Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 3
Betra ið lianga á
Hlemml en á Flllppsnyjum
Þeim finnst gott að
hanga á Hlemmi strák-
unum. Komu alla leið
frá Filippseyjum, hing-
að þar sem þeir hanga.
Skyndimyndin
Fluttu hingað með
mæðrum sínum og
sumir með feðrum, sem
hingað komu að freista
gæfunnar í fiski á ís-
landi.
Það fer vel um þá
hér, vilja hvergi ann-
ars staðar búa. Nota
tímann vel, spila sam-
an körfubolta og æfa
sig í íslensku. Þeir segja
gott samband milli Fil-
ippseyinga á íslandi.
Þeir spilia reglulega
saman körfubolta á
vellinum fyrir framan
Austurbæjarskóla.
Flestir búa þeir á
Hverfisgötu, finnst
best að búa í miðbænum. Hverfisgatan er þeirra Asía á ís-
landi. Þeir eru sammáia um að tungumálið sé erfitt, hafa
litlum tökum náð á því eftir að hafa verið hér nokkur ár.
Þeir halda hópinn og umgangast íslendinga ekkert sérstak-
lega mikið. Hlæja saman og spjalla á sínu eigin tungumáli sem
er einhvers konar blanda af spænsku og tungumáli innfæddra
á Filippseyjum.
—
Nýr Hlemmur
Strákamir frá Filipps-
eyjum eru að læra ís-
lensku og langar í
Iðnskólann.
Þeir hafa ekkert nema gott eitt um ísland að segja. Svara: „Já,
já,“ öllum spurningum sem fyrir þá eru bomar um gæði íslands
og þjóðarinnar sem hér býr og þeir em nú hluti af.
Hér em tækifæri sem þá langar að nýta. Læra málið og
mennta sig jafnvel enn frekar. Segja Iðnskólann spennandi
kost.
Spurning dagsins
Hver á að verða þjóðleikhússtjóri?
Sakna Baltasars og Magnúsar
„Fyrst og fremst vonast ég nú til þess að Þorgerður
Katrín láti ekki leiða sig út íeinhver kynjakvótamál
við þessa stöðuveitingu. Mín vegna má Þjóð-
leikhússtjóri alveg vera karlmaður næstu 100
árin í viðbót, mestu máli skiptirað ráða
hæfasta einstaklinginn. Ég tek Baltasar
Kormák og Magnús Ragnarsson fram yfir
þá 18 umsækjendur sem gerðirhafa verið
oþinberir en óska þeim öllum alls hins besta
og þakka Stefáni fyrir vel unnið starf."
Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra
bóka í Pennanum
„Ég vil sjá
flinka og hæfi-
leikaríka konu í
stól Þjóðleik-
hússtjóra. Það
eru margar
góðar konur á
þessum lista."
Atli Gíslason hæstaréttarlög-
maður
„Ég er nýbúinn
að sjá listann
yfir umsækj-
endur og vil
ekkert tjá mig
um einstök
nöfn. Þetta er
afar giæsilegur
hópur en hvort rétti maðurinn
er á honum, það verður tíminn
að leiða í Ijós."
Jón Viðar Jónsson leikhús-
fræðingur og forstöðumað-
ur Leikminjasafns fslands
„Ég vil að
Tinna Gunn-
iaugsdóttir
verði þjóðleik-
hússtjóri. Hún
erklárog
glæsileg kona
og mun án
nokkurs vafa standa sig vel í
þessu starfi."
Halldór Þorgeirsson kvik-
myndaframleiðandi
„Atli Gíslason
yrði fínn þing-
maður. Ég
mæli því með
Kolbrúnu Hall-
dórsdóttur þó
ég þekki ekki
hennar leikhúshæfileika."
Sigurður Bogi Sævarsson
blaðamaður
Árni Ibsen, Benóný Ægisson, Bjarni Daníelsson, Hafliði Arngrímsson,
Halldór E. Laxness, Hallur Helgason, Helga Hjörvar, Hlín Agnarsdóttir,
Jóhann Sigurðarson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ragnarsson,
Kristín Jóhannesdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Sigrún Valbergsdótt-
ir,Tinna Gunnlaugsdóttir,Trausti Ólafsson,Viðar Eggertsson og Þór-
hildur Þorleifsdóttir sóttu um starf þjóðleikhússtjóra.
Með popp um
hálsinn og í hárinu
Einn mikilvægasti fæðuflokkur
mannkyns hlýtur, þrátt fyrir allt, að
vera hin mjölvaríku fræ ýmissa
korntegunda; hveitisins, hrísgrjón-
anna, rúgsins, hafranna, byggsins,
dúrrunar, hirsisins og helsta tísku-
kornsins þessi misserin, maísins.
Fæðilega séð er maís einær nytjajurt
af grasætt, karlblómið situr í skúfi í
stöngultoppi og kvenblómið í axi á
blaðöxlum. Kornið sjálft situr í þétt-
um röðum utan á gildum kólfi og
getur maísinn náð allt að fimm
metra hæð. Ættir sínar á maísinn að
rekja til Mið- og Suður-Ameríku en
þar hefur hann verið ræktaður í fjög-
ur til átta þúsund ár. Nú er hann
ræktaður í ótal afbrigðum í hita- og
tempruðum beltum veraldar og
menn naga ýmist kólfinn steiktan,
bakaðan eða soðinn eða vinna úr
honum komflögur, mjöl og olíu.
Landvinningamenn í Nýja-heimin-
um vom á höttunum eftir ýmsu en
ekki maís og skeyttu ekkert um þetta
korn sem íbúar Nýja-heimsins
hámuðu í sig í tíma og ótíma. Popp-
maísinn er talinn allra maísa elstur,
fmmbyggjar Mið- og Suður-Amer-
íku hafa sturtað maískornunum í
risastór leirker með sjóðheitum
sandi í bominum. Etið sumt en ekki
síður notað poppið til að gera sér
hálsfestar og höfiiðskraut á stórhá-
tíðum. Þeir stráðu líka poppi um
stræti og torg á stórhátíðum, döns-
uðu í því og færðu það guðum regns
og frjósemi. Aztekar töldu það heita
mómóchítl en inkar sögðu það
pisankalla. Spænskur landkönnuður
á leið um Paragvæ á 18. öld skrifaði
hjá sér að indjánar þar syðu maís
sinn í olíu þar til hann spryngi út, þá
gerðu hefðarkonur sér úr honum
hárskraut en annað fékk hann í skál-
um og þótti gott. Og fljótlega spurð-
ist ágæti maísins út.
I Vi VJLitUtiu
GREIN FYRIR
HAGFRÆÐINGa.
- JOHN KENNETH GALBRAJTH
HAGFRÆÐINGUR1908-
KynningarfulEtrúinn
r ! leigubílstjórinn
' Ólafur Hauksson blaðamaður og kynningarfulltrúi
lceland Express og Gísli Hauksson leigubíl-
stjóri eru bræður. Þeir eru synir hjónanna
Ólafar Þorleifsdóttur húsmóður í Reykjavík
, 1 og Hauks Ársælssonar rafmagnseftirlits-
* marins frá Vestmannaeyjum. Ólafur er öllu
þekktari af þeim bræðrum enda hefur
b&ÆBB hann víða komið við í fjölmiðlaflórunni
undanfarna áratugi.
Þeir ei
bræður
155?
visir
...UMALLT!
... ALLT Á SAMA STAO - ALLTAF - ALLSSTAÐARS... Á V1SIR.IS
FRETTIRI ÞRIVIDD
LESTU, HLUSTAÐU, HORFÐU!