Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir
MÁNUDAQUR 12. JÚLl2004 13
Kveikt í bíi í
Reykjavík
Mikil ölvun var í Reykja-
vik aðfaranótt sunnudags
og þó nokkuð um slagsmál.
Sextán ára ökumaður velti
bíl á Gullinbrú og meiddist
Ktilsháttar. Lögregla telur
að kveikt hafi verið í bíl á
Kirkjugarðsstíg í gærmorg-
un. Lögreglan á Akranesi
segir helgina hafa verið
erilsama enda mikið af fólki
í bænum. Eitthvað var um
kjaftshögg og líkamsmeið-
ingar. Sjóþotuslys varð á
Langasandi í gærdag.
Maður meiddist á mjöðm
og var fluttur á sjúkrahús.
Ritstjóri skot-
inn til bana
Ritstjóri Forbes í Rúss-
landi, Paul Khlebnikov, var
skotinn til bana í
fyrrakvöld fyrir
utan skrifstofu
sína í Moskvu.
Lögregla hafði í
gær ekki haft
hendur í hári til-
ræðismannanna.
Talið er að þeir hafi verið
tveir eða fleiri. Khlebnikov
var bandarískur ríkisborg-
ara og beitti penna sínum
oft að spillingu auðkýfinga
Rússlands. Hann skrifaði
einnig metsölubók um
auðkýfinginn, Boris Ber-
esovskí.
Einstæð þriggja barna móðir og öryrki, Bryndís Björnsdóttir, hefur varið 60 þús-
und krónum í barnareiðhjól sem jafnharðan er stolið úr hjólageymslunni í Breið-
holti. Hjólin voru afmælisgjafir til barna Bryndísar sem sitja vonsvikin eftir með
sárt ennið. Eftirlitsmyndavélum er einfaldlega stolið líka.
Hjólnm alltaí stolið al
börnum nryrkjamóður
,Á einu ári er búið að stela frá mér fjórum hjólum," segir Bryndís
Bjömsdóttir, einstæð þriggja bama móðir og öryrki í Jórufelli.
„Það er sama hversu marga lása ég
set á hjólin, þeir em klipptir af jafhóð-
um og lögreglan gerir ekki neitt," seg-
ir Bryndís og upplýsir að hjólakaupin
hafi kostað sig allt í allt 60 þúsund
krónur.
„Við erum búin að fara hér um allt
slmanúmer voru brennd Imeð rauðum
stöfum á stellinu sjálfu. Hjól barnanna
stóðu hlið við hlið og var öðru þeirra
stolið. Lögreglan segist ekkert geta gert.
hverfi og kíkja inni í stigagangana.
Þetta er of stórt tjón sem ég get bara
ekki bætt og bömin em auðvitað sár
þar sem þetta vom afmælisgjafimar
þeirra, bæði í fyrrasumar og núna,“
segir Bryndís. „Ég bjó í Torfufelii í fýrra
og þar var hjólum bamanna stolið.
Sonur minn var búinn að eiga sitt hjól
í þrjár viku og dóttir mín sitt í mánuð."
Bryndís segir að á þessum stað hafi
hjólum nágrannanna líka verið stolið,
þá hafi verið mánuður á miUi stuld-
anna. „í þetta sinn áttu bömin mín
hjólin í eina viku, en ég tel að þetta séu
handahófskennd innbrot. Maður eyð-
ir pening í lás, þeir spenna upp hjóla-
geymsluna og klippa lásana af hjólun-
um. Einnig er núkið um að hjóla-
hnökkum sé stolið og hjólin síðan
skemmd."
í næsta nágrenni við Bryndísi vom
fyrir nokkrum árum settar upp
myndavélar í Unufelli. Þá var mynda-
vélunum hreinlega stolið. „Þetta er
brjálæði," segir Bryndís og bætir við:
„Ég merkti hjólin vel. Nöfn bamanna
og símanúmer vom brennd í með
rauðum stöfum á stellinu sjálfu. Ég
keypti hjólin ný í Byko."
Bryndís segist aðspurð ekki vera
með heimilistryggingu vegna fjár-
skorts og því eigi hún ekld rétt á neinu.
„Það er ekki auðvelt að lifa svona og
bömin elska að hjóla."
í blokkinni þar sem Bryn-
dís býr nú vom einkageymsl-
umar brotnar upp í mars, en
engu þó stolið. Skiptingar á
íbúum em örar og ekki alltaf
skipt um skráargöt þar sem
þetta em félagsbústaðir. Að
sögn Bryndísar er bara einn höfuðlyk-
ill sem ekki er hægt að ná afriti af. „Svo
auðvitað opna bömin kannski ef ein-
hver, eins og pósturinn, segist eiga er-
Fórnarlömbin A myndmni st,endi"JWM I
Björnsdóttir, einstæð þriggja barna móð/r og
Jryrki, meö samskonar hjól ogvar stolið ur
hjólageymslunni hennar í fyrrmótt. Með
myndinni eru börnin hennar, Knstln Laufey
12 ára og Björn 9 ára.
indi inn og stundum lokast hurðimar
ekki, þannig það er alltaf einhver leið
inn fyrir þessa þjófa," segir Bryndís.
guttesen@dv.is
Útsalaaa á 100 notuðum bílum hjá Brimborg. Komdu núna.
Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins.
Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri.
brimborg
Öruggur stadur til ad vera á
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is