Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 28
28 LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Rímur og alpýðuvísur gleymdust hur sem hmr áttu sísl að gleymast Kvæðamannafélagið Iðunn fagnar 75 ára afmæli með Qögurra diska útgáfu og hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu á vikudag. Félagar hafa aldrei verið fleiri, formaður þeirra er Steindór Andersen. „Ég hef stundum velt fyrir mér hvort tónleikahald Jóns Lárussonar kvæðamanns árið 1928 hafi ekki hvatt menn til stofnunar félagsins," segir Steindór Andersen formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar. „Á Jónsmessunni sumarið eftir fór Bjöm Friðriksson með systrum sínum, eig- inkonu og dóttur í Þingvallaferð. Þau systkini ræddu sín í milli hvort ekki væri rétt að stofna til félagsskapar af þessu tagi. Ein systra Björns sá Kjart- an Ólafsson á Völlunum, skaust tfi hans og bar þetta upp við hann. Kvæðamannafélagið Iðunn var svo stofhað um haustið, 15. september 1929 og verður því 75 ára á miðvilai- dag.“ Æfa kveðskap, safna rímna- lögum og vísum Félagar á stofnfundinum vom 33 talsins, Kjartan var kjörinn formaður og tilgangur félagsins hefur æ síðan verið að æfa kveðskap, safria rímna- lögum og alþýðuvísum, fornum og nýjum og viðhalda lifandi flumingi stemmanna. „Síðan hefur þetta gengið, auðvitað með hæðum og lægðum, eins og gengur," heldur Steindór áfrcun. „Mig minnir að árið 1959 hafi verið flestir eða 163 talsins. Þegar ég gekk í það voru við 140 en nú erum við um 220 og erum svona frekar á uppleið. Áhugi ungs fólks er mikill en það virðist ekki hafa mikinn áhuga á að sækja fundi hjá okkur, það vill gera lilutina öðruvísi og kannski er líka kominn tími til þess. A fundunum eru málin rædd, haldnir fyrirlestrar um gamla tónlist, rímna- kveðskap og skáld. Og síðan kveðum við saman, yfirleitt stígur rúmlega helmingur fundarmanna á stokk og kveður. Þá eru menn yfirleitt að æfa sig á stemmum sem flestir kunna.“ Hefðin breytist „En auðvitað verða breytingar á hefðinni þegar fólk kemur svona saman í staðinn fýrir að hver kúri í sínu horni,“ tekur Steindór fram. „Menn samræma sig og læra fleiri stemmur. Áður fyrr kunnu aiiir kvæðamenn ekki endilega margar stemmur, þeir notuðu sitt lag, meira og minna sama lagið aila tíð. Kunnu kannski svona tvær, þrjár stemmur og teygðu þær yfir á aðra bragar- hætti. En með stofnun félagsins og reglulegum fundum byrjuðu menn að safha ótal stemmum í kollinn. Þeir sem lim á stemmurnar sem söfnun- argripi og vissu að ekki gekk vel að skrifa þær á nótur, lærðu þær bara í gríð og móð. Til voru þeir sem kunnu allt að 600 stemmum og þetta fólk var innan félagsins. Afkomendur Bólu- Hjálmars eru enn gríðarlega minnug- ir á stemmur og texta, þarna virðist mér ansi sérstakt fólk á ferðinni." Ekki alinn upp við kveðskap - og þó Sjálfur segist Steindór ekki alinn upp við kveðskap. „Og þó, afi minn kvað rímur en fór ekki með margar stemmur. Yfirleitt trúarlegar vísur Frábær verðtilboð á heilsársdekkjum/vetrardekkjum. i-----i---—:------------|\ 155/80R13 frá 5 590 185/65R14 7.5U0 195/65R15 frá P.SuO Vl 95/70R15 8 pr. sendib. frá 7 ?.7u0 Stekjum og teruhim b/llnn þinttl VÍSÁ p , Léttgreiðslur vaxtalusar biéJkö BILKO bTUcofi - Betri verð! S SmiOjuvfsgi | Rauð 9ata | bjlko.is j Sími 557-9110 Steindór Andersen, formaður Kvæða- mannafélagsins Ið- unnar. Við Fidelio grammófón í Útvarps- húsinu sem kvæðasystk- inin Margrét Hjálmars- dóttir, Ingibjörg Hjálm- arsdóttir Bergmann og Hjálmar Hjálmarsson gáfu RÚV1994. eftir Hallgrím Pétursson. Á sunnu- dögum rölti hann milli stofu og her- bergis, alltaf sömu leiðina og raulaði fyrir munni sér. Þetta var hans siður á sunnudögum. Og með- an ég var að læra þetta komust mín- ir krakkar ekki hjá því að læra þetta í leiðinni. Ég var fyrst í Kvæða- mannafélagi Ilafnarfjaröar og lærði þar af upptökum svona kringum 1989. En allra fyrst byrjaði ég á að læra af Sveinbirnri Beinteinssyni, stemmurnar hans. Ég held bara að þessi gamli heimur heilli mig, ég sæki í fúkkalykt og eyðibýli, ætli þetta sé elcki ein af þessum óútskýr- anlegu nostalgíum." Leiddist út í alls konar sam- starf Steindór hefur unnið með fjöl- breyttum hópi fólks við útbreiðslu kveðskaparins, má þar nefria írska þjóðlagalandsliðið á síðustu Listahá- tíð, Lúðrasveit Reykjavíkur, áströlsk- um frumbyggjum, Sigurrós, Hilmari Emi Hilmarssyni, strengjasveit, kór og Páli á Húsafelli. „Það eru ekki margir sem geta verið ósammáia þessari stefnu," útskýrir Steindór. „Viðhorfið í félaginu var lengi að halda arfinum hreinum og blanda honum ekki saman við annað, öðru var illa tekið. Ef ég hefði byrjað á þessu fyrir 40 árum hefði ég verið rekinn úr félaginu, en nú eru fáir eftir sem ekki vilja hrófla við neinu. Sjálfur hefði ég helst búist við að sú mikla kvæðakona, Margrét Hjálmarsdóttir, fyndi að við mig en, það er nú eitt- hvað annað, við Margrét kveðumst á í simann! Eins er fyrrverandi formað- ur félagins, Ormur Ólafsson, Jtrifinn af þessu enda verða menn að gera sér grein fyrir því, að ef þetta á að tóra þarf að gera ýmislegt. En þessar hug- myndir eru ekki frá mér komnar, ég leiddist út þetta með hinum og þess- um.“ Kveðskapurinn hljóðritaður Frá stofiiun Iðunnar hefur einn megintilgangur félagsins verið söfn- un og varðveisla kvæðalaga að sögn Steindórs. „í lagasöfnunum er slíkur fjársjóður og ef upptökutæknin hefði verið fyrr á ferðinni ættum við miklu meira og breiðara safn. Menn söfn- uðu því sem auðveldast var að læra og með laglínum, en gamli kveðskap- urinn fór oft fyrir ofan garð og neðan meðan enginn voru upptökutækin og ekkert hægt að skrifa. Þá misstum við mikið úr þessum sjóði. Á affnæl- inu gefum við út fjóra diska og þar er einnig að finna nótnaskrift og texta af 200 fyrstu lögum Iðunnar frá 1935 og 36 af textum Atla Ólafssonar íAtla- búð og Önnu Friðriksson í Hljóð- færahúsi Reykjavíkur. Þá lét kvæða- mannafélagið gera 50 fjögurra laga plötur og færði Þjóðminjasafhi Is- lands að gjöf á 10 ára aftnæli Iðunnar 1939. Þaðan höfum við fengið þær til afritunar og notað sem kennsluefni í okkar hópi, en gefum út á miðviku- dag. Félagar í Iðunni hafa aldrei gefist upp þótt á móti hafi blásið og ævin- lega þijóskast við að halda sína fundi og því hefur þetta lifað fram á okkar tíma," Framtíð kvæðamanna „Ég er afskaplega bjartsýnn á framtíðina," segir Steindór. „Og verð að vera það. Ég sé fyrir mér að það sem félagið stendur fyrir eigi eftir að verða sterkari þáttur í námi. Bæði komi þetta inn í tónlistarnám, sem er auðvitað sjálfsagt en ekki síður í leik- og grunnskóla. Þetta gleymdist nefnilega þar sem það átti síst að gleymast. Áhuginn í út- löndum er sífellt að aukast, núna síðast vegna Hrafnagaldurs Óðins, en hann verður fluttur á mennipg- arhátfðinni í París í haust. ,Fólk úti í heimi virðist vera að átta sig á því að á íslandi eiga menn fjársjóði sem ekki hafa verið gerðir opinberir. Eddukvæðin, rokksveitir, rímur og alþýðuvísur renna saman næstum öllum til ánægju og yndisauka," segir Steindór Andersen formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.