Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 23
DV Fókus FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 23 Líkamsræktardrottningin Unnur Pálmarsdóttir stendur fyrir heilsu og likams- ræktarráðstefnu í Sporthúsinu um helgina. Frægustu þolfimi- og danskennarar heimsins ætla að mæta og kenna íslendingum hvernig á að hreyfa sig. I. Lorekur aðstoðar- fólk Hollywood-glamúr- frekjan Jennifer Lopes er farin að reka að- stoðarfólk sitt hægri vinstri vegna frétta sem hafabirstum hana í erlendum slúð- urblöðum. Nú síðast fckk snyrtifræðingurinn Scott Barnes að íjúka en Jennifer hafði þó engar sannanir fyrir því að hann hefði verið aö leka fréttum í gulu pressuna. J. Lo er samt viss um að einhver af þessum mörg hundruð starfsmönnum hennar sé að leka fréttum í pressuna en þar sem um heilan her er að ræða er erfitt að finna nákvæmlega hver ber ábyrgð á þessu. Þess vegna var Scott Bames látinn gjalda fyrir glæpinn með upp- sögn. „Með þessu vonast ég til að víkka sjón- deildarhringinn svo fólk sem er aðeins í spinning eða aðeins að lyfta fái að kynnast fleiru," segir þolfimi- og líkamsræktar- kennarinn Unnur Pálmarsdóttir. Unnur hefur starfað lengi í hkamsræktargeiranum og var valin kennari ársins í Bretlandi í fyrra. Núna stendur hún fyrir heiisu- og lfk- amsræktarráðstefnu sem haldin verður í Sporthúsinu í dag og á morgun, laugardag. Vítamínsprauta fyrir haustið „Ráðstefnan er byggð á erlendri fyrir- mynd. Ég hef fengið sjö erlenda heims- þekkta kennara sem ætla að kenna okkur það nýjasta í þessum heimi. Þama er hægt að kaupa sig inn í hvern tíma fyrir sig eða þá kaupa kort fyrir alla ráðstefnuna," segir Unnur og bætir við að ráðstefnan eigi að virka sem vítamínsprauta fyrir haustið. „Það er mikill áhugi fyrir allri hreyfingu og ég vona að fólk fjölmenni og skemmti sér vel undir góðri tónlist." Heimsmeistarinn í fönki og dansi , Meðal kennara er heimsmeistarinn í fönki og dansi. Þótt Unnur hafi ferðast um allan heiminn segist hún aldrei hafa séð betri dansara. „David ætlar að kenna okk- ur nýjustu sporin sem við sjáum á Mtv og hefur lofað að hafa þetta sem einfaldast svo allir geti tekið þátt.“ í dag klukkan 17 verður opnunartíminn þar sem alhr kennararnir sýna sitt efni. Samkvæmt Unni er sniðugt að mæta í þann tíma til að velja í hvað maður vill mæta. „Þetta verður í rauninni eitt stórt heljarinnar partí. Páll Óskar verður plötu- snúður, tveir bongótrommarar verða á staðnum, veitingar frá Salatbarnum og glaðningar frá Body Shop.“ Miklu betra en að djamma Unnur segir að þótt vinnan í kringum þetta sé mjög mikil stefnir hún að því að halda svona ráðstefnu á hverju ári. „Þar sem ég hef starfað mikið erlendis þá er ég komin með góð sambönd svo það er um að gera að nota þau til einhvers góðs. Það er miklu betra að mæta þarna og missa sig og fá góða útrás heldur en að eyða pening- unum á djamminu." Unnur dóttir, barnum og nars- Óskar t rommar- taðnum, glaðning Jesús leikur Súperman Miklar vangaveltur hafa veriö um það hver komi til með að leika Súperman í nýrri mynd um kappann. Talað hefur verið um leikara á borð við Nicolas Cage, Jude Law, Brendan Fraser og Jake Gyllenhaal en enginn þeirra þótti nógu góður í hlut- verkið og þess vegna var bara eitt í stöðunni. Að fá Jesús sjálf- an til að taka þetta að sér. Nú eru í það minnst allar líkur á því að Súperman verði leikinn af öðru ofurmenni, leikaranum Jim Caviezel sem sló í gegn í The Passion ofThe Christ eftir Mel Gibson. Samkvæmt fréttum er málið svo gott sem frágengiö en þó á eftir að skrifa undir samn- inga og ganga frá alls kyns smá- atriðum. J 3 ■W JT Forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um valda Qölskyldudeilum Aukinn vöxtur í netsölu á tónlist Baldwin-bræður deila um pólitík Komandi forsetakosning- ar í Bandar/kjunum hafa ekki bara klofíð þjóðina I tvennt heldur llka heilu fjölskyldurnar og það eng- ar eðlilegar Fjölskyldur. Leikarabræðurnir sem kenndir eru við Baldwin hafa nefninlega ekki sömu skoðun á stjórnmálum og standa nú I deilum. Alec hef- ur alltaf verið demókrati en nú hefuryngri bróðir hans Stephen skráð sig I Repú- blikanafíokkinn. „Min póli- tlska afstaða byggir á því að ég kýs þá sem mér list best á hverju sinni. Guð hefur kerfísbundið verið fjarlægður úr okkar samfé- lagi og menningu og þess ■ vegna kýs ég repúblikana. Þeir eru líklegri til að koma W \ Guði aftur að,“segir Steph- V \. en sem er frelsaður. Alec ’ segir ftokkinn hinsvegar aðeinsætla að nota hann 9 r og henda svo þegar kosn- ingarnar eru búnar. „Þeir eiga eftir að henda hon- um eins og hverju öðru rusli. Ég ráðlagði honum að passa sig á þeim en hann gaf náttúrlega sklt I það eins og allt sem ég hefráðlagt honum um ævina," segir Alec. Alec Baldwin Eryfírlýstur demókrati og segir Repúblikanaflokkinn að- eins vera að nota frelsaöan bróöur sinn, Stephen, I áróöursskyni. Ný markaðsspá er komin út frá greiningarfyrirtækinu Forrester Res- earch um framtíð sölu tónlistar á netinu. Gert er ráð fyrir að sala tón- listar á þennan máta aukist verulega á næstu árum og fari yfir þrjúhund- ruð milljarða árið 2009. Aukningin er skýrð með vaxandi kaupum Evr- ópubúa á netinu en Bandaríkja- menn hafa til þessa verið duglegri við tónhstarkaup á netinu. Micro- soft hefur nú opnað tilraunaverslun á netinu, MSN Music, og verður hún fýrst um sinn einungis opin Banda- ríkjamönnum. Keppinauturinn Apple hefur nú um 70% af heims- markaðnum. Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri íslenska sölunetsins tonlist.is, segir að aukningu megi greina í sölu stakra laga frá í vor. Tel- ur hann að aukning sé um 20% milli mánaða. Vefurinn var stofnaður í apríl 2003 í sömu viku og iTunes fór í gang. Átta þúsund notendur eru skráðir á vefinn og um 1500 nota hann mánaðarlega. öll íslensk tón- list sem komin er á geisladiska er komin á vefinn og nú er unnið að skráningu laga af vinyl og úr óút- gefnum hljóðritunum. Verða lög af diskum haustsins boðin á vefnum viku til tíu dögum fyrir útgáfur. Þá stendur vefurinn í viðræðum við Samtón um hugsanlegar útgáfur af stóru tónlistarsafni Ríkisútvarpsins sem á stærsta íslenska hljóðritasafn í heiminum. Stefán Hjörleifs- son Ánægöurmeö aukningu I sölu tónlistar á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.