Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004 11
DOMSTOLL
MIÐBÆJARINS
Hvað segja þau um
Jón Kristjánsson?
Kristín Eva Þórhallsdóttir
blaðamaður og animator
„Þetta erJón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra. Hann er eflaust
ágætur. Hefekki séð hann beita
sér neitt sérstaklega mikið i mína
þágu samtJ'
Gunnar Jónsson bóksali
„Jón Kristjáns heilbrigðisráðherra.
Virkur og traustur en ég held að
hann ráði ekki alveg við embættið.
Valur Einarsson verkfræðing-
ur
„Þetta er hann Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra. Égernú ekk-
ert sérstaklega ánægður með
hann enda er maðurinn alltoflat-
ur við að færa heilbrigðiskerfið i
átt til aukins einkarekstrar."
Inga Guðbjartsdóttir sóidýrk-
andi
„Þetta erpólitíkus, örugglega rúss-
neskur. Ó, erhann heilbrigðisráðh-
erra? Hann sker full mikið niður
fyrirminn smekk."
Þórður Snær Júliusson stjórn-
málafræðingur
„Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra. Hann er ekkert spes og ótta-
lega grár eitthvað. Ekki gert neitt
sem ég er sérstaklega ánægður
með. Hann er hægur ihreyfingum,
treysti aldrei þannig fólki."
Ingi Gunnarsson ellilffeyris-
þegi
„Já þessi heitirJón Kristjánsson og
hann þykist vera ráðherra heil-
brigðismála. Hann hefur staðið sig
vet og er fínn kall alveg."
Birna Þórðardóttir sjálfstætt
starfandi sóldýrkandi
„Þetta erJón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra. Flnn kall og sá
eini innan rikisstjórnarinnnar sem
gerir meira afþvi að vinna en
gaspra, veit samt ekki hvort það er
að skila sér eitthvað. Er í hóp með
Dagnýju Jónsdóttur og fylgir lið-
inu í einu og öllu, sem er ekki gott."
Palladómar
Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra er ekki spáð miklum frama
innan Framsóknarflokksins af samherjum sínum. Jón er sagður of linur til að tak-
ast á við breytingar á bákninu sem heilbrigðiskerfið sé. Hann er sagður reyna af
veikum mætti að verja heilbrigðiskerfið fyrir einkavæðandi hönd sjálfstæðismanna
á meðan kostnaður sjúklinga og ríkis aukist.
Ráðherra langfjárfrekasta ráðuneytisins skortir áræði til að taka
á málum. Jón Kristjánsson er sagður taka hollustu við fóstbróð-
ur sinn og formann Framsóknar, Halldór Ásgrímsson, fram yfir
hagsmuni umbjóðendanna. Jón hafi vantað kjark til að fara í
hart gegn Halldóri þegar enn einu sinni var brotið á öryrkjum.
Jón er fulltrúi gamla Framsóknarflokksins en fylgir fræga liðinu.
Jón Kristjánsson hefur vermt stól
heilbrigðisráðherra frá árinu 2001.
Jón er þekktur fyrir að taka nauð-
beygður óvinsælar ákvarðanir sem
eru honum sjálfum á móti skapi.
Jóni er lýst sem rólyndum manni
sem vinni sín verk vel - en þeir eigin-
leikar eru einnig taldir helsti akkiles-
arhæll hans í erfiðu ráðuneyti.
Ómerkingur vegna hollustu
Af samtölum við samstarfsfólk
Jóns er ljóst að hann er gríðarlega
vinnusamur í sínum málaflokki.
Það er einna helst útkoman úr
vinnu Jóns sem gagnrýnd er. Ekki
síst sá ágalli að taka hollustu við
flokk og foringja fram yfir eigin
sannfæringu. Þetta sé að gera Jón að
hálfgerðum ómerkingi í augum
undirmanna.
Skýrasta - og ef til vill svæsnasta
dæmið um þetta - er sagt vera þegar
Jón samdi stuttu fyrir kosningar í
góðri trú við forsvarsmenn öryrkja
um tæplega 1500 milljóna kjarabót
sem síðan var skorin niður um 500
milljónir við hávær mótmæli
öryrkja.
Brast kjarkur í öryrkjamáli
Gríðarlegar deilur sköpuðust við
fjárlagagerð þessa árs vegna öryrkja-
málsins. Jón viðurkenndi að lending
þess væri sér á móti skapi. Hann laut
í gras fyrir fjármálaráðherra og fékk
ekki stuðning flokksforystu sinnar.
Mörgum þótti skrýtið að Jón
skyldi láta það yfir sig ganga að Hall-
dór Ásgrímsson, í samkrulli við Árna
Magnússon, skyldi koma honum í þá
stöðu sem skapaðist í kjölfar öryrkja-
samningsins, en þeir Árni og Halldór
ákváðu að einungis yrði staðið við
hluta þess samkomulags sem Jón
hafði gert um kjarabætur öryrkja.
Heimildir DV herma að Jóni hafi
brostið kjarkur í öryrkjamálinu. Nær
hefði verið hjá honum að hóta afsögn
eða fara gegn ákvörðun Halldórs.
Þessi vandræði Jóns eru síður en
svo þau einu. Landspítalinn og niður-
skurður þar, sem Jón mun hafa vitað
að gengi ekld, er talið enn eitt dæmið
um að hann sé ekki á réttri hillu.
í klóm sérfræðinganna
Sömu sögu er að segja af stefnu-
mörkun og því markmiði Jóns „að
standa vörð um heilbrigðiskerfið"
eins og hann hefur sjálfur kallað það.
Þrátt fýrir að Jón telji sig standa í bar-
áttu við Sjálfstæðisflokkinn um hugs-
anlega einkavæðingu og aukna
kostnaðarhlutdeild sjúklinga heimtar
kerfið á sama tíma sífellt meira fé af
fjárlögum og sjúklingum sjálfum.
Jóni hefur að sögn hvorki lánast að
mynda sátt né heildstæða stefiiu í
heilbrigðismálum. Hann er einnig
sakaður um að hafa ekki náð árangri
gegn sérfræðingaveldi kerfisins, sér-
staklega millistjómendum sem
drottni þar enn eftir eigin höfði.
Austfirðingar höfnuðu honum
Halldór Asgrímsson var þar til í
síðustu kosningum fyrsti maður á
lista Framsóknarflokksins á Austur-
landi og naut þar dyggrar aðstoðar
Jóns sem þá var annar maður á lista
flokksins. Ljóst má vera að Jón hagi
seglum sínum eftir vindum for-
mannsins í flestum málum - spili
með liðinu.
Jón hefur lengstum þótt leika
næsta ömggan bolta á pólitískum
ferli sínum og er sagður hafa notið
þess mjög að sitja lengst af í skjóli
Halldórs.
Þegar Halldór tók þá ákvörðun í
kjölfar kjördæmabreytinga að bjóða
sig ffam í Reykjavík var ljóst að slag-
urinn um efsta sætið á lista flokksins í
hinu nýja Norðausturkjördæmi yrði
milli Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns.
Það kom mörgum á óvart þegar
Jón tilkynnti að hann hyggðist mæta
Valgerði í prófkjöri um efsta sætið á
lista flokksins. Staða Valgerðar var þó
síður en svo sterk í hennar gamla
kjördæmi. Jón hefði að öllu eðlilegu
átt að eiga stuðning stórs hóps Aust-
firðinga og hluta Norðlendinga í efsta
sætið. Jón reiknaði þó ekki með því
að Austfirðingar persónugerðu lang-
þráða virkjun sína og álver við Valg-
erði og því fór sem fór.
Barði í borð flokksmanna
Heimildir herma að Jón hafi síður
en svo verið sáttur við úrslitin og
fundist hann svikinn af sfnum mönn-
um eystra. Framsóknarmenn unnu
þó góðan sigur í meðbyr álverssamn-
inganna.
Jón er sagður hafa verið orðinn
mjög þreyttur á ríkisstjómarsam-
starfinu við lok síðasta kjörtímabils
enda þá búinn að fá smjörþefinn af
því hvemig ágreiningur flokkanna
um leiðir í heilbrigðismálum batt
hendur hans. Til marks um þetta er
sagt að hann hafi á fundi framsóknar-
manna í Reykjavík barið hnefa í borð,
hækkað róm sinn og viðhaft hörð orð
um samstarfsflokkinn. Menn kunn-
ugir Jóni segja að það geri hann ör-
sjaldan. Jón mun þó ekki hafa sett sig
upp á móti frekara samstarfi flokk-
anna þegar ljóst var að Halldór Ás-
grímsson yrði forsætisráðherra.
I—-----------------
1 Jon Kristjánsson
I Heilbrigðisráðherra
I er sagður taka holl-
fá&’ I ustu við HaiidórÁs-
| J' J grímsson framyfír
-vgf-r-rTza&Sl ei9lr sannfærinmi nn
Þreyir þorrann
Framtíð Jóns í stjómmálum er á
huldu. Flestir viðmælendur DV telja
hann að mörgu leyti síðasta geirfugl-
inn í flokknum; framsóknarmann af
gamla skólanum sem haldi á lofti fé-
lagslegum áherslum í anda fortíðar.
Ekki er talið að Jón þurfi að kvíða 15.
september sérstaklega því hann haldi
ráðuneytinu svo lengi sem stjóm
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
heldur velli.
Kunnugir segja þó að auðveldasti
leikur formannsins við stólaskiptin
væri að setja Jón af og Áma Magnús-
son inn í stað hans. Siv Friðleifsdóttir
ætti þar með von í félagsmálaráðu-
neytinu. Jón bíða nú emi erfiðari mál
úrlausnar og er beðið eftir þvi hvem-
ig honum takist í slag sínum um
aukafjárveitingar við fjármálaráð-
herra sem hefur hingað til ekki reynst
Jóni vel. Hann mun því þreyja þorr-
ann í ráðuneytinu áfram þó ekki sé
búist við því að mildlla breytinga sé
að vænta þar í bráð.
helgi@dv.is
Skjaldarmerkin
Einkunnaskalinn
1 skjaldarmerki - Falleinkunn,
þingsæti jafnvel ekki verðskuldað
2 skjaldarmerki - Öruggt þingsæti
en lítið að gera í Stjórnarráðið
3 skjaldarmerki - Á friðarstóli í aug-
um samherja sinna en á rangri hillu
samkvæmt andstæðingum sínum
4 skjaldarmerki - Á réttri hillu
5 skjaldarmerki - Hinn fullkomni
ráðherra
Alitsgjafar DV um Jón Kristjánsson
Rangur maður á röngum stað
Jón Kristjánsson er að sögn álitsgjafa
DV Ijúfur og góður gaur sem ekki er að
höndla það embætti sem hann er I nú.
Jón er ekki talinn hafa risið hátt I þessu
stærsta og fjárfrekasta ráðuneyti okkar.
Hann sé einfaldlega of góður gaur til að
leysa þau vandamál sem hangi yfir heil-
brigðismálum á fslandi.Texti hljóm-
sveitarinnar Green Day:„Nice guys fin-
ish last," eða „Góðir gaurar tapa" á vel
við um Jón.
„Ljúfmenni sem ætti ekki að vera iráð-
herrastói, og alls ekki I heiibrigðisráðuneytinu
sem er erfíðasta ráðuneytið."
„Alltofgóður til að vera i stjómmálum. “
„Er rangur maður á röngum stað."
„Stendur með liðinu, er þar á bekknum
með Dagnýju."
„Bóngóður maður og mannasættir sem eru
eiginleikar sem mættu vera meira afinnan
þessarar rikisstjórnar."
„Hefur sýnt að hann getur hoggiö á hnúta,
gerði það sem settur umhverfisráðherra i
Þjórsárversdeilunni, mætti gera það í heil-
brigðisþjónustunni."
„Væri fint efjón færi að útlista stefnu okkar
i heilbrigöismálum, á að einkavæða eða ekki?"
Jón hefur ekki náðað réttlæta fyrir mér
hvað peningarnir eru að fara !."
„Hefur ekki náð að beisla sérfræðingaveld-
ið sem tröllríður öllu.'
„Hann verður seint veggspjaldadrengur
fyrir heiibrigði og hreysti.'
„Heftekið eftirþvi að menn nenna ekki að
rífast við hann enda er hann Ijúfur og góður
drengur."
„Hefur enga útgeislun og heillar ekki, skil
ekki hvað hann er oft endurkjörinn."
„Brenndist mjög illa á þessu fjárveitinga-
máli slnu og beið skaða af."
„Þetta karisma hans að styggja engan er
ekki að virka fyrir þetta ráðuneyti."
„Virðist, ólíkt mörgum, hafa ákveðin
prinsipp sem hann stendur á, til dæmis neitar
hann alveg að einkavæða I heilbrigðiskerf-
inu."
„Góður maður en stendur frammi fyrir
mjög erfiðum úriausnarefnum i heilbrigðis-
málum. Hann er í stöðugum reddingum, og
kemst aldrei i þá langtimahugsun sem þarf."
„Heiðarlegur, sanngjarn og traustur, en full
daufur, stundum svo daufur að hann nær ekki
ígegn."
„Mikill sáttasemjari og virtist hafa náð sátt
við umhverfísverndarsinna um Þjórsárver og
öryrkja um bótaupphæðir. Bæði mál þóttu
bera honum gott vitni, en svo kom í Ijós
ágreiningur umþaðhver lausnin raunveru-
lega var, og virtist sem Jón hefði ekki klárað
málin nógu vel.“
„Er kjarkmaður, annars hefði hann varla
hætt sér I kviksyndi heilbrigðismálanna. ’
„Enginn stormsenter, enginn Ronaldo I
stjórnmálum. Hann hefur á séryfírbragð
trausts bakvarðar sem vill helst ekki hætta sér
mikið í sóknina.'
Álitsgjafarnir okkar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsmaöur og fyrrverandi þingkona, Krist-
ján Kristjánsson umsjónarmaður Kastljóssins, Hildur Helga Sigurðardóttir biaðamaður,
Róbert Marshall fréttamaður á Stöð 2.