Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 Fréttir DV Löggan elti gemlinga Lögreglan í Vestmanna- eyjum elti uppi þrjá drengi um helgina. Þeir höfðu velt kofa á hliðina á lóð leikskól- ans Sóla og brotið einn stól. Þeir náðust og viðurkenndu verknaðinn. Af öðrum verk- efnum Eyjalöggunnar um helgina má nefna að einn ökumaður var kærður fyrir ranga ljósanotkun og annar fór yfir leyfilegan hámarks- hraða um götur bæjarins. Þá þurfti í tvígang að aðstoða fólk við að komast inn í bif- reiðar sínar eftir að það hafði læst lyklana inni í bíl. Auk þess var einum hjálpað til að komast inn heima hjá sér, því hann gleymdi lykfin- uminni. Staðfesti vitni en ekki sýn Vegna mistaka var sagt í yfirfyrirsögn á fiétt um Stórholtsmálið að Sigurbjöm Víðir Eggerts- son aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hefði staðfest að vitni lögreglunnar hefði lýst því að Hákon Eydal hefði borið eitthvað sem líktist mannslíkama í svörtum plastpoka. Sigur- bjöm staðfesti einungis að um vitni væri að ræða, en ekki hvað vitnið hefði séð. Eins og DV greindi frá í gær taldi vitnið sig sjá glitta í líkama þegar Hákon var að fara með byrði sína í bifreiðina sama dag og sambýlis- kona hans hvarf. DV hef- ur rætt við vitnið en birtir ekki nafn þess af öryggis- ástæðum. Rústam óvænt heimsmeistari Úsbekinn Rústam Kasimdzhanov varð í gær óvænt FIDE- heimsmeistari í skák. Hann sigraði Bret- ann Michael Adams í bráðabana. Sigur Ús- bekans kom mjög á óvart en hann var aðeins 28. stígahæsti maður mótsins. Miklar deil- ur í skákheiminum ollu því að stígahæstí skákmaður heims, Garry Kasparov, tók ekki þátt í mótinu. Skilti skapa slysahættu Samgöngunefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt tillögu um að gerð verði úttekt á staðsetn- ingu umferðarskilta og -merkja. í tíllögunni seg- ir að mörg dæmi séu um að umferðarskilti og veg- vísar skyggi á útsýni öku- manna og skapi þar með slysahættu. Fyrirhugað er samstarf við Vega- gerðina um úttekt og nauðsynlegar úrbætur. Tveir menn voru dæmdir fyrir hrottalega líkamsárás og hótanir í garð lögreglu- þjóns á Akureyri. Annar þeirra, Kristján Hjálmar Jensson, fór í kjölfar árásarinnar í meðferð og hefur nú verið edrú í fimm mánuði. Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, segir það algengt í fikniefnaheiminum að lögregluþjónum sé hót- að. Erfitt sé að leynast í smábænum Akureyri. Hótaði að myrða fjölskyldu víkingasveitarmanns „Hann lamdi mig í eyrað með húslykli. Það fdr að fossblæða. Þá fór ég í hann,“ segir Kristján Hjálmar Jensson, 24 ára Akureyring- ur. Héraðsdómur Norðurlands Eystra dæmdi Kristján í þriggja mánaða fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás í miðbæ Akureyrar. Þá var Kristján dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Félagi Kristjáns, Daníel Christensen, fékk vægari dóm. Maðurinn sem Kristján og Daníel réðust á er 25 ára gamaíl. í dómnum kemur fram að þeir hafi fellt hann í götuna og slegið mörg hnefahögg í andlit hans og líkama. Maðurinn nefbrotnaði, tvær framtennur í efri gómi brotnuðu. Hann marðist og bólgnaði í kringum augun. Hlaut sár á enni. Skurð á vinstri kinn og marð- ist allur og hruflaðist. Kristján man vel eftir umræddu kvöldi þrátt fyrir að um ár sé liðið frá því að atburðirnir áttu sér stað. Fyrsta höggið „Þessi maður var í einhverju ves- eni inni á Sjailanum. Reif í Danna, félaga minn, sem ýtti aðeins við honum. Dyraverðir komu og hentu manninum út. Seinna um kvöldið ætlaði Danni að fá bolinn sinn sem var rifinn endurgreiddan. Þá byrjaði vesenið aftur,“ segir Kristján. í dómnum kemur fram að Krist- ján og Daníel hafi veitt fórnarlamb- inu eftírför og ráðist á hann á bflaplaninu vestan við Borgarbíó. Kristján segir rétt að þar hafi áflogin byrjað en er ekki sammála því sem kemur fram í dómnum að þeir hafi átt upptökin. „Maðurinn liggur ofan á Danna og ég ætla að skerast í leikinn," segir Kristján. „Þá neglir hann einhverju inn í eyrað á mér, lykli eða kveikjara og það tekur að fossblæða. Hann átti fyrsta höggicV' Mikið er gert úr því í dómnum að Kristján hafi hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Er það orð- að sem brot við valdstjórninni. „Það er ósköp lítið sem við getum gert. Þú getur leynst í milljónaborgum og jafnvel í Reykjavík en hérna... það er ómögulegt Kristján hlær þegar hann heyrir af þessu. „Brot gegn valdstjórninni," segir hann eins og orðið vefjist fyrir honum. „Ég sagði honum bara það sem mér brann í brjósti." Hótaði löggu Það sem brann á Kristjáni var áralangur pirringur í garð lögregl- unnar. í dómnum kemur fram að hann hafi áður komist í kast við lög- in; aðallega fýrir fíkniefnabrot. Þetta segir Kristján að sé rétt. Hann hafi verið í rugli. Framkoma lögreglunn- ar hafi samt einnig einkennst af ákveðnu rugli. „Ég man eftir einu skipti þegar ég bjó úti á Sandi," segir Kristján. „Ein- ir tíu lögreglumenn komu til mín seint um kvöld. Barnsmóðir mín og krakki voru þarna og ég man að barnið grét þegar lögreglumennirnir brutu rúður og gengu með hávaða um íbúðina. Á endanum fundu þeir ekkert dóp enda myndi ég aldrei geyma slíkt fyrir framan börnin mín." Kristján segir að á því augnabliki sem hann var færður upp á lögreglu- stöð hafi allur þessi pirringur brotíst út. Hann viðurkennir að hafa kallað lögguna, sem heitir Jón Valdimars- son, öllum illum nöfnum en hann hafi aldrei hótað að drepa fjölskyldu hans. „Ég ber mikla virðingu fyrir Jóni," segir Kristján. „Hann er skyldur kærustunni minni og er bæði varð- stjóri og vflcingasveitarmaður. Toppgaur." Átökin við fíkniefnaheiminn Daníel Guðjónsson er yfirlög- regluþjónn í Lögreglunni á Akureyri. Hann segir mjög algengt að lögreglu- mönnum sé hótað. Sérstaklega þeim sem starfi £ fíkniefnaheiminum. „Það er ósköp lftíð sem við getum gert," segirDaníel. „Sérstaklegaílití- um bæ eins og Akureyri. Þú getur leynst í milljónaborgum og jafnvel í Reykjavlk en hérna... það er ómögu- iegt." Daníel segist fagna því að tekið sé á hótunarmálinu í dómnum. „Það er ástæða fyrir því að löggur endast ekki lengi í fíkniefnalögreglunni," segir hann. „Þetta er mjög góður dómur fyrir okkur." Aftur á sjóinn Um ár er liðið síðan hin hrotta- lega árás Kristjáns og félaga hans átti sér stað. Kristján fór í meðferð á Staðarfelli skömmu síðar og hefur nú verið edrú í eina fimm mánuði. Hann á tvö börn með tveimur kon- um. Daníel er einnig fjölskyldumað- ur. Báðir sjá þeir eftir því sem gerð- ist. „Maður er að reyna að taka sig saman í andlitinu," segir Kristján en hann og Daníel þurfa að greiða fórn- arlambinu 331 þúsund krónur í skaðabætur. ,Ætli maður þurfi ekki að treysta á yfirdráttínn en annars er ég að bíða eftír að komast aftur á sjó- inn. Það kemur dagur eftir þennan dag." simon@dv.is Gjöld ríkisins fóru 90 milljarða fram úr áætlun Óreiða í fjárreiðum ríkisins í skýrslu Rfldsendurskoðunar um ffamkvæmd fjárlaga ársins 2003 er bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofhanir ríkisins virði fjárlög. Víða er pottur brotinn í þessum efnum og margar stofnanir hafa jafnvel farið langt ffarn úr fjárlögum ár eftir ár. Lesa má skýrsluna sem harða gagnrýni á stjórn ríkisfjármála á síð- ustu árum. Að mati Rfldsendurskoð- unar er umframeyðslan óviðunandi enda gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu rfldsútgjalda og hallalausan rekstur. Ríkisendurskoðun bendir á nauðsyn þess að ráðuneyti og stofnanir virði fjárlög og sjái til þess að rekstur Hvað liggur á? stofnana og fyrirtækja sé innan fjár- heimilda. Samanburður Rfldsendurskoð- unar á forsendum fjárlaga og rekstri ríkisins á árunum 1999-2002 sýnir að tekjur urðu 38,2 milljarðar kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Gjöld fóru hins vegar 90 milljarða kr. fram úr áætlun. Neikvæð staða eigin Qár rfldsins versnaði um 50 milljarða kr. frá árslokum 1999 til ársloka 2002, þar af eru rúmir 46 milljarðar kr. vegna verð- og gengisbreytinga á tímabilinu. í forsendum fjárlagafrumvarpa var gert ráð fyrir að aukning sam- neyslu yrði að meðaltali tæp 3% á ári Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari: „Ég ernú bara uppi á hóteli í Salamanca á Spáni að drífa mig íkeppnisgallann fyrir stangarstökkskeppni sem er að fara að hefjast hérá aiþjóðiegu boösmóti. Ég fer beint héðan til Madríd og keppi þar á laugardaginn. Síðan eru mót hér og þar fram að ólympluleikunum; í Þýskalandi, Póllandi og á Islandi. Það er nóg að gera." Geir Haarde fjármálaráðherra Lesa má skýrslu Ríkisendurskoöunar sem harða gagn- rýni á stjórn rlkisfjármála á síðustu árum. en hún varð í raun yfir 10%. Þá var áætlað að verg landsframleiðsla yk- ist að meðaltali um 2,5% á ári en aukningin varð í raun tæplega fjór- falt meiri. í fjárlögum ársins 2003 var gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rek- inn með 3,8 milljarða kr. greiðsluaf- gangi. í reynd varð hallinn 9,1 millj- arðar kr. Gaypride fer Hringinn Andrés Guðjónsson hefur ósk- að eftir því við Ákureyrarbæ að fá fjárstyrk til handa Leikfélaginu Hégóma. Peningana segir Andrés eiga að notast vegna Gaypride- ferðar í kringum landið og gerðar heimildarmyndar um Hégóma- hópinn. Menningarmálanefnd Akureyrar frestaði í síðustu viku afgreiðslu erindis Andrésar þar til úthlutað verður úr Menningar- sjóði bæjarins í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.