Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 47
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 47 Eric Harris Strákarnir komu báöir frá góöum efnuðum heimilum. Þeir höfðu aldreipassað inn í féiagsskapinn i skólanum og hurfu inn í sinn eigin heim þarsem þeirstjórnuðu og pyntuðu kvalara sína. biðu átektar því þeir höfðu komið fyrir tveimur sprengjum í mann- mergðinni í matsalnum. Planið, eða „NBK“ (Natural Bom Killers) eins og þeir kölluðu það, var eins einfalt og það var hryllilegt. Sprengjurnar áttu að granda um 300 nemendum. Þeir sem komust af myndu hlaupa í fangið á þeim þar sem þeir biðu með byssurnar á lofti. Af einhverri ástæðu spmngu sprengjurnar ekki og eftir 40 mínútna bið ákváðu fé- lagarnir að láta til skara skríða. Brooks er morðingi Fyrstu vikurnar eftir morðin ráf- aði Brooks um í svimakasti. „Ef ég var ekki dofln, grét ég. Ég fann að eitthvað var virkilega að þegar ég mætti í jarðaför vinkonu minnar, en hún hafði verið fyrsta fómarlamb þeirra. Krakkarnir hvísluðust á og þeir sem ég hafði kallað vini mína gerðu mér Ijóst að ég var ekki vel- kominn. í jarðaförinni var ég í fyrsta skiptið kallaður morðingi. Ég gat ekki setið undir þeirri ásökun og gekkút." Nokkmm dögum síðar hringdi skólastjórinn í foreldra Brooks og sagði að það væri best ef hann myndi hætta í skólanum. Af hverju? Spumingin sem brann á þeim sem lifað höfuð af, syrgjandi fjöl- skyldum, lögreglunni og öllum heiminum, var: Af hverju? Hvernig stendur á því að tveir klárir strákar úr vel stæðum, ástríkum fjölskyld- um breytast í morðóð skrímsli? Flestir vom fljótir að greina Dylan og Eric sem árásargjarna vand- ræðaunglinga sem aldir hefðu verið upp af blóðugum tölvuleikjum, árásagjömum lagatextum og of- beldisfullum bíómyndum. Brooks Brown telur ástæðuna aðra. Hann og heimildamaðurinn Michael Moore telja Dylan og Eric hafa orð- ið eins og þeir urðu því tveir mikil- vægustu máttarstólpamir í banda- rísku samfélagi, skólakerfið og lögreglan, hefðu bmgðist. Brooks hefur skrifað bók um fjöldamorðið og unnið með Moore að heimilda- mynd um atburðinn. „Eric og Dylan gerðu þetta vegna vonleysis. Þeir pössuðu hvergi inn í og vom sífellt lagðir í einelti. Þeir hurfu inn í sinn Ásakaður Brooks Brown hefur verið útskúf- aður úr samfélaginu. Hann var rekinn úr skólanum og kallaður morðingi. eigin heim þar sem þeir réðu. Mín skilaboð til annarra fómarlamba eineltis em þessi: Þið emð ekki ein, ekki missa vonina." Lögreglan brást Ári fyrir morðin hafði Brooks skilað skýrslu til lögreglunnar þar sem hann lýsti sprengjugerð Erics. Hann sagði lögreglunni einnig ffá því að hann hefði fengið morðhót- anir frá honum. Þeir höfðu hins vegar samið ffið sem skýrir af hverju Eric sagðist líka við hann núna. „Lögreglan gerði aldrei neitt í mál- inu og í tvö ár eftir atburðinn neit- uðu þeir að skýrslan hefði nokkurn tfmann verið gerð. Þar sem skólinn hafði ekki áhuga á Brooks höfðu fjölmiðlar það svo sannarlega. í viðtölum lýsti hann sinni skoðun og sagði að það hefði verið hægt að komast hjá atburðin- um. Yfirlögregluþjónninn svaraði fyrir sig og sagðist viss um að fleiri væm tengdir morðunum og gaf sterklega í skyn að Brooks hefði lfk- lega verið í slagtogi með morðingj- Sorg Mikil reiði og sorg skók samfélagið. Fólk var reittyfir því hversu auðveldlega strákarnir komustyfir byssur. Móðir eins fórnariambsins gekk inn! byssuverslunina, bað um byssu, setti skot íog skaut sig!haus- inn. unum. Brooks fór í lygamælispróf og stóðst en lögreglan var ekki enn sannfærð. Tveimur mánuðum eftir morðin mætti hún heim til hans af ótta við að Brooks ætlaði að slátra fjölskyldu sinni. Lögreglan hafði komist yfir dmngalegt Ijóð sem hann hafði samið. „Pabbi henti þeim öfugum út. Ég hafði samið ljóðið um skólafélaga minn sem hafði drepið pabba sinn og sjálfan sig á eftir.“ Hefnd Herbergi Brooks er þakið upp- lýsingum um daginn örlagarika. Þar er meðal annars að finna mynd- band sem Dylan og Eric gerðu nokkmm mánuðum fyrir atburð- inn. Þar sjást þeir afinyndaðir af reiði, bölvandi þeim sem lögðu þá í einelti og kennumnum fyrir að gera ekkert. „Meiri reiði! Meiri reiði! Þið hafið gert líf okkar ömurlegt í mörg ár. Nú munum við drepa ykkur öll!“ Næsta dag fór Brooks með blaðamann í verslunina þar sem morðingjarnir keyptu vopnin. Þar máttu þeir handfjatla allar byssurn- ar. „Við gætum hæglega sett skot í og hleypt af - eins og móðir eins fómarlambsins gerði. Hún gekk hingað inn og bað um byssu, setti skot í hana og skaut sig í höfuðið." Foreldrar unglingsstúlku, sem lést þegar hún og vinkona hennar ákváðu að drepa sig saman, segja einelti hluta af vandamálinu Dóttir okkar var fórnarlamb eineltis Foreldrar unglingsstúlku sem lést eftir að hafa tekið inn stóran skammt af lyfjum segja að dóttir þeirra hafi verið lögð harkalega í einelti í skólanum. Laura Bhodes, 13 ára, lést þegar hún og vinkona hennar, Rebecca Ling, ákváðu að fremja sjálfsmorð saman. Læknar náðu að bjarga lífi Rebeccu, 14 ára. Eftir að lögreglan hafði til- kynnt að einelti kæmi málinu ekki við hélt fjölskylda Lauru blaðamannafund þar sem þau sögðu frá sorglegri skólagöngu hennar. Henni hafði verið strítt í barnaskóla, en þegar hún fór upp um skóla hafi stríðnin ágerst og gerst alvarlegri. „Við reyndum að taka á málunum en yfirvöld í skólanum vildu ekki vinna með okkur." Fjölskyldan sagði aö skólayfirvöld hefðu hótað að reka Lauru úr skólan- um vegna lélegrar mætingar. Vinkonumar höfðu kynnst á intemetinu. Rebecca hafði fengiö að fara í heimsókn til Lauru en þegar Laura skilaði sér ekki heim eftir að hafa fylgt vin- konu sinni á lestarstöðina fóm foreldrar hennar að hafa áhyggjur. Efdr nokkra daga fundust stelpumar heilar á húfi en ákváðu að drepa sig saman. „Við getum ekki lifað án hvorrar annarar," stóð á miða sem þær skildu eftir sig. saman og Laura Rh°des og Rebecca Ling Stt hofðu kynnst á internetinu. Þær struku nokkrum klukkutlmum eftiraö lögregl hendur íhári þeirra höfðu þær gleypt t Myrtur á afmæli litlu systur sinnar Rúmlega tvitugur maður var stunginn til bana í 13 ára af- mælisveislu systur sinnar í Livgrpool í vikunni. Maður- inn var staddur í veislunni þegar hópur manna réðst að honum og stungu hann með hnífí. Curtis Kinsella, sem starfaði sem vélvirki og átti ófriska kærustu, lést á sjúkrahúsi.„Það er eitthvað mikið að i heiminum þegar menn gera svona lagað, sérstaklega í barnaafmæl- um," sagði frændi Curtis. Þrír menn á aldrinum 19 til 49 ára, hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins. Fangar nota köngulær til að komast í vímu Fangarí fangelsinu íNew South Wa- les í Ástral- íu nýtasér eitur úr lífshættulegum köngulóm til að komast í vímu. Samkvæmt heim- ildum annarra fanga drýgja þeir eitrið með vatni svo það reynist ekki banvænt. Fangaverðir fundu fjórar köngulær, náskyldar Svörtu ekkjunni, i klefa eins fangans. Fangelsisstjórinn segir ekki sann- að að fangarnir notfæri sér köngulærnar til að komast í vímu. Hann segir líklegra að köngu- lærnar hafí verið gæludýr fang- anna.,,1 þeirra aðstöðu er alls ekk- ert ólíklegt að fangarnir hafí sett köngulærnar í krukku til að hafa sem gæludýr." Misþyrmdi unguin her- mönnum Fyrrum þjálfari við umdeildar ung- lingaherbúðir, sem kallast Deepcut, hefur viðurkennt að hafa kynferðis- lega misþyrmt fímm ungum her- mönnum frá ár- inu 1992 til 1997 í Lincolnshire. Leslie Skinner, 46 ára, viðurkenndi að hafa misnot- að traust ungu strákanna.„Við gátum ekki neitað honum því við vissum að óhlýðni væri ekki leyfí- leg,"sagði eitt fórnarlambanna. „Ég þorði ekki að segja neitt því samkynhneigð var illa liðin í hern- um áþessum tíma,"sagðiannar. Dæmt verður í málinu í október. Grunaður um að hafa drepið for- eldra sína Brian Blackwell, 18 ára breskur, yfirburðar nem- andi, var i vik- unni handtekinn grunaður um að hafa skotið foreldra sína til dauða. Brian og Jacqueline höfðu legið látin á gólfinu í tvær vikur þegar nágrannar þeirra hringdu í lögregluna. Nágrannarnir segjast vona að Brian yngri hafi ekkert með morðin að gera.„Ég hef þekkt Brian síðan hann var lítill. Hann er afar klár en mamma hans var ströng svo hann átti ekki marga vini.“Brian hafði fengið topp einkunnirí öllum námggrein- um og var á leiðinni i læknisfræði. Hann var einnig þekktur tennis- leikari og keppir fyrir Bretland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.