Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 61
DV Fréttir LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 61 r íbúar ósáttirvið heilsugæslu íbúar á Austur-Héraði eru ósáttir við þjónustu Heil- brigðisstofn- unar Austur- landsíbæj- arfélaginu og hafa nú feng- ið bæjaryflr- völd í lið með sér með það fyrir augum að krefja yfir- menn stofnunarinnar um úr- bætur. Fram kemur í fundar- gerð bæjarráðs þar í bæ að nú standi til að funda með heilbrigðisráðherra vegna málsins og firamtíðarupp- byggingar heilbrigðisþjón- ustu í bænum. Fæðingar- deild var lokað þar fyrir rúmu ári auk þess sem íbúar segja stækkun óumflýjanlega í ljósi fjölgunar eystra. Tveir létust á Skáni Tveir létust í lestar- slysi á Skáni í Svíþjóð í gær. Að minnsta kosti fjörutíu manns slösuðust. Slysið varð með þeim hætti að farþegalest, sem var á leið frá Karlskrónu til Málmeyjar, rakst á vöruflutningabfl skammt frá Kristjánsstað. Við áreksturinn hentust þrír vagnar út af sporinu og fjöldi farþega sat fastur. Tafið er að vöruflutn- ingabflfinn hafa ætlað að freista þess að komast yfir sporið skömmu áður en lestin kom. Það tókst ekki að afleiðingamar urðu skelfilegar. Dauði og djðfull á kolmunna Léleg veiði og hátt olíu- verð hefur sett strik í reikn- inginn hjá kolmunnaflotanum frá því um miðjan júlí að veiði datt niður í íslensku lögsögunni. Sex skip voru að veið- um í og við Rósa- garðinn, austur af landinu, á föstudag. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðarstjóra hjá Eskju, fór Jón Kjartansson SU 111 út að kvöldi fimmtudags og hafði lítið orðið var seinnipartinn í gær. Skipið hafði jþá verið bundið við bryggju frá 8. ágúst síðast- liðnum. Hitt uppsjávar- veiðiskip Eskju, Hólma- borgin SU 11, er í landi og mun lfldegast ekki fara á sjó fyrr en veiði glæðist. Ólæti á busaballi f fyrrakvöld var kvart- að undan hávaða frá hijómsveit sem var með æfingu í Njarðvík. Lög- reglan mætti á staðinn og hættu hljómsveitar- meðlimir þá spila- mennsku. Síðar um kvöldið var óskað eftir lögreglu að Stapa í Njarðvík, þar sem busa- ball Fjölbrautaskóla Suðurnesja stóð yfir. Maður sem var undir áhrifum áfengis fékk ekki inngöngu og var ósáttur við það. Aðgerða lög- reglu var samt ekki þörf. Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, 33 ára, lést á fimmtudaginn eftir harkaleg átök við tvo lögreglumenn. Lögreglan segir þetta mikið áfall fyrir alla aðila. Móðir Bjarka segir * fjölskylduna í áfalli og bíður eftir niðurstöðum krufningar. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Móðir Bjarka segir lögreglu bara áhyrgð á dauða haas Bjarki Hafþór Vilhjálmsson lést á fimmtudaginn eftir átök við tvo lögregluþjóna fyrir utan húsið hans. Ríkissaksóknari er með málið til rannsóknar. Bjarki bjó í heimahúsum og kennir móðir hans lögreglunni um lát sonar síns. Karl Hermannsson yfir- lögregluþjónn segir atvikið erfitt fyrir alla aðila. Fjölskyldan hefur glímt við geðræn vandamál. „Lögreglan drap son minn!“ sagði Anna Þorbergsdóttir, móðir Bjarka, snemma í gærmorgrm. Það var rign- ing úti. Nágrannar horfðu út um gluggana og töluvert af fólki keyrði framhjá. Engin ummerki eftir átökin daginn áður sáust á lóð hins látna. Fréttirnar af harmleiknum höfðu borist hratt um bæinn. „Bjarki er bara dáinn og við vitum ekkert fyrr en krufningin er búin," bætti Anna við. „Ég er að bíða eftir ættingjunum sem eru á leiðinni. Við erum í algjöru áfalli." Örlagaríkt símtal Karl Hermannsson yfirlögreglu- þjónn segir að lögreglan hafi fengið tÚkynningu um klukkan fimm um að maður væri illa til fara reikandi um bæinn. Sá maður var Vilhjálmur Snorrason, faðir hins látna. Lögreglan stoppaði Vilhjálm, sem á við geðræn vandamál að stríða, þar sem hann ráfaði um á nærbuxunum einum klæða. Hann var síðan færður á Heilsugæslustöð Suðumesja þar sem hann dvelur nú. Eftir að lögreglan hafði afskipti af Vilhjálmi hringdi varðstjóri heim til hans. Bjarki Hafþór, sonur Vilhjálms, svaraði í símann og eitthvað í sam- tafinu gerði það að verkum að lög- reglan ákvað að gera sér ferð heim til Bjarka og kanna aðstæður. Lést í handjárnum Þegar lögreglan bankaði upp á hjá Bjarka skömmu eftir að faðir hans var færður upp á lögreglustöð hófst örlagarfk atburðarás. Bjarki kom til dyra og var að sögn lögregl- unnar í „annarlegu ástandi". Átti erfitt með mál, veittist að lögreglu- mönnunum og upphófust átök sem enduðu með því að Bjarki var yfír- bugaður og færður í handjárn. „Þeir lömdu hann ekki með hnefunum eða kylfum. Það eina sem þeir gerðu var að reyna að ná honum niður." Skömmu síðar hætti Bjarki að draga andann. Hann lést á staðnum. „Þeir lömdu hann ekki með hnef- unum eða kylfum. Það eina sem þeir gerðu var að reyna að ná honum nið- ur,“ sagði Bryndís Heimisdóttir, ná- granni Bjarka, um hádegisbilið í gær. Hún segir fólkið í götunni í sjokki. Þetta sé hræðilegur atburður. Lögreglan í áfallahjálp Karl Hermannsson yfirlögreglu- þjónn hefur svarað fyrir aðgerðir lög- reglunnar í fjölmiðlum. Hann segir erfitt fyrir þá að tjá sig um málið þar sem ríkissaksóknari hafi málið á sínu borði. „Þetta er einfaldlega mjög erfitt fyrir okkur alla,“ segir Karl. „Annar lögreglumannanna sem lenti í þessu tók sér frí til að ná sér og þeir hafa báðir átt kost á áfallahjálp. Annars er það undir þeim komið hvernig þeir takast á við þetta atvik.“ Karl Hermannsson yfirlögregluþjónn Ríkissaksóknari rannsakar nú aðgerðir lög- reglunnar i Keflavík. Las yfir sig Bjarki Hafþór Vilhjálmsson var velþekktur í Keflavík. Ein kona sem þekkti vel til Bjarka sagði að á sínum yngri árum hefði hann verið algjört „séní“. „Hann gat leyst skákþrautir eins og ekkert væri, vissi ótrúlega hluti og hafði mikla greind," sagði konan og bætti við: „Svo var eins og hann læsi yfir sig í skólanum. Hann náði sér aldrei eftir það." Bryndfs Heimisdóttir nágranni Bjarka Segir ibúa götunnar i sjokki eftir atburði lið- inna daga. Geðræn vandamál Bjarki Hafþór var mikill maður vexti; hávaxinn og þéttur á velli. Vitni segja lögreglumennina tvo hafa virk- að sem lítil peð í samanburði við Bjarka. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en eftir krufiiingu hvað nákvæmlega olli dauða Bjarka., 4, Hvort átökin við lögregluna hafi' dregið hann til dauða eða „ - eitthvað annað. simon@dv.is Heimili Bjarka að íshús- stíg 5 í Keflavík Á þessari lóð fóru átökin sem leiddu Bjarka til dauða fram. 500 dagar liðnir frá „stríðslokum“ í írak Mannskæð átök daglegurviðburður Fimm hundmð dagar em liðnir frá því George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir að stríðinu í írak væri lokið - og að sigur hefði unnist. Þessi tímamót ber upp á sama dag og hryðjuverkaárásanna á Bandarfldn er minnst en þijú ár em liðin frá því árás- imar vom gerðar. Þegar Bush lýsti yfir stríðslokum sagði hann næsta skref vera að koma á Stríðsforsetinn George Bush sagöi stríðinu i Irak formlega lokið fyrir 500 dögum. Siðanþá hefur861 bandarískur hermaður fallið í landinu. friði, byggja upp lýðræði í landinu og hefja alvöruleit að gjöreyðingarvopn- um. Á þeim fimm hundmð dögum sem liðnir em frá hinum meintu stríðslokum hefur tvennt orðið mönn- um ljóst. Stríðinu er langt í frá lokið, bardagar geisa stöðugt og mannfalfið er mikið. Þá hafa engin gjör- eyðingarvopn fundist í land- inu þrátt fyrir mikla leit en trúin á að Saddam Hussein hefði yfir slflcum mann- drápstólum að ráða var meg- inástæða þess að Banda- rfkjamenn réðust inn í land- ið og nutu fulls stuðnings - Breta auk annarra þjóða. Bretar hafa misst 65 her- menn í írak sem er smáræði miðað við mannfall Banda- ríkjamanna að ekld sé talað um íraka sjálfa. Þúsund bandarískir hermenn hafa týnt lífi í írak - þar af 861 eftir að stíðinu var formlega lokið. Talið er að ekki færri en 20 þúsund írakar hafi falfið í stríðsátökunum og ekki sér fyr- ir endann á mannfalfinu. Norskir sérfræðingar vilja eyða fordóm- ^ um um kynfæri karla Limurinn kortlagður í nýrri bók Norska bókaforlagið Dinamo hefur boðað út- komu allóvenjulegrar bók- ar á næstunni. Bókin ber heitið Penis Atlas og er um ítarlegt fræðirit að ræða þar sem kynfæri karla eru kortlögð ffá a til ö. Höfundarnir eru fjórir og allir sérfróðir um þennan líkamshluta. Gríðarlegt magn ljósmynda kvað vera í bóldnni og voru helgustu partar eitt hundrað karla mynd- aðir frá ýmsum sjónar hornum. Tilgangurinn með þessu öllu saman er að sögn höfundanna að uppfræða almenning, eyða fordómum og eyða misskiln- ingi fólks um þetta h'ffæri karl-^ mannsins. Forleggjari Penis Atlas segir bókina gefa góða heildarmynd af kynfærum karla enda sé málið skoðað frá öllum hliðum. Karlarnir eru til dæmis myndaðir í slök- un og við holdris. Ná- kvæmar mælingar eru gerðar á hverjum og einum auk þess sem litarhaft limsins og fleiri forvitnileg atriði eru tekin til umfjöll- unar. Á brókinni Kynfæri karla eru skoöuðfrá öllum hliðum I<■ ■ nýrri norskri bók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.