Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. IJvað veistjDÚ um 1 Hvar verða ólympíuleikar í næsta mánuði? 2 Hversu margir eru hringir í merki ólympíuleikanna? 3 í hvaða litum eru þeir? 4 Hvaða ár voru nútíma- ólympíuleikamir fyrst haldnir og hvar? 5 Hverjar eru einu tvær borgirnir sem hafa haldið ólympíuleikana tvívegis fram að þessu? Svör neðst á síöunni Guð,Jesú og Dan Brown Ekki bara skrattinn er á kreiki á vefnum í formi taum- lauss kláms og annars sora. Guð er þar líka, rétt eins og í garðslöngunni, amma. Ein glæsileg vefsíða er New Advent sem haldið er úti af kaþólsku kirkjunni í Banda- ríkjunum og hefur að geyma stórkostlega uppsláttarbók Vefsíðan www.newadvent.org um öll hugsanleg atriði krist- innar trúar og skyldra við- fangsefna. Alls munu vera 11 þúsund uppflettiorð í bók- inni. Jafnframt er vísað á fjölda merkilegra síðna, svo sem Church Fathers þar sem birt em skrif kirkjufeðra fr á upphafi. Þótt síðan sé skrifuð frá kaþólsku sjónarhomi er hún öllum gagnleg. Þessa daga er á áberandi stað á síð- unni birt grein þar sem hraktar em „rangfærslur" Dans Brown í bókinni um Da Vinci lykilinn. Minni eða mynni Ofangreind grein eru meðal þeirra sem ýmsir rugla sam- an; það er að segja hvenær á aö vera yfsilon í þvf og hvenær ekki. Efátter við „minni"! merkingunni„það sem við munum"þá telja margir - sem rámar í gaml- ar málfræðireglur um að yfsilon sé gjarnan I orðum sem leidd eru aföðrum orö- um með bókstafnum„u" - að þarna hljóti að verayfsilon afþví „minni" sé skylt „muna". En I þessu tilfelli gildir ekkert slíkt og einfalt „i“ er l„minni“. Aftur á móti eryfsilon forðum eins og fljótsmynni, hafnarmynni og þess háttar, og er dregið af„munnur"f merkingunni „op". Málið 1. Aþenu -2. Fimm - 3. Gulur, rauður, grænn, blár og svartur - 4.1896 í Aþenu - 5. London (1908,1948) og Los Angeles (1932, 1984). Sagan öll Þá er fjölmiðlamálið tír sögunni og eig- | inlega ekki hægt annað en skrifa um __ það fáein minningarorð. Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítU mús? Hvemig hljómar það? Nei, ég veit, það segir ekki einu sinni hálfa söguna um þetta stór- undarlega mál sem áreiðanlega verður við- fangsefni fleiri en einnar bókar í framtíðinni - ekíd síður en til dæmis Stóra bomban á sínumtíma. Þetta mál, eins og það þróaðist, verður væntanlega fyrst og fremst minnisvarði í stjómmálasögu Davíðs Oddssonar og hér í blaðinu hefur því verið spáð að það yrði ekki talið honum til framdráttar í sögunni í framtíðinni. Við þá spá hlýt ég að standa. Á hinn bóginn má vera að orðstír Davíðs muni standa þetta mál af sér, eins og dákahöfund- ur Fyrst og fremst bendir raunar á hér neðar á síðunni. En nú þegar þessum kafla er lokið, þá er mildlvægt að vanda sem aUra best tU þess næsta. Því í augum uppi liggur að á næstunni hlýtur að fara fram veruleg umræða í samfé- laginu um hvort og þá hvemig lög þarf að setja um starfsumhverfl fjölmiðla. Það er sú umræða sem hefði átt að fara fram í vor, í stað þess að ríkisstjómin flanaði fram með sitt frumvarp sem var svo augljöslega Ula ígrundað og sett fram af tortryggUegum ástæðum. Það má umfram aUt ekki hlaupa af stað með nýtt hálfsmíðað frumvarp strax í haust, í einhvers konar tilraun tU að bjarga að minnsta kosti hluta af andUti rfldsstjóm- arforkólfanna. Löggjöf um fjölmiðla er við- kvæm - eins og reyndar öU löggjöf - en hugsanleg eða væntanleg fjöimiðlaiög verða að vera þannig úr garði gerð að um þau skapist sem aUra ailra víðtækust sátt. Og þau mega ekki snúast um bara einn þátt í umhverfi fjölmiðla, eignarhaidið, heldur verða að taka tiUit tU breyttrar tækni sem gerbylta mun fjölmiðlun á næstunni, og aUs konar atriða annarra. En þessum kafla er altént loksins lokið. Not with a bang but with a whimper, eins og skáldið sagði. MikUvægt er að næsti kafli verði betur skrifaður og endi heist hvorki með kjökri né hveUi, heldur al- mennri sátt. Illugi Jökulsson GUÐMUNDUR MAGNÚSS0N blaða- maður á Fréttablaðinu heldur jafrí- framt áffam að skrifa á netið og ný- leg hugleiðing hans þar er á þessa leið: „Þegar ég fyrr í sumar las ævisögu Jón Sigurðssonar forseta eftir Guð- jón Friðriksson (2003) fannst mér margt þar „kallast á“ við umhugsun- arefhi í stjórnmálum nútímans með óbeinum hætti. Hnaut til dæmis um eftirfarandi þar sem tveir samherjar forsetans em að lýsa því annars veg- ar hvernig hann hefur orðið viðskila við hugsjónir sínar og verkefni og hins vegar hvernig skoðanafesta get- ur í senn verið veikleiki og styrkleiki. Steingrímur Thorsteinsson skrif- ar í einkabréfi haustið 1875: Jón Sigurðsson, sem fsland skuldar svo óendanlega mikið frá fyrri árum, er þar að auki orðinn eldri og hefur bitið sig svo fast í ein - stakar kennisetningar, sem eru al- gjörlega ófrjótar ef ekki hamiandi fyrir raunverulegar framfarir, aðnýj- ar kynslóðir eru eins og farnar að snúa baki við honum. Það varnefni- lega við nokkur tækifæri í sumar (tvær skálaræður) að hann næstum því tjáði sig andvígan framfarahug okkar og því að hugsa of hátt eða leggja á sig of miklar fómir. Þetta gengur algjörlega gegn þeim hrær- ingum sem nú verður vart við. Jón Ólafsson skrifar í blað sitt Skuld á Eskifirði árið 1877: Það má segja um alla mikla menn að þeir séu spegill sinnar tíðar. Þess vegna eru og miklir menn jafnvel meira og minna einhliða í skoðun- um ogþað erþeirra ófullkomleiki og þeirra styrkur um leið. Það er þeirra ófullkomleiki af því að sannleikur- inn getur oft liðið við það að menn sjá ofmjög á eina hlið málanna, en það er styrkur mikilla framkvæmda- manna að þeir hafa aldrei augun af þeirri hlið, er þeir hafa fest sjónar á, og beita þvf öllu afli sínu á einum stað. “ MAÐUR ÞARF EKKI að vera spreng- lærður í díalektískum fræðum til að skilja að það sem Guðmundi finnst hér „kallast á“ við nútímann er að Davíð Oddsson forsætisráðherra sé nú f stöðu Jóns; hann hafi líka orðið „viðskila við hugsjónir sínar og verk- efni" og „skoðanafesta" hans sé í senn veikleiki hans sem styrkleiki. Það er líka rétt hjá Guðmundi að hér kallast ýmislegt á. Hins veg- ar þyldr okkur sem kaflar eins og þeir sem Guðmundur vitnar til feli Fyrst og fremst í sér góðar fréttir fyrir Davíð. Því þótt Jón Sigurðsson kunni að hafa verið orðinn viðskila við sinn tíma undir lok ferils síns - eins og ýms- um finnst nú um Davíð - þá lifði orðstfr Jóns það prýðilega af. Allt fram á þennan dag hefur Jón verið í miklum hávegum og þau góðu verk sem hann vann á hátindi sfn- um skyggja algerlega á þá hug- myndafræðilegu stöðnun sem gripið hafði hann undir lokið. Svo þó okkur kunni að þykja nú sem dálítið vandræðalegur endir á for- sætisráðherraferli Davíðs muni skyggja á betri verk hans hér áður fyrr, þá getur vel verið að framtíðin líti allt öðruvísi á málin. Sigurður Líndal og stjórnarskráin í leiðara hér um daginn var fjallað um álitamál um stjórnar- skrána sem Davíðslögin hafa vald- ið. Þar sagði meðal annars um af- stöðu Sigurðar Lfndal:„í fyrsta lagi að draga mætti lögin einfaldlega til baka eins og Sigurður Líndal benti á og þar með væri engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslunni... " Og síðar sagði, eftir að leiðarahöfund- ur hafði lýst því yfir að að sínum dómi hefði verið rétt að fara leið þjóðaratkvæðagreiðslunnar: „Hin- ar leiðirnar - bæði leið Sigurðar Líndal og sú þriðja sem ríkisstjórn- in hugðist fara - kalla á hártoganir og eiga sér þar að auki enga stoð í lögum, hvað þá stjórnarskrá." Sigurður sendi okkur af þessu tilefni eftirfarandi línur: „Þessi texti kann að valda misskilningi. Ég hef sagt að þjóðaratkvæðagreiðsla sé sú rétta og óumdeilanlega að- ferð ef forseti synjar lögum. Hins vegar geti staðizt að Alþingi felli lögin úr gildi. Synjun forseta og þjóðar verði hins vegar að túlka sem skilaboð til Alþingis að láta málið niður falla eða taka það til gagngerðrar endurskoðunar og leita víðtækrar samstöðu. Það hlýt- ur eðli málsins samkvæmt að taka nokkurn tíma. Þess vegna hef ég kallað þá leið sem rfldsstjóm hugð- ist fara - að afnema lög sem synjað hafði verið og fengið bráðabirgða- gildi, en leggja jafhffamt fram frumvarp h'tt breytt - stjórnar- skrársniðgöngu. Hugmyndir um afnám laganna setti ég að nokkm leyti fram í grein 2. júní í Fréttablaðinu og í umsögn til Allsherjar- nefndar um síðara fjölmiðla- frumvarp- ið... Einnig minntist ég á þetta í [viðtali við Deigl una.com]."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.