Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 12
12 LAUGARDAOUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Auður Laxness Sveinsdóttir af- henti þjóðinni heimili sitt á Gljúfrasteini um síðustu helgi með öllum innanstokks- munum. Húsið sem hún hafði byggt og búið í næstum 60 ár. Auður segir minningarnar góð- ar en saknar þess ekki, sér ekki eftir neinu og finnst gott að þess verður not- ið um ókomna tið. að er alveg yndislegt að búa hérna núna,“ segir Auður þegar hún íylgir blaðamanni inn í litlu þjónustuíbúðina sína í Mosfellsbænum. „Mér líður al- veg afskaplega vel hér það var orðið alveg ómögulegt fyrir mig að vera uppi á Gljúfrasteini, húsið var bæði stórt og erfitt fyrir mig að brölta á milli hæða,“ segir Auður sem ber aldurinn vel, 86 ára gömul, og ekki annað að sjá en hún sé þrælhraust. „Ég hef bara orðið hraustari með aldrinum eins skrítið og það er. Ég var oft veik þegar ég var ung svo hef- ur þetta bara lagast með aldrinum. Ég kenni mér hvergi meins í dag, fyr- ir utan það að ég er slöpp í löppun- um og geng mjög hægt. Mér líður annars afskaplega vel," segir Auður sem ljómar afhamingju og lífsgleði. Auður hefur hreiðrað um sig í lít- illi íbúð í húsi fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Þar er hún ánægð, sátt við lífsverkið og nýtur þess að láta tímann líða án þess að hafa skyldum að gegna við nokkurn annan en sjálfa sig. Auður tekur á móti blaðmanni með bros á vör. Hún er kát og falleg og ber aldurinn vel. Hún segir þó að minnið sé aðeins farið að bregðast sér. Ibúðin er falleg; tvö lítil herbergi eins og hún segir sjálf. Auður kveðst hafa fengið sér allt nýtt þegar hún flutti frá Gljúfrasteini að undanskild- um nokkrum stólum og fáeinum persónulegum munum. Ibúðin ber vott um góðan smekk og næmni Auðar fyrir því sem fallegt er. Hann- yrðir voru hennar líf auk þess að vera skilningsrík kona nóbelskáldssins sem hún elskaði frá fyrstu tíð. Alltaf ákveðin í að búa að Gljúfrasteini Hún er ánægð með hlutverkið sem Gljúfrasteinn hefur fengið. Finnst vel hafa verið að verki staðið og eyðir ekki orku í eftirsjá verald- legra hluta. Hún er samt hálf hissa á þeirri athygli sem opnun safnsins fékk um síðustu helgi. Fyrir henni var þetta bara húsið sem hún hafði eytt megninu af sínu lífi í, og henni fannst ekki merkilegt að taka á móti Svíakonungi þar í vikunni, segir hann bara hafa verið eins og kóngar eru, „fámáll og kurteis". „Halldór var alltaf ákveðinn í að byggja hús á Gljúffasteini. Þetta var náttúrlega afskaplega afskekkt þegar við komum þangað. Við bjuggum vestur í bæ og það var dýrt að fara þarna upp eftir í leigubfl. Enda fór- um við sjaldan, kannski 2-3 sinnum á meðan verið var að byggja húsið. „Það var ekkert hús nálægt Gljúfra- steini nema fáeinir sumarbústaðir og bærinn að Laxnesi. Móðir Hall- dórs var ekkja og gat ekki haldið jörðinni. Hún seldi þess vegna af illri nauðsyn. Hann var alltaf ákveðinn í að búa þarna sjálfur, þaðan sem hann átti sínar bernskuminningar." Erfitt að fá efni í húsið „Við byrjuðum að byggja húsið okkar árið 1945, rétt eftir stríð. Það var ekki auðsótt að byggja sér hús á þeim tíma enda hráefni í landinu af mjög skornum skammti. Halldór var á Eyrarbakka að skrifa fslandsklukk- una og ég var í bænum. Byrjað var að byggja um sumarið, rétt eftir 17. júní, en við fluttum svo inn rétt fyrir jól. Húsið var ekki lengi í byggingu enda var það voðalega illa byggt. Það þurfti oft að endurbæta húsið sem lak alla tíð. Það var allt fúsk á þessum árum. Vinnubrögðin voru ekki jafn vönduð og nú í seinni tíð. En þetta er gott hús í dag og löngu búið að gera við þá galla sem á því voru,“ segir Auður um fyrstu árin á Gljúfrasteini. „Við keyptum mest af okkar inn- anstokksmunum í Danmörku. Hall- dór hafði góðan smekk fyrir vand- aðri hönnun og keypti aðeins há- gæða húsgögn. Hann skipti sér aldrei af neinu sem varðaði heimilið nema þegar kom að því að velja hús- gögn ogmyndlist." Halldór næmur á góða hönn- un „Halldór var mjög næmur fyrir öllu svona. Ég var ánægð með það sem við keyptum, hann valdi iðulega dýra og vandaða muni. Hann hafði gott auga fyrir því sem fallegt var. Við áttum mikið af vinum sem voru myndlistarmenn og eignuðumst þannig margar fallegar myndir," seg- ir Auður þegar hún lýsir fyrstu bú- skapaárunum á Gljúfrasteini. Auður hefur alla tíð haft áhuga á hannyrðum. Móðir Auðar var annál- uð fyrir fallegt handbragð auk þess sem systir hennar, Ásdís Thoroddsen, var gullsmiður og þekkt fyrir fallega skartgripi. Sjálf lagði Auður sitt að mörkum, skrifaði greinar og bjó til uppskriftir að fallegum hannyrðum sem hún hannaði og gerði tilraunir með. „Ég hef alltaf skrifað heilmikið um hannyrðir. Mest skrifaði ég fyrir tfmaritið Hugur og hönd. Þetta vom mikið pijónauppskriftir og annað slíkt. Ég vann mikið í höndunum og hef alla tíð haft mikinn áhuga á hann- yrðum enda alin upp við handverk móður minnar. HaÚdór skrifaði lflca einstaka grein um hönnun í þessi blöð, hann gerði það ansi vel og hafði talsverðan áhuga á þessu þótt hann hafi gert mikið af því að minni ósk.“ Skotthúfurnar slógu í gegn Auður vildi veg tímaritsins vel enda var blaðið efnismikið, fjöl- breytt og vandað. Auður lagði ekki bara sitt að mörkum til hönnunar- sögu íslands með skrifum og upp- skriftum. Hún markaði Iflca sín spor í tískusöguna þegar hún hannaði skotthúfur sem slógu í gegn. „Ég hannaði einu sinni skotthúfur sem urðu mjög móðins, ég man nú ekki nálcvæmleg hvenær það var. En það er ákaflega eftirminnilegt. Nánast allar stúlkumar í Kvennaskólanum keyptu af mér húfur. Svo var þetta orðið þannig að allt ungt fólkið var farið að ganga með þessar skotthúfur sem ég hannaði. Ég prjónaði þetta, þvoði og þæfði. Svo keypti ég lager af svona stáltöppum sem vom notaðir á lappir á borðum og notaði þá á skott- ið á húfunum," segir Auður sem skrif- aði auk greina sinna um hönnun ferðabækur um ferðir sínar með Hall- dóri til Amerflcu og Kína. Þangað ferð- uðust þau m.a. á lúxusskemmtiferða- skipum og kynntust ólflcum menning- arheimum og skemmtilegu fólki. Þau nutu samkvæmislífsins um borð og hún segir þau hafa eignast marga góða vini á ferðum sínum. Skemmti- legast fannst henni að koma til Man- illa á Filippseyjum sem hún segir fagra borg sem nú má muna fifil sinn fegurri. Tískan áhugamál frá fyrstu tíð Auður hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og safnaði tískutíma- ritinu Vogue frá fyrsta degi. Safnið hefur hún nú gefið bókasafni Lista- háskóla íslands. „Ég keypti Vogue eins lengi og ég man eftir mér ég hafði aldrei fleygt einu einasta blaði. Ég vona að þetta komi að einhverj- um notum þarna hjá Listaháskólan- um. Tískuáhuginn var bara í mínu eðli, annað hvort hefur fólk þennan áhuga eða ekki,“ segir Auður sem enn fylgist með tískunni. Það var stór stund fyrir hjónin þegar Halldóri voru afhent Nóbels- verðlaun. Við það tilefni lét Auður sérhanna á sig nokkra kjóla eftir þekktan danskan kjólahönnuð. „Ég var í afskaplega fallegum kjól sem nú er komin niður á Þjóðminjasafn. Ég gerði mikið af því að láta hanna og sauma á mig fatnað í Danmörku. Halldór hafði gert það löngu áður en ég kynntist honum en hann gerði alltaf miklar kröfur til klæðnaðar og var alla tíð með sama klæðskerann í Danmörku. Hann fékk sendar efn- isprufur sem hann valdi úr og síðan voru fötin hans saumuð. Hann átti alltaf voðallega falleg föt og hafði mikinn áhuga á því.“ Ást við fyrstu sín í bókahillum Auðar eru nú aðeins fáar vel valdar bækur. Önnur hillan hefur að geyma gamlar bækur eftir Halldór sem Auður segist hafa átt áður en hún kynntist skáldinu í eigin persónu. „Hann var orðin mjög þekktur þegar við kynntumst og ég hafði lesið bækur hans. Við hittumst fyrst á Laugarvatni. Það var voðalega móðins að vera þar á þeim tíma. Hann var talsvert eldri en ég. Ég var í sumarfríi og fór gjarnan þangað þeg- ar ég vildi gera eitthvað skemmtilegt. Hann var að skrifa þegar við hitt- umst og ég held að það sé óhætt að tala um ást við fyrstu sýn. Við vorum saman öllum stundum eftir að við hittumst," segir Auður sem finnst það samt svolítið skrítið hversu fljótt þau urðu ástfangin og næstum óað- skiljanleg frá fyrsta degi. „Hann bjó á þeim tíma á Vesturgötu en ég á Bárugötu, þannig að það var stutt á mflli ókkar. Við höfðum það alltaf voðalega gott saman," segir Auður um fyrstu árin með Halldóri. Auður stóð alla tíð að baki mann sínum og studdi hann til sinni verka. „Það var alla tíð mjög gott að búa með Halldóri. Hann var afskaplega góður eiginmaður. Hann kom aldrei nálægt neinum húsverkum eða slíkt og ég gerði aldrei neinar kröfur um það enda hafði hann margt á sinni könnu. Hann gerði bara það sem honum sýndist, fór t.d. til útlanda þegar hann lysti. Ég vandist þessu strax og sætti mig vel við hlutverk mitt frá byrjun." Saknar einskis Auður segist vera hætt að sakna Halldórs enda langt síðan hann dó eftir að hafa legið lengi veikur. Hún er löngu búin að skila ævistarfi sem fáir geta státað af. „Halldór dó nokkrum árum á undan mér, reynd- ar mörgum því ég er ekki dáin enn,“ segir Auður og hlær. „Hann var búin að missa málið og búinn að vera lítilfjörlegur lengi áður en hann dó. Ég man að ég var á skemmtun niður í Hlégarði þegar Duna dóttir okkar kemur til mín og segir mér að hann sé að deyja. Ég fór þá inn á Reykja- lund og svaf hjá honum síðustu nótt- ina sem hann var á lífi. Kaþólski presturinn kom fljótlega eftir að Halldór hafði kvatt og gerði allt það sem honum bar að gera. Hann var svo jarðaður á kaþólska vísu. Ég hef aldrei verið kaþólsk og ég hef bara haft mína barnatrú. Við töluðum aldrei um trúmál þannig að þetta var aldrei hluti af okkar lífi saman. Hall- dór vissi mjög mikiö um trúmál og hafði mikinn áhuga á þeim. Eftir að hann dó fann ég heilmikið af trúar- bókum og skjölum í hans safrii," seg- ir Auður sem var hálf hissa að því að rekast á svo mikið af trúarefni í skjöl- um Halldórs. Nýtur hvers dags Auði líður best heima í Iitlu íbúð- inni sinni og kann vel við fábrotið líf sitt í seinni tíð. „Ég fer lítið út nú orð- ið, held mig hér heima og reyni að gera mest lítið. Mér finnst mest gam- an að lesa bækur. Reyni að lesa það sem kemur út eins og ég get. Ég les bækur á öllum tungumálum bæði skáldsögur og ævisögur. Ég get nú ekki sagt að ég lesi mikið af bókun- um hans Halldórs nú orðið. Gríp í þær einstaka sinnum. Hef alltaf gaman af þeim," segir Auður. Við kveðjumst eftir að hún hefur sýnt blaðamanni myndlistina sem prýðir litla fallega heimilið hennar í Mosó, þar sem henni líður svo vel. freyr@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.