Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Prestur ók á einum tanki Dísilknúinn Volkswagen Golf á vegum Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda fór hringveginn á einum tanki. Ferðinni lauk í gær. Bíllinn eyddi 54 h'trum af dísilolíu, einum lítra minna en tank- urinn rúmar. Bílinn eyddi því 3,8 h'trum á 100 kílómetrum. Séra Jakob Rol- land, prestur kaþólskra í Hafnarfirði, ók bílnum. Að- stoðarökumaður var Stefán Ásgrímsson ffá FÍB. Risaeðlur á Svalbarða Fimm metra lög forn- aldarskepna er fundin á Svalbarða og er talin vera ichthyosaurus. Þetta kemur fram í Aftenposten. Á sama svæði fundust leifar af tíu metra löngum plesiosaurus. Tahð er að á rannsóknar- svæðinu leynist mun fleiri for- sögulegar dýraleifar. Jöm Hurum, helsti sérfræðingur Norðmanna í steingerv- ingafræðum, telur sig þegar hafa fundið leifar tíu dýra. Hann hefur líka fundið vel varðveitta steingervinga af öðmm sjávardýrum. Það vom námsmenn á sumar- ferð sem fundu dýrin. Vargamaná Þjóðminjasafiiinu? Steindór Andersen kvæðamaöur „Ég skoðaði safnið ekki mjög vel og get eiginlega ekki svar- að þessari spurningu afneinu viti. En mér leist mjög vel á þaö sem við blasti viö fyrstu sýn. Ég hefsaknað þess mjög að hafa ekki haft safnið opið öll þau ár sem það hefur verið lokaö. Ég hafmargoft átt er- indi vegna þess sem ég er aö stússast í og býst við að í framtíðinni eigi leið mín oft eftirað liggja þangað." Hann segir / Hún segir „Mér finnst safniö stórglæsi- legt og hafði mikia ánægju af því að vera við opnunina. Hús- ið tekur vel á móti manni og þaö erglæstur og virðulegur svipur á innganginum I húsið. Salirnir eru bjartir og nútíma- legir og ég hlakka virkilega til að skoða safnið í rólegheitum. Opnunin var einstaklega velheppnuð og mérfannst ánægjulegt að sjá hve margir biðu eftir aö komast inn I safn- ið þegar okkur bar að. Þaö fannst mér skemmtilega tákn- rænt." 1 ' »y vm vnp*T ':W$ Sigrfður Anna Þórðardóttir veröandi umhverfisráöherra HLuthafar í deCODE stefna fyrirtækinu, Kára Stefánssyni forstjóra þess og fjármála- stjóranum fyrir rétt fyrir að hafa hækkað hlutabréfaverð með röngum og villandi upplýsingum. Vísað er til þess að endurskoðendur fyrirtækisins hafi hætt fyrirvara- laust eftir að hafa vakið athygli á að tilkynna þyrfti betur um efnahag deCODE. Skurölæknir stefnir deCODE fyrir dóm Bandarísk lögfræðistofa safnar nú liði til að höfða mál gegn deCODE fyrir bandarískum dómstólum fyrir ranga og mis- vísandi upplýsingagjöf. Lögfræðingurinn sem fer með máhð sagði í samtali við DV að þar á bæ teldu menn að deCODE og for- svarsmenn þess hefðu veitt ófuh- nægjandi og rangar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins á sama tíma og þeir hafi verið að afla 150 milljóna dollara með skuldabréfaútboði. Hann segir að innherjar í fyrirtæk- inu hafi sjálfir selt hlutabréf á þeim tíma sem öðrum liluthöfum hafi ekld verið kunnugt um innri vanda- mál félagsins. Lögfræðingarnir höfða málið fyr- ir hönd bandarísks skurðlæknis, Richards Bassin, og annarra hlut- hafa sem áhuga hafa á því að bætast í hópinn. Það stendur þeim til boða sem keyptu hlutabréf í deCODE frá 29. október 2003 til 26. ágúst í ár. Endurskoðendur hættu fyrir- varalaust í rökstuðningi með stefriunni er vimað til þess þegar PriceWater- houseCoopers hætti fyrirvaralaust sem endurskoðandi deCODE. Þar kom fram að það hefði verið einhliða ákvörðun PriceWaterhouseCoopers að hætta að vinna fyrir deCODE. Því er haldið fram að endurskoð- endurnir hefðu viljað að fyrirtækið tilkynntí betur um raunverulegt ástand á fjárhagi félagsins. Máhð er höfðað gegn fýrirtækinu deCODE en einnig gegn Kára Stefánssyni, for- stjóra og stjórnarformanni félagsins, og Lance Thibault fjármálastjóra. Ásakanirnar eru þær að deCODE og stjómendurnir hafi brotið gegn lögum og reglum bandaríska íjár- málaeftírlitsins. í stefnunni segir að dehur fyrirtækisins og endurskoð- endanna veki sérstaka athygli Hann segir að inn- herjar i fyrirtækinu hafí sjálfír selt hluta- bréfá þeim tíma sem öðrum hluthöfum hafí ekki verið kunnugt um innri vandamál félagsins. vegna þess að fyrirtækið hafi í fortíð- inni þurft að leiðrétta reikninga. Þess vegna hafi hluthafar verið sér- staklega á varðbergi gagnvart góð- um reikningsskilum. Stefnan er rökstudd með því að vitna tíl árshlutareikninga deCODE og tilkynninga th bandaríska verð- bréfaþingsins. Krefjast bóta fyrir svik Hluthafarnir krefjast þess að viðurkennt verði að forsvarsmenn deCODE hafi svikið hluthafana og að þeim verði dæmdar bætur. Lögmaðurinn sem DV talaði við hjá skrifstofunni Lerach Coughlin Stoia Geher Rudman & Robbins LLP, sagði að íyrirtækið sér- hæfði sig í málum sem þess- um. Það hefur 140 lögfræð- inga á sfnum snærum um öh Bandaríkin. Langflestum málum lýkur með sátt en eitt prósent mála endar fyrir dómi. Fyrirtækið segist hafa náð um 20 mihjörðum dohara sam- anlagt úr málum sem það hefur höfðað. Lögmaðurinn sagði að strax við upphaf vinnudags í gær hefðu fimm th tíu manns haft samband við skrifstofuna tíl að spyrjast fyrir um stefnuna gegn deCODEthað fá að vera með í að sækja kröfur, Stefnan kom fr am í Bandaríkjun- um í fyrradag og birtist þá á við- skiptafréttavefjum þar. Engin tilkynning hefur borist frá deCODE. Endurskoðand- inn Vignir Rafn Gíslason hjá PriceWater- houseCoopers sagðist hvorki geta né vhja tjá sig um máhð. Ekki náðist í Kára Stefánsson. kgb@dv.is Kári Stefánsson Verður stefnt fyrir bandaríska dómstóla fyrir rangar og villandi upplýsingar. Reykjavíkurborg selur Bakkabræðrum Rauðakrosshúsið Kaupa miðborgarvillu á 85 milljónir Lýður og Ágúst Guðmundssynir Bræöurnir iBakkavör hafa keypt eitt viröulegasta húsiö viö Reykjavikurtjörn. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir eru að kaupa Tjarnar- götu 35 fyrir 85 milljónir króna. Eign- arhaldafélag þeirra, Meiður ehf., átti hæsta thboð í húsið sem Reykjavík- urborg auglýsti nýlega th sölu. Borgarráð á enn eftir að staðfesta söluna th Meiðs. Rauði krossinn var í áratugi með starfsemi í húsinu, meðal annars einkarekna spítalann Sólheima sem stofnaður var 1944. Var þeim rekstri hætt á sjöunda áratugnum. Tjarnargata 35 var byggð af Jóni Laxdal kaupmanni og tónskáldi árið 1913 eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar arkitekts. Útbygging var reist við húsið 1918 og er það einlyft steinhús á kjallara með rishæð ahs 425 fermetrar að grunnfleti. Rauði Krossinn hafði húsið til nota frá því um 1970 og rak þar heimili fyrir vegalaus börn. Þar var síðar neyðarathvarf fyrir börn sem flýja þurftu heimhi sín og neyðar- sími Rauða krossins var þar tíl húsa. Léleg nýting á húsinu varð th þess að Rauði krossinn hætti rekstri hússins og þá ákvað borgin að setja það á söluskrá og leitaði thboða. Fjöldi thboða mun hafa borist í hús- ið en engar kvaðir voru um nýtingu þess af hálfu seljanda. Skák af upprunalegri lóð hússins hefur um árabil verið notuð sem hluti af lóð Tjarnargötu 33 þar sem Tjarnarborg er th húsa. Ekki er vitað hvaða not Meiður hyggst hafa af húsinu. ijuríWall StreetJournal The Wah Street Journal fjahar um um lundapysjutímann í Vest- mannaeyjum í forsíðugrein undir yfirskriftinni „In Iceland, Kids Go Out at Night to Pick up Chicks". Blaðakonan Ellen E. Shultz hitti unga pysjueftirlitsmenn sem leita að pysjum fram á nótt. Ellen lifði sig inn í hugarheim barnanna í Eyjum og skrifar myndrænar lýs- ingar af upplifun sinni með Eyja- bömum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.