Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 10
J 0 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004
Fréttir 0V
Baltasar Kormákur er með
allra duglegustu mönnum og
einbeittur með afbrigðum.
Hann hefur einstæða hæfi-
leika í að koma sér í aðstöðu
til að fá atorku sinni fullnægt.
Ekkert virðist standa I vegi
fyrir honum.
Baltasar þykir dreifa kröft-
um sínum ofmikið þannig
að hann nái stundum ekki
að sinna samverkafólki
sínu og fyrirliggjandi verk-
efnum sem skyldi.
„Það er mjög gaman
að vinna með Baltasar.
Hann hefur gífurlega
orku og virkjar hana
vel. Mér finnst hann
frábær leikstjóri þar
sem hann nær að hafa góöa yf-
irsýn og laöa fram það besta I
leikhópnum og starfsliðinu
hverju sinni en svo er hann llka
mjög lunkinn á viðskiptasviö-
inu.“
Agnes Johnsen, framkvæmdastjóri
Sögn ehf. Blueeys production
„Hann er duglegur og
klárar það sem hann
tekur sér fyrir hendur.
Kemur miklu I verk.
Hann er fljótur að læra
og koma sér inn I hlutina. Hann
hefur trú á sjálfum og þvl sem
hann er aö gera."
Þórir Snær, kvikmyndaframleiöandi
Zik Zak og vinur Balta
„Baltasar er frábær
manneskja I alla staði.
Góður vinur og inspír-
erandi listamaður.
Hann er skemmtilegur
og fallegur líka. Það skemmir
ekki fyrir. Eini gallinn við Balta
er að það er svo mikiö að gera
hjá honum að hann hefur ekki
alltaftíma fyrir mann."
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona
Baltasar Kormákur er fæddur árið 1966,
stúdent frá Menntaskólanum I Reykjavlk.
Hann ætlaði sér að verða dýralæknir en
fór fyrir tilviljun I leiklistarskólann. Var ráð-
inn í Þjóðleikhúsið strax að loknu prófi og
sló í gegn sem kvikmyndaleikari í Vegg-
fóðri. Þaðan hefur leiðin legið stöðugt upp
á við og nú er hann helst þekktur fyrir
kvikmyndaleikstjórn og athafnasemi.
KEA gefur
hjartastuð
Kaupfélag Eyfirðinga á
Akureyri, KEA, hefur fært
sundlauginni í bænum
sjálfvirkt hjartarafstuðtæki
að gjöf. Tækið er af gerð-
inni Acess Cardio Systems
og er einfalt og handhægt.
KEA, sem venjulega heldur
sig við að selja landsmönn-
um kjöt, hagnaðist um 130
milljónir króna fyrstu sex
mánuði ársins. Algert að-
sóknarmet hefur verið í
sundlauginni það sem af er
ári og fá starfsmenn þar
þjálfun í notkun stuðtækis-
ins næstu daga.
Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa íslendingar flutt út meir af lyfjum en þeir fluttu
til landsins. Útflutningurinn nemur 5,4 milljörðum króna en innflutningur 4,2
milljörðum króna. Jón Steindór Valdimarson hjá Samtökum iðnaðarins segir að
útflutningur á lyfjum og lyfjatengdu hugviti skili verulegum gjaldeyristekjum.
Islendingar selja meira
af lyfjum en beir kaupa
Allt útlit er fyrir að á þessu ári verði í fyrsta sinn flutt út meira af
lyQum en flutt er inn þegar miðað er við verðmæti. Fyrstu sjö
mánuði þessa árs voru flutt út lyf fyrir 5,4 milljarða króna en inn
fyrir 4,2 milljarða. Munurinn er 1,2 milljarðar króna.
Það hefði einhvern tímann þótt
saga til næsta bæjar að íslendingar
seldu meira aflyfjum én þeir keyptu.
Jón Steindór Valdimarsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins, segir að útflutningur á lyfj-
um og lyfjatengdu hugviti hafi skilað
verulegum gjaldeyristekjum á síð-
ustu árum.
Stanslaus aukning
Útflutningur lyfja hófst skömmu
eftir 1990 og upp úr 1995 var hann
orðinn 15 til 20% af innflutningnum.
Árið 2000 tók útflutningurinn kipp
og hefur vaxið nánast stanslaust síð-
an og horfur eru á að hann vaxi enn
frekar á næstunni.
Lyf eru að verða með mikilvægari
iðnaðarvörum sem íslendingar
flytja út.
Til samanburðar má geta þess að
fyrstu sjö mánuði þessa árs voru
fluttar út sjávarafúrðir fyrir 70,6
milljarða. Verðmæti lyfjanna er ná-
lægt því að vera 7,6% af sjávarafurð-
unum.
Fyrirtækin í þessari grein eru ekki
mjög mörg en tvö þeirra eiga aðild
að SI, Actavis hf. og Lyfjaþróun ehf.
Actavis fæst við lyfjaframleiðslu en
Lyfjaþróun við þróun lyfjaforma.
450 starfsmenn
Fram kemur hjá Jóni Steindóri að
í þessum fyrirtækjum eru um 450
starfsmenn. Sá hópur skapar þjóð-
arbúinu mikil verðmæti. Útflutn-
ingsverðmæti lyija árið 2003 nam
5,1 milljarði króna en 4,4 milljörð-
um króna árið 2002 og hækkaði því
um tæp 16% milli ára. Fyrstu sjö
mánuði ársins 2004 nam útflutning-
urinn 5,4 milljörðum ára og stefnir
því í enn meiri aukningu milli ára.
„Nú er svo komið að árið 2004
verður verðmæti útfluttra lyfja trú-
lega talsvert meira en innfluttra
lyfla," segir Jón Steindór. „Innlendir
lyfjaframleiðendur hafa ennfremur
verið brautryðjendur í að lækka
lyfjaverð, sem hefur komið neytend-
um til góða.“
Lyfjahugvit
Lyfjahugvit er orðinn snar þáttur
í starfsemi fyrirtækjanna og bæði
lyfin og hugvitið eru orðin mikilvæg
útflutningsvara.
Helstu verkefhi, sem unnið er að
hjá Samtökum Iðnaðarins varðandi
hagsmuni lyfjaiðnaðarins um þessar
mundir, lúta annars vegar að breyt-
ingum og lækkun á lyfjaeftirlitsgjaldi
og hins vegar að breytingum á lög-
um um einkaleyfi sem snerta
framleiðendur sam-
heitalyfja.
Jón Steindór Útflutningur á
lyfjum og lyfjatengdu hugviti
hefurskilað verulegum gjaldeyr-
istekjum á slðustu árum.
„Innlendir lyfja-
framleiðendur
hafa ennfremur
♦
verið brautryðj-
endur í að lækka
lyfjaverð, sem
hefur komið neyt-
endum tilgóða."
Deilt á klæðnað gesta við opnun Þjóð-
minjasafnsins
Ráðherra ekki með skotthúfu
„Annað hvort nota konur upp-
hlutinn allan eða ekki. Það er van-
virðing við búninginn að nota að-
eins hluta hans. Svona svipað og
klippa íslenska þjóðfánann í búta,“
segir Ragnhildur H. Ingólfsdóttir
húsfreyja í Eyrvík á Tjörnesi um
klæðnað fjölmargra kvenna sem
skreyttu sig á þjóðlegan hátt við
opnun Þjóðminjasafnsins í fyrradag.
„Ég sá að menntamálaráðherra var
að vísu í bolnum, pilsinu og með
svuntu og belti en skotthúfuna vant-
aði og þá vantar mikið," segir hún.
Ragnhildur segist hafa fylgst með
opnun Þjóðminjasafnsins í sjón-
varpinu og orðið urri og ó: „Ég sá
ekki betur en sjálfur sýningarstjóri
safnsins væri bara í bolnum og engu
öðru af búningnum í bland við ann-
an og nýtískulegri klæðnað. Þetta á
ekki að líðast," segir RagnhOdur sem
sjálf hefur saumað bæði peysuföt og
upphluti sam-
hliða því sem
hún starfar við
íslenskan heim-
ilisiðnað hjá
handverks-
hópnum Kað-
lín á Húsavík.
Ekki náðist
í mennta- j
' málaráðherra j
vegna skott-
húfunnar.
Menntamálaráðherra í upp-
hlutnum Ekki nóg að veral bol,
pilsi og með svuntu og belti.
Skotthúfan þarfað fylgja með.
Goðsögn í lifanda lífi berst fyrir lífi sínu
Líðan Péturs Kristjáns-
sonar óbreytt
„Mestu skiptir að halda í vonina,"
segir Magnús Kjartansson um líðan
Péturs W. Kristjánssonar
tónlistarmanns með
meiru. Pétur sefur enn eftir
alvarlegt hjartastopp og
kransæðastíflu sem hann
fékk fyrir viku.
Magnús hefur fylgst
grannt með gangi mála, er í
nánu sambandi bæði við
lækna og fjölskyldu Péturs.
Magnús segir litaraft Péturs
orðið eðlflegt og hjartað slái eðlUega.
Þegar þetta er skrifað, síðdegis í gær,
er þó fýrirliggjandi að brugðið getur
til beggja vona. ÁfaUið var mUdð.
Magnús og Pétur voru að vinna
saman plötu með lögum Kims
Larsen. Upptökur voru vel á veg
komnar en Pétur átti þó eftir að
syngja inn á nokkra
grunna. Magnús segir að
koma verði í ljós hvemig
spUað verði úr því.
Pétur er einn af hol-
gervingum rokksins, þjóð-
saga í lifanda lífi. VinsæU
maður svo af ber eins og
kom glögglega í ljós þegar
Grafarvogskirkja
troðfyUtist á dögunum með
nánast engum fyrirvara við bæna-
stund þar sem beðið var fyrir heUsu
Péturs.
DV sendir sem fyrr bestu kveðjur
til Péturs, fjölskyldu hans og vina
með ósk um góðan bata.