Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 15 Kisubarn.óskar enir neimili Þessi þriggja mánaða svarta og hvíta kisustelpa býr um þessar mundir í Kattholti. Hún er afar róleg og góð og myndi veita nýjum eiganda mikla gleði. í Kattholti eru fleiri kisur af báðum kynjum sem bíða eins og hún eftir að dýravinir komi og sæki þær í kattavin- ina við Stangarholt. Þeir sem áhuga hafa á kisum og vilja búa þeim heimili, ættu að skoða heimasíðuna katt- holt.is Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum IDV. Hundadagar hafnir hófust í gær og lýkur 23. ágúst. Á þ Hundadagar hófust í gær og lýkur 23. ágúst. Á þessu tímabili skín Síríus eða hundastjarnan skært. Á heimasíðu Þjóðminjasafnsins kemur fram að hérlendis hafi ýmsar nafnskýringar verið reyndar, til dæmis að hundar bíti gras á hundadögum eða verði slengjarnir. Einnig hafa hundadagar verið tengdir hátterni smáhvala eða fiskhunda um þetta leyti. Síð- ustu aldir hafa hundadagarn- ir tengst minningu Jörundar hundadagakonungs og valdatíma hans hér á landi sumarið 1809. Mannýgar kengúrur gera USla Kengúrur valda miklum usla í uthverfum Canberra, höfuðborgar Ástralíu, þessa dagana. Kengúrur hafa orðið uppvísar að því að ráðast á hunda og menn. Miklir þurrkar og hungur rekur kengúrurnar áfram en þessi dýr eru í eðli sínu grasbítar. Sérfræðingar segja afar fátítt að kengúrur leggist á fólk. Ekki fer sögum af því að fólk hafi slasast við þessar árásir en nokkrir hundar hafa drepist eftir átök við kengúrurnar. Kengúrur vega allt að áttatíu kílóum og eru jafnháar meðalmanni. Feit kisa meðfiösu Gísli, Magga og Edda Kata spyrja: Amma okkar á kisu sem er 7 ára. Þegar við pössum kisu, er svakalega erfitt að gefa henni að éta, því amma gefur henni bara túnfisk í olíu úr dós. Kisa er ekki bara mat- vönd, heldur líka slöpp og feit og feldurinn ekkert sérstak- lega fallegur með fullt af flösu. Amma segir að þetta sé allt í lagi, en hvað finnst þér? Sæl, Gfsli, Magga og Edda Kata. Það virðist amma ykkar gefi kisu nokkuð einhæfan mat að éta og því ekki nema von að kisa sé matvönd og ekki í sérlega góðu formi. Kettir eru reyndar í eðli sínu kjötætur, en verða samt að fá rétt næringarefni, vítamín og steinefni til að halda heilsu. Túnfiskur, ætlaður mönnum, inniheldur ekki þau næringar- efni og vítamín sem eru nauð- synleg fyrir kisur, en skortur á þeim getur leitt til sjúkdóma. Að auki er túnfiskur feitur fisk- ur og að viðbættri olíu, verður hann ekki hollari. Ljótur feldur, fullur af flösu, er einmitt merki um ranga fóðrun og skort á nauðsynlegum og réttum nær- ingarefnum. Það getur verið erfitt að breyta þessum óheppilegu siðum ömmu og kisu. Væri ekki góð hugmynd að fá ömmu til að fara með kisu til dýralæknis, t.d. undir því yfirskyni að nú sé kominn tími til að bólusetja hana. Dýra- læknirinn sér strax að hér er úr- bóta þörf og hvetur ömmu til að fóðra kisu rétt, svo hún verði nú ekki lasin. Vona að þetta gangi nú vel hjá ykkur. Kveðjur, Helga Flnnsdóttir dýraiæknir. Síðustu helgi söfnuðust um 82.000 krónur til styrktar Cobru Líf sem lenti í alvar- legu slysi í lok júní og í gær var búið að safna 90.000 krónum Eigandann dreymdi fyrir slysi hundsins Cobru Lífar Nokkrum dögum áður en keyrt var yfir Cobru Líf dreymdi Sol- veigu Pálmadöttur, eiganda hennar fyrir slysinu. Það var skrítin tilfinning þegar faðir hennar hringdi og sagði henni frá því sem komið hafði fyrir. „Mig dreymdi mjög skýrt fyrir slysinu nokkrum dögum áður“ seg- ir Solveig. „Mig dreymdi að Cobra Líf væri í sveitinni hjá foreldrum mínum og það var keyrt yfir hana. í draumnum tók ég hana upp og þá var hún lömuð að aftan eins og hún var fyrstu dagana eftir slysið. í draumnum var hún líka brotin á báðum framlöppunum. Mér leið mjög illa þegar ég vaknaði og hringdi í foreldar mína og sagði þeim frá draumnum. Ég hafði ekki góða tilfinningu og bað þau öll um að passa sig og Cobru Líf. Eg sagði líka vinkonu minni sem er mjög náin Cobru Líf frá draumnum. Cobra Líf Ienti undir bílnum mánudaginn 28. júní og þann dag var ég að vinna tvö. Þá fór ég í Sjóvá-Almennar til að athuga hvað það kostar að tryggja hund. Tveimur tímum síðar var keyrt yfir hana. Það var skrítin dlfinn- ing þegar pabbi hringdi í mig og lét mig vita. Ég fékk fyrirboða um slysið en maður tekur því miður ekki alltaf mark á draumum. Mann grun- ar ekki að draumurinn komi svona sterkt fram eins og raunin varð,“ segir Sólveig. Komin heim til „mömmu" „Ég er svo glöð núna því litla brúneygða daman mín er að koma heim í kvöld," sagði Solveig þegar DV hafði samband við hana í gær. Solveig vinnur á Selfossi í sumar en á veturna stundar hún nám í við- skiptalögfræði í Viðskiptaháskólan- um á Bifröst. „Cobra Líf er svo dug- leg og góð, en hún þarf á „mömmu sinni“ að halda," segir Solveig hlæjandi. „Hún á erfitt með sitja og trúlegt að í ffamd'ðinni verði hún að einhverju leyti bæ- kluð. Eins og staðan eru að snúnir á henni afturfæturnir. Ég er með hana á Bifröst á veturna, hún er dekraður fjölskyldu- og heimilis- hundur, hún er ein af fjölskyldunni og alltaf með okkur. Cobra Líf var búin að vera í sveitinni hjá foreldr- um mínum og eldri sonum mínum nokkra daga áður en hún Ienti í slys- inu en til stóð að hún yrði þar í sum- ar vegna vinnu minnar," segir Sol- veig. Þóttist vera sveitahundur „Þegar hún kom í sveitina fór hún að haga sér eins og sveitahundur og tók það alvarlega," segir Solveig. „Hún gerði eins og hundarnir henn- ar mömmu. Ég reyndi að venja hana við sveitalífið, tók hana til dæmis með í útreiðartúra en hún var alltaf að þvælast í löppunum á hrossinu. Cobra Líf hefur alltaf verið frekar grönn en eftír dagana í sveitinni og alla útiveruna þá fór hún að bragg- ast mjög mikið. En núna er hún að horast aftur en hún er samt dugleg að éta. Þessi eini og hálfi sólar- pegar ég vissi ekki hvort myndi lifa þetta af var erfiður," segir Solveig. Fjöldi fólks mætti „Söfnunin síðustu helgi gekk alveg frábærlega, við þurftum meira að setja fólkoghundaá biðlista. Nú þurfum við bara að finna tíma til að sinna þessum við- skipta-vinum. Báða dagana kom mikill straumur af fólki. Sumir komu bara til að heilsa upp á Cobru Líf og af- hentu peninga í söfnunina," segir Solveig. „Dýrheimar gáfu sjampó og hárnæringu, Kaffitár styrktu okkur með kaffi, Helena bak- aði vöfflur, Silla og Karen sáu um hundasnyrtinguna og ég um hár- snyrtingu á mannfólkinu," segir Sol- veig. Söfnuninni er ekki lokið því snyrtistofan Hundaspa ætlar að gefa 20% af öllu sem inn kemur í þessari viku. Kostnaður við aðgerðina sem Cobra Líf þurfti að fara í og lyf sem hún þarf að taka er kominn í hund- rað og fimmtíu þúsund krónur og enn er eitt- hvað eftir. „Cobra Líf var svolítíð þreytt eftír helgina og vildi bara liggja inni í búri og hvíla sig. Þetta hefði aldrei tekist án hjón- anna Karenar hundaræktanda og Péturs, þau eru perlur. Éghefði þurft að hætta í sumarstarfinu ef þau he- fðu ekki tekið Cobru Líf að sér eftír slysið og passað hana hana hingað til,“ segir Solveig. „Á sunnudags- kvöld þegar mér voru afhentír pen- ingamir og undirskriftír allra ásamt mynd af mér og Cobru Líf sem tekin var á sýningu í fyrra þá fóru tilfinn- ingarnar af stað.“ Solveig þakkar öll- um sem sýnt hafa stuðning á einn eða annan hátt. „Þó Cobra Líf sé lít- ill hundur þá er hún hluti af fjöl- skyldunni og hefur sinn rétt," segir Solveig. Algengt að köttum sé lógað á sumrin Nú er sá tími sem flestum kött- um er lógað en alla jafiia er flestum dýrum lógað yfir sumarið og svo í desember en það tengist ótvírætt því að fólk þarf að komast burt í ffí. Það er kostnaðarsamt að láta lóga dýrum. „Það kostar 5.500 krónur með förgun að láta lóga einu dýri. Það er líka algengt að fólk sjái sjálft um greftrun. Auðvitað tengist það ekki alfarið fríum fólks en við finnum fyrir mun,“ segir Sif Traustadóttir, dýralæknir á Dýralæknastofu Dag- finns. Það er töluvert ódýrara að láta lóga kettlingum en að láta bólu- Kisa Ormahreinsun og bólusetning er al- gjörlega nauösynleg hverri kisu árlega. setja þá og ormahreinsa en það er oftast grundvöllur þess að hægt sé að koma þeim í fóstur hjá góðu fólki. „Við fyrstu komu kostar ormahreinsun 4.805 krónur. Þá er fyrsta endurkoman eftir mánuð og kostar 2.250 krónur. Eftír það kost- ar árleg endurkoma það sama og sú fyrsta," svarar Sif. „Önnur þjónusta sem við veit- um fyrir ketti eru geldingar. Þá kostar gelding fýrir fress 5.900 krónur og 10.000 laónur fyrir læðu. Ofan á þetta bætast 2.000 krónur fyrir bólusetningu, ormahreinsun og eyrnamerkingu," segir Sif Traustadóttír. Ugla og Hneta ,Ugla er rúmlega fímm ára gömul labrador-tík. Hún er fædd á Blikastööum í Mosfellsbæ en býr núná Isveit noröur á Ströndum. Hún eignaöist slna fyrstu hvolpa 1 l.júllslöastliöinn en tveirþeirra fæddust andvana en ein tlk sem fengiö hefur nafniö Hneta liföi. Ugla sem sjálfer mikiö dekurdýr hefur breyst mikiðþessa daga síðan hún átti hvolpinn sinn. Hún vlkur varla frá hon- um og má ekki vera að því aö borða eða fara útnema mlnútu f senn. Ugla hefur ekkileikiðséraö leikföngum I mörg ár en núna nær húnl þau og hleypur með ýludýr fram og aftur hvort sem þaö er til þess aö draga athygli frá afkvæminu eöa hún heldur aö hvolp- urinn vilji leika viö hana,“ segir Heiða, eig- andi Uglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.