Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 29 Fljót að finna sér nýjan Leikkonan fagra Halle Berry er komin með nýjan kærasta upp á arminn en einungis nokkrir dagar eru síðan leikkon- an fullyrti að hún væri komin með nóg af karlmönn-, um fyrir lífstíð, Hinn heppni er leikarinn Michael v ■ Ealy sem lék í Barbershop myndunum. Eftir skilnað- inn við Eric Benet sagði Halle að hún ætlaði að vera ein það sem eftir væri en leikkonan hef- ur ávallt verið óheppin í karla- málum. Vinir hennar segja hins vegar að Ealy sé eins og hannað- ur fyrir hana. Harrison hélt vöku fyrir gestum hótels Hasarmyndahetjan og fslandsvinurinn Harrison Ford hélt vöku fyrir gestum á hóteli I Wales. Leikarinn er þar staddur ásamt kærustunni sinni Calistu Flock- hart. Vitni segja parið hafa rifist svo hátt alla nóttina að engum hafi tekist að sofna. „Inn á milli öskranna heyrðist barningur og brothljóð," sagði gestur á hótelinu. „Ég hef séð kvikmyndirnar hans svo ég er feginn að hafa ekki ver- ið nálægt. Hann gæti léttilega barið mann í klessu." Hamlngjusöm sem aldrei fyrr Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver segir ekkert tíl í þeim fréttum að hjónaband hans standi á brauðfótum. Hann og Jools konan hans hafi aldrei ver- ið hamingjusamari. Slúðurblöð- in í Bretlandi hafa haldið því fram að vinnuálagið sem Jamie sé undir sé farið að hafa áhrif á samband þeirra hjóna. Kokkur- inn er nýbúinn að opna nýjan veitingastað í London, er að opna annan í Amster- dam, stendur í tök- um á nýrri þátta- röð auk þess sem hann leikur f j§ auglýsingum og er að skrifa sína fimmtu uppskrifta- bók. Partígellan París Hilton hefur ákveðið að falla frá ákærum vegna kynlífsmyndbandsins sem hún leikur aðalhlutverkið í. Hún virðist hafa komist að því að það var myndbandið sem gerði hana fræga - svo það var kannski ekki verra að græða nokkrar krónur á því í leiðinni. Gleðigellan París Hilton hefur ákveðið að falla frá ákærum gegn fyrrverandi kærasta sínum vegna dreifingu hans á kynlífsmyndband- inu fræga. París og Rick Salomon hafa nefnilega komist að samkomu- lagi - París fær liluta af gróðanum sem Rick fékk fyrir að dreifa myndbandinu á netinu. Salomon og inter- netfyrirtækið sömdu um að Paris fengi 215 þúsund pund auk ákveðinnar prósentu- tölu nú þegar mynd- bandið er komið út á vídeóspólu. Gellan var aðeins 19 ára þeg- ar myndbandið, One Night In Paris, var tekið upp Þar sést París í ýmis konar kynferðislegum athöfnum ásamt Salomon sem nú er eiginmaður leikkonunn- ar Shannon Doherty. Talsmenn hótelerfingjans hafa lengi haldið því fram að París hafi verið nær áfengisdauða þegar ástarleikurinn áttí sér stað. Þeir verða nú að éta það ofan í sig því allir geta séð að hún er glaðvakandi og veifar meira að segja í átt að myndavélinni í miðjum klíðum. Hilton og Salomon áttu í laus- legu sambandi í nokkra mánuði. Rick hefur sagt frá því að París hafi hringt í hann hvenær sem hún hafi verið í stuði. „Sama hvað ég var að gera þá var ég mættur til hennar innan nokkurra mínútna." París hefur verið orðuð við nokkra mestu töffarana í Hollywood þar á meðal leikarana Nicolas Cage, Leonardo DiCaprio, Edward Furlong, Jared Leto og Ashton Kutcher auk boxarans Oscar de la Hoya. Myndbandið þykir renna stoðum undir þá ímynd sem hún hefur skapað sér - forrfk, kynlífssjúk gála sem hefur I ekkert betra við tímann að gera en að eltast við karlmenn. Partýgella París er þekktust fyrir aö vera þekkt. Hún mætir á alla heitustu staðina og veigrar sér ekki viö aö stilla sér upp fyrir myndavélarnar. Scarlett Johansson segist aldrei hafa kelað vlð vinkonu sína né gert það með Benicio del Toro í lyftu er e Leikkonan fagra Scarlett Johansson hlær að þeim sem halda að hún sé tvíkynhneigð. Sögurnar fóru af stað eftir að hún sást kela við vinkonu sína fatahönn- uðinn Töru Subkoff í New York í að borða saman og gert að gamni sínu með því að kalla hvor aðra ástina sína. „Má ég ekki hella rauðvíni í glasið þitt ástin mín nú þegar við erum kærustupar?" Scarlett segir enn- fremur að sagan um ástarfund hennar og leikarans Benicio del Toro í lyftunni frægu sé ósönn. „Við áttum að hafa gert það í lyftu sem er að mínu mati frekar subbulegt," sagði leik- konan og bætti við að samkvæmt sögunni hafi einhver átt að hafa verið með þeim í lyftunni en hún hafi lítinn áhuga á að láta horfa á sig þegar hún stundar kynlíf. Stjörnuspá Andri Snær Magnason rithöfundur er 31 árs í dag. „Þessi tunglmaður hefur meðfædda sögubók í kollinum og innra landslag. Hann er kannski utan við sig dagsdaglega en þegar ást- vinir hans eiga í vand- ræðum bregst hann skjótt við. Hann ætti að vera meðvitaðri um hvenær og hvernig binda skuli enda á slæm k sambönd," segir í stjörnuspá hans. Andri Snær Magnason w w Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) Þú veist hvað þú vilt um þess- ar mundir og metur sömu hreinskiptni hjá félaga þínum mikils. Þú ert reiðubú- in/n að stilla saman strengi ykkar en jafn reiðubúin/n að leyfa sjálfinu og ekki síður félaga þínum að spila sitt eig- ið lag. FiskarnirfD. febr.-20. mars) Umburðarlyndi getur reynst þér erfitt um þessar mundir en þú ert fær um að vera til fyrirmyndar ef þú hlustar á eigin sannfæringu og lifir í þeirri vitneskju að það sem þú sjálf/ur aðhefst mótar framtíð þína alfarið. T Hrúturinn (21.mars-19.a Þú ættir um þessar mundir að taka opnum örmum á móti því sem til- vera þín færir þér en hér er á ferðinni já- kvæð reynsla sem ýtir undir velgengni þína og ekki síst viðurkenningu. Ö Nautið (20. april-20. mai) n Þú átt jafnvel í einhverjum erf- iðleikum með að tjá eigin tilfinningar opinberlega og átt það til að skammast þín fyrir að gefa hjarta þitt. Þetta kann að ýta undir erfiðleika hjá þér þegar ástin er annars vegar. Wibmm (21.mai-21.júnl) Viðurkenndu tilfinningar þínar en ekki bæla þær niður. Haltu þig við eigin tilfinningar og skynjun. Krabbinn (22:^1-22.júíí) Q** Þú ættir ekki að sniðganga líð- an þína og átta þig á að þú ert fær um að takast á við vandamál nútíðar án þess að streitast sffellt gegn því að við- urkenna óskir hjartans. LjÓnÍð ÍH.júlí-2?. ógúslj Þú átt I erfiðleikum með að sleppa tilfinningum þínum lausum án tryggingar um að fá þær endurgoldnar. Þú virðist vera upptekin/n af frammistöðu þinni og ert í raun nokkuð feimin/n. Slak- aðu á og hlustaðu á skilaboð hjartans. Meyjan (23.0gúst-22. septj Þú ert fær um að leiðbeina öðrum samkvæmt eigin sannfæringu og kennir náunganum að leita svara við spurningum tilverunnar en átt það til að gleyma að hlusta á eigið hjarta sem kallar hér á athygli þína því unaðs- stundir bíða þín fyrir sumarlok. n Vogin (23. sept.-23.okt.) Eitthvað virðist vanta upp á þessa dagana og þú leitar eflaust að nýjungum. Jafnvægi ríkir milli þín og fé- laga þinna og sú vinátta hjálpar þér að takast á við hvaða hindranir sem kunna að verða á vegi þínum. 111 Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Fólk eins og þú er fært um að sá eigin rökhugsun yfir tilfinningalegar þrár en ætti ekki að halda aftur af sér því það er þess vert að vera elskað. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des) Hér ert þú ert fær um að skapa stemningu og hefur mikið yndi af mannlegum samskiptum. Einbeittu þér að einum kafla í einu þegar um til- finningar þínar er að ræða og beindu allri athyglinni að þeim sem þú unnir með sanni. % Steingeitin (22. des.-19.jan.) Gefðu þér tíma til að upplifa og þú finnur án efa innri ró og skynjar meðvitað fegurð tilveru þinnar ef þú ert fær um að hlúa að hjarta þínu og ekki síður líðan náungans. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.