Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1893, Side 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1893, Side 76
ófriði við neina þjóð og væri undir vernd Stórbretalands. I þriðja bréfinu hét hann þungum refsingum þeim, sem hefðu borið útum landið, að blóði _ hefði verið útheilt á Eeykjavíkur götum, sem væri haugalygi. í fjórða bréfinu dagsettu 1. júlí kvaðst hann ekki hafa gefið upp skuldir, nema til Danakonungs og þeirra danskra kaupmanna, sem ekki væri búsettir a íslandi. 1 fimmta bréfinu setti hann smiðshöggið á, 11. júlí; kvaðst hann verða við óskum þjóðarinnar, með því að engir fulltrúar hennar hefðu sinnt boði sínu að koma á þing í Reykjavík. Tók hann sér prótektorsnafn og innsigli og fána bláan með 3 flöttum, hvít- um þorskum, lofaði prestana fyrir spekt þeirra og lofaði að leggja niður völd sín, þegar fulltrúar þjóðarinnar kæmu saman 1- júií 1810 og ný stjórnarskipun væri samþykkt, sem gæfi fátækuffl jafnmikil völd ogríkum. Allir, sem óróa vekja, skulu sæta dauða- hegningu. íslendingum líkuðu yfirhöfuð vel stjórnarskiptin og að hin harðvítuga ánauð og einokun liinna dönsku kaupmanna var brotin af þeim. Sir William Hooker og aðrir Englendingar bera Jorgenson vitni, að opinber störf öll hafi gengið sinn gang, eins og vant var, að allir embættismenn hafi fengið laun sín rétt út- borguð, að enginn málsmetandi maður haíi sagt af sér vegna stjórnar hans, að margir Islendingar hafi boðizt til að gerast hermenn hans, og að biskup og lderkar á synódus hafi lýst yfir ánægju sinni með stjórn hans, kveðist viijugir að styðja hann og ritað nöfn sin undir opið bréf, er hvatti menn að fylgj® dæmi þeirra. þegar Jorgenson var orðinn fastur í sessi í Reykjavík ferðaðist hann, allótígulega, um landið og var þar forkunnar yel tekið. í handriti sínu um þessa ferð, sem geymt er í British Museum, segir hann: «Jeg ferðaðist norður og austur í land | og fylgðu mér aðeins fimm íslendingar, því jeg þurfti ekkert i varðíið um mig. Alstaðar var mér tekið með mestu ástúð og svaf jeg vært í hinum gestrisnu kofum (bæjurn), óttalaust og hættulaust. Landsbúar álíta mig sannan vin og velgjörðamann i landsins. Margir þeirra bjuggu við þungar álögur, og bætti jeg skjót- lega úr öllum meinum þeirra, gaf frelsi hvarvetna og nam burt alla gamla ánauð. Jregar jeg hafði komið á allir hafnir norðan j og austan, sneri jeg suður með hinu litla föruneyti mínu og hefði j jeg ekki verið vinsæll, var hægt að handtaka mig í svefni, en j landsbúar fögnuðu nrér ætíð með glöðu bragði, þegar þeir voru margir saman. I bæ fyrir norðan, sem margir danskir herforingja1' og kaupmenn bjuggu í, voru mér engin óvinahót sýnd, þvi þeir voru hræddir við bæjarbúa, sem allir flykktust um mig, beilsuðu mér ástúðlega og beiddu mig innilega að bæta úr ýmsum rang- indum, sem þeir höfðu lengi átt við að búa«. Jorgenson kom til Reykjavíkur eins og pór úr austurveg og þóttist nú óvaltur.í sessi. Gerði hann nú upptækar allar eignn' Dana og beitti mikilli hörku við suma þeirra. En hann eá að nauðsyn bar til að gera óvini sína í landinu máttlausa. Hann lét taka burt allar vörur úr búðum og pakkhúsum þeirra og p11 skip þeirra á höfnnm lét liann menn sína taka og geyma vör- (ss)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.