Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfuféiag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um geimverur f 1. Hvaðan komu verurnar í frægri sögu H.G. Wells um innrás á jörðina? 2. Hvað skildu geimverurn- ar í myndinni 2001 eftir á jörðinni? 3. Hvað heitir bíómynda- persónan sem sífellt slæst við geimverur og Sigourney Weaver leikur? 4. Hver leikstýrði þeirri bíómynd? 5. Hvaða staður í Atlants- hafi hefur oft verið sagður tengdur geimverum? Svör neðst á síðunni Háskólar og leikskólar Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur býsna hörð gagnrýni á stefnu stjórnvalda að undanförnu í málefnum skóla á há- skólastigi. Gagnrýnin er að vísu kurteis- lega orðuð en óhjákvæmilegt er annað en telja það harða gagnrýni þegar Ríkisend- urskoðun segir að „opinber stefna um málefni háskóla sé ekki nægilega skýr“ og jafnframt að yfirvöld hafí haft tilhneig- ingu til að bregðast við álitamálum eftir á í stað þess að skilgreina markmið og við- brögð fyrirfram. Þá er gagnrýnt að eftirlit hins opinbera með mörgum hinna ný- stofnuðu háskóla hafi verið slælegt og lítil áhersla verið Iögð á gæði við mótun skóla- stefnunnar. Það var ein helsta skrautfjöðurin í hatt Björns Bjarnasonar sem menntamálaráð- herra hve gífurlega fjölgað hefur skólum á háskólastigi síðustu árin. Bjöm hlaut al- mennt mjög góða dóma fýrir störf sín meðan hann sat í embætti og skýrsla Rík- isendurskoðunar hlýtur því að koma mjög illa við hann. Sem og arftaka hans í emb- ætti, Tómas Inga Olrich. Reynist gagnrýni Rfkisendurskoðunar á rökum reist - sem engin ástæða er til að efast um - þá er jafn ljóst að núverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verður að taka ærlega til hendinni og veita skýr- ari svör við fyrirætlunum sínum í þessum efnum en hún hefur gert til þessa. Henni er vitaskuld vorkunn þar sem hún hefur aðeins gegnt embætti í hálft ár og vafalítið hefur mestallur hennar tími á undanförnum mánuðum farið í hinn fáránlega farsa um fjölmiðlalögin, en það dugar þó ekki til lengdar að vísa einungis tfí fjölgunar og frelsis, þegar Ríkisendur- skoðun gefur svo berlega í Ijós að kröfur um gæði og eftirlit hafí setið á hakanum. Reyndar bíða fjölmörg mikilvæg mál hins nýja menntamálaráðherra. Það verð- ur tíl dæmis að gera mun meiri skurk í málefnum yngstu barnanna í skólakerf- inu. Ég á til dæmis strák sem er nýlega orðinn fímm ára og þráir að læra að lesa. Hann gæti það Uka alveg ef við foreldrarn- ir settumst niður með honum og kennd- um honum galdurinn. En eins og staðan er nií í skólakerfínu, þá er maður næstum feiminn við að uppfylla óskir drengsins. Því ef hann verður nú orðinn fluglæs á síðasta árinu sínu í leikskóla blasir við að hann mun lítið sem ekkert hafa að gera fyrsta veturinn sinn í hinum eiginlega skóla. Og hvað eigum við þá að gera fyrir hann? Mugijökulsson Vantrú á gelmverum Hvað er í ruslinu? Á vefsíðunni web- waste.net er safnað saman rusli úr ruslatunnum tölvu- notenda. Ruslið, sem eru hvort sem er myndir, text- Vefsíðan Webwaste.net ar, tákn eða hljóð, er síðan til sýnis fyrir vefnotendur um allan heim. Þeir sem fylgjast með geta látið sér nægja að skoða ruslið ferð- ast um skjáinn og mynda form og myndir. Menn geta líka sjálfir orðið þátttak- endur með því að hlaða niður litlu forriti sem send- ir hluti úr ruslakörfum tölv- unnar inn á vefinn. Ekki er hægt að rekja hvað kemur hvaðan. Vefurinn er smíði íslenska listamannsins Ragnars Helga Ólafssonar og þar má sjá meðal annars myndir af Eiffel-turninum og Jónsa í svörtum fötum. Heimdraginn Á sumrín hleypa margir heimdraganum og halda í sumarfrí. Orðtakiö má nota á þennan hátt þótt færa megi rök aö því að þaö merki í reynd lengri og af- drífarlkarí heimanfören stutta sumarleyfísferð. Ungt fólk hleypir til dæmis heim- draganum þegar þaö flytur aö heiman og stofn- arsitteigið heimili eða heldur til langdvala erlend- is. Orðtakið erævafornt og „heimdragi" merkir einfald- lega„heimalningur" - ef til vill lamb sem dregið hefur veríð heim á bæ. Og„að hleypa“ merkir hér einfald- lega að láta hlaupa. Málið Svörvlðspumlngum: 1. Frá Mars - 2. Stóran slípaðan stein - 3. Ripley - 4. Ridley Scott - 5. Bermúda-þrí- hyrningurinn ■o £ GEIMVERUR ERU SKYNDILEGA í sviðs- ljósinu á íslandi eftir að hér hófst ráð- stefna um líf á öðrum hnöttum sem vera má að snúist fyrst og ffemst um rannsóknir stjarnfræðinga á fjarlæg- um reikistjömum eða möguleikum örvera á að lifa af í „fjandsamiegu" umhverfi en vekur þó fýrst og fremst áhuga almennings vegna spuming- arinnar um geimverur. Fréttablaðið tók forskot á sæluna um síðustu helgi með viðtali við Magnús Skarphéðinsson, helsta geimvemsérfræðing þjóðarinnar, og birti lfka frásögn um atburðina í Roswell í Bandarikjunum 1947 en það er vinsæl kenning geimvem- ffæðinga að þar hafi hrapað geimfar ffá öðmm hnetti en Bandarfkjastjórn hafi ákveðið að þagga málið niður af ótta við skelfingu almennings. V1 i ' Geimverur brotlentu í Roswel! Myndin er uppstilling, byggð á frægu myndbandi af krufningu einnar geimverunnar. Myndbandið er reyndar augljós fölsun. I — '?Í: í. ^í: 'MSm: aft tM iSMsS Á VEFNUM VANTRÚ.NET er Frétta- blaðið síðan tekið í gegn fyrir umfjöil- un sína og einkum greinina um Roswell. Við emm reyndar mjög vel að okkur um það mál og tökum und- ir að ifásögn Fréttablaðsins var full gagnrýnislaus. í Vantrúar-greininni, sem aðeins er merkt „Óli gneisti“, er hins vegar haldið áfram á þessa leið: „Magnús Skarp- héðinsson virðist trúa öllu nema því sem vísindamenn segja enda eru þeir forpokaðir. Magnús trúir á geimverur, j álfa, huldufóik, drauga og hugsana- flutning, öllþessi fyrirbrigði hafa ver- ið rannsökuð ítarlega án þess að nokkuð bendi til þess að þau séu raunverulega til. íraun verðurfólkað spyrja sig hvort það trúi Magnúsi Skarphéðinssyni eða vísindasamfé- laginu, svarið ætti að vera augljóst. Það er sorgleg staðreynd að stundum virðast blaðamenn halda að fréttaflutningur af yHmáttúruleg- um fyrirbrigðum falli ekki undir sömu lögmál og umfjallanir um önn- urmál. Þeir virðastlfta á svona grein- arsem meinlausa skemmtun án þess að sjá ástæðu til þess að merkja greinamar þannig að þær þekkist frá raunverulegum fréttum. Fyrst og fremst ÞETTA VIÐH0RF ER HÆTTULEGT," bætir „Óli gneisti" síðan ábúðarmikill við. „Fyrst ogfremst er það reyndar skað- legt fyrir Ijölmiðlana sjálfa ogtrúverð- ugleika þeirra en einnig getur þetta skaðað trúgjamt fólk (og böm) sem ekki hafa náð tökum á þeirri tækni sem þarf til að gera greinarmun á raunveruleika ogkjaftæði. Hver veit nema að Magnús Skarp- héðinsson sé sjálfur fómarlamb óá- byrgra blaðamarma sem töldu hlut- verk sitt vera að skemmta almenningi en ekki uppfræða. Fjölmiðlafólk verð- urað taka ábyrgð á umíjöllunum sín- um ogátta sigá að það má ekkifram- reiða hvaða mgl sem er í búningi frétta. Blaðamenn verða að bera virð- ingu fyrir sannleikanum, almenningi ogsíðast en ekki síst, sjálfum sér. “ MEGUM VIÐTAKA UPP HANSKANN fyr- ir vini vora á Fréttablaðinu? Og okkur sjálf reyndar, því við teljum okkur hafa fullt leyfi til að fjalla á hvaða hátt sem við viljum um geimverur ogjafn- vel í náinni ffamtíð. í fyrsta lagi var umfjöllun Fréttablaðsins ekki „frétt", heldur helgarblaðsgrein sem lýtur að sumu leyti öðrum lögmálum en raunverulegar fféttir. Þetta vita allir lesendur. í öðm lagi þykir okkur sem „Óli“ þessi gerist mjög sekur um einmitt þann „forpokaskap" sem hann sakar þann góða mann Magnús Skarphéðinsson um. Fýlutónninn í honum yfir því að einhverjir skuli voga sér á trúa á eitthvað sem hann trúir ekki á sjálfur er furðulegur. Sag- an ætti þó að kenna honum og skoð- anabræðrum hans að fjölmörg dæmi em um að menn hafi orðið að láta sér nægja að „trúa á eitthvað" löngu áður en mögulegt reyndist að sannreyna það vísindalega. MEÐ ÞESSU ERUM VIÐ EKKI að lýsa yfir trú á geimverur, hvað þá álfa og huldufólk. En að ekki megi fjaila um þau mál öðmvísi en af einhvers kon- ar vantrúar-fýlu þykir okkur full langt gengið. Og ólíkt þessum „Óla gneista" berum við líka fulla virð- ingu fyrir því hlutverki blaðamanna að skemmta fólki, ekki síður en upp- fræða. Og við þekkjum ekki mörg dæmi um að umfjöllun og greinar um „yfirnáttúruleg" efni hafi „skað- að“ fólk. Að trúa því þykir okkur bera vitni um nokkra vantrú á mann- eskjunni... Fleiraertil... ... d hlmnl og JörO en heimspekina þlna dreymir um, Hóras minn. Hamlet I leikriti Williams Shakespeare „Við þekkjum ekki mörg dæmi um að umfjöll- un og greinar um „yfirnáttúruleg" efni hafi „skaðað" fólk. Að trúa þvíþykir okkur bera vitni um nokkra vantrú á manneskjunni..." Yfirnáttúrulegir framsóknarmenn „f júlí 1998 sló DV upp frétt á forsíðu sem kom mörgum í opna skjöldu. Þar kom fram að samkvæmt skoðanakönnun á vegum DV svaraði meiri- hluti slembiúrtaks af íslensku þjóðinni játandi, þegar spurt var um trú á álfa. Samkvæmt könnuninni skiptust karlar nokkurn veginn jafnt í ját- endur og neitendur, en mun fleiri konur sögðust aftur á móti trúa á álfa en ekki, eða 6 af hverjum 10. Svörin voru líka borin saman við pólítískar skoðanir. í Ijós kom að stuðningsmenn flestra flokka skiptust nokkurn veginn til helminga í játendur og neitendur. Á þessu var þó ein áberandi undantekning því að mikill meirihluti framsóknarmanna sagðist trúa á álfa, eða 64,2%. En það er nú útúrdúr." AfvísindavefHáskóla íslands, Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.