Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004
Fréttir DV
Porsche-inn
er í London
Dómsmálaráðuneytið
hefur staðfest að pöntun á
Porsche fyrir tombólu-
happdrætti Astþórs liggi
fyrir hjá ráðuneytinu.
Pöntunin er skráð á
Porsche-umboðið í
London og sá sem skráður
er fyrir bifreiðinni er Lýð-
ræðishreyfingin í Reykja-
vík. Pöntunin er dagsett
30. júní en Ástþór hefur
fengið mánaðar frest til að
draga í happdrættinu. Neil
Crickshank, hjá Porsche-
umboðinu, vildi ekki tjá sig
um hvaða áhrif seinkunin
hefði á pöntunina og bar
fyrir sig trúnaðarsambandi
milli viðskiptavinarins og
umboðsins.
Hákon Eydal, sem situr á bak við lás og slá grunaður um morð á fyrrum sambýlis-
konu sinni, fer með aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd sem frumsýnd verð-
ur í næsta mánuði. í myndinni leikur Hákon forsætisráðherra íslands en kvik-
myndin fjallar um hernámsárin og ástandið í ljósi samtímans; kvikmynd um vald,
ofbeldi og kvenfyrirlitningu.
Hákon Eydal í reyk Sýndi
magnaöa takta sem forsætisráð■
herra íslands.
Sýndi ótvíræða
hæfileika Eittaf
mörgum andlitum
Hákonar Eydal í
kvikmyndinni um
ástandsárin.
Af veggspjaldi myndarinn-
ar Þarna stendur Hákon t und-
arlegum hópi klerka, valds-
manna og berbrjósta kvenna
með dulur fyrir andliti.
Með leikstjóra og höfundi
leikmyndar Hákon Eydal
með Böðvari Bjarka leikstjóra
ogÁrna PáliJóhannssynileik-
myndasmiði.
Spiderman-æði
Spiderman-myndin er
að slá öll aðsóknarmet á ís-
landi og er á góðri leið með
að verða vinsælasta mynd-
in í sumar. Segja má að
Spiderman-æði hafi gripið
um sig. Sjá má krakka með
Spiderman-grímur og
Spiderman-tölvuleikurinn
selst vel. Margrét Tinna
Traustadóttir vinnur í
miðasölunni í Regnbogan-
um. Hún segir aðsóknina
hafa verið gríðarlega um
helgina; allir aldurshópar
hafi gaman af myndinni.
„Ég hef aldrei séð annað
eins,“ segir hún. „Þetta fer
frábærlega af stað.“
Rannsókn á
DNA dregst
„Það er ekkert nýtt að
frétta af rannsókninni,"
segir Hörður Jóhannesson,
yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík sem stjórnar nú rann-
sókn á hvarfi Sri Rahma-
wati. Niðurstöður úr DNA-
rannsókn á blóðinu sem
fannst í fbúð og bíl Hákon-
ar Eyadal, grunaðs í mál-
inu, eru ekki komnar.
Hörður segir að það muni
taka einhverja daga að fá úr
því skorið úr hverjum blóð-
ið er. Ekki hefur verið lýst
eftir Sri Rahmawati.
Grunaöur morðingf leikur
lorsætisráAherra Islands
„Það er draumur allra kvikmyndagerðarmanna að gera myndir
sem lifa inn í framtíðina. En þetta er með ólíkindum," segir
Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður sem er að
leggja lokahönd á kvikmynd sína „Situation 1" sem frumsýnd
verður í lok ágúst.
í myndinni fer Hákon Eydal
með hlutverk forsætisráðherra ís-
lands á stríðsárunum en Hákon
situr sem kunnugt er í gæsluvarð-
haldi grunaður um morð á fyrrum
sambýliskonu sinni.
Kvikmynd Böðvars Bjarka fjallar
um ástandið á hernámsárunum
hér á landi eins og þau mundu
birtast sjónrænt á árinu 2004. í
raun tilraun um ástand í nýju og
þekktara ljósi. Böðvar Bjarki dreg-
ur ekki dul á að viðfangsefni
myndarinnar sé valdhroki, ofbeldi
og kvenfyrirlitning; allt atriði sem
einkenndu með einum eða öðrum
hætti samskipti kynjanna á her-
námsárunum. Þeim mun merki-
legra er að Hákon Eydal hafi valist
í aðalhlutverkið nú þegar atburða-
rásin í Stórholtsmálinu er að skýr-
ast.
„Ég fann Hákon ekki sjálfur. Til
þess fékk ég menn sem ég treysti til
að finna stóra, stæðilega og valds-
mannslega menn sem staðið gætu
undir þeim hugmyndum sem ég
var með,“ segir Böðvar Bjarki sem
leist strax vel á Hákon Eydal þegar
þeir áttu fund saman. Og Hákon
brást ekki vonum hans þegar tökur
hófust. Líkastur risa gnæfði hann
yfir aðra; fulltrúi valds sem enginn
ræður við. Forsætisráðherra ís-
lands á hernámsárunum.
Böðvar Bjarki er nú að leggja
lokhönd á mynd sína og voru allar
tökur með Hákoni Eydal komnar í
hús áður en hann var handtekinn á
dögunum. Eftir situr kvikmynda-
leikstjórinn með frábærar myndir
af glæstum manni sem nú má
muna fifil sinn fegurri: „Ég get ekki
annað en haldið áfram. Mig óraði
ekki fyrir þessari framvindu rnála,"
segir Böðvar Bjarki sem leitar nú
að hentugu kvikmyndahúsi fyrir
frumsýningu myndarinnar í næsta
mánuði. Það er fyrirtæki Böðvars
Bjarka, 20 geitur, sem framleiðir
kvikmyndina. Sem fyrr greindi er
nafn myndarinnar „Situation 1“ og
er hugsuð sem fyrsta mynd í röð
fleiri. Undirtitill myndarinnar er
Mona Liza and the temple of the
„Ég fann Hákon ekki
sjálfur. Tilþess fékkég
menn sem ég treysti til
að finna stóra, stæði-
lega og valdsmanns-
lega menn sem staðið
gætu undirþeim hug-
myndum sem ég var
með."
whores eða Móna Lísa og musteri
hóranna. Áður hefur fyrirtækið 20
geitur meðal annars framleitt kvik-
myndina í skóm drekans sem fjall-
aði um fegurðarsamkeppnina
Ungfrú ísland.is.
Ómögulegur tengdasonur
Menn geta verið misheppnir með
tengdasyni. Og tengdadætur ef því
er að skipta. Svarthöfði getur ekki
annað en vorkennt Jóni Baldvini og
Bryndísi með hvernig til tókst með
val á tengdasyni. Marco, hinn ítalski,
kvartar sáran yfir tengdaforeldrum
sínum á síðum DV og það löngu eft-
ir að hann er farinn úr fjölskyldunni.
Marco hefur látið mörg orð falla
og sum óskiljanleg. Hvað á hann til
dæmis við þegar hann segist aldrei
hafa hitt fyrrum tengdaföður sinn
nema fullan. Svarthöfði á bágt með
að trúa því að Jón Baldvin hafi alltaf
verið í glasi á fjölskylduhátíðum,
hvort sem var á Vesturgötunni, í
utanríkisráðuneytinu eða í Wash-
ington. Svarthöfði hefur þekkt Jón
Baldvin lengi og veit að hann er ekki
fullur nema endrum og sinnum. 111-
skiljanlegri er þó yfirlýsing Marcos
Hvernig hefur þú það?
Éghefþað alveg hreint glimrandi, er eiginlega í hamingjuleiðslu, enda bara nokkrir dagar þar
til ég fæ aö hitta krflið í bumbunni minni.“ segir Lóa Aldísardóttir ritstjóri sem erí fæðingar-
orlofí.„Eina sem angrar mig þessa dagana er aö fá ekki að nýta méryndislega fæðingarað-
stöðuna í Hreiðrinu á Landsþítalanum afþví að þar anna menn ekki eftirspurn. Þótt ég búi í
um 3 mlnútna göngufjarlægð frá Landspítalanum ætla ég því að keyra 140-50 mínútur I ann-
að bæjarfélag til að komast í næstum jafnfína fæðingaraðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akranesi."
um að Jón Baldvin eigi að vita eitt-
hvað sem hann veit. Þetta er hálf-
kveðin vísa vona eins og hjónaband
hans og dóttur Jóns Baldvins.
Svarthöfði er ekki fæddur í gær
og veit eins og er að hjónaskilnaðir
eru engin ný bóla. Hins vegar er það
nýtt af nálinni að hjónaskilnaðir
skuli taka svona langan tíma eins og
virðist vera f tilviki Marcos hins
ítalska. Dettur Svarthöfða þá í hug
raunir skrifstofumannsins sem
skildi við eina af ofurhetjum íslensks
menningarh'fs fyrir mörgum árum.
Hann sagði að nógu erfitt hefði ver-
ið að vera kvæntur konunni en erfið-
ara þó að vera skilinn við hana. Eftir
skilnaðinn hafði konan nefnilega
skrifað um hann heila bók, ort um
hann ljóð í Lesbókina og frumsýnt
leikrit þar sem harm var aðalpersón-
an - sífullur eins og Marco segir að
Jón Baldvin hafi verið.
Eiginlega skilur Svarthöfði ekki
hvaða erindi meintur drykkjuskapur
Jóns Baldvins á við almenning. Eini
mælikvarðinn á reglusemi eigin-
manna er ánægja eiginkvennanna.
Og Svarthöfði veit ekki betur en
Bryndís hafi alltaf verið ánægð með
hann Jón sinn og sé enn. Sama hvað
Marco segir.
Svarthöfði.