Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 9 Óbreyttur fjöldi sækir um húslán íbúðalánasjóði bárust að meðaltali 42 lánaum- sóknir á dag á tímabilinu 23.-31. ágúst sem er sami meðalfjöldi og í ágústmán- uði öllum. Þetta er heldur minni flöldi en í ágúst í fyrra þegar innkomnar um- sóknir voru að meðaltali 48 á dag. Tölur síðustu viku eru einkum áhugaverðar í því ljósi að í lok mánudags- ins 23. ágúst kynntu bank- arnir að þeir byðu verð- tryggð íbúðalán á sambæri- legum kjörum og fbúða- lánasjóður. Greining ís- landsbanka segir frá. Flugvél flutti sumar- bústað Twin Otter-flugvél Flugfélags íslands á fsa- firði hefur staðið í því síð- an fyrir helgi að flytja heilan sumarbústað norður í Fljótavík. Verk- inu er nú lokið og alls voru flognar 13 ferðir en vélin tók 1,5 tonn í hverri ferð. Að sögn Þorláks Ragnarssonar hjá flugfé- laginu var um norskt ein- ingarhús að ræða. 600 metra langur flugvöllur er í Fljótavík sem dugði ágætlega fyrir Otterinn því vélin þarf ekki nema um 300 metra flugbraut. Rafmagn sló út í Firðinum Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði nú á ellefta tím- anum í gær og liðu um 15 mínútur þangað til það kom aftur á flestum stöðum. Þó var rafmagnslaust í Þrastar- ási fram yfir hádegið. Raf- magnsleysið orsakaðist af því að vinnuvél fór í há- spennustreng milli Þrastar- áss og Blikaáss. Enn er straumlaust í Þrastarási en samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Suðumesja verður gert við þá bilun effir hádeg- ið. Vf.is greindi frá. Skírteini fyrirspítt Frá og með síðustu mánaðamótum verður krafist framvísunar lyfja- skírteinis við afgreiðslu örvandi lyfla. Lyfin sem falla undir þennan lyfja- flokk eru; Amfetamín, Ritalin, Ritalin Uno, Concerta og Modiodal. Samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, sem nýverið tók gildi, verður greiðsluþátttaka Trygg- ingastofriunar vegna þessara lyfja háð framvís- un lyfjash'rteinis. Læknir þarf að sækja um á þar til gerðu eyðublaði þar sem fram kemur sjúkdóms- greining og sjúkrasaga viðkomandi sjúklings. Garðyrkjustjóri sakar bæjarstjórn um skoðanakúgun Skammaður fyrir að sverta ímynd Vestmannaeyja Kristján Bjamason, garðyrkjustjóri í Vestmannaeyjum, var í fýrradag skammaður af bæjarstjóranum fyrir að skrifa meiningu sína í fjölmiðlum um ástand er varðar dýrahald í Eyjum. Kristján hefur undanfarið verið í miðri deilu milli þeirra er halda skepn- ur í Eyjum og þeirra sem rækta upp jarðveginn. Brögð hafa verið að því að skepnumar éti upp græðlinga, hross skemmi golfvöllinn og þau stofni flug- öryggi í hættu með beit sinni við flug- völlinn. Einn tiltekinn hrossa- og sauðfjár- bóndi, Gunnar Ámason, hefur verið titlaður tómsfimdabóndinn í Lukku, eða Don Kíkóti, auk þess sem kindur hans hafa verið titlaðar linkindur í um- ræðunni. I tölvubréfi Kristjáns, sem birfist á vefmiðlinum Eyjar.net, en þar hafa umræðumar náð hæstu hæðum, segir hann að Bergur Eh'as Ágústsson bæjar- stjóri, Andrés Sigmundsson, varafor- seti bæjarstjómar og þrír aðrir ráða- menn hjá Vestmannaeyjabæ hafi kall- að sig á fund í ráðhúsinu án skýringa. Þar hafi verið setið yfir honum og hon- um filkynnt að óánægja væri með vinnubrögð hans, til dæmis að hann væri sí og æ skrifandi í fjölmiðla, sér- staklega um landnytja- og umhverfis- mál. Ganga þessar skammir í berhögg við yfirlýsingar meirihlutans í bæjar- Kristján Bjarnason Garðyrkjustjór• inn i Eyjum hefur Itrekað stungið nið- urpenna og beint hárbeittri gagn- rýni að hrossa- og sauðfjárbændum. stjóm, V-listans, sem gagnrýndi harkalega Sjálfstæðisflokkinn fyrir skoðanakúgtm í aðdraganda síðustu kosninga. Tölvubréf Kristjáns var tekið af vef Vestmannaeyjar Þekktar fyrirpysjur ogpeyja, en ekki má skemma imyndina með gagnrýni á hross og kindur. Eyja.net skömmu effir að það var birt. „Ég held ég tjái mig ekkert um það sem gerist á starfsmannafundum. En ég held áfram ótrauður að tjá mína skoðun um pólitíkina," segir garð- yrkjustjórinn í Eyjum. Föstudagskvöldid 24. september ö Broadway „Langfyndnasti grin dóvaldur d jördinni!1 - MTV Midosola er i Skifunni, Lougovegi, simi 525 5040. Midoverdo odeins 2500 kr. 21DAGUR I SYNINGU! WWW.Sulll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.