Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Page 44
44 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Forest Whitaker er hér á landi aö leika hjá Baltasar. Hann hefur leikið hjá ýmsum af frægustu leikstjór- um heims en kveöst þó enn vera „einn af vinnumaurunum“ frekar en stjarna. Fotboltamaðurinn sem varð kvikmyndastjarna „Ég er leikari. Og ég hef leikið í svo mörgum myndum að ég býst við að ég sé orðinn þó nokkuð áberandi. En stjarna? Ég hugsa satt að segja ennþá um mig sem einn af vinnumaurunum." Svo mælti Forest Whitaker einu sinni um sjálfan sig og eru þessi ummæli einkennandi fyrir bæði ';hógværð hans og vinnusemi. Nú er Whitaker kominn til Islands að leika í myndinni A Little Trip to Heaven undir stjórn Baltasars Kormáks og hvort tveggja segir enn til sín í vinnubrögðum hans. Hitt er aftur á móti ljóst að þótt ýmsir leikarar séu frægari en hann, þá telst hann vissulega fullgild stjarna, og Baltasar hefur reyndar látið hafa eftir sér að það hafi ekki verið fyrr en Forest munstr- aði sig um borð sem skútan Himnaför fékk endanlega byr í seglin, bæði hjá fjármálamönnum og öðrum Hollywood-leikurum. Svo mikið mark sé tekið á orðum hans og skoðunum í hinum alþjóð- lega kvikmyndabransa. Forest fæddist í Texas þann 15. júlí árið 1961. Hann er því nýlega orðinn 43 ára. Foreldrar hans fluttust til Kaliforníu þegar hann var korn- ungur, fyrst til Los Angeles en síðan til bæjarins Carson. Þetta var ósköp venjuleg miðstéttarfjölskylda og fað- ir Forests seldi tryggingar sér til við- urværis. Hann hefur einmitt getið 'þess í viðtölum að faðir sinn hafi ver- ið sér hjálplegur við undirbúning hlutverksins í Himnaför en þar leikur Forest sem kunnugt er trygginga- rannsóknarmann sem kannar hugs- anleg tryggingasvik. Móðir Forests er aftur á móti sérkennari. Varnarmaður í amerískum fót- bolta Forest varð snemma stór og stæðilegur og hafði einmitt réttu l£k- amsburðina fyrir amerískan fótbolta enda reyndist hann betri en enginn í þeirri íþrótt. í menntaskóla (eða \,high school") þótti hann svo góður sem bakvörður í fótboltanum að hann fékk styrk til háskólanáms gegn því að keppa í liði há- skólans. Slíkir íþróttastyrk ir eru sem kunnugt er al- siða f bandarísku skóla- kerfi. Forest var reyndar prýðilegiu: námsmaður og átti sér mörg áhuga- mál. Lengi framan af stefndi hann að því að gera tónlist að ævi- W starfi sínu. Hann spil- aði á saxófón í æsku og ær auk þess söngvari góður, þykir hafa undurblíða ten- órrödd. Lágróma röddin hefur reyndar alltaf verið eitt af einkennum hans og í kvikmyndum hefur hann oft notað sér andstæðurnar sem á yfirborðinu felast í miklum lfkamsburðum hans annars vegar og hins vegar blíðlegri röddinni. Og raunar sakleysislegu andlitinu líka. Stóð upp í hárinu á Paul Newman Meðan Forest spilaði í vöminni í ameríska fótboltanum með háskóla- liðinu sínu fór nýtt áhugamál að hreiðra um sig í kollinum á honum, leiklist. Hann hefur einhvers staðar látið svo um mælt að það hafi verið kvikmyndin Taxi Driver og frammi- staða Roberts De Niro þar sem kveikti áhuga hans á að leika. Hann fór þá að sækja tíma í leiklist og þreifa fyrir sér í bransanum. Árið 1982 fékk hann tækifæri í sinni fyrstu bíómynd, unglingamyndinni Fast Times at Ridgemont High. Hann var að vísu aðeins í litlu hlutverki en myndin vakti at- hygli og gerði bæði Sean Penn og Jennifer Jason Leigh að upp- [. rennandi stjörnum. Næstu árin lék hann í ýms- um vinsæl- um myndum en var sjaldnast í mjög stórum hlutverkum. Mynd Olivers Stone, Platoon, árið 1986 vakti þó á honum athygh og smátt og smátt urðu hlutverkin stærri. Hann stóð uppi í hárinu á Paul Newman í Scorsese-myndinni The Color of Money þetta sama ár og ári seinna lék hann næststærsta hlutverkið á eftir Robin WiUiams í myndinni Good Morning Vietnam. Lék Charlie Parker hjá Clint Eastwood Þá kom Clint gamli Eastwood til skjalanna og fékk Forest til að leika djazz-goðsögnina Charlie Parker í myndinni Bird árið 1988. Segja má að sú mynd hafi endanlega fest For- est Whitaker í sessi sem virtan og vandaðan leikara. Hann fékk tU dæmis verðlaun fyrir frammistöðu sína á Cannes-kvÚcmyndahátíðinni árið eftir. Og þarna kom tónlistargáf- an að góðu haldi og aUar þær stund- ir sem hann hafði eytt í æfingar á saxófóninn í æsku sinni. Næstu ár fetaði hann sig hægt og bítandi upp á stjörnuhimininn og árið 1992 lék hann í sinni kunnustu mynd, The Crying Game sem írski leikstjórinn NeU Jordan gerði. Forest lék breskan hermann sem IRA- skæruUðar handsama en vingast við einn af fangavörðum sínum sem Stephen Rea lék. Eftir að Forest er síðan drepinn stingur IRA-skænUið- inn af og fer að finna kærustu breska hermannsins sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. Gjarn á að „stela" bíómyndum Síðan þá hefur Forest Whitaker leikið í hátt í tug bíómynda, bæði stór hiutverk og smá, og það er reyndar eitt af einkennum a hans hvað hann er viljugur að taka að sér lítU hlut- verk, en sumir leUcarar sem náð hafa hans stöðu telja slíkt gjarnan fyrir neðan sína virðingu. En leikastjórar sem setja Forest Whitaker í lítU hlut- verk í myndum sínum taka að vísu þá áhættu að hann „steU" myndinni. Hann hefur leUdð hjá ýmsum af frægustu leUcstjórum heims, svo sem Robert Altman (Pret-a-Porter 1994) og Jim Jarmusch sem setti hann í að- alnUluna í myndinni Ghost Dog árið 1999. Árið 1995 hafði hann leikið í myndinni Smoke sem Wayne Wang gerði eftir handiriti rithöfundarins Pauls Auster. Og svo vinnusamur sem Forest er, þá er óhjákvæmUegt að hann hafi lfica leikið í nokkrum vondum myndum - hann var tíl dæmis í stóru hlutverki í hinu mikU- fenglega floppi Johns Travolta, Battlefield Earth árið 2000. Fjórum árum fyrr hafði þeim félögum gengið betur í hinni ágætu Phenomenon þar sem Travolta lék mann sem fær heUaæxh og verður stórkostlega skarpur um skeið, áður en hann dó; þar lék Forest besta vin hans. Síðast lék Forest í myndinni Phone Booth með Colin FarreU. Leikstýrir rómantískum gamanmyndum Undanfarin áratug hefur Forest Whitaker svo í auknum mæli fengist við leikstjórn og stjómað nokkrum huggulegum og fafiegum myndum, gjarnan rómantískum gamanmynd- um sem ekki hafa vakið neina sér- staka athygli. Kunnust þeirra er Waiting to Exhale frá 1995 þar sem söngstjarnan Whitney Houston lék aðalhlutverkið við misjafnar undir- tektir. En Forest hefur haldið sér við þann leista og nú í ár er tíl dæmis frumsýnd myndin First Daughter þar sem Katíe Holmes leikur dóttur Bandaríkjaforseta sem verður skotin í gransamiegum fýr. Forest er hér á landi með konu sinni, Keishu. Þau eiga tvær dætur sem heita Sonnet Noel og Trae Summer. Áður hafði Forest eignast soninn Denzel sem farinn er að þreifa fyrir sér á leiklistarbrautinni og lék tU dæmis lítið hlutverk krakk- ffldlsins Dimitri í myndinni Training Day þar sem Denzel Washington fór á kostum. Hvar eru þau nú? Jaye Davidson Þóít frammistada Forests Whitaker hafi verid góð i myndirmi The Crying Game staiþó aldrei þessu vant annar teikari senunni. Það varjaye Davidson sem allir héldu langt fram eftir myndinni að væri ægifögur kona en reyndist svo vera einhvers konar karlmaður. Leikstjór- inn NeilJordan fann Jaye syngjandi á bar fyrir samkynhneigða og frammistaða hans þótti slik að hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik i aukahlutverki karla, þótt sumum hefði þótt tilnefningin eiga betur við aukahlut- verk kvenna. Jaye lék siðan guðinn Ra i mynd- inni Stargale með Kurt Russell en komst svo að þeirri niðurstöðu að honum likaði ekki við leik- listina og dró sig i hlé og hefur siðan starfað við tiskusýningar ÍLondon.Og l't harðneitað að 1\ hafa sig nokkuð i frammi. Raunar ' má segja að Jaye Davidson hafi ger- ' , samtega gufað upp. Á netinu er að finna einmanalegt kveðjuávarp einhvers sem lengi hélt úti vefsiðu tilheiðurs Jaye Davidson en fékk greinilega litla uppörv- un frá viöfangsefninu: „Bless.góðu vinir... Eftir fimm og hálfs árs púl er komiö að þvi sem Nokkrar myndir af ferli Forests 1982 FastTimesatRigdemont Hight 1986 The Color of Money eftir Martin Scorsese, með Paul Newman, Tom Cruiseo.fi. 1986 Piatoon eftir Oliver Stone, með Tom Berenger, Willem Dafoe, Charlie Sheen o.fl. 1987 Stakeout, eftirJohn Badham með Emilio Esteves, Richard Dreyfuss o.fl. 1987 GoodMorning Vietnam eftir Barry Levin- son,með RobinWilliams. 1988 BirdeftirClint Eastwood. 1992 TheCrying Game eftir Neil Jordan, með Stephen Rea, Jaye Davidson 1992 Consenting Adults eftir Alan Pakula með Kevin Kline, Kevin Spacey o.fl. 1993 Body Snatchers eftirAbel Ferrera - hryllingsmynd. 1994 Pret-a-Porter eftir Robert Alt- man, með Marcello Mastroianni, Sophiu Loren o.fl. 1995 Smoke eftir Wayne Wang, með Harvey Keitel, William Hurt o.fl. 1995 Waiting to Exhale, leikstjóri - með Whitney Houston, Angelu Bassett o.fl. 1996 Species, hryllingsmynd með Ben Kingsley, Natöshu Henst- rigdeo.fi. 1996 Phenomenon, með John Travolta. 1999 GhostDog eftir JimJarmusch. 2000 Battlefield Earth, víöfræg „scifí“- mynd,meðJohnTravolta. I 2002 Panic Room eftir David Finch- er, með Jodie Foster. 2004 First Daughter, leikstjóri - með Katie Holmes, Michael Keaton o.fl. I ég hélt að mundi aldrei verða, ég verð að I toka þessari síðu. Ég er orðinn 27 ára og I finnst ég vera að veröa svolitið gamall. I Það eina sem ég þráði var einn tölvu- ilB póstur frá Jaye Davidson. Ég beið og beið og beiö ennú skil ég að það er ekki -'j 3 /)ægí að neyða hann tilað vinna gegn ip samvisku sinni. Sum ykkar munu skilja jjí það og önnur ekki en svo ég segi nú all- an sannleikann, þá stendur mér núorð- 'ÍÍH ið alveg á sama. I Éghef fengið tölvupósta gegnum tið- wEp ina frá sumum af aðdáendum Jayes sem héldu að ég gæti komið þeim i samband við Jaye Davidson og við þá vil ég bara segja, megi skugginn vera með ykkur, en þið munuð aldrei ná honum, handsama hann né skuluöi trúa á kraftaverk. Þið megið skrifa mé' tölvubréf, strákar, efþið hafið ein- hverjar spurningar, ég mun reyna að svara en ekki treysta á mig.Afsakið hvað ég virðist grimmur..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.