Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 10
Hjörleifur Guttormsson iönaðarráðherra: Nýiðnaður og möguleikar í orkufrekum iðnaði Erindi flutt á fundi hjá Verkfræðingafélagi íslands 21. okt. 1982. Góðir fundarmenn. Það er mér ánægja að eiga þess kost að koma hér inn á vettvang Verk- fræðingafélags íslands til að ræða um nýiðnað og möguleika í orkufrekum iðnaði hérlendis, eins og ég hef kosið að kalla þetta erindi. En áður en að því kemur vil ég bera fram þakkir til Verk- fræðingafélagsins fyrir mikið og ötult starf í þágu tæknimála og mannvirkja- gerðar hérlendis. Ég hef ekki komið inn á vettvang félags ykkar fyrr, en tel mig þó þekkja nokkuð til hans sem áskrif- andi að tímariti ykkar í nær tvo áratugi og fréttabréfsins, sem nú hefur brátt sjö árganga að baki. Ástæðan fyrir því að ég fór að gefa áhugamálum ykkar gaum var í fyrstu sprottin af nokkurri tor- tryggni. Sem náttúrufræðingur og áhugamaður um umhverfisvernd hafði ég áhuga á að kynna mér meiriháttar mannvirkjagerð og áhrif hennar á ásýnd landsins og umhverfi. í starfi mínu að náttúruverndarmálum kynntist ég mörgum verkfræðingum og fann fljót- lega, að þar var ekki við samsvarinn hóp andstæðinga að etja heldur höfðu margir þeirra næmt auga fyrir umhverfisvernd og góðan skilning á sjónarmiðum náttúruverndar. Það á ekki síst við um aldna brautryðjendur í félagsskap ykkar, en ég vænti þess að hinir yngri séu þar engir eftirbátar, og græna línan eigi raunar nokkur ítök í okkur öllum. STEFNUMÖRKUN STJÓRNVALDA Ég mun hér í upphafi gera nokkra grein fyrir stefnumörkun á vegum ríkis- stjórnar og Alþingis að undanförnu varðandi meiriháttar iðnað í landinu, fjalla um forsendur slíkrar iðnþróunar og samkeppnisstöðu okkar íslendinga á þessu sviði. Einnig vil ég víkja að skipu- lagsmálum, er snerta staðsetningu meiriháttar iðnfyrirtækja og gera grein fyrir einstökum verkefnum í svonefnd- um nýiðnaði og orkuiðnaði, sem að hefur verið unnið í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Rétt er einnig að minnast á þær starfsaðferðir, sem fyrirhugaðar eru á þessu sviði í ljósi fenginnar reynslu og á líklegt svigrúm til fjárfestinga í orkuiðnaði á næstu árum og áratugum. í stjórnarsáttmálanum frá 8. febrúar 1980 segir svo: „Ríkið stuðli að uppbyggingu meiri- háttar nýiðnaðar er m.a. byggi á inn- lendri orku og hráefnum, enda verði slíkur nýiðnaður og frekari stóriðja á vegum landsmanna sjálfra. Undirbúningi meiriháttar fram- kvæmda verði hagað þannig, að inn- lendir verktakar hafi sem besta mögu- leika til að taka þær að sér á eðlilegum samkeppnisgrundvelli”. Jafnframt er í stjórnarsáttmálanum lögð áhersla á að nýta innlendar auðlindir og hráefni og að efla rann- sóknir á íslenskum auðlindum. í samræmi við þessa stefnu hafa fjár- veitingar til rannsókna á orkulindum okkar og vegna orkufreks iðnaðar og annars nýiðnaðar verið stórauknar frá því sem áður var, eins og ég mun koma nánar að síðar. En fleira hefur gerst í stefnumótun í iðnaði en það, sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Þannig sam- þykkti Alþingi á síðasta vori samhljóða þingsályktun um iðnaðarstefnu, sem fyrst var lögð fram vorið 1979 í tillögu- formi. Meðal markmiða í þessari iðn- aðarstefnu eru eftirtalin: ,,Að nýta sem best þá möguleika til iðnaðarframleiðslu, sem felast í inn- lendum orkulindum, og efla innlenda aðila til forystu á því sviði. Orkufrek- ur iðnaður verði þáttur í eðlilegri iðn- þróun í landinu, og jafnframt verði lögð áhersla á úrvinnsluiðnað í tengslum við hann”. Og jafnframt segir þar: Hjörleifur Guttormsson lauk diplóm- prófi í líffrœði frá háskólanum í Leipzig 1963, aðstoðarm. Hygiene Institut háskólans í Leipzig 1963. Kennari við Gagnfrœðaskóla Neskaupstaðar 1964— 1973. Vann að náttúrurannsóknum, einkum á Austurlandi 1968—1978 á vegum Náttúrugripasafnsins í Neskaup- stað, forstöðum. safnsins frá stofnun þess 1971—1978. Alþm. frá 1978. Iðn- aðaráðherra 1. sept.—15. okt. 1978 og frá 8. febr. 1980. ,,Að tryggja forræði landsmanna yfir íslensku atvinnulífi og auðlind- um og stuðla að æskilegri dreifingu iðnaðar og jafnvægi í þróun byggðar í landinu”. Nánar segir síðan í kafla um leiðir til að ná þessum markmiðum: „Ríkisvaldið stuðli að uppbyggingu fjármagnsfreks nýiðnaðar, m.a. orkufreks iðnaðar, er hagnýti innlenda orku og hráefni. Orku- frekur iðnaður lúti íslenskum lögum og forræði. Leitað verði eftir sam- vinnu við erlenda aðila um einstaka þætti, eftir því sem nauðsynlegt og hagkvæmt er talið á hverjum tíma. Slíkur iðnaður taki mið af æskilegri atvinnu- og byggðaþróun og umhverfisvernd ”. VIRK YFIRRÁÐ Ég tel þann stefnumarkandi ramma, sem Alþingi hefur dregið með sam- hljóða samþykkt um ofangreind atriði, afar mikilsverðan því hann festir í sessi þá stefnu að hagnýting orkulindanna til iðnaðar og uppbyggingar annars meiri- háttar iðnaðar i landinu skuli lúta inn- lendri forystu og forræði, eins og annar atvinnurekstur. Menn getur að vísu greint á um útfærslu á þessum stefnu- 58 — TÍMARIT VFl' 1982

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.