Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ2004 13
Varist gömlu
raftækin
Talið er að eldurinn
sem kom upp á Sundlaug-
arveginum á sunnudags-
morgun þar sem kona um
nírætt lést hafi kviknað út
frá gömlu rafmagnsteppi.
„Þegar svona teppi fara að
eldast verður maður að
passa að notkunin á þeim
sé rétt og ef þetta er brotið
saman og annað því um
líkt er hætt við að þetta
geti bilað í framhafdi af
því,“ segir Snæbjörn Krist-
jánsson hjá rafmagnsbil-
unardeild löggildingar-
stofu. „Það er bara með
þetta eins og öll önnur raf-
magnstæki að þegar þau
eldast þarf að sýna varúð
og láta kíkja á þau. Það er
ekki mikill peningur í því
að skipta þessu út,“ segir
Snæbjörn að lokum.
Viktor Guðbergsson 12 ára hjólatöffari
úr Grafarvogi er ekki sáttur við nýja
Scott-hjólið sitt.
„Ég var bara að fara niður kanta og
prjóna eins og allir strákarrúr em að
gera. Svo bara brotnaði stöngin undir
hjólinu í tvennt og ég var heppinn að
meiða mig ekki," segir Viktor Guð-
bergsson tólf ára hjólatöffari í Grafar-
voginum.
Hjóbð hans Viktors er af gerðinni
Scott og kostaði 18 þúsund krónur í
versluninni Markinu:
„Mér finnst þeir bara lélegir í
Markinu því þeir vilja ekkert gera fyr-
ir mann. Strákamir em allir á Trek og
kannski að maður fái sér bara svoleið-
is. Ég á engan pening núna og fæ því
bara lánað hjól hjá vini mínum."
Viktor var ásamt vinum sínum í
hjólreiðarferð í Elliðaárdalnum þegar
óhappið varð:
„Vinur minn er með bögglabera
og svona teygjur á hjólinu sínu og
við skelltum mínu bara þar. Svo
fékk ég að hringja hjá konu sem var
að skokka og pabbi kom og sótti
mig,“ segir Viktor hundfúll en hann
fékk hjóbð í fyrra.
„Það er nú ekki beint miðað við
gangstéttarkant en í ábyrgðarskil-
málum sem aUir fá sem kaupa hjól
kemur þetta skýrt fram. Þar stendur
feitletrað að ekki er ábyrgð á eðli-
legu sliti eða skemmdum vegna
óhappa, slæmrar meðferðar eða
óeðlilegrar notkunar svo sem í
vatni, stökkum eða keppni," segir
Brynjar hjá Markinu.
Brynjar segir reynt að sjá á brot-
inu hvort þjösnast hafi verið á hjól-
unum. Þau þoli ekki endalaust álag. hjólið hans Viktors úr Grafarvogin-
Það gerist þó nánast aldrei að hjól um.
brotni - líkt og gerðist með Scott- breki@dv.is
Dómur yfir óléttu e-töflukonunni þykir þungur
E-töflur eru hættulegri en
kókaín segir sýslumaður
E-töflukonan frá Sierra Leóne,
Fanta Sillah, fékk fimm ára fangels-
isdóm fyrir að flytja inn 5000 e-töfl-
ur. Kona frá Nígeríu fékk eins og
hálfs árs dóm skömmu áður fyrir
að flytja inn 500 grömm af kókaíni.
Munurinn á dómunum þykir
furðumikill miðað við að götuverð
á efnunum sé svipað og þær hafi
líklega átt að fá sömu upphæð fyrir
smyglið.
„Ég mundi telja að ástæðurnar
fyrir þessum mun séu í fyrsta lagi
að kókaínið sem flutt var inn er 500
skammtar en e-töflurnar, aftur á
móti, eru 5000 skammtar. Magnið,
það er fjöldi skammta sem fluttir
eru inn er aðalatriðið þegar dómur
í málum sem þessum er felldur. í
öðru lagi þykir e-talfan ennþá
hættulegra eitur en kókaín. í þriðja
lagi eru það svo dómafordæmin,"
segir Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, í
samtali við DV.
Á síðustu árum er markhópur-
inn fyrir kókaín á íslandi orðinn sá
sami og e-taflanna og því þykja
þessi fordæmi vera að veikjast:
„Þegar fyrstu dómarnir fyrir
innflutning á e-töflum féllu var
markhópurinn fyrir e-töflur fólk
undir tvítugu, byrjendurnir, og
dómarnir því
hafðir
mjög þungir. Þetta kann að hafa
breyst í seinni tíð en það tekur
dómskerfið tíma að jafna dómana.
Dómafordæmi eru svolítið eins
og olíuskip - þótt menn séu að
breyta um stefnu þá gerist
það hægt,“ segir Jóhann
Þar sem Fanta Sillah
er útíendingur þarf
hún aðeins að
afplána helm-
ing dómsins,
eða 2 1/2 ár.
Eftir það verður
henni vísað úr
Jóhann R. Bene-
diktsson Fyrstu dómarn-
ir fyrir innflutning voru
hafðir mjög þungir. Dómafor-
dæmieru svolítið eins og olíu-
skip - þótt menn séu að breyta
um stefnu þá gerist það hægt,
segir sýslumaðurinn á Keflavíkur-
flugvelli.
Fanta Siliah Þarfað afplána tvö og hálft ár
affimm
landi og þá er hún frjáls ferða
sinna. Fanta skildi elsta barn sitt
eftir fyrir nokkrum árum í Sierra
Leóne og svo skilur hún annað
barn, fjögurra ára dreng eft-
ir í Hollandi þar sem
hann er nú í vörslu
barnaverndaryfir-
valda. Hennar
þriðja barn,
sem er væntan-
legt í heiminn í
byrjun október,
fær að öllum
líkindum að
dvelja hjá móður
sinni fyrstu 2 1/2
ár ævi sinnar í
kvennafangelsinu í
Kópavogi þar sem öll að-
staða er fyrir konur með ungabörn.
rap@dv.is
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag og
breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til
kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingu á deili-
skipulagi í Reykjavík.
Sogavegur.
Sogavegur 106 - 224 (jafnar tölur), lóðirnar Hamarsgerði 2,
4, 6 og 8, Tunguvegur 19 og Réttarholtsvegur 1 og 3.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sogaveg, reit sem
afmarkast af Sogavegi, Réttarholtsvegi, lóðamörkum húsa
við Langagerði norðaustanvert, Tunguvegi, stíg milli Soga-
vegar og Skógargerðis og göngustíg að Sogavegi.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall lóða á
svæðinu verði 0,5 og er kjallari, bílgeymsla og sólskálar
innifalið í þeirri tölu, á reitum sem eru þannig merktir eru við-
byggingar ekki heimilaðar heldur einungis nýbyggingar í stað
þeirra húsa sem fyrir eru á lóðum, girðingar má reisa í
samræmi við byggingarreglugerðir (samþykki bygginga-
nefndar þarf fyrir girðinum yfir 1,80m) og girðingar á lóðar-
mörkum eru háðar samþykki beggja lóðarhafa.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Hlemmur og nágrenni.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni
sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á Hverfisgötu milli
Snorrabrautar og Rauðarárstígs verði öll umferð bönnuð og
svæðið skilgreint sem athafnasvæði almenningsvagna,
Laugavegur færist frá húsunum Hverfisgötu 117-125 í sína
gömlu legu, ekki er reiknað með breytingu á núverandi
byggingu á Hlemmi en áformað er að fyrir allt svæðið um-
hverfis Hlemm verði unnið deiliskipulag aðlægra reita á
næstu mánuðum og verði þá jafnframt settir ítarlegir skil-
málar fyrir Hlemm. Deiliskipulag þetta miðast við að unnt
verði að taka í notkun nýtt leiðakerfi almenningsvagna á sem
stystum tíma og með sem minnstum breytingum.
Nánar um tillöguna og skilmála og kvaðir lóða á reitnum
vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 08:20 -
16.15, frá 28. júlí til og með 8. september 2004. Einnig má
sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér
tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal
skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 8. september
2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast
samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 28. júlí 2004
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur.