Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004
Sport DV
Kvennalið KR í Landsbankadeild kvenna var búið að missa þrjár
markadrottningar úrvalsdeildar kvenna á aðeins tveimur árum þegar
liðið hóf titilvörn sína í sumar. Olga Færseth (2002), Ásthildur
Helgadóttir (2002) og Hrefna Huld Jóhannesdóttir (2003) höfðu skorað
samtals 96 mörk á íslandsmeistarárum liðsins 2002 og 2003. Olga fór til ÍBV
fyrir tímabilið 2003 og bæði Hrefna ogÁsthildur fór út í atvinnumennsku eftir
sumarið í fyrra. Hólmfríður Magnúsdóttir hefur tekið sóknarleik KR-liðsins á
sínar herðar og er sá leikmaður Landsbankadeildar kvenna sem stóð sig best í
fyrri umferð að mati blaðamanna DV-Sports.
Hólmfríður Magnúsdóttir er
tvítugur sóknarmaður sem spilar
jafnan úti á vinstri væng. Hennar
stærsti kostur sem leikmanns er
mikill sprengikraftur og hraði
hennar upp vinstri vænginn leikur
andstæðinga hennar jafttan grátt.
Það losnaði greinilega meira um
Hólmífíði þegar Guðlaug Jónsdóttir
kom inn í KR-liðið á hægri vænginn
en Guðlaug spilaði ekki tvo fyrstu
deildarleikina í sumar. Guðlaug lék
sinn fyrsta leik gegn ÍBV í Frosta-
skjólinu 8. júní og frá þeim tíma
hefur KR-liðið verið á mikifli
siglingu. Liðið var mjög óheppið að
vinna ekki Eyjastúfkur í þeim leik og
hefur síðan unnið fjóra leiki í röð á
sannfærandi hátt.
Eftir að Guðlaug kom með mikla
ógnun á hægri vænginn hefur
mótherjum KR reynst afar erfitt að
halda í við Hólmfríði sem fékk alls 12
bolta (af 15 mögulegum), skoraði 11
mörk og átti 10 stoðsendingar í
fimm síðustu leikjum KR-liðsins í
seinni umferð. KR-liðið er mikið
breytt frá því undanfarin ár og það
tók því liðið nokkurn tíma að spila
sig saman á nýjan leik. Hólmfríður
Það er ekki að sjá á
markaskori liðsirss, 33
mðrk í sjö leikjum, að
liðið sé búið að
missa þrjár marka-
drottningar deildar-
innar á aðeins
tveimur árum.
hefur fengið stærra hlutverk og nýtt
það frábærlega og það er ekki að sjá
á markaskori liðsins, 33 mörk í sjö
leikjum, að liðið sem búið að missa
þrjár markadrottningar deildarinnar
á aðeins tveimur árum.
Glímdi við meiðsli í fyrra
Eftir að hafa glímt við erfið
meiðsli fram af sumrinu í fýrra kom
Hólmfríður sterk inn á lokasprett-
inum og átti mikinn þátt í að KR-
liðið náði að verja íslandsmeistara-
titil sinn. Hólmfríður skoraði sex af
sjö mörkum sínum og átti allar fimm
stoðsendingar sínar í seinni umferð-
inni. Þar sýndi hún það sem koma
skal enda vann hún sæti í landslið-
inu og hefur síðan haldið uppi sókn-
arleik KR-liðsins.
Hólmfríður er nú á sínu fimmta
ári með meistaraflokki KR
þrátt fyrir ungan aldur en
hún hefur verið byrjunar-
liðsmaður frá 2001.
Fyrir leikinn gegn Fjölni
í gærkvöldi sem lauk eftir
að DV fór í prentun hafði
Hólmfríður skorað 36
mörk í 48 leikjum í efstu
deild.
Fastamaður í
landsliðinu
Hólmfríður hefur
spilað átta landsleiki fyrir
íslands hönd og hefur
verið byrjunarliðsmaður í
liðinu allt þetta ár. Með
framgöngu sinni að
undanförnu gefur hún góð
fyrirheit fyrir mikilvæga
leiki landsliðsins í haust
þar sem liðið á ágæta
möguleika á að komast á
stórmót fyrst íslenskra
A-landsliða í knatt-
spyrnu.
Af öðrum leikmönn-
um sem komu sterklega
til greina sem bestu
leikmenn fyrri umferðar
má nefna Laufeyju
Ólafsdóttur sem hefur
verið allt í öllu á miðju
Valsliðsins í sumar,
Karenu Burke og Margréti
Láru Viðarsdóttur sem
hafa borið upp sóknarleik
Eyjaliðsins
Stefanovic
fykilmaður
Fjölnis.
og Vanja
sem er
liði nýliða
ooj@dv.is
Það iosnaði
greinilega meira
um Hólmfríði
þegarGuðlaug
Jónsdóttir kom
inn í KR-liðið á
hægri vænginn
en Guðlaug
spilaði ekki tvo
fyrstu
deildarleikina i
sumar.
FRÁBÆRIR 28 DAGAR HJÁ HÓLMFRÍÐI
Hólmfríður Magnúsdóttir átti frábæran mánuð með KR og var allt í öllu þegar
Islandsmeistararnir náðu (13 af 15 stigum sem í boði voru frá 8. júní til 5. júli.
Hólmfríður átti þátt í 21 af 30 mörkum KR-liðsins I þessum fimm leikjum.
Frammistaða Hólmfríðar Magnúsdóttur eftir leikjum:
Dags Mótherji DV-boltar Mörk Stoös. Þáttur í mörkum
8. júní W 1-1 1 0 1 af 1
17.júnl ^11-2 4 5 9 af 11
22. júnf % 4-1 0 2 2 af 4
29. júnf $ 5-1 2 1 3 af 5
S.júlf 9-0 4 2 6 af 9
mánuður
Hólmfríður Magnúsdóttir er besti leikmaður fyrri umferðar Landsbankadeildar kvenna að mati blaða-
manna DV Sports. Hólmfríður er algjör lykilmaður í liði KR í sumar og varð bæði markhæst og sú sem
lagði upp flest mörk fyrir félaga sína í fyrstu sjö umferðum sumarsins.
Leikin með boltann Hólmfríöur
Magnúsdóttir er stórhættuleg á
vinstri vængnum hjá KR en hún er
sem stendur bæöi markahæsti
leikmaður Landsbankadeildar
kvenna meö 12 mörk sem og sá
leikmaður sem hefur lagt upp flest
fyrir félaga sína.
DV-mynd E.ÓI.
Besti þjálfarinn Elfsabet Gunnarsdóttir
hefur náö þvl besta út úr Valsliðinu í
sumar en liöiö vann alla sjö leikina f fyrri
umferöinni.
Lið fyrri umferðar í Landsbankadeild kvenna:
Flestir leikmenn úr Val og KR
DV hefur valið ellefu manna lið út
frá boltagjöf blaðsins og stillt er upp í
leikkefið 4-3-3. Valur og KR eiga flesta
leikmenn eða þrjá hver. Þrátt fyrir
yfirburði Valskvenna í mótinu skera
fáir einstaklingar sig úr enda kemst
Valsliðið áfram á gríðarsterkri liðs-
heild og jöfhum leikmannahóp.
Sandra Sigurðardóttir úr
Þór/KA/KS er í markinu, hún hefúr
átt marga stórleiki í sumar þar á
meðal í 1-1 jafnteflinu við ÍBV.
f þriggja manna vöm eru Vanja
Stefanovic úr Fjölni, einn af bestu
leikmönnum deÚdarinnar og svo þær
Ásta Ámadóttir úr Val og hin eitil-
harða Embla Grétarsdóttir úr KR.
Miðjan er skipið þremur
sókndjörfum leikmönnum í þeim
Karenu Burke, Laufeyju Ólafsdóttir
og Emu Björk Sigurðardóttur en Edda
Garðarsdóttir er djúp fyrir aftan þær.
f sókninni er síðan þrfr marka-
hæstu leikmenn deiidarinnar en þær
Hólmfffður Magnúsdóttir úr KR,
Margrét Lára Viðarsdóttir úr ÍBV og
Nína Ósk Kristinsdóttir skomðu
saman 33 mörk í fyrri umferðinni.
Þjálfari liðsins er síðan að
sjálfsögðu Elísabet Gunnarsdóttir,
þjálfari toppliðs Vals.
Lið fyrri umferðar i Lancisbankadeiid kvenna
Hólmfiíður Magnúsi
KR
Karen Burke
ÍBV
•
rét Lára Viða
ÍBV
Laufey Olafsdóttir •
Val
• Erna Björk Sigurðardóttir
... , - Breiðabliki
Edda Garðarsdottir •
KR
Ásta Árnadóttir
Val
Vanja Stefanovic
Fjölni
Embla Grétarsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Þór/KA/KS
KR