Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Qupperneq 18
Ég tel eðlilegt að efla þróunardeild Iðntæknistofnunar sem forystuaðila til að hafa með hendi frumkönnun og for- athuganir á sviði orkunýtingar. Jafn- framt þarf að tryggja sem best samstarf þróunardeildar við aðrar stofnanir og fyrirtæki, sem lagt geta þessum málum lið og byggt geta upp þekkingu í land- inu. Eðlilegt virðist að tengja slíka aðila saman með einhverjum hætti til að koma við eðlilegu streymi upplýsinga og verkaskiptingu. Þar hef ég m.a. í huga auk þróunardeildar aðila eins og Rann- sóknaráð ríkisins, Háskóla Islands og Orkustofnun, svo og starfandi fyrirtæki í orkuiðnaði, verkfræðistofur og fleiri. Samvinnu þarf einnig að tryggja við áhugaaðila og hugsanlega fram- kvæmdaaðila, sem eigi hlut að hag- kvæmniathugunum. Við uppbyggingu og rekstur þeirra fyrirtækja, sem við væntum að spretti upp af þessu starfi, þarf að gæta sem best hagkvæmni og arðsemissjónar- miða, ekki síður þótt ráð sé fyrir því gert, að opinberir aðilar, ríki og sveitar- félög, hafi þar forystu. Sú sókn inn á orkusviðið, sem við væntum að geti orðið að veruleika hérlendis, þótt illa ári í efnahagsmálum heimsins nú um skeið, þarf að verða til búsílags í íslenskum þjóðarbúskap, en ekki að ómaga, sem leggja þurfi til af annarri verðmæta- sköpun. Undirstaða þess að vel takist til í þessum efnum er að í landinu sé til og eflist þekking og færni. íslenska verk- fræðinga á ekki að þurfa að brýna í þeim efnum og á þá mun reyna nú sem oftast áður, er þjóðin sækir inn á ný svið í atvinnuþróun. Ólafur Sveinsson (V 1982), f. 30. sept. 1952 á Akureyri. Foreldrar Sveinn skrifstofu- maður í Kópavogi, f. 2. febr. 1928, Ólafsson verka- manns á Akureyri Rósinants- sonar og kona hans Guð- björg Malmquist, f. 4. maí 1930, dóttir Einars Malm- quists skrifstofumanns á Akureyri. Stúdent MH 1973, próf í hag- og rekstursverkfræði frá TU Berlin 1981. Iðnráð- gjafi Vesturlandskjördæmis í Borgarnesi frá 1981. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 25. jan. 1982. H.G. Páll Gíslason (V 1981), f. 18. febr. 1953 á Blönduósi. Foreldrar Gísli bóndi að Hofi í Vatnsdal, A-Hún, f. 18. mars 1920, Pálsson bónda að Sauðanesi á Ás- um, A-Hún, Jónssonar og kona hans Vigdís, f. 19. nóv. 1929, Ágústsdóttir bónda að Hofi Jónssonar. Stúdent MA 1974, próf í vélaverkfræði frá HÍ 1981. Verkfr. hjá Slippstöðinni á Akureyri frá 1981. Fór til framhaldsnáms við DTH i Khöfn 1982. Maki 7. des. 1979, Arnfríður hjúkrunarfræðingur, f. 21. maí 1953 í Rvík, Gísladóttir menntaskólakennara á Akureyri Jónssonar og konu hans Hervarar Ásgrímsdóttur. Barn Her- vör, f. 11. júlí 1981 á Akureyri. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 15. febr. 1982. H. G. Þórir Ingason (V 1979), f. 3. ág. 1954 á Húsavík. Foreldr- ar Ingi skólastjóri í Rvík, f. 29. ág. 1929, Kristinsson frá Grenivík Jónssonar og kona hans Kristbjörn Hildur kennari f. 31. jan. 1933, Þórisdóttir Friðgeirssonar. Stúdent MR 1974, próf í byggingaverkfræði frá HÍ 1979 og DTH í Khöfn 1981. Verkfr. hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðar- ins að Keldum frá 1982. Maki 10. apríl 1980, Þor- björg fóstra, f. 19. maí 1955 í Hafnarfirði, Karlsdóttir vél- stjóra í Rvík Sigurðssonar og konu hans Ásrúnar Rögnu Þórðardóttur. Börn 1) Ragnar, f. 17. febr. 1977 í Rvík, 2) Hildur, f. 28. des. 1978 s.st. Veitt innganga 1 VFÍ á stjórnarfundi 8. febr. 1982. H. G. Þorlákur Jónsson (V 1981), f. 13. júlí 1956 í Khöfn. For- eldrar Jón Erlingur trygg- ingafræðingur í Rvík, f. 27. okt. 1926, Þorláksson bónda á Svalbarði, N-Þing, Stefánssonar og kona hans Sigrún, f. 2. júní 1928, Brynjólfsdóttir bónda á Ytra-Krossanesi við Eyja- fjörð Sigtryggssonar. Stúdent MK 1976, próf í vélaverkfræði frá HÍ 1981. Verkfr. hjá Rannsókna- ‘' stofnun Fiskiðnaðarins frá 1981. Þorlákur er bróðursonur Vilhjálms Þorlákssonar bygg- ingaverkfræðings. Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 15. febr. 1982. H. G. 66 - TÍMARIT VFÍ 1982

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.