Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
í þaö minnsta einn skipverja vantaði á rækjuskipið Kópnes ST-46 sem sökk norð-
ur af landinu í gærmorgun. Lögum samkvæmt áttu minnst íjórir að vera um borð.
Formaður Félags skipstjórnarmanna segir að brotalöm sé í kerfinu.
Bensínverð
lækkar
verðbólgu
Olíufélögin lækkuðu
bensínverð í fyrradag um
1,5 krónu á lítra. í ljósi
þessa eru nú mestar líkur á
0,5% hækkun vísitölu
neysluverðs á milli ágúst og
september í stað 0,6%
hækkunar sem spáð var á
mánudag. Að sögn íslands-
banka eiga útsölulok
stærsta þáttinn í hækkun
vísitölunnar á milli mán-
aða. Ef spáin gengur eftir
mælist verðbólgan 3,5% í
september. Verðbólgan er
nú 3,7% og er því yfir 2,55%
verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans.
Ekki „redda"
fótboltanum
Bæjarráð Reykja-
ness samþykkti í
gær viðbótarsamn-
ing vegna tækja-
kaupa til reksturs
íþróttavalla. Ákveð-
ið var að verja 3,5
milljónum í málið
og var upphæðinni
vísað til endurskoðunar. Jó-
hann Geirdal, oddviti Sam-
fylkingarinnar í minnihlut-
anum, sat hins vegar hjá
með bæjarfulltrúanum
Ólafi Thordarsen. Þeir létu
svo bóka: „Við teljum eðli-
legt að komið sé til móts
við rekstur knattspyrnu-
deildarinnar á heilstæðan
hátt í stað svona smá redd-
inga.“
Húseigendur
kaupa bréf
Hugsanlegt er að nýju
íbúðalánin sem bankarnir
bjóða muni leiða til auk-
innar stöðutöku íslenskra
heimila á hlutabréfamark-
aðinum. Með lánunum
gefst íbúðareigendum betra
færi en áður á að losa um
eigið fé sem bundið er í
húsnæðinu og nýta til ann-
arra hluta. Nokkuð hefur
verið rætt um möguleika
þess að þetta íjármagn fari í
aukna neyslu. Hitt er hins
vegar einnig líklegt að þetta
fé muni leita inn á hluta-
bréfamarkaðinn. Hlutabréf
hafa hækkað mikið að und-
anförnu og þátttaka ein-
staklinga á markaðnum
hefur aukist. Greining ís-
landsbanka segir frá.
Skipift sem sökk
var undirmannað
„Það er
ráðaleysi og
eftirlitsleysi
með undir-
mönnun og
réttindum"
Þrír menn björguðust úr gúmmíbát eftir að skip þeirra, Kópnes
frá Hólmavík, sökk 37 mflum norð-norðvestur af Skagatá. Mildi
þykir að mennirnir hafí bjargast en að öðru leyti var björgunin
dularfull. Það vantaði minnst einn mann um borð.
Kópnes er tæplega 150 rúmlesta
skip með 442 kílóvatta vél.
Samkvæmt lögum um atvinnurétt-
indi skipstjómarmanna á íslenskum
skipum númer 112 frá árinu 1984 eiga
minnst að vera einn skipstjóri og einn
stýrimaður á skipum frá 31 til 300
nimlesta.
Lög númer 113 ffá sama ári um at-
vinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og
vélavarða á íslenskum skipum kveða á
um að um borð í skipi sem hefur lest
með aflið 221 til 750 kílóvött eigi að
vera minnst einn yfirvélstjóri auk véla-
varðar.
Því er ljóst að um borð í Kópnesinu
áttu að vera minnst fjórir menn sem
fylla áttu þessar stöður, fyrir utan stöð-
ur bryta og háseta.
Brotalöm í kerfinu
Samkvæmt upplýsingum DV vom
fjórir skipverjar skráðir um borð í Kóp-
nesi allt þar til í ágúst, að þeir vom að-
eins þrír. Lögskráning á skip fer fram í
gegnum sýslumann á hverjum stað
fýrir sig. Áslaug Þórarinsdóttir, sýslu-
maður á Hólmavík, var ekki til viðtals
um hvemig Kópnesið gat farið undir-
mannað á sjó í mánuð.
„Það er einhver brotalöm í kerfinu
sem gerir þeim kleift," segir Ámi
Bjamason, formaður Félags skip-
stjómarmanna, og kveðst vona að ekki
sé algengt að skip séu undirmönnuð.
„Ég veit dæmi þess að sama skipið hafi
verið tekið fyrir þetta með mjög
skömmu miUibili og held ég fært í
land. Ég held að Landhelgisgæslan
stoppi menn þegar þetta gerist oft
með sama aðilann," segir hann.
Eftirlit í molum
Einar Öm Einarsson, formaður
nemendafélags Skipstjóra- og stýri-
mannaskólans, segir eftirlit Landhelg-
isgæslunnar með réttindum og undir-
mönntm almennt í molum. „Það er
ráðaleysi og eftirlitsleysi með undir-
mönnun og réttindum. Það virðast
engin mál kláruð. Dæmi em um að
menn séu ítrekað teknir réttindalausir
á sama bát og þeir bara halda áfram.
Varðskip Landhelgisgæslunnar hanga
við akkeri og láta sig reka hér og þar við
landið vegna fjárskorts. Það er búið að
moka öllum fjármunum út úr Gæsl-
unni. Við erum að komast út að endi-
mörkum þama. Nú fara að gerast al-
varlegir hlutir."
Sjálfur segist Einar hafa stýrt skipi
þrjú sumur án þess að hafa réttmdi.
Ilann hafi lært af þeim mistökum þeg-
ar sMpið tók niðri.
„Menn verða að hafa menntun til
að þola ábyrgðina, álagið og alvöruna
sem sMpstjórastarfinu fylgir. Það að
sMp komist upp með að vera undir-
mönnuð vekur okkur til umhugsunar
um framtíðina. Við menntum okkur í
tæp fimm ár, en menn geta verið að
leika sér réttindalausir og svo er verið
að undirmanna sMpin með tilheyr-
andi meira álagi fyrir sMpverja," segir
Einar.
Sökk í austan kalda
Tildrög þess að Kópnesið sökk
verða rannsökuð af rannsóknamefnd
sjóslysa. Sagt er að leM hafi orðið í vél-
arrúmi sMpsins um Hukkan 10 mínút-
ur í fimm í gærmorgun og sMpið teMð
að hallast. SMpverjamir þrír sendu út
neyðarkall og fóm í gúmbjörgtmarbát.
Til allrar hamingju var Kaldbakur, sMp
Brims, aðeins 12 mflum ffá og tókst
þeim að bjarga sMpverjunum. Austan-
kaldi var þegar sMpið sökk, um 10 til
12 metrar á sekúndu. jontrausti@dv.is
_ i-j-
— « gjB - *"
Eftirlit í molum EinarÖrn Einarsson,
formaður nemendafélags Skipstjóra-'
og stýrimannaskólans, segir skip
Landhelgisgæslunnar láta sig reka
eða liggja við akkeri til að spara fé.
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri um húslánin
Vissulega rétt að við erum í vanda
Eiríkur Guðnason, einn banka-
stjóra Seðlabankans, segir að vissu-
lega sé það rétt sem fram hafi kom-
ið að SeðlabanMnn sé í vanda með
að meta ýmis áhrif af hinum nýju
íbúðalánum bankanna.
„Við getum aðeins gert okkar
besta við að meta áhrifin í stöðunni
sem komin er upp," segir Eirflcur.
„Þetta er nýstárlegt á fjármálamark-
aðinum hér og við höfum ekki sögu-
lega reynslu til að styðjast við þegar
við reynum að meta áhrif þessara
lána á þætti eins og eftirspurn í hag-
Hvað liggur á?
kerfinu, gengi krónunnar og verð-
bólgu. Við munum því fylgjast eins
vel með þróuninni eins og kostur er
á næstu mánuðum."
í máli Eiríks kemur einnig ffam
að það flæM svolítið málið að al-
menningur á kost á að taka hin nýju
lán óháð því hvort viðkomandi er að
byggja eða kaupa húsnæði. „Og það
má geta þess að nú virðast verð-
tryggðir vextir á skuldabréfum vera
orðnir lægri en þeir hafa verið síð-
ustu 20 árin," segir Eiríkur.
Útgáfa næstu Peningamála
Seðlabankans verður þann 17. sept-
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður „Það liggur á að þakka öllu því góða fólki sem
hefur tekið þátt í undirbúningi Þjóðminjasafnsins og lagt sitt afmörkum til að gera þetta með
sem glæsilegustum hætti. Það liggur líka á að taka því rólega með fjölskyldunni eftir alla vinn-
una og átakið/' segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. A
ember næstkomandi. Eiríkur á þó
ekM von á að þessi staða hafi áhrif á
þá útreikninga sem þar verða lagðir
fram enda of stuttur tími liðinn til
að áhrifa af hinum nýju íbúðalán-
um sé farið að gæta að ráði í hag-
kerfinu.
Það var Greining íslandsbanka
sem vakti athygli á þessu vandamáli
í vikunni. Þar kom meðal annars
fram að þessi staða væri óþægileg
fyrir Seðlabankann og skapi honum
aukna óvissu. BanMnn þurfi að vera
framsýnn í ákvörðunum og taka til-
lit til þess ástands sem lfldegast
muni verða á næsta ári eða þegar
áhrifin af þessum breytingum verði
líklegast komin fram.
„I ljósi miHllar óvissu kunni að
fara svo að banHnn bregðist rangt
við þessu nýja útspili bankanna,"
segir í áliti Greiningar íslandsbanka.
Eirfkur Guðnason Það flækirsvolítið málið
að almenningur á kost á að taka hin nýju lán
óháð þvl hvort viðkomandi er að byggja eða
kaupa húsnæði.