Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV • Súpukjötið er á tilboðsverði í Fjarðarkaupum um helgina. Kílóið kostar aðeins 335 krónur. Þá eru ís- lenskar gulrætur seldar á 169 krónur^ kílóið í stað 398 kr. áður. íslenskt kínakál, spergilkál og blómkál kostar aðeins 189 kr. kílóið. Hvítkálið er mun ódýrara og kostar aðeins 98 kr. kílóið. • Pottaplöntuútsala er hafin í Blómavali. Þrjú stykki af hinni fallegu Eriku kosta aðeins 999 krón- ur og orkideumar em einnig seldar á 999 krónur. Veittur er 20 til 50% afsláttur af öllum pottaplöntum. Auk þess em kistur af ýmsum gerð- um seldar á tilboðsverði. • Frosnir ýsubitar, roð- og bein- lausir, fást í 800 gramma pakkningu í Bónus á aðeins 299 krónur. Thule léttbjórinn kostar aðeins 49 kr. og Bónus eplasafinn aðeins 59 krónur. Það er líka hægt að gera góð kaup á brauði því Bónusbrauðið kostar að- eins 98 krónur um helgina. • Lukkudagar standa nú yfir í Kringlunni. Lukku- hjólinu verður snú- ið í dag klukkan 16 og 18. ískassar frá Emmess, bíómiðar frá Sambíóun- um, bolir, handklæði og lottómiðar er það sem hinir heppnu geta feng- Besta ráðið við sinadrætti Fátt er óþægilegra en að vakna með sinadrátt eins og þeir vita sem hafa upplifað það. Til er gamalt húsráð við sinadrætti sem virkar mjög vel. Það er einfaldlega að taka inn eina kúfaða teskeið af salti og skola nið- ur með vatni. Sinadráttur- inn hverfur eins og dögg fyrir sólu og síðan er gott að standa upp og teygja á við- komandi vöðva, varlega en þó ákveðið. Sumum finnst líka gott að spenna vöðvana sem em á móú þeim sem sinadrátturinn er í. Þá er gott að hafa aðstoð til dæmis maka. Sinadráttur getur skoúð upp kollinum þegar fólk hefur verið lengi í sömu stellingu eða orðið fýrir vökvatapi. nið Verð miðast við 95 oktan á höfuðborgarsvæðinu Esso Expert Hæðarsmára 103,90 krónui Shell Suðurfelli 104,90 krónui Olis Hamraborg. 104,90 kr. ÓB v/Fjarðarkaup - 103,90 krónur Atlantsolía Allarstöövar 103,90 krónur Ego Salavegl/Smáralind 103,90 Orkan Skemmuvegi, Klettaggörðu og Hafnarfirði -103,80 Gamalt&gott Matarsódi er frábært fyrir- bæri sem má nota til margra hluta annarra en í bakstur. Matarsódi er til dæmis vel þekktur sem lyktareyðir enda eyðir hann ólyktinni en hylur hana ekki eins og svo margar lykteyðandi vör- ur. Setjið matarsóda f ís- skápinn og örbylgjuofninn þegar hann er ekki í notkun. Ef íþróttaskórnir lykta illa er upplagt að strá matarsóda í þá eða strá honum yfir gólf- teppi. Látið sódann bíða í kortér á teppinu og ryksugið síðan. Teppalyktin verður fersk og góð. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson Qármálaráðgjafi segir afnám verðtryggingar stærsta hagsmunamál húsnæðiskaupenda. Hann undrast að íbúðalánasjóður skuli bjóða verð tryggð lán enda sé verðtryggingin i raun ekkert annað en vaxtavextir. Eina vil að taka óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa Verötrygging hefur þau áhrifá lánið að höfuðstóllinn hækkar ogþví meirasem verðbólgan er Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson Telur timaspursmál hvenær bankar fara almennt að bjóða óverðtryggð lán. Það sé enda besta lausnin fyrirþá sem eru að kaupa húsnæði. --------- 3— ’SL Vaxtakapphlaup bankanna und- anfarna daga hefur vafalaust ruglað marga í ríminu enda bankarnir komnir í harða samkeppni við íbúðalánasjóð um fjármuni hús- næðiskaupenda. Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson fjármálaráðgjafi varar fólk við að fara of geyst f þessum efnum, jafnvel þótt vextirnir séu ekki háir þessa dagana. „Vextirnir geta breyst eftir að lánið er tekið en það er ekki stóra málið. Það skiptir ekki síður máli að fólk geti greitt lán- ið upp án uppgreiðslukostnaðar ef það hentar og einnig er mikilvægt að fólk geti greitt inn á höfuðstólinn og stytt lánstímann ef svo ber undir," segir Ingólfur. Bankamir boða hús- næðiskjörin að því tilskildu að fólk hafi öll sín viðskipti í viðkomandi banka, svo sem launareikninga, líf- eyrissparnað og fleira. Þetta segir Ingólfur varasamt, ekki síst vegna þess að bankarnir eru í bullandi samkeppni. „Þetta er ekkert annað en langtíma áttahagaskuldbinding og að mínu viti afleitt í langtímavið- skiptum." Verðtryggð lán eru dýrari Stóra málið í þessu öllu saman að mati Ingólfs er þó munurinn á verð- tryggðum og óverðtryggðum lánum. Hann mælir sterklega með þeim síð- arnefndu og rökin eru sterk. „Verð- trygging hefur þau áhrif á lánið að höfuðstóllinn hækkar og því meira sem verðbólgan er hærri. Mánaðar- greiðsla verðtryggðra lána er lægst í byrjun en fer síðan hækkandi en það er öfugt við það sem gerist í óverð- tryggðum lánum. Verðtryggð lán eru dýrari en hin óverðtryggðu og þeim mun dýrari sem þau eru til lengri tíma. Þá er eignamyndun hægari með verðtryggðu lánunum. Það er því ekki hægt að mæla með öðru en óverðtryggðum lánum,“ segir Ingólfur. Mikilvægt að fara hægt í sakirnar íslandsbanki bauð óverðtryggð lán að sögn Ingólfs um síðustu ára- mót en einhverra hluta vegna fór það frekar hljótt. „Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær bank- arnir fara að bjóða fólki óverðtryggð lán, jafnvel bara dagaspursmál eins og málin virðast vera að þróast nú,“ segir Ingólfur. íbúðalán eru örugg- ustu lánin á markaðnum með fyrsta veðrétti í fasteign og segir Ingólfur því engin rök fyrir því að hækka þyrfti vexti af slíkum lánum þótt verðtryggingin yrði afnumin. Hann hvetur fólk til að fara hægt í sakirnar þegar húsnæðiskaup eru annars vegar, setja vel niður fyrir sér hversu mikið það vilji skuldsetja sig, hver greiðslubyrðin eigi að vera og hversu hratt fólk vilji „eignast" íbúð- ina. Á heimasíðu Ingólfs www.spara.is er hægt að lesa ýmsa pistla og athuga með ráðgjöf og námskeið. Það er alltaf sumar hjá kríunni, sem flýgur um fjörutíu þúsund kílómetra leið árlega Krían er farin. Að minnsta kosti langflestir fuglarnir ef marka má orð fuglafræðinga. Oftast yfir- gefur krían landið síðla í ágúst en þetta sumarið varp- tíminn hafa farið venju fremur seint af stað. Ferðalagið fram undan er langt og strangt og verður krían á ferðinni næstu mánuði. Því miður hefur ekki tekist að endurheimta nema fimmtán kríur utan landsteinanna og því erfitt að segja nákvæmlega fyrir um ferðir hennar, en alls hafa rúmlega tuttugu þúsund kríur verið merktar hér á landi. Litlar heimtur á kríunum stafa einkum af því að þær halda sig fjarri mannabyggðum mestanpart ársins. f grein eftir Guðmund A. Guð- mundsson segir að gera megi ráð fyrir að íslenskar kríur séu við norð- urströnd Gíneuflóa, allt frá Sierra Leone í vestri að Nígeríu í austri í september og október. Þær eru nokkuð sunnar í nóvember og halda sig þá gjarna við strendur Nígeríu, Kamerún og Angóla. Á aðventunni ættu íslensku kríurnar að vera komnar til Suður-Afríku. Einhver hópur heldur sig trúlega á hafsvæð- unum við Góðrarvonarhöfða yfir veturinn en stærsti hópurinn fer enn lengra, eða um þrjú þúsund kíló- metra leið, og endar förina á Suður- skautslandinu. Kríur sjást líka við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Krían er mildll ferðalangur og ferðalagi hennar um heimsálfurnar er þannig háttað að það er alltaf sumar. Hún leggur að baki allt að tuttugu þúsund kílómetra á hvorri leið og fer því um íjörutíu þúsund kílómetra árlega, sem jafngildir vegalengdinni umhverfis jörðina. Krían lætur oftast sjá sig hér á landi í apríllok og dvelur hér í þrjá til fjóra mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.