Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004 19 LANDSBANKA DEILDIN KR-FYLKIR 1-1 9. umferð - KR-völlur-10. júlf Dómari: Ólafur Ragnarsson (2). Áhorfendur: 1504 Gæði leiks: 3. Gul spjöld: KR: Bjarni (42.), Kristján (57.). - Fylkir: Jón B. (58.), Gunnar Þór (82.). Rauð spjöld: Engin Mörk 1-0 Arnar Jón Sigurgeirsson 19. skot úr markteig Kjartan (frákast) 1-1 Sævar Þór Gíslason 58. skot utan teigs Ágúst Leikmenn KR: Kristján Finnbogason Jökull Elísarbetarson GunnarEinarsson Kristján Örn Sigurðsson Bjarni Þorsteinsson Petr Podzemsky Ágúst Þór Gylfason Kristinn Hafliðason (23., Sigurvin Ólafsson Arnar Jón Sigurgeirsson (76.,Theodór Elmar Bjarnason Sigmundur Kristjánsson Kjartan Henry Finnbogason Leikmenn Fylkis: Bjarni Þórður Halldórsson 4 Kristján Valdimarsson 3 (52., Helgi Valur Daníelsson 4) Valur Fannar Gíslason 4 Þórhallur Ðan Jóhannson 4 Gunnar Þór Pétursson 3 Ólafur Stígsson 4 Finnur Kolbeinsson 2 Jón B. Hermannsson 2 (55. KristinnTómasson 2) Eyjólfur Héðinsson 2 Sævar Þór Gíslason 4 (82., Þorbjörn Atli Sveinsson -) Ólafur Páll Snorrason 2 Tölfræðin: Skot (á mark): 15-8 (7-5) Varin skot: Kristján 1 - Bjarni 4. Horn: 3-3 Rangstöður: 5-2 Aukaspyrnur fengnar: 13-15. BESTUR Á VELLINUM: Sævar Þór Gíslason, Fylki Kristinn ekki illa meiddur Kristinn Hafliðason, hinn feiknaöflugi miðjumaður KR- inga, þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks á laugardag eftir að hafa meiðst á öxl. Að sögn Willums Þórs Þórssonar, þjálfara KR, fór Kristinn úr Uð við öxlina en þó ekki hinum eiginlega axlarlið. Ekki er vitað nákvæmlega hve lengi Kristinn verður frá, en meiðslin eru ekki talin alvarleg og gæti hann vel orðinn leikfær fyrir Evrópu- leikinn gegn Sheibourne á miðvikudag. Arnar Gunnlaugs- son verður líklega einnig búinn að jafiia sig fyrir þann leik, en hann snéri sig á ökkla gegn FH í síðustu viku. Barátta Þaö var ekkert gefið eftirþegar Stjarnan og Fjölnir mættust. Möguleikar meistaranna tara minnkandi „Fljótlega eftir markið gerðu leikmenn KR það sem þeir gera svo gjarnan þegar þeir komast yfir, reyndar alltof gjarnan - þeir færðu sig aftar á völlinn Átta liða úrslit í VISA-bikarkeppni kvenna kláruðust um helgina „Þetta var falleg vippa - segi ekki meira en það,“ sagði Sævar Þór Gíslason, sóknarmaður Fylkis, glottandi eftir leikinn aðspurður um hvort jöfriunarmarkið sem hann skoraði undir lok íyrri hálfleiks hafi ekki einfaldlega verið algjör grís. Hann var ekki á því að viðurkenna að „skotið" hefði í raun verið misheppnuð fyrirgjöf. „Svona gerist stundum og ég hef áður skorað svona mark. Er ekki alltaf það fyrsta grís og þau næstu skipulögð?" bætti Sævar við glettinn. Hvort sem um var að ræða skot eða fyrrgjöf var markið afar fallegt auk þess sem það gæti reynst ekki síður mikilvægt þegar uppi er staðið á íslandsmótinu í haust. KR-ingar þurftu nauðsynlega á ölium þremur stigunum að halda til að halda sér í seilingaríjarlægð við toppinn. Byrjun þeirra í leiknum lofaði góðu og sóttu þeir stíft að marki Fylkis í upphafi leiks. Pressa þeirra var verðlaunuð með marki frá Amari Jóni Sigurgeirssyni strax á 12. mínútu. Þá fylgdi hann eftir kraftlausu skoti Kjartans Henry Finnbogasonar sem Bjami Þórður Halldórsson í markinu missti klaufalega frá sér. Fyrstu mistök þessa efriilega markmanns á fslandsmótinu staðreynd, en hann hélt haus og átti eftir að koma sínum mönnum til bjargar í nokkur skipti það sem eftir lifði leiks. Fljótlega eftir markið gerðu leikmenn KR það sem þeir gera svo gjaman þegar þeir komast yfir, reyndar alltof gjaman - þeir færðu sig aftar á völlinn og virtust halda að eitt mark nægði. Ósjálfrátt eður ei, þá er það alltaf jafn mikil synd að sjá þetta gerast, því KR-ingar Útu virkilega vel út framan af leik. Leikmenn Fylkis, sennilega manna fegnastir að losna undan pressu KR-inga, gengu að sjálfsögðu á lagið og komust inn í leikinn. Þó án þess að skapa sér nein afgerandi færi. Á 43. mínútu náði Fylkir að jafna með fyrrgreindu marki Sævar Þórs og verður að setja spumingamerki við staðsetningu Kristjáns Finnboga- sonar í markinu. Kælisprei, nei takk! Síðari hálfleikurinn var svohtið einkennilegur á að horfa. Fátt markvert gerðist framan af ef undan er skilin ljót tvífóta tækling Jóns B. Hermannssonar á Kristjáni Sigurðs- syni. Ásetningurinn var greinilegur og fengu takkamir að snúa upp hjá Jóni, en hann lá sjálfur óvígur eftir. Kristján, sem undirritaður og sennilega flestir á vellinum héldu að væri Ula meiddur, rauk strax á fætur, hinn reiðasti. Hefði Kristján legið eftir og Jón staðið, hefði sá síðamefndi ábyggilega fengið beint rautt spjald, en á endanum fékk hann aðeins það gula. Jón var síðan borinn útaf og kom ekki meira við sögu í leiknum, en Kristján - tja, annar eins nagli er vandfundinn. Spilamennska KR frá því í fyrri hálfleiknum var á bak og burt og það vom Fylkismenn sem vom hættulegri ef eitthvað var og þá sérstaklega Sævar Þór, sem fékk að leika lausum hala á köntunum. Það var furðulegt að fylgjast með KR-ingum. Þeir vom að sækja á 2-3 mönnum á köflum þrátt fýrir að staðan væri 1-1 og leikmenn Fylkis undu sér skiljanlega vel. Það var ekki fyrr en Theodór Elmar Bjamason kom inn á í lið KR sem eitthvað líf gerði vart við sig. Þessi 17 ára piltur var að fara framhjá 2-3 varnarmönnum Fylkis eins og að drekka vatn og hefði átt að koma inn á miklu fyrr. Klárlega einhver efhilegasti leikmaður sem upp hefur komið hér á landi í langan tíma. Þessi kraftur KR-inga kom bara alltof seint og stórmeistarajafntefli því niður- staðan. Nóg eftir „Við komum hingað til að verja stig en mér fannst við mun sterkari aðilinn eftir fyrstu 15 mínútumar. I heildina er ég nokkuð sáttur og það var allt annað að sjá til liðsins núna en gegn Skaganum í síðustu umferð," sagði Sævar eftir leikinn í samtali við DV Sport. Kristján Sigurðsson var von- svikinn í leikslok en vildi þó ekki meina að nóttin væri úti fyrir KR- inga. „Okkur tókst ekki að skora úr okkar færum og því fór sem fór. Við gerðum það sem við ætluðum að gera - okkur tókst bara ekki að skora." Ennþá sex stig á milli ykkar og toppsins og leikjunum fækkar. Fer þetta ekki að verða oferfítt? „Nei, nei. Sex stig em tveir leikir. Það er ekki meira en það. Það getur allt gerst ennþá." vignir@dv.is \ og virtust halda að eitt mark nægði." Gull af marki Sævar Þór Gísla- son skoraði magnað mark í leiknum gegn KR. Hér sjást Óiafur Páll Snorrason ogJónB.Her- mannsson fagna Sævari eftir markið. IBV, Stjarnan og KR komin í undanúrslit KR-ingar áttu í miklum erfiðleik- um með Þór/KA/KS þegar liðin mættust á Akureyrarvellinum. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og það var ekki upp á teningnum núna. Það má þakka hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólm- fríðar Magnúsdóttur en hún sást lít- ið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en þó undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir skot í stöngina og Laufey Bjömsdóttir rétt yfir. KR-ingar náðu að setja mark rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Elfa Björk Erlingsdóttir skoraði. Katrín Omarsdóttir innsiglaði síðan sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS en Sandra hafði gert sig seka um að vera komin helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlk- ur vildu ömgglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffi'a kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Vissi að við myndum vinna „Við höfðum yfirhöndina allan tímann og áttum fleiri og betri færi og vorum hættulegri allan leikinn, ég vissi að við myndum vinna þetta", sagði Lilja Kjalarsdóttir, fyrir- Uði Stjörnunnar, eftir að þær höfðu lagt Fjölni að veUi, 3-2. „Við höfum aUtaf staðið okkur vel gegn betri Uðunum þannig að þetta verður gaman í undanúrsUtunum og þau verða spennandi." Stjarnan átti mörg góð færi í upp- hafi leiks og leikur Uðsins var góður fram á við. Varnarleikurinn var hins vegar slakur og gáfu þær gestunum úr Fjölni oft ágætis færi. Stjarnan komst tvívegis yfir en gestirnir svör- uðu með góðum mörkiun. Sigurinn Stjömunnar lá þó aUan tímann í loftinu en sigurmarkið kom þó þeg- ar aðeins tíu mínútur vom eftir af leiknum. Öruggt í Eyjum Það var veisla hjá ÍBV-stúlkum er þær fengu Þrótt í heimsókn. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur völtuðu yfir Þróttara og unnu stórsigur, 8-0. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skomðu tvö mörk fyrir ÍBV en Mary McVeigh, Olga Færseth, Sara Sigurlásdóttir og Elena Einisdóttir eitt hver. JJ, ÞAÞ, AÓ & U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.