Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 25 Nútímadanshátíð í Reykjavík, Reykjavik Dance Festival, hefst í Borgarleikhúsinu í dag og stendur til 11. september. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin er mun fjölbreyttari en áður. Ástrós Gunnarsdóttir fræðir lesendur DV stuttlega um hátíðina og danslistina. Sjónvarpsslöðvarnar þyrftu að taka bált í dansuppeldinu „Undanfarin þrjú ár hefur H töluvert gengið á í íslenskum u dansi," segir Ástrós Gunnars- » dóttir dansari og danshöfundur. .. há á ég við bæði hjá okkur fagfólk- inu en einnig hefur áhorfendum fjölgað mjög. Mér virðist áhuginn á dansi stöðugt vera að aukast á eiginlega allar sýningar sem hér er boöið upp á. En ég verð að segja að sjón- varpsstöövamar hafa bmgðist algerlega í dansupp- eldinu hér á landi, í útlöndum er talið sjálfsagt að hafa dansmyndbönd á dagskrám stjónvarpsstöðva, rétt eins og tónlistarmyndbönd." Vantaði vettvang Nútímadanshátíðin í Reykjavík var fyrst haldin 2002. „Við vorum fimm um að setja þetta af staö," segirÁstrós. „Nadia Banine, ég, Sveinbjörg ÞórhaUsdótúr, Ólöf Ing- ólfsdóttir og Jóhann Björgvinsson en Cameron Corbett bættist við síðar. Þetta gerðum við til þess að skapa okk- ur atvinnu en um leið opna nýjar víddir fyrir dansara og danshöfunda, þá sem hvergi eru fastráðnir. Þetta var sem sagt hugsað sem starfs- vettvangur en líka til að kynna verk og dansara. Og nú er svo mikið að gerast í þessum geira að það er ekki nokkur vandi að halda úú þessari hátíð en hún stækkar með hverju árinu og hefur aldrei verið eins veglegpg nú.“ ^ Wf Gestirfrá Svíþjóð Ástrós segir að m.a. verði nú f fyrsta sinu sérstök gestasýning á hátfðinni. „Hingað kemur stórskenunúiegt dansleik- hús frá Svlþjóð og sýnir verk um hættur og uppákomur hversdagslegs heimilislffs," segir Ástrós. „Verkið heitir „Things That Happen At Horne" og er eft- ir Birgittu Egerbladh. Jóhann Björgvinsson hefur samið nýtt verk fyrir hátíðina og verður það frumsýnt í kvöld, einnig verk eftir mig og það þriðja eftir Ólöfu Ingólfs- dótmr og Ismo-Pekka Heikinheimo. En á meðan á há- tíðinni stendur verða líka frumsýnd verk efúr Svein- björgu og Margréú Söru Guðjónsdóttur, Cameron, Nadiu og Peter Anderson," segir Ástrós Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur. Nadia og feg urða rdýrkun in Segja má að Nadia Banine hafi dansað láúaust frá því hún byijaði hjá Eddu Scheving fimm ára. „Það- an lá leiðin í Listdansskóla Þjóð- leikhússins en ég var líka að kenna og dansa í Djassballettskóla Báru,“ segir Nadia. „Fyrir tólf árum fór ég svo úl útlanda að læra meira og dansa í flokkum víðs vegar um Evr- ópu. Dansari er yfirleitt í miklu samstarfi við danshöfundana, maður er jafiivel beðinn um að leggja til spor út ffá ákveðnu þema. En ég samdi minn fyrsta dans árið 2000 og verk mitt á þessari hátíð heitir „The Concept of Beauty." Ég dansa ekki í því sjálf og segja má að það íjalli um fegurðardýrkunina í samfélaginu. Álagið á nútímakon- una að vera stöðugt og alltaf falleg og glæsileg, fullkomin í öUum sín- um hlutverkum, er óskaplega mik- ið. Ég fer aðeins inn á fegrunarað- gerðir líka en þetta er ekki ádeila eða gagnrýni. Ég hef verið í sam- starfi við Elísabetu Jökulsdóttur, fékk texta hjá henni sem ég nota í verkinu og við erum eiginlega að hugleiða þetta fyrirbrigði, fegurð- ardýrkunina,“ segir Nadia Banine danshöfundur. Ólöf og fínnski kontaktinn Etn þeirra sem sýnir ' ^ verk á hátíðinni er Ólöf Ingólfsdóttir, en hún vakú mikla athygli í fyrra fyrir verk sitt Byltingu hinna miðaldra. Sam- starfsmaður hennar þá var Ismo-Peka Heikin- heimo, finnskur dansari og höfundur sem átt hef- ur í samstarfi við Ólöfu um nokkurt skeið. Nú sýna þau verkið ManWoMan. Þetta er tví- menningsverk sem þau hafa gert saman. Er Ismo búinn að vera hér I sumar við undirbúning dansins. Ólöf segir þau taka sér góðan tíma í hugmyndavinnu og tilraunir, spuna og einstaklings- vinnu sem þau leiði svo saman. Svo taki nokkurn tíma að styrkja bygginguna og loks að æfa allt upp. Spurð um skráningu dans sem er nauðsynleg til varðveislu þess sem samið er, sagðist Ólöf ekki kunna þau skráningarkerfi sem væm í notkun víða, en myndbandið hefði valdið byltingu á þessu sviði. Þau hafi haldið dagbók um þróun verksins og loks kallað til æf- ingastjóra sem sé nýlunda í þeirra samstarfi. Verkefnið ManWoMan er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og svo hafa þau skötuhjú sótt mörk til Finnlands. Þau hyggjast sýna verkið víðar en á Dansháú'ðinni; í Vestmanneyjum, líklega á Akureyri, í Færeyjum, Helsinki og Turku. Ólöf segir danshátíðina hafa breytt miklu fyrir listdansinn á fs- landi. Nú gefist íslenskum dönsur- um sem búi erlendis tækifæri til að koma heim og vinna með starfs- systkinum sínum hér. Hún vill ekki viðurkenna að hátíðin sé bylting í aðstöðu danshöfunda, en segir byltingu vera hægfara breyúngu. Góöar fréttir fyrir alla rokkaðdáendur Ný plata frá System Pólitíski öfgamaöurinn Serj Tankian, sem er þekktastur fyrir að þenja raddböndin með hljómsveitinni System Of A Down, lét hafa það eftir sér f nýlegu viðtali að búst mætti við nýju efni frá sveitinni hvað úr hverju. Nú hefur það fengist staðfest að ný breiðskffa frá þessari mögnuðu sveit mun koma út fyrir jólin. „Þessi plata er alger snilld og ég gæti varla verið sáttari við útkomuna. Platan er mjög fjöl- breytt og ég held að það styrki hana," segir Serj Tankian. Þetta temur nokkuð á óvart þar sem meðlimir sveitarinnar hafa verið að starfa tals- vert að hliðarverkefnum upp á sfðkastið. Serj var t.d. að vinna ásamt þeim Tom Morello og Brad Wilk úr Audioslave og Rage AgainstThe Mach- ine. Það er hins vegar ánægjuefni fyrir þá fjölmörgu aðdáendur sveit- arinnar að þeir hafi tekið sig til og gert nýja plötu þrátt fyrir annríki. Verður hún komin (verslanir f des- ember. Tveir nýir Lennondiskar eru væntanlegir Gamalt efni og nýtt Lermon-aðdáendur geta glaðst: væntanleg- ir eru á markaðinn tvær nýjar útgáfur af verkum meistarans. Þegar í þessum mánuði er að vænta Love: John Lennon Acoustic og síðar i haust verður piatan Rock'n'Roll gefin út á ný. Akústiska platan inniheldur söngva sem unnir voru á timabilinu þegar eftir endalok Bítlanna og geymir þá frumútgáfur aftón- listinni sem seinna fórá fyrstu sólóplötuna og Imagine. Kunnugt er að Lennon gerði nokkrar upptökur afhverju lagi meðan þau voru þróuð áfram. Hafa sumir haftá orði að t.d. prufuupptökur hans aflögunum á Double Fantasy 1981 standi mun framar lokagerðunum. Túlkun hans njóti sín best i óframfærni og leitfrumgeröanna. Seinni útgáfan er hreinsuð og endurbætt gerð afhinni frægu og ágætu koverplötu Lennons afsöngvum bernsku hans. Hún var unnin á þvi æviskeiði iistamannsins þegar allt var á hverfanda hveli i ferli hans og einkamálum, þeim tima sem hefur verið kaiiaður„the iost weekend". Platan var mix- uð og endurbætt afþeim fræga manni Phit Spector og er reyndar gott dæmi um hijóð- vegginn sem gerði Spector að einum eftir- sóttasta framieiðanda og upptökustjóra á vesturströndinni. Hún mun hafa að geyma fjögur áður óútgefin lög. Dreifingaraðili EMI hérá landi er Skífan. Þar fengust þær upplýsingar að seinni diskurinn kæmi væntanlega út27. september, en eng- in dagsetning væri komin á þann fyrri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.