Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 16
16 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Sigríður Arnardóttir er að byrja sinn fimmta vetur með þáttinn sinn Fólk á Skjá einum, sem hefur verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins síðustu ár. Hún er ekki útskrifuð úr hamingjuskólanum og hef- ur farið í gegnum djúpa dali lægða sem reynslan hefur kennt henni að sé leiðin í ferðalagi sköpunarinn- ar. Ferðalag tilfinninga sem uppskera góðar hugmyndir. Hún kýs einfalt líf og elskar að liggja með tærnar upp í loftið og njóta augnabliksins í faðmi fjölskyldunnar. „Ég hef mikinn áhuga á að heyra hvað svona „venjulegt" fólk hefur að segja,“ segir Sirrý sem hefur haft áhuga á fólki frá því hún var smá stelpa í Þingholtunum með kasettu- tæki takandi viðtöl við fólk sem henni fannst áhugavert. Almúgafólk var fólkið sem Sirrý dáðist að - fólk- ið sem sagði henni einlægar sögur af sjálfu sér, lífínu sem getur verið svo erfitt. Næmnina fyrir umhverfinu fékk hún með því að alast upp í um- hverfi móður á hippatímabilinu sem gaf henni sýnishorn af menning- unni í öllu sínu veldi. „Ég bjó víða sem barn og flutti nokkuð oft með móður minni sem var einstæð. Pabbi var í doktors- námi í Þýskalandi og ég kynntist honum ekki vel fyrr en ég fór að búa, eftir tvítugt. Mamma var um tíma blaðamaður á Þjóðviljanum og ég fékk að fara víða með henni sem barn. Ég fór með henni á fundi og menningarsamkomur og á Mokka og fylgdist með mannlífinu í kring- um hana og var alin upp þannig að ég varð mjög félagslynd. Mér fannst voðalega gaman að sitja niðri á Austurvelli með hippum, drekka appelsín, fylgjast með fólkinu og upplifa fjölbreytt mannh'fið,“ segir Sirrý. Blómabarnið í blazer Sirrý kom víða við með móður sinni, upplifði margt og komst í snertingu við mannh'fsflóru bæjar- ins eins og hún lagði sig. Hún lék sér á Mokka á meðan móðir hennar spjahaði við listamenn bæjarins. Hún segir uppeldið hafa haft góð áhrif á sig, gert hana hæfari til þess að upplifa samfélagið án fordóma. „Þar sem ég flutti oft þurfti ég stundum að aðlaga mig nýjum skól- um og nýjum vinum. Kannski gerir það mann móttækilegri fyrir því hvað fólk er óhkt. Mér finnst ég vera frekar fordómalaus gagnvart fólki og get hrifist af ólíkum týpum," segir Sirrý sem hafnaði mussunni, gekk í blazer-jakka og var skömmuð af vin- konum sínum fyrir að vera ekki fylg- in skoðunum sínum í klæðnaði. Full af andstæðum „Ég þótti ekki klæða mig í sam- ræmi við mínar stjórnmálaskoðanir sem voru þá mun róttækari en útlit mitt bar vott um. En ég er bara svona fuh af andstæðum og trúi ekki á þá hugmyndafræði að maður þurfi að passa inn í einhverja bása og klæðast í stíl við skoðanir. Mér finnst ég geta verið bæði borgaraleg og hippaleg. Kannski lít ég út fyrir að vera svohtið borgaraleg en hippa- hugsunin er samt til í mér. Ég hef engan óskaplegan áhuga á verald- legum gæðum og lifi mig ekki mjög sterkt inn í neyslukapphlaupið sem er í gangi. Mér finnst forgangsröðin oft vera mjög fáránleg hjá fólki," seg- ir Sirrý sem leggur meiri áherslu á að geta átt gott frí og geta slappað af heldur en að þurfa að setja sig í ein- hverja fjötra til þess að geta eignast „einhverja sérhannaða eldhúsinn- réttingu með innfluttum háf frá ítal- íu“ eins og hún orðar það. „Ég snobba örugglega fyrir ein- hverum, gera það ekki allir? Mér finnst t.d. „plebbalegt" og það fer í taugarnar á mér að sjá fólk sem situr í bíl reykjandi með börnin óspennt í framsætinu og ég er ekkert sérstak- lega hrifin af svona skyndbitamenn- ingu. Mér finnst mikilvægt að maður vandi sig við það að lifa," segir nútímahippinn Sirrý. í stöðugum línudansi Sirrý segist ekki vera útskrifuð úr hamingjuskólanum og segist þurfa að takast á við sig og sín vandamál rétt eins og allir aðrir. Hún er hins vegar mjög meðvituð um eigin líðan og ræktar andlega líðan sína með einföldum aðferðum sem hún hefur þróað með sjálfri sér. Jákvæðni og DV-mynd E.ól bros eru einfaldar aðferðir til þess að fá heiminn til að smæla framan í sig. „Ég er sjálf í stöðugum línudansi eins og ég held að flestir séu. Það gerast ahs konar hlutir í lífinu. Mað- ur á góða og slæma daga eins og all- ir. Ég get sokkið niður í djúpan dal og liðið illa. Ég er mjög viðkvæm manneskja og get tekið hlutina nærri mér," segir hún. „Ég er af og til uppfull af sjálfsefa og get verið rosalega grimm við sjáha mig. Stundum finnst mér ég aldrei gera neitt nógu vel. Og þessi sjálfsgagnrýni getur verið mjög þungur baggi að bera. Ég held að þetta sé algengt meðal fólks sem vinnur skapandi vinnu. Þetta er oft hin hhðin á því að hafa eitthvað að gefa, maður er að glíma við eitthvað sjálfur. Maður hefur eitthvað skap- andi í sér vegna þess að maður hefur líka einhvern sársauka eða erfiðleika sem maður er að glíma við. Ég finn oft til inni í sjálfri mér, í sáhnni, eins og allir. Maður lærir það með árun- um að það hefur tilgang þegar mað- ur fer alveg niður og maður verður aumur, þá sprettur maður iðulega upp með einhverja frábæra hug- mynd á eftir. Það er þannig oft þess virði að þurfa að ferðast í gegnum þessa djúpu dali sálarinnar," segir Sirrý sem oftar en ekki uppsker frjósama sprota hugmynda sem eru nauðsynlegir í skapandi starfi henn- ar. Hefur aldrei sagst vera ham- ingjusöm „Ég er ekki sérfræðingur í því hvernig á að láta sér líða vel í lífinu. Það dynja á mér leiðindi og áföll eins og öhum. Ég hef verið spurð að því í viðtölum hvort ég sé alltaf svona hamingjusöm en hvenær hef ég sagt að ég væri hamingjusöm? Ég er það ekkert alltaf en tel mig hins vegar almennt vera sólarmegin í hfinu. Ég er hka svo lánsöm að vera hraust, orkumikh og hafa gott fólk í kringum mig," segir Sirrý. „Aðspurð hvernig það sé að vera þekkt persóna segist hún ekki vera upptekin af því. Ég byrjaði 19 ára í sumarafleysingum sem blaðamað- ur, starfaði svo eftir háskólanám í útvarpi og fór svo yfir í sjónvarp. FeriUinn hefur bara þróast í þessa átt. Ég hef aldrei ákveðið að verða þekkt andUt sjáh, enda held ég að fólk hafi engan sérstakan áhuga á mér sem slflcri. Það eru viðmælend- ur mínir sem fólk hefur áhuga á að sjá. Mitt hlutverk er einungis það að finna þetta fólk og varpa kastljósinu á það. Mér finnst að fóUdð eigi að vera í kasdjósinu en ekki ég," segir Sirrý sem finnst mikilvægt að eiga sitt prívatííf þrátt fyrir að starfið sé áberandi. Sér frægðina úr fjarlægð „Ég vinn á sjónvarpsstöð sem kýs að auglýsa sig með því að nota and- Ut stöðvarinnar. Ég hef aldrei ákveð- ið að verða sjónvarpsstjarna enda er það ekki það sem skiptír máU fyrir mig. Það að vinna verkið er það sem mér finnst svo gefandi og gaman. Frægðin er svo bara eitthvað sem fylgir þessu starfi. Að vera með and- Utið á sér á strætóskýlum og svoleið- is er eitthvað sem skiptir mig engu máU og ég reyni að taka það ekki of mikið inn á mig. Mér finnst ég vera svona dáhtið áhoFfandi að þessu öUu saman. Ég er bara prívatmanneskja en sjónvarpsstöðin sem ég vinn fyrir kýs að auglýsa sig á þennan hátt. Þeir gleymdu meira að segja að láta mig vita af þessu," segir Sirrý og hlær að því hvernig henni brá þegar hún sá andlitíð á sér á strætóskýli á dögunum. „Svona er þetta í þessum bransa. En það er ekki þetta sem skiptir mig máU. Það er kikkið sem ég fæ út úr því að klára hvern þátt þar sem mér finnst ég hafa unnið gott dagsverk," segir Sirrý sem er enn jafnfrjó og fyrir fjórum árum og á aldrei í vand- ræðum með að finna fólk með athygUsverðar sögur og reynslu í þáttinn sinn. Sirrý sem vörumerki „Þegar ég horfi á þessi auglýs- ingaskilti þá U't ég bara á það sem hluta af vinnunni. Ég næ algerlega að aðskilja þetta frá mínu prívatlífi. Ég kem aUtaf til dyranna eins og ég er klædd, Sirrý í sjónvarpinu er alveg sú sama og Sirrý heima með fjöl- skyldunni. Mér finnst hversdagsleik- inn vera mjög hefllandi og ég þarf ekki að fara til langt tfl þess að fá kikk út úr lífinu. Ég fæ heilmikið út úr einföldum hlutum eins og að fá mér góðan kaffiboUa og lesa dag- blöðin. Það þurfa ekki alUr að vera í fallhU'farstökki til þess að fá kikk út úrlífinu." Gott að rækta sjálfa sig „Ef maður er stöðugt að kvarta þá hefur það slæm áhrif á mann sjálfan en maður bætir U'ðan sína með því að bera sig vel. Ég fer til sálfræðings reglulega, geri það til þess að halda áfram að rækta sjálfa mig, mér finnst það bara svona álflca og að fara í nudd eða annað sem ég geri til þess að láta mér líða vel. Það er þungur tónn í þjóðinni, kannski í takt við veðrið á veturna. Ég hef nokkrum sinnum fjaUað um þunglyndi í mín- um þáttum og hef fengið mikfl við- brögð og aUtaf er að koma fleira og fleira þjóðþekkt fólk sem talar opin- skátt um þunglyndi sitt eða aðrar geðraskanir sem eru mjög algengar hér á íslandi," segir Sirrý sem er þakklát fyrir það sem hún hefur og það er henni mikilvægt að þakka reglulega fyrir það góða í U'finu. „Ég fer stundum í göngutúra og þakka markvisst fyrir að eiga heil- brigð börn, góða fjölskyldu, gott líf og svo framvegis. Undantekninga- laust líður mér ljómandi vel eftir fá- einar mínútur. Þetta er einföld aðferð sem ber mikinn árangur og hefur virkað vel fyrir mig. Ég er að byrja mitt fimmta ár með þáttinn minn á Skjá einum og er glöð með að finna að ég er komin með góða fagþekkingu, reynslubrunn sem ég hef fuUan áhuga á að vinna áfram með í þessum miðli sem ég þekki orðið svo vel. Ég veit hins vegar að ég get gert fuUt af öðrum hlutum og óttast það aUs ekki að þurfa að fást við annars konar verkefni síðar meir," freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.