Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 17
ÁHRIF Á HAGVÖXT, SKULDA- STÖÐU OG GREIÐSLUBYRÐI Athuganir á áhrifum þessara fjárfest- inga á hagvöxt og framleiðslu sýna, að framlag orkuiðnaðar til hagvaxtar gæti numið um 0,5 % á ári og að hlutdeild nýs orkuiðnaðar í þjóðarframleiðslu árið 2000 gæti orðið allt að 7%. Er þá miðað við, að afkastavextir fjárfestinga í orkuiðnaði, að virkjunum meðtöldum, næmu um 10%. Til samanburðar má nefna, að hlutdeild sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu landsmanna hefur á undanförnum árum verið 12—15%. Ein stærsta spurningin varðandi slík- ar framkvæmdir er þó varðandi áhrif hennar á skuldastöðu þjóðarbúsins. Nú mun skuldastaðan vera um 45% af þjóðarframleiðslu og þykir flestum það vera i hámarki. Þegar áhrif áður- greindra fjárfestinga á skuldastöðu eru metin kemur í ljós, að bein viðbótar- áhrif gætu numið allt að 20% af þjóðar- framleiðslu. Við fyrstu sýn virðist þetta dæmi ekki líta vel út, en hafa verður í huga, að á næstu árum mun eldri hluti skulda þjóðarbúsins fara minnkandi á sama tíma og tekin eru lán til nýrra framkvæmda. Engu að síður virðist þörf að fara hér að með verulegri gát. Varðandi áhrif fjárfestinga í orkuiðn- aði á greiðslubyrði kemur í ljós, að um bein jákvæð áhrif gæti orðið að ræða eftir svo sem 5—10 ár. Kemur það ekki á óvart, þar sem útflutningsframleiðsla á í hlut, en allt er þetta að sjálfsögðu því háð, að umræddar forsendur verði ekki lakari en hér er gert ráð fyrir. Að sjálfsögðu þarf að horfa til allra átta í undirbúningi ákvarðana í svo stór- um málum, m.a. varðandi liklega arð- semi fjárfestinga og alþjóðlegar þróunarhorfur. Iðnaðarráðuneytið telur því mikilvægt að gera sem traust- astar langtímaáætlanir um þessi efni, og endurskoða þær stöðugt í ljósi breyt- inga og reynslu. Einnig er ástæða til að minna á, að þótt orkumálin vegi væntanlega þungt í heildarfjárfestingu landsmanna á næstu árum, þarf jafn- hliða að átta sig á þróunarhorfum og möguleikum annarrar atvinnustarfsemi í landinu. Slíkt er forsenda þess að áætlanagerð sem hér um ræðir komi að notum við stjórn efnahagsmála. 9. mynd. Hluldeild nýs orkuiðnaðar i þjóðarframleiðsiu. 10. mynd. Áhrif fjárfestinga í orkuiðnaði á skuldaslöðu. % AF STARFSAÐFERÐIR OG ÞEKKINGARÖFLUN Góðir fundarmenn. Að lokum vil ég aðeins víkja hér að mótun vinnuaðferða við undirbúning og framkvæmd þeirra stóru mála, sem hér eru til umræðu. Á undanförnum ár- um hefur fengist verðmæt reynsla á þessu sviði á vettvangi iðnaðarráðuneyt- is, stofnana og fyrirtækja, ekki síst verkfræðistofa, sem unnið hafa að frumathugunum, svo og hagkvæmni- athugunum og annarri áætlanagerð í tengslum við orkunýtingu og meirihátt- ar nýiðnað. Tímabært er að hagnýta þessa reynslu um leið og leitast er við að koma meðferð þessara mála í sem best- an farveg. TÍMARIT VFÍ 1982 — 65

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.