Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1983, Blaðsíða 7
að þrýsta stönginni niður með ákveðn-
um hraða og snúningi. Frá rannsókn
sýna er sýnd gerð jarðefnisins, korna-
stærð, raki, rúmþyngd og hlutfall silts
og sands af öllu efninu í viðkomandi
dýpt. Verður nú gerð grein fyrir saman-
burði á þessum bor- og rannsóknarað-
ferðum.
4.2.1 Bormótstaða
Bormótstaða var aðallega háð því hve
hörð lögin voru. Ekki virðist vera mark-
tækur munur á mótstöðu eftir grófleika
jarðlaga, óháð því hvort notaður var
Borrobor eða Geonorborvagn.
4.2.2 Kornastœrðir
Sýni sem voru tekin með skolborun
eru siltsnauðari en óhreyfð og sandrík-
ari. Virðist sem vatnsskolunin nái best
upp sandhlutanum og skoli burt siltinu.
(sjá myndir 3, 4 og 5).
Við skolborunina voru tekin nokkur
hólksýni með því að hætta skolun og
þrýsta sýnataka niður fyrir fóðurrörið.
Slík sýni eru samkvæmt samanburðin-
um af sömu gæðum og skolsýnin.
Óhreyfðu sýnin voru tekin í gegnum 4”
fóðurrör sem var haldið fullu af bor-
leðju úr bentoníti og vatni. Mokað var
innan úr rörinu með sérstökum útbún-
aði og uppgröfturinn settur í poka og
nefndur pokasýni. Reynt var að gæta
þess að ekkert bentonít væri í efninu
sem var sett í pokana. Af samanburði
við óhreyfðu sýnin sést að í sýnunum er
of mikið silt og of lítill sandur sem staf-
ar að öllurn líkindum af íblöndun frá
bentonítinu.
4.2.3 Raki
Sýni tekin með mokstri innan úr
fóðurröri (pokasýni) virðast hafa svip-
aðan raka og óhreyfðu sýnin.
4.2.4 Skerstyrkur
Á mynd 6 eru sýnd niðurstaða þríása-
prófa á óhreyfð sýni og endurpökkuð
skolsýni. Skerstyrkur efnisins er metinn
út frá viðnámshorni. Af samanburð-
inum sést að óhreyfðu sýnin hafa yfir-
leitt hærra viðnámshorn en skolsýnin.
Ef mæliniðurstöður eru bornar saman
við rannsóknir í heimild (4) þá kemur i
ljós, að viðnámshorn sandsins er svipað
og áður hefur mælst í svipuðu efni á
Þjórsársvæðinu.
60
F C*3
50
40
s x <5hR£vfð sýni • + SKOLSÝ Nl
• Q FÍNN SANDUR ÚR BF-T + X FtNN 00 MEÐAL SANDUR ÚR BF-6
c X
u + + •
4-
0 12 3
CTj C Kfl/cm2 □
Mynd 6. Niðurstöður þríásaprófa.
bentoníti og vatni. Með öðrum borað-
ferðum fengust léleg sýni.
5.3
Við mat á jarðlögum var gengið út frá
því að óhreyfðu sýnin sýndu rétta mynd
af jarðlögum. Skolsýni, hólksýni og
pokasýni voru borin saman við
óhreyfðu sýnin og gæði þeirra metin.
Sýni sem voru tekin með skolborun
sýndu of lítið silt og of mikinn sand.
Hólksýni sem voru tekin samhliða skol-
borun virtust ekkert betri en skolsýnin.
Sýni sem voru grafin upp úr fóðurrör-
inu fullu af borleðju (pokasýni) sýndu
nokkuð réttan raka, en of mikið var af
silti og of lítið af sandi. Skerstyrkur var
mældur á óhreyfðu sýnunum og endur-
þjöppuðum skolsýnum. Virðist við-
námshorn óhreyfðra sýna yfirleitt nokk-
uð hærra en skolsýna. Samkvæmt rann-
sóknum í heimild 4 er viðnámshorn
sandsins svipað og áður hefur mælst í
samsvarandi efni á Þjórsársvæðinu.
5. NIÐIJRSTÖÐUR
5.1
Þykkt lausra jarðlaga var mæld með
ýmsum boraðferðum. Þar sem ekki var
mjög bratt reyndist best að nota snún-
ings- og þrýstibor af gerðinni Geonor
sem er á beltavél. Ef beltavélin komst
ekki að og grunnt var á fast reyndist
best að nota Cobrabor. Bormótstaða
fór eftir þéttleika jarðlaga en enginn
munur virtist vera við breytingar á
kornastærðum.
5.2
Jarðlögin voru athuguð með snigil-
borun, skilborun, kjarnaborun og með
því að þrýsta niður sýnatökum. Góð,
lítið hreyfð sýni fengust með 3” sýna-
taka. Borað var í gegnum 4” fóðurrör
sem var haldið fullu af borleðju úr
6. HEIMILDIR
1. Stækkun Búrfellsvirkjunar. Rannsóknir á sýn-
um af lausum jarðlögum. Almenna verkfræði-
stofan hf., okt. 1982.
2. Stækkun Biirfellsvirkjunar. Rannsóknir á
jarðlögum og byggingarefnum. Almenna verk-
fræðistofan hf., nóv. 1982.
3. Búrfellsvirkjun II — Lausjarðlög. IK — 81/01.
Orkustofnun, vatnsorkudeild, júni 1981.
4. Jón Skúlason. Athugun á sandi í þríásatæki.
T.V.F.Í. Nr. 5, 1980.
TÍMARIT VFÍ 1983 — 87