Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Page 8
8 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Fréttir af blóðbaðinu í Beslan hafa dunið á heimsbyggðinni að undanförnu og velta flestir fyrir sér hvernig það megi vera að slík grimmd að halda börnum i gislingu skuli fyrirfinnast. Árni Bergmann rifjar í vikulegum pistli sinum upp sögu Tsjetsjena og baráttu þeirra við stjórnvöld í Rússlandi. Voðaverk Tugir hryöjuverkamanna ruddust inn ískólann ÍBeslan á fyrsta skóladegi vetrarins. Þeir smöluðu börnum, foreldrum og kennurum inn i Iþróttahúsið. Hengdu sprengjur allt ikringum þau og endaði gislatakan i hryllilegu bióðbaði. Hvar sem komið er dynja yfir spurningar um blóðbaðið í Beslan í Ossetíu. Hvaðan kemur sú djöful- lega grimmd að taka hundruð barna í gíslingu? Hvað vilja þeir sem þar standa að verki? Hver er ábyrgð ráðamanna Rússlands á ástandinu? Hvers vegna láta Rússar Tsjetsjena ekki sigla sinn sjó fyrst þeir heimta sjálfstæði? Löng átakasaga Skemmri forsaga þessa máls er sú, að árið 1991, þegar Sovétríkin hrundu, lýstu Tsjetsjenar, meiri- hlutaþjóð í litlu sjálfstjórnarlýð- veldi í Kákasus, yfir sjálfstæði sínu. Rússland viðurkenndi það ekki, en Tsjetsjenar (Nakhtsji á eigin máli) fóru sínu fram - og það vald sem þeir höfðu tekið sér var m.a. notað til að flæma úr landinu langflesta Rússa sem þar bjuggu, yfir 200 þús- und manns líklega, en norðuríúuti landsins hafði lengi verið byggður Kósökkum og afkomendum þeirra. Rússneskur her var svo sendur inn í landið 1994 og var þar barist næstu 2-3 árin með mikilli grimmd og mannfalli. Rússum vegnaði heldur illa í því stríði og ekki bætti úr skák að 1996 og síðar fara her- skáustu aðskilnaðarsinnar undir stjórn Shamils Basajev, þess sem talinn er bera ábyrgð á Heimsmálapistill eins og Dagestans og svo alla leið til Moskvu. Árið 1997 samdi Jeltsín Rússlandsforseti svo frið við Tsjetsjena um bráða- birgðaífyrirkomulag þar sem sjálfstæðiskröfunum var slegið á frest. Maskhadov, veraldlegur þjóðernissinni ef svo mætti kalla, var kosinn forseti. Hans menn hafa síðan lent á milli Basajevs sem enga málamiðlun við Rússa vill - og Rússa, sem tortryggðu hann og töldu hann eiga í vafasömu samspili við skæruher eða hryðjuverkamenn Basaj- evs. En Basajev að sínu leyti stefndi að stofnun íslamsks ríkis í miðjum Kákasus og nyti aðstoðar herskárra erlendra íslamíta. Svo mikið er víst að samfélagið leystist upp, Maskhadov hafði ekki stjórn á neinu, Rússar tóku þá stefnu að „friða“ landið með her- valdi. Það hefur ekki tekist. Frá Tsjetsjenalandi hafa borist illar fregnir af mannréttindabrotum rússneska hersins - og menn Basa- jevs hafa stundað hermdarverk í Rússlandi. Þeirra verst eru gíslataka í leikhúsi í Moskvu 2002 sem kost- aði 120 manns lífið og taka barna- skólans í Beslan nú. Hin lengri forsaga hefst um miðja nítjándu öld þegar Tsjetsjen- ar börðust af hörku í nær tuttugu ár gegn yfirráðum Rússa undir forystu herstjórans og trúarleiðtogans Shamils og lifði lengi í þeim glæð- um síðan. Árið 1944 lét Staiín svo flytja alla þjóðina nauðuga til Síberíu á þeim forsendum að Tsjetsjenar hefðu stutt Þjóðverja sem í innrás sinni í Sovétríkin komust alla leið til Norður- Kákasus. Khrúsjov leyfði þeim svo að snúa aftur heim. En þessi saga og hið mikla manntjón sem Tsjetsjenar urðu þá fyrir er veiga- mikil forsenda þess að 1991 lýstu Tsjetsjenar yfir sjálfstæði sem fyrr segir - fyrstir og einir þeirra þjóða sem áttu sér bústað í svonefndum sj álfstj órnarlýðveldum Sovétríkj - anna. Hvers vegna var sjálfstæðis- kröfu hafnað? Þegar Sovétríkin hrundu fóru sambandslýðveldin 15 hvert sína leið og urðu sjálfstæð ríki - höfðu enda formlegan rétt til þess í stjórn- arskrá Sovétríkjanna sem við þær aðstæður reyndist afdrifaríkara plagg en menn höfðu ætlast til. Sjálfstjórnarlýðveldi eins og Tsjetsjenaland höfðu ekki slíka stöðu. Og það hefði verið mjög hættulegt og erfitt fordæmi að veita því fullt sjálfstæði. í þeim einingum Rússneska sam- bandslýðveldisins sem sjálf- stjórnarlýðveldi heita búa gjarna tvær eða fleiri heima- þjóðir og Rússar að auki (einkum í borgum). í ná- grannalandi Tsjetsjena, Dagestan, búa reyndar tugir þjóða af ólíkum uppruna. Ef þessi lönd öll heimta sjálf- stæði þá mundi á Kákasus- svæðinu skapast ástand sem yrði margfalt verra en það sem skapaðist í fyrrum Júgóslavíu með miklu blóð- baði og þjóðahreinsunum. (Sem hafa reyndar átt sér stað í fyrrum Sovétlýðveld- um eins og Georgíu og Azer- bajdzhan þegar gömul sjálf- stjórnarlýðveldi minni- hlutaþjóða innan þeirra hafa viijað fara sína leið). Engu að síður hafa ýmsir þekktir Rússar, m.a. rithöfundurinn Solzhenytsin, sagt að illskást væri að láta Tsjetsjena fara sína leið. Aðrir hafa andmælt því og sagt að ef útkoman yrði einskonar íslamskt ríki, þá mundi það reyna að flytja út sína trúarlegu byltingu og reyna með vopnavaldi að safna múslimum á þessu svæði undir einn hatt - eins og Shamil vildi á nítjándu öld. Sundruð þjóð Sjálfir eru Tsjetsjenar marg- klofnir. Ein fylking getur sætt sig við að land þeirra verði áfram innan Rússneska sambandsins - það eru þeir og aðeins þeir sem Pútín Rúss- landsforseti hefur viljað ræða við. Á þeirra vegum hafa á þessu ári verið kosnir tveir forsetar í lýðveldinu - Khadyrov, sem myrtur var í vor, og nú fyrir skemmstu Alkhanov. Aðskilnaðarsinnar kalla þessa menn leppa Rússa. í annan stað fara svo fslamskir og mjög herskáir menn Basajevs - það er eftir þeim haft að það sé réttlætanlegt að drepa börn af handahófi í Rúss- landi vegna þeirra manndrápa sem framin hafa verið í Tsjetsjenalandi. Fáir munu mæla með viðræðum við þá, síst eftir blóðbaðið í Beslan. í þriðja lagi er svo Maskhadov og hans menn, sem fáum sögnum fer af nú, en Rússar telja meðseka Basjaev. í fjórða lagi hijóta svo að vera til Tsjetsjenar sem vilja nokkuð á sig leggja til að rjúfa þann grimma vítahring hefndarverka sem nú lykst um land þeirra. Sú gagnrýni sem nú beinist að stefnu Pútíns forseta í þessu máli lýtur einmitt að því, að hann hafi ekki lagt sig fram um að finna sér fleiri viðmælendur en ættir þeirra Kahdyrovs og Alkhanovs - heldur reynt að gera hverskyns andóf eða gagnrýni tortryggileg sem stuðning við alþjóðleg íslömsk hryðjuverka- samtök. Þar fylgir hann reyndar for- dæmi sem hefur orðið til eftir að Bandaríkin hófu sitt „stríð gegn hryðjuverkum" og felst í því að valdsmenn víða um heim túlka hverskyns andóf eða uppreisn ein- göngu sem umsvif réttdræpra hryðjuverkamanna - til þess að koma sér hjá því að athygli beinist að óþægilegum staðreyndum mála. En á hitt er að líta: þegar lengi og grimmilega hefur verið barist í landi þá hefur þeim fækkað sem gætu af krafti stuðlað að pólitískum lausnum með þeim málamiðlunum sem þeim liljóta að fylgja. Þeir sem annars gætu farið í flokk hinna „hófsamari" eða „raunsæju" sjá sig einatt neydda til að slást í för með þeim sem fylgja hver sinni harðlínu - þótt þeim sé það þvert um geð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.