Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 29 Iþróttafélagið « HK opnar glæsileg an strandblakvöll við Fagralund í Fossvogsdalnum og ætla að halda íslandsmót um helgina. mótið um helgina en segir að stelp- urnar þurfi að fara að æfa sig í bún- ingum sem standast alþjóðlegar búningareglur hvað úr hverju, enda sé stutt í smáþjóðaleikana þar sem ísland verður með fulltrúa í fyrsta skiptið næsta sumar. Allt í góðu með bikiníið „Ég mundi ekkert rífast yfir því að þurfa að keppa í bikiní. Til að keppa í strandblaki þarf maður að vera í góðu líkamlegu formi og þá hefur maður ekkert til að skamm- ast sín fyrir. Þetta er kannski vandamál fyrir þær sem eru mjög feimnar." Einar, formaður strandblaks- sambandsins, segir að atvinnu- menn í strandblaki hafi oft mikið upp úr krafsinu og geti ferðast um allan heim og til dæmis séu Norð- menn búnir að koma sér í flokk fremstu þjóða þrátt fyrir að veðrið hjá þeim sé ekkert miklu betra en hjá okkur. „Norðmenn eru reyndar með innivelli og atvinnumenn í faginu sem eru að keppa um allan heim, en fyrst þeir geta þetta þá ættum við að geta þetta líka. Við þurfum bara að byrja strax af full- um krafti." íslandsmótið í strandblaki verð- ur sem áður sagði á strandblakvell- inum á útivistarsvæði HK í Fagra- lundi í Fossvogsdalnum og hefst klukkan 9 á laugardagsmorguninn og stendur yfir til 17. Á sunnudag- inn verður byrjað klukkan níu og hefjast úrslitaleikimir klukkan 14. rap@dv.is áhorfendum um allan heim. Lífleg tónlist og dansatriði í hléum gerðu kappleikina að veislu fyrir augu og eyru og vöktu búningar kvenlið- anna mikla athygli. Búningarnir mega, reglum sam- kvæmt, ekki vera efnismeiri en venjuleg bikiní eins og sást á ljós- myndum frá ólympíuleikunum. Strangar búningareglur „Þær mega ekki vera í efnis- meiri búningum en þetta. Kvennablakið var ekki nógu vin- sælt áður þannig að búningaregl- unum var breytt. Stelpurnar em svolítið fáklæddar en ég held að þegar líða fer á leikinn hætti áhorf- endurnir að pæla í kroppunum og gleymi sér við að horfa á leikinn því íþróttin er stórskemmtileg. Það er líka skemmtilegra að horfa á blak kvenna en karlablakið af því að boltinn gengur meira," sagði Karen Björg Gunnarsdóttir, blakkona úr KA sem ætlar að láta boltann ganga um helgina í Kópa- voginum. Karen segir að líklega verði hún bara í hjólabuxum og þröngum hlýrabol þetta skiptið vegna veðurs. Guðrún Ása Krisdeifsdóttir, blakkona hjá HK, segir að þegar hjólabuxumar hafi verið styttar samkvæmt breyttum reglum í inn- anhúsblakinu hafi hún ekki haft neina ástæðu til að kvarta. „Þetta er það sem mér finnst þægilegast að vera í,“ segir Guðrún. Hún segist ejcki vera viss um hvort hún taki með sér bikiníið á Fyrsti almennilegi strandblak- völlurinn hefur verið opnaður á framtíðarútivistarsvæði HK í Kópa- vogi. Völlurinn er við Fagralund í Fossvogsdal þar sem knattspyrnu- lið félagsins spilar sína hebnaleiki. lið búin að skrá sig," sagði Einar Sigurðsson, formaður strandblaks- sambands íslands. Vinsælt á ÓL „Ég hef sjálfur spilað í Dan- mörku í rigningu og roki og það er alveg hægt. Rigningin er allt í lagi en rokið getur gert leikinn svolítið erfiðan. Það er búið að byggja nýtt þjónustuhús þama á svæðinu með sturtum og öllu þannig að þetta verður frábært næsta sumar." Reglurnar í strandblaki em svipaðar og í innanhúsblaki nema hvað þær eru talsvert einfaldari. Það em aðeins tveir í hverju liði og völlurinn er 8 x 8 metrar (venjuleg- ur blakvöllur er 9 x 9). íþróttin vakti gríðarlega athygli á ólympíuleikunum í Aþenu og var ein vinsælasta íþróttin hvað varðar sjónvarpsáhorf enda er fþróttin hröð og skemmtileg og vakti klæðaburður og hressilegt atgervi íþróttamannanna mikla lukku hjá k Ry 1 íPi 1 \ ríTiTn mi S p p ] í iT f [í I . 9 Jj I L 1 1 |r “ 1 mnM f í Bh* 1 1 1 = í 1 s LJU1' I í Fi u p E L lr. V ■ i 1 M Stjörnuspá Guðmundur Benediktsson knattspyrnu- maður er þrítugur í dag. „Fyrir mannin- um er ávallt til ein rétt leið. Hann ætti að tileinka sér kað opna hjarta sitt og Ftjá tilfinningar sínar í fsama mæli og hug- myndir sínar. Honum er ^einnig ráðlagt að reyna [meðvitað að vera í nánari Ltengslum við hjartastöðv- ar sínar," segir í stjörnuspá hans. Guðmundur Benediktsson VV Vatnsberinn (20.jan.-K. m) VY --------------------------------- Gleymdu ekki eigin hag næstu misseri ef þú ert fædd(ur) undir stjörnu vatnsberans. Þú ert fær um að leiða hjá þér það sem þér mislíkar og þar af leið- andi kemstu auðveldlega í gegnum smá- vægilegt mótlæti sem verður á vegi þín- um jafnvel og mundu að minni mótstaða veitir meiri árangur. w Fiskarnir (19. febr.-20. mars) J * Gleymdu ekki viðhorfi þínu til ást- arinnar og tilfinningum þínum sem þú mátt eigi gleyma að hlúa að daglega. Annars kemur fram að fyrirboði skemmtilegra daga er framundan þegar stjarna þín er skoðuð. T Hrúturinn (2Lmars-19.apríl) Tákn hamingju og langlífis birt- ist hér þegar stjarna hrútsins er skoðuð. Vandamálum fækkar og gæfan fer að snú- ast þér í hag. Gættu þess að dæma ekki aðra að ósekju og hugaðu fyrst og fremst að eigin málum næstu vikur og mánuði. NaUtÍ §(20.aprH-20.maD Ö n Einn daginn virðist allt í kringum þig fara í þann farveg sem þú hefur ávallt óskað eftir. Ef þú vinnur með hjarta þínu, huga og vilja að verkefni sem tengist námi/starfi þínu verður þú fær um að breyta hverjum ásetningi yfir í veruleika fyrr en síðar. Tvíburarnire/. mal-21.]úal) Dagurinn í dag er tilvalinn til að huga að eigin tilfinningum kæri tvíburi og hér er einnig komið inn á að þú þarft að læra að forgangsraða málum þínum þegar kemur að vali milli vinnustaðar og heima- haga þinna. Krabbinn(22./ún(-2Zjii;o Eitthvað hræðir þig sem tengist fortíðinni. Nú er kominn tími til að læra af því sem þú hefur þurft að upplifa. Notfærðu þér það sem vekur upp neikvæðar minn- ingar og upplifðu lífið á jákvæðan hátt. % Ljónið (23.júlí-22. ágúst) T15 Frami þinn virðist taka miklum breytingum fyrr en siðar. Spenna, metnað- ur og dugnaður einkennir þig. Hugmyndir þínar leiða þig beina leið til árangurs. Þú virðist vera að taka næsta skref tengt þroska þínum. Undirmeðvitund þín virðist sjá um að koma því í verk. Meyjan (21 ágúst-22.sept.) Þegar þú telur þig vera reiðubú- in/n að takast á við tækifærið með opnum huga þá mun svarið koma af sjálfu sér. Slíkt telst oft á tíðum vera heppni og það á núna við þig kæra meyja. Þú getur nefnilega nýtt þér hina tæru vitund sem býr innra með þér ef þú kærir þig um. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Hér birtist þú áhyggjufull/ur, óörugg/ur og gröm/gramur en af einu hefur þú feykinóg þessa dagana og það er stíll. En þú verður að átta þig á háttvlsi þinni kæra vog til að nota hana á upp- byggilegan hátt. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n6v.) Sporðdrekinn tilheyrir áttunda stjörnumerkinu og er því stöðugt vatn. Stöðugi hlutinn er áberandi um þessar mundir í fari þínu en vatnið gefur þér áráttugirni þessa dagana sér í lagi þannig að þér er ráðlagt að huga vel að innsæi þínu og ekki síður dulsæi sem er vissulega styrkur þinn. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Oftar en ella birtist breyting hjá stjörnu bogmanns en þessar breytingar eru eflaust átakanlegar fyrir þig persónu- lega en eftir því sem tíminn líður munt þú líta til baka með gleði (hjarta. Steingeitin (22. des.-19.jan.) '-T Reynsla þín er til að þú lærir kæra steingeit og þegar ekkert virðist ganga upp og allt virðist jafnvel öfugsnúið ættir þú að muna að góðir hlutir gerast alltaf hægt. Það er viðeigandi að þú hugir að jákvæðum eiginleikum þínum núna. SPÁMAÐUR.IS ^ V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.