Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Síða 12
okkur jarðvarmann í iðnaði í vaxandi
mæli, þurfum við einnig að leggja í
margháttaðar rannsóknir, er varða slíka
hagnýtingu, bæði almennar, s.s. varð-
andi flutning á jarðvarma, svo og varð-
andi nýtingu í einstökum iðnaðarferl-
um. Það segir nokkuð um, hvar við
erum á vegi stödd í þessum efnum, að
um árabil hafa verið til staðar virkjaðar
holur með umtalsverðu gufuafli í Krísu-
vík og í Ölfusdal við Hveragerði, án
þess að fram hafi komið margar hug-
myndir um að nýta þetta afl. Þar er
hugsanleg sykurvinnsla nánast það eina,
sem litið hefur verið á að marki, svo mér
sé kunnugt.
VERÐLAGNING ORKUNNAR
UNDIRSTÖÐUATRIÐI
Mikið vantar einnig á að við höfum
skýra mynd af líklegum framleiðslu-
kostnaði jarðvarma á háhitasvæðum,
og marka þarf stefnu um verðlagningu á
þessari auðlind. Leiða má líkur að því,
að við seljum jarðvarma verulega undir
kostnaðarverði í vissum tilvikum, eins
og t.d. til Kísiliðjunnar við Mývatn, en
þar hafa raunar komið til eldsumbrot á
undanförnum árum, sem hækkað hafa
tilkostnað við jarðvarmavinnsluna.
Á vegum Orkustofnunar hefur vissu-
lega verið unnið nokkuð að þessum
málum og þannig áætlar Karl Ragnars
verð á jarðgufu frá háhitasvæðum 15,50
— 18,40 kr/tonn á verðlagi í janúar
1982 miðað við tilteknar forsendur, og
svarar það til 14—16 aura/kWh í
raforkuframleiðslu.
Um verðlagningu raforku til orku-
freks iðnaðar gegnir raunar svipuðu
máli. Raforkuna höfum við selt langt
undir framleiðslukostnaðarverði á
undanförnum árum og eru hlutföll þar
stöðugt að breytast til hins verra.
Áhersla hefur verið á það lögð að
undanförnu að átta sig á, hvert sé líklegt
framleiðslukostnaðarverð raforku frá
þeim virkjunum, sem heimilda hefur
verið aflað fyrir og fyrirhugað er að
reisa á næstu 10—15 árum, og jafn-
framt hvað telja megi samkeppnisfært
verð með tilliti til einstakra framleiðslu-
greina.
Þetta er undirstöðuatriði, því að
forsenda þess að orkulindirnar reynist
sú auðlind, sem við vonumst til, er að
framleiðslukostnaður á orku hérlendis
sé lægri en verð til orkufreks iðnaðar
annars staðar hjá óskyldum aðilum,
einkum í Evrópu og Norður-Ameríku.
Nýlega er lokið á vegum iðnaðarráðu-
neytisins víðtækri athugun á raforku-
verði til orkufreks iðnaðar með sérstöku
tilliti til íslenska álfélagsins hf. Starfs-
hópurinn, sem að þessu vann, var
skipaður mönnum frá Orkustofnun,
Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins
og iðnaðarráðuneyti.
Varðandi framtíðarhorfur um sam-
keppnisstöðu íslendinga í áliðnaði
kemst starfshópurinn að þeirri niður-
stöðu, að framleiðslukostnaður á raf-
orku til stóriðju frá nýjum virkjunum sé
á bilinu 18—22 mill/kWh miðað við
6—8% reiknivexti og fulla verðtrygg-
ingu og að samkeppnishæft orkuverð til
áliðju hér á landi sé um 20 mill/kWh.
Slíkt verð gæti m.a. orðið grundvöllur
fyrir frekari áliðnaði hér á landi, þegar
markaðurinn kemst úr þeim öldudal,
sem hann nú er í. Til hliðsjónar vil ég
bregða hér upp töflum 1 og 2, sem sýna
m.a. raforkuverð til áliðnaðar í Vestur-
Evrópu og raforkuverð til álvera á
öðrum svæðum 1981 og spá um árið
1990.
í hagkvæmniathugunum vegna kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði hefur
verið miðað við, að væntanleg verk-
smiðja greiði að meðaltali um 17,5
mill/kWh fyrir orkuna. Samningar
standa nú yfir við Landsvirkjun um
raforkusamning fyrir verksmiðjuna. Til
samanburðar er áætlað, að meðalorku-
verð til kísilmálmframleiðslu í heim-
inum sé um 20 mill/kWh.
2. mynd. Staða rannsókna á 20 virkjunarstöðum og háhitasvœðum.
60 — TÍMARIT VFÍ 1982