast til Nablus
fyrir nokkrum dögum en voru
handtekin á fjallvegi og haldið í
tvo tíma. Síðan þá hafa 12
óbreyttir borgarar verið skotnir til
bana í Nablus af ísraelskum her-
mönnum.
„Við Arna erum hérna að
reyna að gera okkar besta,“ sagði
Alfreð þegar DV náði tah af hon-
um í gærkvöldi. Þá var hann að
koma frá mótmælum í bænum
Toul Karim.
„Það voru brjáluð læti þar.
Þetta voru friðsæl mótmæli en
við erum hérna á vegum friðar-
samtaka sem hafna öllu ofbeldi.
Engu að síður var skotið að okk-
ur gúmmíkúlum og táragasi. Fé-
lagi minn missti meðvitund og
ég sá palestínskan strák fá
gúmmikúlu í hálsinn," sagði Al-
freð og var að vonum sleginn
eftir atburði helgarinnar.
Ofbeldisorgía ísraelshers
Alfreð hefur dvahð í Palestínu í
mánuð ásamt vinkonu sinni Örnu
Magnúsdóttur. Hún er ekki vænt-
anleg aftur heim til íslands fyrr en
22. ágúst en á morgun þarf Alffeð
að smygla sér til Tel Aviv og koma
sér heim á klakann. Hann segir að
það sé með ólfkindum að hugsa
til þess að brátt verði hann heima
að horfa á úrslitaleikinn í EM og
fái að fara um frjáls ferða sinna.
„Hér þarf að sýna skilríki við
hvert skref sem þú tekur. Lögregla
og her vopnuð á hverju götu-
homi. Friðsöm mótmæh verða að
ofbeldisorgíu vopnaðra her-
manna. Fyrir nokkrum dögum
vomm við tU dæmis með frið-
sama mótmælastöðu í litlu þorpi.
71 lá eftir slasaður og þurfti að
leita aðhlynningar. Palestínsk
kona, komin níu mánuði á leið,
missti bamið. Við náðum því svo
á vfdeó þegar hermennirnir
börðu mótmælanda með kylfu
aftur og aftur, í andhtið og búk, og
spörkuðu í annan þar sem hann
lá og baðst vægðar.“
Hrikalega fúlt að yfirgefa
Palestínu
Þrátt fyrir að ofbeldið hafi haft
mikil áhrif á Alfreð, þennan mán-
uð sem hann hefur verið ytra, æd-
ar hann sér að reyna að minnast
fólksins í Palestínu fyrir ótrúlega
gestrisni.
„Hvert sem maður kemur er
manni tekið fagnandi af fólkinu
hér. AUir boðnir og búnir til að
bjóða þér mat og gistingu og ég
veit ekki hvað og hvað. Þetta er
ótrúleg þjóð sem hefur þurft að
þola alltof mikið. Það er í raun
hrikalega fúlt að þurfa að yfirgefa
Palestínu. Ég er búinn að eignast
fuUt af góðum vinum hérna og
mun örugglega sakna þeirra."
„Það verður samt fínt að koma
heim í norðanáttína og kæla sig
niður," segir Alfreð og lýsir hitan-
um í Paiestínu sem nánast óbæri-
legum. Hvað þá þegar staðin er
mótmælastaða og táragasbrúsi
Alfreð Gissurarson og Arna Magnúsdóttir Þau Alfreö og Arna eru stödd í Palest-
ínu og taka þátt í friðsælum mótmælum sem Israelsher telur mikla ógn. Þau hafa orö-
ið vitni að ótrúlegum hlutum undanfarið. Alfreð er á leið heim en Arna ætlar að dvelja
á meðal gestrisinna Palestínumanna fram i ágúst. Myndin var tekin í Palestlnu
skömmu fyrir helgi.
kemur fljúgandi. Hermenn hlaupa
með alvæpni í reykjarmekki og
gúmmíkúlur svífa yfir höfðum
mótmælenda. Og eins og það sé
ekki nóg aUt saman þá eru það
hljóðsprengjumar. Þegar Alfreð
lýsir þeim má heyra röddina
bresta. Þær springa með þvíllkum
hvelli að þú missir heym í dágóðan
tíma. Líður eins og það hljóti að
fara að blæða úr eyrunum á þér.
Eina sem heyrist er skerandi suð
sem tekur heUu dagana að losna
við.
En þessu er öUu lokið fýrir
Alfreð. Hann er á leið heim tU
íslands. Ama og fóUdð í Palestínu
og ísrael halda áfram. Að berjast
fyrir friði.
I__________
Ljósmyndari slasað-
ist Sjúkraliðar aðstoða
Ijósmyndara sem særð-
ist þegar mótmælend-
um og ísraelskum her-
mönnum lenti saman.
.... -**
Wm?
„r
.
Erfitt að verjast táragasi
Mótmælt var víða í Israel um
helgina og þessi mynd var
| tekin nálægt Toul Karim á
Vesturbakkanum.
Mótmælandi hand-
tekinn Israelskir her-
| menn handtaka ungan
„steinkastara" I mótmæl-
I um á Vesturbakkanum.
■