Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 31 F Jafn atkvæðisréttur og bein kosning framkvæmdavaldsins Ruddaskapur stjórnvalda gagn- vart sjálfsögðum og stjómarskrár- bundnum rétti þjóðarinnar til að kjósa beint um fjölmiðlalögin beinir kastljósinu að því margvíslega rang- læti sem ríkir í lýðræðisfyrirkomulagi okkar. í framhaldi af þeim skrípaleik sem setning fjölmiðlalaga er orðinn hjá rfkisstjórnarflokkunum er brýnt að halda mönnum við efríið og færa lýðræðisfyrirkomulagið til nútíma og jafhréttís. íslensk stjórnsýsla hefur ekki þró- ast í takt við tímann og afleiðingarnar blasa við. Völdin hafa blindað sýn og eftírlitið bmgðist hvað eftir annað með þeim afleiðingum að almenn- ingur hefur í stórum stíl misst trúna á getu stjómmálamanna til góðra verka. Án róttækra umbóta á stjórn- kerfi landsins verður erfltt að hreinsa til og endurheimta trú og traust fólks- ins á stjómkerfinu og stjómmálum landsins. Vantraust og tortryggni al- mennings í garð stjómmálamanna almennt er staðreynd sem eitrar samfélagið og grefur undan því. Beint lýðræði Það á að taka upp þjóðarat- kvæðagreiðslur og beint lýðræði í miklu ríkari mæli en nú er gert og setja inn í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti atkvæðisbærra manna geti kailað mál í þjóðaratkvæði. Beint lýðræði er nánast óþekkt á ís- landi nema þegar um hunda og brennivín er að tefla. Enda brellum og brögðum beitt af stjórnarflokkun- um til að komast undan dómi kjós- enda. Sú aðför að mannréttíndaákvæð- Björgvin G. Sigurðsson veltirfyrirsérhvort kjósa eigi fram- kvæmdavaldið beinni kosningu. Kiallari um stjórnarskrárinnar sem felst í fjölmiðlalögumun hefur valdið for- dæmalausu rótí í samfélaginu og skyldi engan undra. Eina vitlega og sjálfsagða niðurstaðan er að láta fólkið kjósa beint um málið og útkljá þetta deilumál með þeim hættí. En þannig er okkar lýðræðiskúltúr ekki og því er reynt að telja okkur trú um að það megi ekki eiga sér stað milli- liðalaus atkvæðagreiðsla um þetta mál eða önnur. Landið eitt kjördæmi Jafnaðarmenn hafa barist fyrir því að landið verði eitt kjördæmi ffá árinu 1927. Þá fluttí Héðinn Valdi- marsson frumvarp þess efnis. f greinargerð með frumvarpinu segir Héðinn að í mannréttindakenning- um þeim sem þingræðið hvílir á ættu allir fullorðnir menn í landinu að hafa jafnrétti í þessum málum og muni óvíða í siðuðum löndum sveigt svo langt frá því marki sem hér á landi. Að mati Héðins var því reglan einn maður - eitt atkvæði horn- steinn lýðræðisins. Jafn atkvæða- réttur er mannréttindi og með því er einnig unnið gegn kjördæmapoti og þeim ljóta bletti sem það er á fram- göngu stjórnmálamanna. Bein kosning framkvæmda- valdsins í þeirri vinnu að stjómarskrár- breytingum sem framundan eru á næstu missemm finnst mér sjálfsagt að skoða vandlega hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosn- ingu. Líkt og víða er gert erlendis. Margir kostír fylgja slíku fyrir- komulagi einsog lesa má í greinum eftir þá feðga Gylfa Þ. Gíslason og Vilmund Gylfason. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál og Gylfi skrifaði um það merka grein á sínum tíma. Með beinni kosningu fram- kvæmdavaldsins er skilið algjörlega á milli framkvæmdavaldsins og lög- gjafans og skýrar línur dregnar. Bein kosning ffamkvæmdavaldsins trygg- ir einnig miklu betra aðhald af hálfu þingsins en nú er þegar við upplifum meirihluta þingsins sem áhrifalausa stimpilstofnun fyrir ffamkvæmda- valdið. Ægivald flokksræðisins og for- ingjaveldis stjórnarflokkanna kemur skýrt fram einsog málum er nú hátt- að hérlendis. Það hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um það hvort ekki sé nauðsynlegt að skilja alveg þarna á milli með beinni kosningu ffamkvæmdavaldsins. Um það þarf að fjalla af kraftí á næstunni hvort við eigum ekki að skoða slíkt fyrirkomu- lag í fullri alvöru. „Með beinni kosningu framkvæmdavaldsins er skilið algjörlega á milli framkvæmdavaldsins og löggjafans ogskýrar línur dregnar." • Lítið er að gerast í stuðningsmanna- hópi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varðandi formanns- framboð. Flestír telja að meðan össur Skarphéðinsson heldur flokknum yfir 30 prósentum eigi Ingibjörg Sólrún ekki möguleika á að velta honum úr sessi. Því ræða menn nú í tveggja manna tali í og utan við Ráðhúsið hvort ekki sé best að koma Ingibjörgu Sólrúnu aftur fyrir í borgar- pólitíkinni og láta hana að þessu sinni leiða listann sem óskorað borgarstjóraefni. Framsókn virðist geta sætt sig við slíka vendingu en talið er að VG eigi erfiðara með að kyngja Ingibjörgu; enn einu sinni... • Hugsanlegt er að Reykjavíkurlist- inn klofni og flokkarnir bjóði ffam undir eigin merkjum við næstu kosningar. Skemmst er að minnast yfirlýsinga bæði Guðmundar Áma Stefánssonar og Margrétar Frí- mannsdóttur í kjölfar síðustu kosn- inga um að Samfylkingin ætti alls staðar að bjóða fram undir eigin flaggi, líka í Reykjavík. HalldórÁs- grímsson hefur sömuleiðis marg- sinnis lýst yflr að það sé Framsókn óhagstætt að bjóða aldrei ffam eigin lista. ÁmiÞórSig- urðsson, oddvití VG, er sagður orðinn leiður á samstarfinu. Sjálfstæðisflokkurinn er til í allt sem gætí fellt R-listann og þar á bæ eru menn jafnvel sagðir vera til í að bjóða VG borgarstjórastól ef samstarf tækist. Óttast menn innan R-listans að Árni Þór gætí vel hugsað sér að verða borgarstjóri í meirihluta VG og Sjálf- stæðisflokksins... fréttaritara. Morgunblaðið hefur yfir að ráða einu fjölmennasta yfir- mannaliði sem þekldst á fjölmiðli en ekki er búist við því að Styrmi Gunnarssyni ritstjóra eða næstráð- endum verði sagt upp í bili heldur verði lögðúhersla á að fækka smá- fuglunum:.. • Sterk forysta er talin lífsnauðsyn- leg fyrir Reykjavíkurlistann eigi hann að sigra í fjórða sinn. Fari svo að þrí- eykið sem ræður listanum, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafetein og Ámi Þór Sigurðsson, telji ÞórólfÁmason ekki nógu sterkan er óvænt vending kom- in inn í umræðuna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ennþá borgarfulltrúi og var sterkur borgarstjóri. Hún hefur hins vegar engu flugi náð í landsmálun- um og stöðugt fallið lengra inn í skuggann af sjálfri sér eins og Bragi Kristjónsson bóksali orðaði það í Fréttablaðinu... Sævar Pétursson hjá Baðhúsinu ætlar að færa vinningshöfum í áskrifendaleik DV glæsilegan vinning. Aldrei of seint að byrja í ræktinni „Við ætíum að gefa einkaþjálfun í einn mánuð, þriggja mán- aða kort og eitthvað skemmtilegt úr snyrti- stofunni," segir Sævar Pétursson hjá Bað- húsinu en heppinn vinningshafi í áskrif- endaleik DV fær glæsilegan líkams- ræktarvinning frá Baðhúsinu, Sport- húsinu eða Þrekliús- inu. „Einkaþjálfarinn mun meta hverja manneskju fyrir sig. Vinningshafinn gæti náttúrulega verið í fínu formi en haft áhuga á að styrkja sig eða þá verið of þungur og haft áhuga á að léttast. Það verður að ráðast þegar úrslitín em komin.“ Samkvæmt Sævari em body pump og body step vinsælustu tím- arnir hjá þeim. „Við byrjuðum með body step-tímana í haust og þeir hafa verið gríðarlega vinsælir," segir Sævar og bætir við að vinn- ingshafinn geti einnig notfært sér tækin og alla aðra aðstöðu sem í boði sé. Hann segir að fólk sé alltaf orðið dug- legra og duglegra við að mæta í ræktína. „Það er mikil breyting á því sem áður var. Hér áður fyrr hefði mátt loka yfir hásumarið. Við finnum þó alltaf fyrir smá minni aðsókn en margir sem fara til útíanda em farn- ir að notfæra sér sam- starfssamning okkar við 60 líkamsræktar- stöðvar í Evrópu." Að lokum vill Sævar minna á að það sé aldrei of seint að byrja í rækt- inni. „Skynsamlegast er að byrja á réttan hátt. Það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara og gera þetta rétt í stað þess að beita sér vitíaust, fá strengi og gefast upp.“ Sævar Pétursson Sxvar segir að þegar fólk fari til útlanda í sumarfri færistþað stöðugt i aukana að það heimsæki þær lik- amsræktarstöðvar sem Baðhúsið hefur gert samstarfssamning við. Duglegum krökkum lausasðlu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga en 90 kr. um helgar. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku eða 17.600 á mánuði. H Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar síðan af þér óseldum blöðum og sölunni ____________________ þegar þú ert búin. Við greiðum þér launin ri r ."aTf? strax. Blaðið er selt með því að ganga í 1 ■ fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. t Blaðberar DV og Fréttablaðsins geta líka V fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér í vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt Söluhæstu krakkarnir fá miða á tónleika 50 Cent í Egilshöll 11. ágúst n.k. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.