Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1983, Page 6
HUfTFALLSÞYNGD KORNA < d í C % D
SANDUR MÖL
FÍNN MEOAL GRÓFUR FlN
________I_________I____1------
Mynd 2. Kornastœrðir jarðlaga.
landi töldum við rétt að birta þessar
niðurstöður. Staðsetning borhola sem
við höfum valið til samanburðar er sýnd
á mynd I.
3. ATHUGANIR Á ÞYKKT
JARÐLAGA
Þykkt jarðlaga var athuguð í
borholunum og á milli þeirra. Niður-
stöður mælinganna eru sýndar í heimild
(1, 2og 3).
3.1 Hljóðhraðatnœlingar
Árið 1980 voru mæld mörg hljóð-
hraðasnið en mæliaðferðin er bæði
fljótleg og ódýr. Athuganir sem voru
gerðar síðar sýna að aðferðin gaf vill-
andi dýpt á fast. Virðist ástæðan vera
þykkt inólag og mishörð sandlög þannig
að hljóðhraði vaxi ekki ætíð með dýp-
inu.
3.2 Cobraborun
Cobrabor er léttur einfaldur bor sem
hentar vel við fáar grunnar holur og þar
sem erfitt er að komast að með beltavél-
ar. Borstangir eru 25 mm sverar og odd-
ur jafnsver en yddaður. Boraðar voru
nokkrar holur og voru niðurstöður
þeirra mjög trúverðugar.
3.3 Kjarnaborun
Mcð boruninni fékkst nákvæm
mæling á dýpt á klöpp. Þessar boranir
Mynd 3. Borhola BF-6.
eru mjög tímafrekar og kostnaðarsam-
ar.
3.4 Borrobor
Borrobor er sænskur höggbor frá
fyrirtækinu Borros. Borstöngin er 32
mm í þvermál og oddurinn jafnsver en
yddaður. Borinn er mun þyngri og fyrir-
ferðarmeiri en Cobrabor og því erfiðara
að komast um með hann. Borinn sýnir
aftur á móti betur lagskiptingu lausra
jarðlaga og burðarþol fljótandi staura
hefur verið miðað við bormótstöðu
mælda með honum. Við teljum að bor-
anirnar hafi reynst áreiðanlegar en
nokkuð tímafrekar.
3.5 Geonorbor á beltavél
Borinn er snúnings- og þrýstibor af
gerðinni Geonor og er á beltavél. Tækið
er notað til að mæla lagskiptingu og
dýpt á fast. Boraðar voru margar holur
með þessu tæki árið 1981. Boranir
gengu mjög vel og teljum við þetta besta
bortæki sem völ er á til að mæla lag-
þykkt hörðu sandlaganna.
4. ATHUGUN Á GERÐ JARÐLAGA
4.1 Sýnataka
Lausu jarðlögin voru mjög hörð og
gekk sýnataka erfiðlega. Reynt var að
ná sýnum með snigilborun, skolborun,
kjarnaborun, greftri innan úr röri og
með því að þrýsta niður ýmsum gerðum
af sýnatökum. Snigilborun gekk illa og
var strax hætt, en hinar boraðferðirnar
voru notaðar í borholunum sem eru
sýndar á mynd 1. Verður hér gerð
nánari grein fyrir þessum boraðferðum.
4.1.1 Sýni tekin með kjarnabor
Bortæki Jarðborana ríkisins af gerð-
inni Craelíus var notað haustið 1981.
Var gert ráð fyrir að hægt væri að taka
óhreyfð sýni með bornum. Borholan
var fóðruð jafnóðum og var fóðurrörið
sett niður með skolborun. Reynt var að
ná sýnum í Geonor K-200M sýnataka og
í kjarnarör bergsýnataka sem var bor-
aður niður án vatns. Þannig náðust
nokkur sýni en einnig voru tekin skol-
sýni um leið og holan var fóðruð. ítrek-
aðar tilraunir voru gerðar til að ná
óhreyfðum sýnum en það tókst aldrei.
4.1.2 Sýni tekin tneð bor Hafnatnála-
stofnunar
Sumarið 1982 var Hafnamálastofnun
ríkisins fengin til að taka sýni af lausu
jarðlögunum. Var borað í gegnum 4”
fóðurrör sem er haldið fullu af borleðju
úr bentoníti og vatni. Mokað var innan
úr rörinu með sérstökum útbúnaði og
sýnin sett í poka. Þessi sýni eru hreyfð
og nefnd pokasýni. Þegar holan var
komin í ákveðna dýpt var tekið óhreyft
sýni neðan fóðurrörsins með 3” sýna-
taka. Sýnataka tókst mjög vel í öllum
holunum og náðust öll sýni sem óskað
var eftir.
4.2 Rannsókn sýna
Sýnin voru athuguð á Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins og er
niðurstöðum gerð skil í heimild (1).
Gengið er út frá að óhreyfðu sýnin gefi
rétta mynd af jarðlögum. Á mynd 2 er
sýnd meðalkornadreifing jarðlaga. Á
mynd 3, 4 og 5 eru sýndar niðurstöður
borana og rannsókn sýna úr borhol-
unum þremur. í borniðurstöðum er
sýnd bormótstaða sem fall af dýpt. Við
borroborun er hún metin með högga-
fjölda á 20 cm færslu en við Geonorbor-
vagninn er sýnt lóðrétt álag sem þarf til
86 — TÍMARIT VFÍ 1983