Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Qupperneq 25
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 28. JÚÚ2004 25 „Mér fannst hún alltaf svo faUeg en þorði ekkert að reyna við hana því ég hélt ég ætti engan séns,“ segir Har- aldur Bachmann, kærasti Hugrúnar Harðardóttur fegurðardrottningar ís- lands. Halli Bach, eins og hann er kallaður, og Hugrún eru búin að vera saman í tæpt ár. Þau koma bæði frá Selfossi en þar sem hann er fjórum árum eldri en hún kynnt- ust þau ekki almennilega fyrr en á síðasta ári, þótt þau hefðu alltaf vitað hvort af öðru. Kurteisi borgar sig „Við hittumst á Þjóðhá- tíð í Eyjum í fyrra. Við vor- um nokkrir krakkar frá Sel- fossi sem ætluðum ekki heim fyrr en á þriðjudagsmorgun. Á mánudags- kvöldinu vorum við orðin ffekar slöpp eftir skemmtilega helgi og sát- um á Prófastinum að sötra bjór í ró- legheitunum. Ég var að fylgjast með honum og fannst hann allt í einu svo sætur því hami var svo kurteis og hafði boðið okkur stelpunum í glas,“ segir Hugrún brosandi og bætir við að hún hafi þá um kvöldið sent honum sms þótt hann sæti á móti henni við borðið. Halli tekur upp símann, hann á ennþá sms-ið. Sendandinn kallast Hugrún gyðja og skilaboðin eru „sæti“. Hugrún heldur áffam: „Ég fékk jákvætt sms til baka og svo hitt- umst við á balli á Selfossi helgina eft- ir og erum eiginlega búin að vera saman síðan.“ Góðirvinir Bróðir hans Halla er Jóhann Bach- mann eða Hanni Bach eins og hann er kallaður, trommari í Skítamóral. Halfi hefur fetað í fótspor eldri bróður síns og spilar á trommur í hljómsveit- inni Oxford. Hugrún segist ffla tón- listina sem strákarnir spifi og sérstak- lega þykir henni gaman að sjá hversu vel þeim takist að hrífa mannskapinn með sér. Strákamir í Skítamóral hafa verið duglegir að taka Oxford með sér á böll og hafa því hjálpað þeim mikið við að koma sér á framfæri. „Þegar við spiluðum á undan Skímó í Eyjum skammaði Gunni okk- ur fyrir að vera búnir að æsa fólkið allt of mikið áður en þeir fóru á svið svo þeir eru ánægðir með okkur.“ Halli og Hanni halda góðu sam- bandi enda er h'till aldursmunur á mifii þeirra. „Hann tók alveg tímabil í að pína mig í gamla daga en á milli okkar voru aldrei neinar systkinaerjur eins og maður hef séð annars staðar." Strákamir eiga einn yngri bróður sem er 15 ára og að sjálfsögðu er hann einnig byrjaður að læra á trommur. Kærastan hans Hanna er fyrirsætan Ósk Norðfjörð. Hugrúnu og Ósk kem- ur vel saman og því hanga þau oft fjögur saman. „Þau vom hjá okkur á Selfossi um helgina og við fórum með þeim í útilegu á Blönduós fyrr í sum- ar og svo fórum við saman út að „Ég var alltafmeð puttana á fullu í ein- hverju svona og hef alltafverið mjög glys- gjörn og áhugasöm um útlit og tísku." borða í gærkvöldi. Við Ósk náum verulega vel saman og getum spjafiað um heima og geima. Hún er voðalega indæl stelpa og það fer ekki ffamhjá neinum að þau em afar ástfangin." Fæstir vita að ég er fegurðar- drottning Þau segjast hafa litlar áhyggjur af því að samband þeirra verði að svip- uðu fjölmiðlafári og samband Hanna og Birgittu Haukdal breyttist í. „Það er bara gaman að við séum bæði að gera eitthvað spennandi," segir Hug- rún og Halli bætir við að frægðin sé ekki ennþá farin að hafa neina óþægi- lega fylgifiska. „Málið er bara að halda sér niðri á jörðinni og vera ekk- ert að velta sér of mikið upp úr þessu. Marrni er þó ekki algjörlega sama hvað sagt er en á meðan fjölskylda og vinir gera greinarmun á sönnum sög- um og lognum þá gera þær lítið til. Maður reynir bara að loka á illkvitfii- ina og vorkennir þeim sem em að bera út sögumar því þeim h'ður greinilega eitthvað illa." Hugrún segist taka lítið eftir því að fólk horfi á hana úti á götu en Halli skýtur inn í að hann taki miklu meira eftir þegar fólk gjóar augunum að henni. „Eg held að margir viti ekki að ég er fegurðardrottning. Ungfrú ís- land er miklu meira í sviðsljósinu þegar árinu fer að ljúka. Sérstaklega í kringum stóm keppnina úti og þegar hður að því að ég krýni arftakann. Þá verður ábyggilega miklu meira um fjölmiðlaviðtöl og athygli." Vil ekki bjóða upp á kjaftasög- urnar Þótt Hafii spfii með hljómsveitinni flestar helgar er Hugrún ekki mikið fyrir að fara út á djammið. „Ég gerði mfiáð af því hér áður fyrr en nenni því ekki lengur. Mér finnst skemmtfiegast að fara í heimahús og spila og kjafta en fer ákaflega sjaldan niður í miðbæ Reykjavíkur. Ég veit hversu auðveld- lega sögumar geta farið af stað og nenni ekki að bjóða upp á það," segir hún og bætir við að hún geri sér einnig grein fyrir að hún sé fýrirmynd ungra stúlkna og geti ekki gert allt sem hana langi tfi. „Ég er tfi dæmis hætt að flauta á þá sem pirra mig í umferðinni," seg- ir hún hlæjandi. Ekki týpísk íslensk fegurðar- drottning Hugrún fer til Finnlands að keppa í Miss Skandinavia í október og fer svo stuttu eftir það til Kína til að taka þátt í Miss World. Hún segir að ef hún verði almennilega undirbúin fyrir keppnimar þá verði þetta lfklega ekk- ert mál. Nú sé hún á fullu í líkams- rækt og standi í afiskyns pappírs- vinnu í kringum þetta. „Hún fer alein til Kína í heilan mánuð," segir Halli og viðurkennir að hann eigi eftir að sakna hennar þótt hann hafi fulla trú á að hún eigi eftir að standa sig vel. „Þetta er ffábært tækifæri fyrir hana og ég held að henni eigi eftir að ganga mjög vel. Það em aðeins tí'u stelpur sem keppa í Miss Skandinavia og ég spái henni mjög ofarlega þar.J Kína er þetta allt annað, þar em 120 stelp- ur sem keppa sfn á milli en ef hún verður dugleg að grípa athyglina gæti hún náð langt. Hún er með þetta al- þjóðlega útlit en er ekki þessi týpíska íslenska fegurðardrottning," segir hann stoltur og Hugrún bætir við að það séu margir búnir að hafa á því orð við Elínu framkvæmdastjóra keppninnar hvað það sé gaman að sjá svona öðmvísi útlit, ekki þetta venju- lega; blá augu og ljóst hár." Hugrún segist alltaf hafa hugsað mikið um útfitið og að hún hafi ætlað sér að verða fegurðardrottning síðan hún var lítfi. „Eg var alltaf með putt- ana á ftrllu í einhverju svona og hef afitaf verið mjög glysgjöm og áhuga- söm um útlit og tí'sku." Draumurinn er ftalía Halli og Hugrún eru nýbúin að festa kaup á íbúð á Selfossi. Þar vinnur hún á hárgreiðslustofu og hann sem málari. „Við erum rosa- lega spennt að geta flutt inn en það hefur bara verið svo mikið að gera að það gengur hægt að koma íbúð- inni í stand," segir Halli en hann er sjálfur að vinna í íbúðinni með hjálp vina. „Og Hugrún hjálpar líka til," flýtir hann sér að segja og gjóar aug- unum að henni brosandi. „Þetta er yfir 50 ára gamalt hús og í ágætu standi, allt undir súð og mjög róm- antískt," segir Hugrún dreymin á svip. í framtíðinni er draumurinn að flytja af landi brott, helst til Ítalíu. „Ég er enga stund að klára námið enda á ég bara eina önn eftir. Síðan langar mig að vinna í svona eitt til tvö ár á hárgreiðslustofunni en síðan flytja út og vinna við eitthvað tengt tí'sku." Hiin viðurkennir að hún geti ábyggilega notað fegurðardrottning- artitilinn til að koma sér áfram og Halli bætir við að það sé um að gera að nota afit sem maður hefur tfi að koma sér áfram. Barneignir em ekki planaðar í nánustu framtíð enda má Hugrún ekki eignast bam, trúlofa sig eða ganga í hjónaband á meðan hún heldur tidinum. „Okkur liggur heldur ekkert á að trúlofa okkur enda ein- ungis búin að vera saman í eitt ár. En kannski tökum við svo bara allan pakkann þegar árinu lýkur," segir Halli hlæjandi. Aðspurð hvemig þau ætli að halda upp á eins árs afrnæli sitt segjast þau ætla að gera eitthvað skemmtfiegt saman. „Þú ætlar að spfia fyrir mig á gítar," segir Hugrún en Halli svarar með því að spyrja hvort það hefði ekki átt að vera afmælisgjöfin hennar. „Hann er búinn að lofa að læra á gítar fyrir mig. Það væri svo þægilegt á kvöldin, allavega þægilegra en trommusóló." Um verslunarmannahelgina ætla þau í rólega útilegu á Flúðir ásamt fjölskyldu Halla. „Mamma hans og pabbi eiga hjólhýsi þar og við ætlum bara að tjalda hjá þeim. Það var rosa- legt stuð þama í fyrra svo við hlökk- um mikið tfi." indiana@dv.is „Manni erþó ekki algjörlega sama hvað sagt er en á meðan fjölskylda og vinir gera greinar- mun á sönnum sögum og lognum þá gera þær lítið til. Maður reynir bara að loka á illkvittn- ina og vorkennir þeim sem eru að bera út sög- urnar því þeim líður greinilega eitthvað illa." r jr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.